miðvikudagur, nóvember 12, 2008

Brasseraður kjúklingur með sveppum og beikoni

Mér finnst svo gott að brassera að ég er alveg hætt að setja það fyrir mig að það getur verið svolítið maus, tja fyrir suma ekki alla. Þegar kjúklingurinn er brasseraður á þennan hátt er best að vera með kjúkling með beinum, þ.e.a.s. bringur eru ekki besti kosturinn hér. Ég notaði heilan kjúkling og skar hann í bita en það var ódýrast, þó er auðvitað hægt að auðvelda sér starfið og kaupa kjúkling í bitum. Í þennan rétt er líka mjög gott að stökksteikja nokkrar beikonsneiðar til að bera fram með.

Brasseraður kjúklingur með sveppum og beikoni
f/4-6

1 kjúklingur um 1200 gr
3 gulrætur, skornar í bita(ca 1 cm)
4 meðalstórar kartöflur á mann, skornar í jafnstóra bita og hitt grænmetið eða örlítið stærri
1/4 partur af sellerírót eða 1 steinseljurót, skorinn í jafnstóra bita og gulrótin
1 1/2 laukur, sneiddur þunnt
1 hvítlaukshaus, skorinn til helminga
1 búnt af timían, jafnþykkt og flöskustútur
1 tsk piparkorn
9 beikonsneiðar
200 gr sveppir
250 ml hvítvín(úr beljunni góðu sem ég á ennþá eftir 4 vikur)
1 ltr vatn
1 kjúklingakraftsteningur
1 1/2 msk tómatpaste
smjör
hveiti

Aðferð:
1. steikið 3 beikonsneiðar og takið af pönnunni
2. Skerið og steikið grænmetið upp úr beikonfitunni þar til það fær fallega brúnan lit á sig og setjið í ofnfastan pott
3. Skerið og steikið kjúklinginn þar til hann fær á sig góðan og fallega brúnan lit
4. Setjið í pottinn með grænmetinu og beikoninu
5. Hellið hvítvíninu í pönnuna og látið sjóða niður um 30 prósent, ca 4 mín á fullu blússi og skrapið af pönnunni á meðan alla steikarskóf og blandið saman við hvítvínið.
6. Hellið í pottinn ásamt vatninu(það á að hylja að mestu allt saman)
7. Bætið öllu kryddi og tómarpaste-i. Lokið pottinum og setjið í ofn við 200°C í klukkustund
8. Á meðan kjúklingurinn er í ofninum er búin til smjörbolla úr 50 gr smjöri og svipuðu magni af hveiti og hún látin bakast örlítið í pottinum, hrært vel saman þar til myndast bolla.
9. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn er allt tekið úr pottinum og sett í eldfast mót og álpappír settur yfir og inn í ofn til að halda hitanum í því, kryddinu hent og soðið sigtað í pott og látið sjóða niður um 30-40% á fullu blússi.
10. Sósan þykkt og allt saman borið fram. Athugið að hægt er að sleppa því að þykkja sósuna og láta hana þá sjóða aðeins lengur niður, en þá ætti hún að þykkjast örlítið. Ég veit það líka að margir eru hræddir við smjörbolluna og þá er alveg í lagi að nota maísenamjöl.

laugardagur, ágúst 16, 2008

Hekla er orðin svo stór....

Ég furða mig á því á hverjum einasta degi núna hvað hún er orðin stór. Hún er að missa tönn og önnur strax komin í staðinn, hún var að fá skólatösku og fær bestu vinkonu sína í heimsókn í sleepover, hún valsar hér á milli húsa ein. Þetta frelsi hér er alveg hreint ótrúlegt! Enda líður henni svakalega vel hérna. Hún er alltaf að leika með krökkum á hverjum einasta degi, soldið annað en það sem við vorum að gera á Ítalíu. Mér finnst alltaf jafn skemmtilegt að horfa á hana stækka svona og þroskast, yndislegt!
Annars er allt að falla í rútínu hjá okkur loksins, það er búið að vera mikið fjör síðustu helgar, t.d. var farið á ball með Páli Óskar sem var svo geggjað að ég hef bara aldrei vitað annað eins, það var eins og ég hefði farið í sturtu, maður var svo sveittur eftir mikinn dans með stelpunum,DJÖFULL var gaman!!!
Ég þarf að hlusta á Bylgjuna í vinnunni á daginn þar sem það eru svo margir á þessum vinnustað og allir á mismunandi aldri þannig að þetta er stöðin sem verður ávallt fyrir valinu, það er morgunþáttur hjá þeim sem er gersamlega að gera mig vitlausa. Þarna eru tveir vitleysingar á ferð, kona og karlmaður og ég get svarið það að það er eins og það sé sérstakt ljósaskilti fyrir ofan þau sem segir "Hlægja" og kviknar á svona annað slagið. Maður skilur ekkert í því hvers vegna þau eru að hlæja þessum líka svakalega kreista kurteisishlátri. Skrítið dæmi....
Það er líka einkennilegt hvað það þarf að spila sömu lögin aftur og aftur allan liðlangann daginn, alla daga vikunnar og svo kemur auglýsing frá Bylgjunni sem segir " nýtt á Bylgjunni" og svo eru spiluð brot úr því sem maður hefur hlustað á 100 sinnum á dag alla daga vikunnar, já einmitt nýtt á Bylgjunni. Við hvað vinna útvarpsmenn þessa dagana, ýta þeir á takka sem segir "on playlisti/off playlisti" og fara svo að kúka og fá borgað fyrir, tja ekki get ég ímyndað mér að þetta sé vel borgað, eða það vona ég allavegana ekki, það væri frekar ósanngjarnt fyrir ljósmæðurnar, ha hmm...
Við systurnar tókum 7 km um daginn og rúlluðum því upp eins og ekkert væri...maaaassssar!!!
ALLIR AÐ HEITA Á MIG Í 10 KM HLAUP Í REYKJAVÍKUR MARAÞONINU TIL STYRKTAR KRABBAMEINSSJÚKUM BÖRNUM!!! Ég mun klára....

miðvikudagur, júlí 30, 2008

Blogg eða ekki blogg???

Fyrst maður er kominn á klakann á maður þá að hætta að blogga? Á nú reyndar ennþá nokkra vini í útlöndum maður ætti kannski að halda þessu áfram,hmmm....???
Ég fer núna í vinnuna á hverjum degi á nýja massíva hjólinu mínu í og úr vinnu sem gera um 15-20 km á dag og svo skokka ég 5-8 km á dag þegar heim er komið,svo náttúrulega vinnan alltaf líkamleg og svona. Ég fékk mígreniskast í dag sem var svo slæmt að það var kallað á sjúkrabíl í vinnuna og læti, það nefnilega leið yfir mig inni í búningsklefa og ég skall með höfuðið soldið fast í gólfið þannig að ég fékk smá heilahristing, ældi og svona skemmtilegheit, ældi meira að segja úti á plani og það leið yfir mig aftur meðan Sverrir hélt mér uppi, soldið scary þess vegna var kallað á sjúkrabíl, og þetta á eftir að kosta okkur skildinginn. Ég var soldið mikið pirruð yfir þessu... að allir í vinnunni hafi séð þetta og svona, frekar vandræðalegt,, en æ fokkit ekkért hægt að gera þegar mígrenið ákveður að böggast í manni. Ég fékk næringu í æð og líður bara ágætlega núna. Það virðist vera einhver orðrómur á meðal fjölskyldumeðlima að stúlkan sé að ofkeyra sig en ég blæs á þess háttar bull. Ok ég kannski ætti ekki alveg að fara út á hverjum degi að skokka ég viðurkenni það og skal taka það til umhugsunar.
Það var svo guðdómlegt að hjóla í vinnuna í morgun að það hálfa. Sjórinn var svo spegilsléttur og fallegur og sólargeislarnir dönsuðu við fuglana, mér fannst verið að bjóða mig velkomna heim og biðja mig að njóta til fulls, hreinn unaður. Þessu kynnist maður ekki í bílnum. Á svona dögum eiga allir að hjóla í vinnuna!
Þar sem ég er á þessum nótum þá er gaman að segja frá því að við vorum að kaupa bíl í dag. Fyrsti bíllinn okkar á Íslandi, ekki seinna vænna þar sem maður er orðinn 31 árs! Við keyptum Skoda Octavia station, mjög flottur og sparneytinn, það er jú það mikilvægasta í dag.
Við erum búin að koma okkur mjög vel fyrir í úthverfaíbúðinni okkar, allt orðið svaklega fínt og loksins getum við notið brúðargjafanna okkar. Það var svo gaman að taka þær upp það var eins og að gifta sig aftur.
En hvernig líður svo Aðal miðbæjarrottunni í úthverfinu? Er hún búin að fá sér flíspeysu, stretsbuxur og ecco inniskó?
VIð skulum bara setja dæmið upp svona: Miðbæjarrotta + Úthverfi=&%$#&%$#&%$#/&%$##
Já það verður allavegana ekki svæðisnúmerið 170 í leitarskilyrðunum á mbl.is/fasteignir tja eða nokkuð annað en 101!!!

fimmtudagur, júlí 17, 2008

Límingarnar héldu

Já ætli ég sé ekki búin að hitta flesta sem lesa þessa síðu og vita því flestir hvernig þetta endaði, tja ef þið vitið það ekki þá segi ég ykkur það hér og nú.
Bíllinn var svindlaður af mér!Hann endaði í 2500 evrum cash, en hann seldist!
VIð komumst næstum því ekki heim þar sem flugvélin var full, en við töluðum ið liðið og komumst að lokum...
Ég fór beint í vinnuna á mánudeginum eftir og fékk áhugalausasta nema sem ég hef unnið með en ég er að reyna að láta hann finna áhugann á ný og vonandi kemur það einhvern tímann ,ja helst á morgun en batnandi manni er best að lifa ekki satt?!
En þetta hefur gert það að verkum að ég þarf að mæta í vinnuna klukkan 5.30 eða 6.00 sem er kannski helst til snemmt og ég er heldur ekki farin úr vinnunni fyrr en um 16.00, þannig að dagurinn er farinn að lengjast, en það er nú í lagi, maður þolir þetta ...ég er nefnilega orðin svo mikill massi að ég er farin að skokka 2*4 km á dag og tek hvora 4 km fyrir sig á 18 mínútum, er ég ekki dugleg, ég er allavegana svakalega stolt af mér. Svo eftir skokkið er farið í sund með familíunni þar sem það er alveg hreint uaðslegt eftir langa vinnudaga og mikið skokk, svo hittir maður alltaf svo marga vini og kunningja í Neslauginni,, jaaáá maður getur sko ekki farið í Neslaugina ósnyrtur og morkinn, þar hittir þú alltaf einhvern. Ohhh þetta er svo skemmtilegt, a vera á Íslandi. Ég fæ að tala við fullt af skemmtilegu fólki á hverjum einasta degi, er til eitthvað betra? Vinnan er mjög skemmtileg og mér líður mjög vel þar.
Ég hélt æðislegt matarboð um helgina, fyrir stelpurnar þær Ásu, Kötu, Kristínu, Hörpu, Pedro og mig og Sverri að sjálfsögðu og maturinn heppnaðist frábærlega og allir voru svo ánægðir, sælir, skemmtilegir og fallegir. Þetta var eitt skemmtilegasta kvöld sem ég hef átt í laaaaangan tíma. Takk stelpur!
Ég kannski fæ mydirnar hjá þeim af matnum og set á matarsíðuna, sem ég hef trassað alllt of mikið upp á síðkastið. Ég vona að lífið fari að komast í einvhers konar eðlilegar skorður svona sem fyrst.
Við erum ennþá í húsi Ólu sös á Framnesveginum og Sverrir er búinn að vera sveittur að gera upp íbúðina sem við endum í úti á Nesi. Ohh hvað ég vildi óska að við gætum keypt eitthvað hér nálægt, ég er ekki alveg að fíla það að fara út í rassgat, þó ég sé ótrúlega þakklát tengdaforeldrum mínum fyrir að leyfa okkur að vera í íbúðinni, ég er bara líklegast ein mesta miðbæjarrotta sem fyrirfinnst! Úff líka að þurfa að hjóla í vinnuna,hmmm...... jæja það tekur þá bara megrunina upp á næsta level híhíhí...
Vonandi fáum við dótið okkar úr skipinu á morgun og vonandi er allt með!
Hekla er svo alsæl þessa dagana, hún brosir allan daginn út að eyrum, enda er tengdó í fríi og fær hún gesti og svona á daginn og svo eru líka einhverjir krakkar þarna í kring sem hún er byrjuð að leika með.
Svo hér nálægt býr besta vinkona hennar hún Salka, dóttir Sigrúnar, og fékk hún að gista hjá henni um síðustu helgi, ohh henni fannst svo geggjað, hún var sko ekkert ánægð að sjá mig þegar ég kom að sækja hana daginn eftir. Enda voru þær á leiðinni í göngutúr(bara tvær)ég alveg í tremmakasti yfir því en þegar ég sá ofurrólegu viðbrögð Sigrúnar, ákvað ég að slaka á og fylgja því. Hún er orðin svo stór!
Jæja nú er hungrið verulega farið að segja til sín, það verður bara samloka í kvöld, ég er bara ein með hundinn, Sverrir er nefnilega ennþá sveittur uppi í íbúð..

fimmtudagur, júlí 03, 2008

Klikkað stress í gangi!

Við erum búin að senda búslóðina okkar til Íslands en bíllinn er enn óseldur og ég er að fara á límingunum af stressi. Það er umboðsskrifstofa sem ætlar að kaupa hann og ég er búin að láta þá hafa bílinn til að leyfa fólki að skoða og ég fer á eftir að ganga frá kaupum, vonandi! þeir hafa nefnilega ekki enn hringt og ég er nú þegar búin að hringja einu sinni í þá í morgun. Ég er alvarlega að spá í að fara bara til þeirra og þvinga þá í þetta núna, við eigum nefnilega eftir að fara og ganga frá uppsögn á rafmagni og gasi og rusli, þannig að ég er orðin gjörsamlega græn af stressi. Ég þoli ekki að sitja á rassgatinu og bíða eftir að aðrir hringi þegar ég hef fullt annað að gera! En þetta er Ítalía og allt gerist á hraða snigilsins hér....
Annars mætum við á svæðið um klukkan 20:00 á laugardagskvöldið eða þ.e.a.s. á morgun! Gvuð á morgun, nei nú fer ég alveg á límingunum!!!!
Shhhiiiiitturinn....

sunnudagur, júní 08, 2008

I'm a living in a box...living....

já nú erum við byrjuð að pakka á fullu og það er ekki fýsilegt umhverfið okkar þessa dagana, kassastaflar í öllum hornum, en maður reynir að láta sem ekkert sé. Stelpa húsvarðarins ætlar ekki að kaupa bílinn þannig að ég setti smáauglýsingu í blaðið í gær og það voru komnar inn 3 fyrirspurnir í morgun. Ég vona að það gangi í gegn. Við erum búin að ákveða að vera ekkert að reyna að fá að afhenda bílinn þegar við komum úr fríinu því að það finnst mér of mikil áhætta. Ef hann selst ekki í tíma eða salan tekur meiri tíma eða ef eitthvað kemur uppá og lets face it við erum á Ítalíu, þá þyrfti ég að framlengja ferðinni minni hér, sem félagslega séð væri draumastaða en ég verð að fara heim og vinna fyrir peningum!
Við fórum því í dag og ætluðum að taka bílinn í nefið(í þrifum) og þegar við vorum rétt að byrja á honum að innan þá kom hellidemba og það hefur ekki hætt að rigna síðan og ég lofaði myndum af honum í kvöld, helv.andsk,djöf.rigning ég er að bilast á þessu! Það má alveg hætta að rigna núna!
Ég ætlaði að fara í dag og borða á veitingastaðnum þar sem ég verð með kvöldmatinn á þriðjudaginn en nema hvað ég miskildi aðeins eða leit vitlaust á miðann, það var á milli 14:30 og 16:00, þannig að það varð lítið úr því, hehe.
Við tókum líka daginn í þrif, þar sem ég býst við að hafa lítinn tíma til þess í næstu viku og tengdó og co. koma á laugardaginn og það verður kveðjupartý hjá okkur á föstudaginn, ég er að fara að vinna á þriðjudaginn og þarf að undirbúa það, brjálað að gera maður....
VIð erum að vona að geta haldið kveðjupartýið í garðinum, og gert almennilega grillveislu en ef það verður ennþá þessi bölvaða rigning þá þurfum við að færa það hingað inn. En það verður alltaf gaman þetta er svo skemmtilegt fólk sem er að koma.
ohh hvað ég vildi óska að maður gæti gert þetta almennilega og haft hugguleg útiljós hangandi í greinum trjánna og setja borð og stóla og haft glæsilegt hlaðborð, ohh ég get svarið það ef ég væri rík þá myndi ég halda hin glæsilegustu matarboð í hverri viku, hver vill hjálpa mér að verða milli, ég lofa að bjóða þeirri manneskju endalaust í mat, fjögurra rétta!!!!????
ohh ég er komin með nóg af pizzu, mig langaði í mexíkóskan mat í kvöld var alveg búin að búa mig undir gómsæta tortillu og baunamauk með guacamole og sýrðum rjóma,, dem að hafa misst af þessu þarna!!!!!

föstudagur, júní 06, 2008

mmmmm namminamm

ohh rúgbrauðið reyndist vera hið mesta sælgæti. Ég bara tók þessa uppskrift af netinu hjá einhverri konu þannig að ég þori ekki að setja uppskriftina á matarbloggið mitt. En þessi uppskrift var alveg ótrúlega einföld, auðveld, ódýr og hægt að sleppa mjólkurvörum, verst að ég man ekki hvaðan ég tók uppskriftina, en jæja ég set hana bara hérna inn, þær voru flestar eins hvort eð er.
Rúbrauð:
6 bollar rúgmjöl
6 bollar spelt, gróft(hveiti/heilhveiti)ég notaði heilhveiti
5 tsk natron(ég notaði baking powder þar sem það er það eina sem hægt er að fá hér)
7 bollar sojamjólk(súrmjólk/AB-mjólk)ég notaði soja þar sem það er það eina sem hægt er að fá hér
500 gr algave sýróp(fæst ekki hér þannig að ég notaði maple sýróp)
3 tsk salt
Þurrefnum blandað saman síðan blautu bætt í sett í mjólkurfernur, eða kalkúnapott og bakað við 100°-120°C í 12-13 tíma, ekki fylla fernurnar nema hálfar eða 3/4. Ég helmingaði uppskriftina og fékk 2 brauð, ég myndi líka hafa ofninn í 120°, allavegana voru mín brauð ekki tilbúin fyrr en eftir að ég hækkaði hitann og hafði þau inni í 15-16 tíma, fannst það aðeins of langt.
En þetta var vel þess virði. þetta var líka bara mjög þægilegt, henti í deigið klukkan 19.00 og inn í ofn um 7:45 þannig að þau áttu að vera tilbúin heit og góð í morgunverðinn. ekki slæmt það!

Ég er núna að vinna í því að segja upp áskrift á neti,síma og sjónvarpi og þar sem við búum jú á Ítalíu er ekki hægt að segja að það sé einfalt né auðvelt. Ég þarf að fara hingað og þangað, senda bréf en engin venjuleg bréf heldur eitthvert blabla bréf sem ég skil ekkert í þegar verið er að reyna að útskýra það fyrir mér. Af hverju er ekki bara hægt að senda fax eða e-mail og málið dautt???? Af hverju þarf allt að vera svona flókið???

Ég og Sverrir áttum 9 ára afmæli í gær, við héldum uppá það með því að fá pössun hjá Ester og Óla og fórum og fengum okkur sushi, náðum svo í Heklu, fengum okkur nokkra bjóra með þeim og svo heim í ból, þetta var bara mjög fínt. Nema hvað að saltið í sojasósunni var ekki alveg að fara vel í kroppinn minn, þar sem rakinn og hitinn hér er svo mikill og salt í ofanálag, þá urðu fæturnir og fingurnir eins og boltar, ég fékk svo mikinn bjúg að það hálfa!
En nú sér víst fyrir endann á þessari rigningu, og ekki seinna vænna. Það er kominn svo mikill raki í allt að það er komin nett fýla í öll horn og svona, mjög skemmtilegt, enda tekur það þvottinn 3 daga að þorna! En nú var verið að breyta spánni og það á að vera sól í næstu viku, ég í sólbað, vúhúúú!!
jæja ætla að tékka á píunni með bílinn, djöfull vona ég að hún kaupi hann þá er málið dautt!!!

miðvikudagur, júní 04, 2008

The trend setter

jújú ég er víst orðin nettur trend setter á meðal mæðranna sem fara með krakkana sína í garðinn. Ég hitti mömmu í gær og hún sagði að það hefðu allir sem sækja þennan garð tekið eftir mér og verið að velta því fyrir sér hvaðan við værum og svona og svo að þeim hefði þessi hugmynd mín að taka Heklu með mér út að skokka og sett hana á hjólið og látið hana hjóla við hliðina á mér, alveg rosalega góð og nú væru þær farnar að gera þetta líka. Ég einmitt tók eftir nokkrum í garðinum um helgina þar sem þær tóku krakkana með á hjólunum sínum. Ég er svo hugmyndarík;)
Ég hef ennþá ekkert svar fengið frá konunni sem var að spá í bílinn okkar og er orðin nett stressuð yfir þessari sölu. Er bara orðin nett stressuð á öllu sem er að fara að gerast næsta mánuðinn. Stress yfir þessum mat þarna á veitingahúsinu, flutningum, ferðalagi, nauðsynlegri peningaeyðslu, bíllinn, að kveðja alla og Ítalíu, úff þetta er að verða erfiðara en ég hélt það yrði.
Ég var að prófa að baka rúgbrauð í fyrsta skipti, og samkvæmt uppskriftinni átti ég að hafa það inni í ofni við 100°C í alla nótt eða 12-13 tíma, sem ég og gerði en viti menn þegar ég vaknaði og ætlaði að taka brauðið úr fernunum þá var það ennþá hrátt, ekki sniðugt þegar maður er að borga mikið fyrir rafmagn. Ég setti það þá aftur inn í ofn en nú við 120°C í 3 tíma til viðbótar og mér sýnist það vera tilbúið en verð að bíða í smástund þar til það hefur kólnað til að sjá það almennilega. Ég vona það því ég ætlaði að vera með þetta í kvöldverðinum þ.10.júní. Það reyndar varð ekki eins brúnt og það er hægt að kaupa heima, ætli það sé ekki hveitið. Það er heldur ekki hægt að fá súrmjólk hér né þá heldur Ab-mjólk þannig að ég þurfti að nota sojamjólk, æ ég vona að það verði í lagi með þetta brauð.
Það kom sól í fyrradag og ég ætlaði svo sannarlega að nýta mér það og lagðist út í garð, ég reyndar bjóst við því að Hekla myndi ekki endast lengur en 30 mín til klukkutíma en svo vildi svo heppilega til að hún hitti þarna stelpu á hennar aldri og þær byrjuðu að leika sér saman á fullu og endaði á því að ég flatmagaði þarna í 4 klukkutíma án nokkurrar sólarvarnar(gáfulegt, ha) sem að sjálfsögðu þýðir að ég er skaðbrennd!
Við fórum í hádegisverðarboð á mánudaginn. Það var haldið heima hjá vinkonu Jole sem býr á ofboðslega fallegum stað um 40 mín frá Mílanó, hún býr í húsi sem hún deilir með bróður sínum og fjölskyldu hans og þarna var risastór garður og alveg við á sem heitir Adda en þar eyddi Leonardo da Vinci miklum tíma. Við borðuðum óheyrilega mikið en þetta var að ítölskum hætti, anipasto, primo, secondo, formaggi, dolce og kaffi. Með þessu var drukkið vín og meira vín en það sem er svo sniðugt hjá þeim er að þeir hafa svona stórveislur í hádeginu sem þýðir að eftir allt þetta át þá fer maður í göngutúr til að brenna einhverju af þessu og láta aðeins renna af sér fyrir aksturinn heim(Sverrir reyndar drakk bara hálft glas en hinir fengu sér rækilega í glösin, eins og Ítalir gera). Þegar upp var staðið höfðum við verið þarna í 8 klukkutíma, en það var rosalega skemmtilegt og loksins gat Hekla leikið sér frjáls í lokuðum garði með æðislegum hundi að týna saklausa sveppi og lítil villt jarðaber sem voru þarna allt um kring.
jæja best að fara að hætta þessu bulli og fara að tékka á rúgbrauðinu....

sunnudagur, júní 01, 2008

Gæfi hægri handlegg

sagði ég einu sinni um það þegar ég var spurð hvort ég myndi vilja fara á Tom Waits tónleika. Mig langar til að fara að gráta núna, við vorum nefnilega að komast að því að hann er að spila hér í Mílanó og það eru ennþá til miðar en viti menn það mun verða þ.18.júlí en við kveðjum borgina þann 5.júlí!! Þið getið rétt ímyndað ykkur andlegu krísuna sem stúlkan er í þessa stundina!! Ekki nóg með það heldur er Sigur Rós líka að spila í júlí og Metalica og mamma, pabbi, Óla og co og Þorgerður og Co koma í júlí!! Finnst ykkur þetta eðlilegt??????
Ég er brjáluð inní mér, sem getur verið mjög hættulegt, þið vitið að byrgja svona hluti inní sér ég gæti sprungið hvenær sem er, ég ætti að segja yfirmanni mínum það, að fyrst hann vill að ég komi til hans í vinnu sem fyrst í júlí að þá bara getur hann búist við sprengingu og hana nú!!búhúhúhú:(
En ég verð að reyna að hugsa sem svo að ég sé heppin að hafa vinnu þegar ég kem heim, ekki eru allir svo heppnir, og ekki bara vinnu heldur skemmtilega vinnu, þar sem mér líður vel....búhúhú er samt vælandi inní mér.....
Við fjölskyldan vorum nú aldeilis heppin í gær þegar við fórum út að skokka, ég náði loksins að plata kallinn út með mér og það hafði ekki rignt allan daginn þannig að við settum Heklu ekki einu sinni í regngalla, og viti menn þegar við vorum komin hálfa leið að garðinum byrjar þessi líka fína demba, þannig að það var bara skokkað stutt þann daginn. Sverrir er nú orðinn aðeins jákvæðari gagnvart skokkinu þannig að hann hefur núna komið þrisvar sinnum með mér. Það er nú líka gaman að segja frá því að ég hef síðustu viku bara tekið 1-1,5 klst í líkamsrækt, skokk og æfingar og svo teygjur og er hætt að svelta mig og hef ekki gufusoðið neitt og jújú hef líka bara ekkert grennst meira og ef það er ekki bara komið aftur á mig þessi 2 kíló sem ég var búin að missa. Mjög skemmtilegt, sérstaklega þegar ég var nákvæmlega svona í vextinum þegar ég var að slátra snakkpokal, 2-3 bjórum, öllu smjörsteiktu, olíusteiktu, samlokum og jú neim it á hverjum degi...hmmmm bíddu leif mér að hugsa, á ég að fara aftur í gufusuðuna og svelti(sem er svo ógeðslega ppainful) eða borða eðlilega???? já maður spyr sig....
Ég eyddi deginum með Jole og við fengum okkur göngutúr um miðborgina, en í dag var einmitt síðasti dagur La Gara d'Italia sem er eins og Tour du France og ég sá meira að segja sigurvegarann koma í markið, öflugt dæmi!
Svo fórum við heim til hennar og ég bakaði uppáhaldskökuna hennar(brúðartertan mín) fyrir hana og hún bauð mér í Osso Bucco að ítölskum hætti og ég mun aldrei framar gera þann rétt öðru vísi. Ítalskt kálfakjöt er það besta sem til er í öllum heiminum, það er bara þannig! Þetta bókstaflega bráðnaði uppi í munninum og borið fram með risotto giallo(með saffrani) ohh ég var í vímu þarna!!! Munurinn á ítalska og franska/danska er að sósan er ekki þykkt, hún er hvít ekki d0kkbrún og la gremolata er ekki eins þykk hún er létt kryddblanda sem er stráð létt yfir! ohh ég get svarið það hreinn unaður!!! Hún bar þetta fram með smjörsteiktum fennel, ohh hann var algjört sælgæti með þessu. mmmmmmmm... mig á eftir að dreyma þetta í nótt!!!

miðvikudagur, maí 28, 2008

Al Tempio d'Oro

Það er nafnið á þessum veitingastað. Það var hringt í mig í gær frá þessum veitingastað og ég beðin um að búa til matseðil með íslenskum heimilismat. Ég fór á fund með honum í gær og komst að þessu. Þetta verður kynning á Íslandi í sambandi við ferðaskrifstofu hér úti og einhverja ferðaskrifstofu heima(hann mundi ekki nafnið á henni), þetta verður eitt kvöld, þ.10.júní og ég verð með þeim um kvöldið til að sjá til þess að allt verði gert á réttan hátt og koma diskunum út. Þetta verður 4ra rétta og það átti að vera heimilismatur en ekki eitthvað sem endilega er hægt að fá á veitingastöðum heima. Þetta er veitingastaður með hugsjón það er ekki hægt að segja annað. Hann hefur verið að gera þetta í 25 ár og fær til sín einu sinni í mánuði einhverja útlenda manneskju sem er tilbúin að búa til matseðil og elda mat frá sínu heimalandi, hann er einnig með sérstök kvöld þar sem er keppni á milli einhvers lands og einhvers ítalsks héraðs og svo í enda máltíðarinnar eru gefin stig og úrskurðaður sigurvegari. Hann bauð okkur á þess konar kvöld þ.8.06 og þá koma saman Marche,Basilica og Mexíkó. Mér finnst þetta alveg frábær hugmynd, svo er maturinn hafður mjög ódýr. Hann sagði að hann hefði alltaf viljað hafa þetta þannig að allir geti komið og borðað gómsætan og öðruvísi mat en hann yrði svo sem ekki ríkur af þessu en hann sagðist skemmta sér konunglega. Á þessum kvöldverðum koma að meðaltali 100-140 manns í hvert skipti, helvíti gott. Mér leist nú ekkert sérstaklega á þetta svona fyrst um sinn, þar sem þetta er í innflytjendahverfi sem er ekkert sérstaklega gott og svo var heimasíðan alveg hallærisleg og allt þarna inni var alveg rosalega hallærislegt, en svo eftir að hafa talað við hann þá fannst mér þetta alveg frábært hjá honum og svaklega sniðugt og fannst ég mjög heppin að fá að vera með! Þetta verður mjög spennandi...., verst að geta ekki flutt allt inn frá Íslandi eins og við vorum með um helgina, íslenska lambið er náttúrulega allt allt öðruvísi! Ég ætla að spreyta mig á rúgbrauðinu, sjá hvort ég geti ekki gert það sjálf hérna heima, ég man að yfirmaður Sverris bakaði það alltaf heima hjá sér og Sverrir sagði að það hefði bragðast frábærlega, fer að tékka á því í vikunni eða næstu.
Mér fannst alveg frábært að sjá á vigtinni að ég var búin að fá aftur þessi 2 kíló sem ég missti með miklum herkjum, og það eftir aðeins 3 daga í að borða eðlilega en án mikillar hreyfingar, og ég get svarið það ég tapaði mér ekkert í áti sko!
Veðurspáin=Rigning og aftur rigning, er að bilast á þessu! Ég ætla að fara í ljós! Nema það sé líka bara fyrir þá ríku í þessu landi(líklegast).
Við höfum komist að því að það borgar sig ekki að flytja bílinn heim og ætlum því að reyna að selja hann hér, það verður skrautlegt maður!

mánudagur, maí 26, 2008

Rosaveisla yfirstaðin

Mikið ofboðslega er ég búin að skemmta mér síðustu tvo daga. Ég var aðstoðarmaður Leifs matreiðslumeistara á La Primavera, en hann var með veislu hér úti þar sem komu saman Ísland og Ítalía. Verið er að reyna að setja á viðskiptasamaband á milli þessara landa og vonandi gengur það upp allt saman. FUndurinn var haldinn í þinghúsinu í miðborginni og við sáum um hádegisverðinn sem var uppá íslenskan máta. Allt hráefni var sent frá Íslandi og ég að sjálfsögðu slefandi yfir því öllu saman(langt síðan ég var heima þið vitið). Þarna var lambalæri, saltfiskur, taðreykt bleikja, graflax, harðfiskur, tvíreykt hangikjet, pönnukökur með rabbarbarasultu og þeyttum rjóma, skyr með bláberjasósu og handgert konfekt frá Hafliða og síðast en ekki síst að sjálfsögðu hvítlauksristaður íslensku humar með íslensku smjöri. Þetta var allt saman algert sælgæti og gestirnir voru ofboðslega ánægðir með matinn. Jónína kona Leifs var líka þarna að hjálpa okkur og þetta gekk allt saman eins og í sögu, en hvað það hefði verið skemmtilegt ef ég hefði fengið fleiri svona tækifæri á meðan á dvöl minni stóð hér á Ítalíu.
Í gærkveldi fékk ég svo símtal frá manni sem á veitingastað hér í borg og talar á ljóshraða. Ég náði ekki miklum upplýsingum úr þessu símtali, því miður, en mér skildist að það verði einhver veisla þ.10. júní og að þemaið verði íslenskt og að ég ætti að vera einhvers konar rágjafi. Ég er að fara að hitta hann á eftir klukkan 18.00 og vona ég að ég eigi eftir að skilja hann aðeins betur, það er jú soldið aðalatriði ekki satt;)!
En hann sagðist hafa fengið númerið mitt hjá Olgu konsúl þannig að ég er búin að vera að reyna að ná í hana í dag til að fá einhverjar upplýsingar frá henni um þetta en hún hefur ekki svarað í símann, vona að hún svari á eftir.

föstudagur, maí 23, 2008

Já takk

takk fyrir öll kommentin á matarboðsmyndirnar, ég bjóst við því að fólk yrði slefandi yfir þessu en jæja manni getur jú skjátlast.
Við viljum þakka öllum sem gáfu okkur pening í brúðargjöf(og að sjálfsögðu öllum hinum líka) nema hvað við vorum að ákveða loksins og kaupa eina gjöf fyrir nokkuð af peningnum, fyrir valinu varð nespresso kaffivél, 400 skammtar af alls konar kaffi, mjólkursuðuvél og kassi fyrir kaffið(svona til að sýnast þegar gestir fá sér kaffi;)). Við erum rosalega stolt og æst yfir þessari vél og myndum helst vilja fá fullt af fólki í heimsókn til að sýna hana en þessa stundina njótum við hennar bara tvö. Ég get hins vegar ekki drukkið kaffi eins og flestir vita, þar sem ég fæ mígreniskast af því, þess vegna fengum við þónokkuð mikið af koffínlausu kaffi með. Þannig að ég æsti sjálfa mig upp í það að fá mér kaffi tvisvar á dag, og svo allt í einu fékk ég mígreniskast í miðju skokki útí miðjum garði, ein með Heklu, ekki alveg gáfulegasta aðstaðan. En ég var sem betur fer með símann á mér og gat hringt í Sverri og hann kom heim úr vinnunni til að sjá um Heklu. Ég ákvað því að lesa mér aðeins til um decaf kaffi og þá kom í ljós að decaf does not mean caffeinfree! Ok vissi það ekki, hefði verið betra að vita það. Reyndar er misjafnt eftir tegundum hversu mikið koffein er í hverjum bolla en í flestum tilfellum er það að minnsta kosti jafn mikið og er í einni kókflösku en getur verið meira.
Við fórum í mini-eurovision partý í gærkvöldi og svindlaði ég því á megruninni og fékk mér bjór en gvuð hverjum er ekki sama, það var ærið tilefni til bjórdrykkju, það jú eurovision ég meina HALLLÓ! Það var mjög skemmtilegt en þar sem við vorum með Heklu var´nú bara farið snemma heim. Reyndar er verið að æsa upp í annað eurovision partý annað kvöld, djöfull væri ég til í að hrynja í það en ég er að fara að vinna snemma á sunnudagsmorguninn sem ég er mjög æst í þannig að ég verð bara heima með Heklu snús með dæet kók í annarri og gufusoðinn kjúkling í hinni, jeijj...
Djöfull gerði ég góðan kvöldverð í kvöld! Set inn uppskriftir af því á uppskriftasíðuna;)

sunnudagur, maí 18, 2008

jæjajá

þá er maginn farinn,jess, þá á bara eftir að gera sixpack og taka rassinn, handleggina og lærin, ekkert svo mikið er það???
Annars gleymdi ég að segja frá því að í gærmorgun þegar ég var að skokka í garðinum þá fékk ég lögreglufylgd, haha, tja mig svona grunar að það hafi nú ekki verið af öryggisástæðum, svona frekar að sjá rassinn hristast;),hahahaha.
Ég var að prófa í gær svona strips til að taka af fílapensla af nefinu og jújú virkaði alveg en ég tók eftir því að öll hár fóru með og nú er ég massastressuð um að á næstu dögum eigi eftir að koma einhver ógeðsleg svört hár á nefið á mér, hahaha það væri nú fyndið orðin nett norn fyrir aldur fram ha.... Ég held samt að ég geri þetta ekki aftur, þetta var nett eins og að setja vax á fésið. hefur einvher af ykkur prófað þetta?
jæja nú er vika síðan ég sá einhvern annan eða talaði við einhvern annan en Sverri og Heklu ég ætla að koma mér niður í bæ og kíkja á lífið í Mílanóborg.
Heyriði ef þið vitið nákvæmlega hvernig þetta er með þessa Eurovision keppni endilega látið mig vita, sumir segja að eitthvað sé á morgun og svo á líka eitthvað að vera 22.maí. Hvort er það?

I'm weak:(!

já ég stóðst ekki íslenska nammið, því miður. Ég stóðst það allan daginn en svo eftir gufusoðna matinn þá gafst ég upp og hakkaði aðeins í mig, ekkert of mikið svo sem en ég bætti mér það upp með því að gera líkamsrækt í 2,5 tíma í dag. Skokkaði í klukkutíma gerði æfingar í klukkutíma og skokkaði og labbaði í hálftíma. Ég var að prófa nýtt í gufusuðunni, fannst ekki mjög bragðmikið það sem ég hafði gert hingað til svo að ég setti í vatnið fullt af indverskum kryddum og kryddaði svo með ferskum kóríander á eftir og viti menn þetta var bara fínt, ég er nú ekki að segja að ég sé að fara að borða svona næstu árin en allavegana þá var hægt að koma þessu ofan í sig svona á meðan á þessu stendur.
Það er rigning í dag og verður næstu 10 daga, mig langar til að gráta, það er svo ömurlegt hérna þegar það rignir! Áin í garðinum okkar flæddi yfir bakka sína í dag og það h0fðu myndast risapollar út um allan garð og mýri og svona skemmtilegheit.
Munið að það gerir alla matreiðslu fljótlegri og einfaldari ef grænmetið er skorið í litla bita;)

föstudagur, maí 16, 2008

kvef,hor og meiri viðbjóður

já og nú er Sverrir lagstur í rúmið líka. Ég drattaðist þó úr rúminu í dag og píndi minn mjög svo óhrausta kropp í 30 mínútna skokk í garðinum, það var mjööög erfitt! Það er líka rigning og ekki er það að hressa mann við í þokkabót, en gerði það að verkum að það var næstum enginn í garðinum, var soldið smeyk en lét það ekki á mig fá heldur lét það bara hræða mig í að stoppa lítið sem ekkert og hlaupa bara áfram....
Það er nú reyndar eitt mjög gott sem rigningin færir og það er að hún bleytir risafrjókornin sem hafa verið að angra borgarbúa síðustu 2 vikur og festir þau niður í jarðveginn. Þessi frjókorn hefur verið hér út um allt eins og snjóþekja og þegar kemur smá vindhviða feykir hún þeim upp og það er varla hægt að anda almennilega.
Ég er í persónuleikaprófi í dag, það heitir hversu sterk geturðu verið þegar kemur að mat?. Það er jú víst nefnilega þannig að það er nammidagur hjá Heklu og Sverri og sitja þau hér við hliðina á mér og smjatta á hinu gómsæta, unaðslega, frábæra, geggjaða íslenska nammi sem Óla sys sendi okkur. Ég hef þó ákveðið að það verða öngvir nammidagar hjá stúlkunni á þessum 5 vikum á meðan á megruninni stendur! Ég er því búin að borða kjúklingasúpu, þar sem hún á að vera góð við flensu og er að bíða spennt eftir hvítlauks,chilli og engifer teinu mínu.(bhúhúhúBAAAAAAAAAHAHAHAAAAA)
Já eins og sést er ég ekki að breyta mataræði mínu til frambúðar, hehe. Jesús minn ég gæti aldrei borðað svona allt árið um kring! Það er hins vegar spurning hvort maður komi sér ekki í 2 tíma rútínuna á dag í líkamsrækt, sem yrði þá Ashtanga jóga, vona að ég geti það þegar við flytjum heim.
Við sáum mjög góða kvikmynd í gær það var: The Last King of Scotland, mér fannst myndin mjög góð og hann átti alveg sannarlega óskarinn skilið fyrir leikinn, það sem´mér fannst varpa smá skugga á hana var að ég held virkilega að enginn geti verið eins heimskur og þessi læknir var, í alvörunni það var stundum eins og að horfa á Mr.Bean, hver afglöpin á eftir öðru.
Ég er búin að vera að fylgjast soldið með teiknimyndunum sem Hekla er að horfa á og mér finnst koma allt of oft fyrir að einhver sögupersóna sé ,,of feitur og þurfi að fara í megrun" ég meina Hekla er meira að segja farin að segjast ekki vilja vera með feitan maga þegar hún verður stór, mér finnst þetta kannski aðeins of langt gengið og svo kemur upp þessi leikur frá Wii Nintendo, ég er nú ekki alveg að fatta hvað er svona skemmtilegt við þann leik. Ok offita er vandamál og sérstaklega í börnum en af hverju ekki að fara leiðina sem Lazytown byrjaði með, en er greinilega búin að gleyma soldið núna.
Ég var að skrá Heklu á reiðnámskeið í sumar, hún fer með Herði Sindra í skóla sem heitir Reiðskólinn.is. Ég tékkaði á námskeiðinu hjá Íshestum og Sörla og það var bara miklu dýrara og svo ef maður reiknar bensínkostnað inn í dæmið líka þá er þetta búið að hækka ansi mikið, sérstaklega í ljósi nýs bensínverðs. Talandi um það ég held að nú ættu Íslendingar aðeins að fara að haga sér eins og aðrir stórborgarbúar og hugsa um bensíneyðslu bílanna sem þeir aka um á. Alls staðar í borgum erlendis á fjölskyldufólk litla og sparneytna bíla til að snattast um á dagsdaglega og svo á það stóran station nú eða jeppa til að fara lengri ferðir. Þetta er ekki einhver tíska hér úti heldur er þetta gert þar sem fólk á ekki annarra kosta völ eða það hefur aðeins hugsað dæmið út til enda. Við erum að skoða bílaauglýsingar í blöðunum í dag og þar er ansi mikið af bílum til sölu gegn því yfirtöku lána, hmmmm.... á maður ekkert að fara að hugsa???
Ég er t.d. mjög hreykin af litla bílnum okkar, hann hefur meira að segja fengið verðlaun fyrir að vera sparneytin, enda fer alveg ótrúlega lítill peningur í bensín hjá okkur, og bensínið hér kostar það sama og heima!
já þannig er nú það allt saman.
Best að fara og gæða sér á unaðslega kvefteinu mínu, mmm hvað ég hlakka til....

fimmtudagur, maí 15, 2008

Hor og viðbjóður

já ég er lögst í rúmið með flensu í fyrsta skipti í örugglega eitt og hálft ár! Þarna missi ég tvo daga í líkamsrækt, andsk! Ég sem var komin í svo góðan gír. Ég reyndi að gera jóga í gær en nefið var svo stíflaðað ég gafst fljótt uppá því og svo ætlaði ég að fara út að skokka en sem betur fer sleppti ég því þar sem ég var orðin svo slæm um 2 leytið að ég þurfti að hringja í Sverri til að fá hann fyrr heim. Ég held mig samt sem áður við matarkúrinn, sem er sérstaklega erfitt þegar maður á svona bágt, búhú, þá langar mann bara í tja t.d. íslenska nammmið sem Óla systir var að senda okkur;) en ég er sterk og ætla ekki að bregðast sjálfri mér, og hana nú!
Ég pantaði far fyrir Heklu í gær þannig að hún fer heim með tengdó þ.29.júní, þá höfum við tíma til þess að pakka öllu og setja í flutning og svona án þess að hafa áhyggjur af henni, það hefði líka verið erfitt fyrir hana og leiðinlegt, þannig að tengdamamma kom með þessa snilldarhugmynd og við gripum hana á lofti.

miðvikudagur, maí 14, 2008

smá blogg um daginn og veginn

Fann einhverja þörf hjá mér að blogga, kannski er einmanaleikinn eitthvað að stríða mér í dag. Ég ákvað að fara í ræktina á mánudaginn og var með það í huga að fá mér einkaþjálfara til að missa 5 kíló á einum mánuði. Mér hefur ekki tekist það hingað til þannig að ég vonaði að einnhver gæti aðstoðað mig í þessu en viti menn þegar ég sagði henni að ég þyrfti að taka stelpuna með mér breyttist konan í afturendarassapíku og sagði að það væri ekki hægt og allt í einu var ekki hægt að kaupa 1 mánuð í senn heldur bara árskort! Ég sagði þá að ég myndi geta komið á kvöldin og sleppt því að koma með Heklu en hún stóð föst á sínu. Ég sagði henni þá að ég hafi komið þarna fyrir ári síðan og þá var mér boðnir 2 mánuðir án vandræða en þá var víst búið að breyta öllum reglum, sagði hún með bros á vör helvítis beljan. Ég fór þá út með tár á vanga og vonleysið uppmálað. En ég ákvað að berjast við þessa helvítis fitu og er nú farin að borða allt gufusoðið, hafragraut með engu nema vatni og fullt af vatni og megrunartei auk þess að gera workout í 2 tíma á dag. Fyrst geri ég smá jóga(er að koma mér hægt inn í það aftur),fer svo með Heklu á hjólinu og ég skokka í 30 mín og svo fer ég aftur út að skokka þegar Sverrir kemur heim úr vinnunni. Ég er nún búin að gera þetta í tvo daga(nema ég borðaði ekkert fyrsta daginn) og er svo uppgefin núna að ég er að drepast, ekki einu sinni búin að búa til sófa í dag! En ég ætla ekki að gefast upp! Ég píndi mig til að gera jóga áðan í 45 mínútur og ég er allt önnur eftir það, það bókstaflega gaf mér orku. Annars var ég mjög gáfuð, var að fatta að ég er með hjólalykilinn hans pabba á lyklakippunni minni, hehe þannig að pabbi greyið getur ekkert hjólað.
Ég verð aðstoðarmaður matreiðslumanns sem kemur hingað þ.26.maí. Það er matreiðslumaðurinn af La Primavera og konan hans sem koma, þetta er hádegisverður þar sem þemaið er íslenskur matur. Þetta er mjög spennandi og ég hlakka mikið til. Verst að ég skildi vinnuskóna mína eftir á Íslandi þar sem ég ætlaði að vera löngu búin að kaupa mér skó á netinu en hef eitthvað trassað það, ætli sé ekki best að drífa í því, þar sem maður er loksins kominn með greiðslukort og svona skemmtilegheit.
Við vorum að athuga hvað það myndi kosta að senda bílinn heim með okkur svo að við fórum að reikna út hvað hann kostaði og hvað hann myndi kosta í dag og þess háttar og það er bókstaflega 300.000 króna munur á honum. Þegar við keyptum hann kostaði hann eitthvað um 780.000 en sama upphæð í dag er um milljón! Skemmtilegt þetta evruævintýri, ha!
Jæja þá er Svez kominn heim og ég ætla út að skokka af mér rassinnnnnn....

P.s. Ef einhver veit um einhver reiðnámskeið fyrir 6 ára í sumar endilega látið mig vita!!

laugardagur, maí 10, 2008

Allt að gerast

Ja eða þannig.
Jón Þór vinur Sverris er búinn að vera hjá okkur síðustu daga og höfum við verið að gera ýmislegt skemmtilegt þessa vikuna. Fyrst vorum við Hekla bara heima þar sem hún varð veik strax eftir Rómarferðina, datt í hug hvort það hefði verið útaf öllum þessum viðbjóðslegu klósettum sem við þurftum að pissa á. Smá viðvörun til þeirra sem eru að hugsa um að koma til Ítalíu, klósettin eru mesti viðbjóður sem ég hef nokkurn tíman séð! Alls staðar, meira að segja þegar þú ferð á fínan veitingastað eru klósettin viðbjóður dauðans, og ég er komin með nett nóg!
Annars þegar Hekla var að ná sér fór hún í pössun til Óla og Esterar og við fórum að borða á 2 stjörnu michelin stað sem heitir Peck. Þar fengum við geggjaðan mat! En ég verð að segja að ég varð fyrir vonbrigðum með klósettin og mér fannst meira varið í matinn á Joia,hann var meira spes einhvern veginn. En ég fékk þó að tala við meistarann Cracco eftir matinn og kíkja á eldhúsið og þegar ég fór og var búin að tala við hann þá gaf hann mér föndurkubb merktan honum og matseðilinn. Það var ekki laust við smá karlrembu þarna inni, það var ekki ein kona í starfsliðinu, engin í eldhúsinu og við konurnar við borðið fengum matseðla án verðs en karlmennirnir fengu með verði, sem var svo helvíti fyndið í endann þegar ég og Jole borguðum matinn!
En svo daginn eftir vorum við Jón Þór svo inspíreruð af matnum að við tókum okkur til , fórum á markaðinn og töpuðum okkur. Við keyptum allt sem okkur langaði í, allt sem var ,,in season" sem var rosalega girnilegt og svo þegar við komum heim þá tók við matseðlagerð og úr varð glæsilegur matseðill og unaðslegur matur. Við vorum að elda allan daginn og skemmtum okkur rosalega vel, með bjór í annarri, hehe.
Matseðillinn samanstóð af:

ANTIPASTI
Marineruð eggaldin með tómatbrunoise,basilíku,steinselju og hvítlauk
Marineraðar ólífur
Djúpsteikt eggaldin blóm
Bakaðir hvítlauks-kirsuberjatómatar
Prociuttovafinn hvítur aspas með sítrónu-Beurre blanc
Ferskar grænar baunir velt upp úr olíu frá Gardavatni og flögusalti

PRIMO PIATTO
Saffranrisotto gert með indversku saffrani og smjösteiktum kálfakjötsmerg

SECONDO PIATTO
Brasserað kálfakjöt í hvítvíni með unaðslegum ofnsteiktum kartöflum og soðsósu borið fram með rucolasalati með sinnepsdressingu, bökuðum tómötum og parmesanosti

FYRRI EFTIRRÉTTUR
Marineruð kirsuber í appelsínusafahlaupspíramída með heitri súkkulaðisósu

SEINNI EFTIRRÉTTUR
Sælgætismelónu-og hunanssorbet(heimatilbúinn)

Þetta var allt borið fram með víni frá Gardavatni.

Ég set inn uppskriftir og myndir á matarsíðuna mína í vikunni.

Í gær fórum við svo að heita vatnagarðinum við Gardavatnið og eyddum þar deginum í sólbaði og lúxus, Hekla buslaði í vatninu allan daginn og sagði svo í endann að þetta hefði sko verið skemmtilegur dagur, enda sofnaði hún sæl og rjóð í bílnum á leiðinni heim. Þegar heim var komið fórum við beint að Navigli og fórum á Solo pizza(napólskar pizzur) og fengum okkur pizzu. Sverrir og Jón Þór fóru svo í partý til Óla og Esterar og komu heim um klukkan 6 í morgun! Þetta er búið að vera ofboðslega skemmtilegar 2 vikur og nú á morgun byrja ég í ræktinni til þess að taka þessi velmegunarkíló af helvítis rassinum! (var ekki sátt í bikiníinu í gær) Er ekki hægt að taka 5 kíló af á einum mánuði???

sunnudagur, maí 04, 2008

Salerno,Napoli,Pompei,Paestum,Poseitano,Roma

Já við erum loks komin heim eftir 8 daga ævintýraferð til suður-Ítalíu. Við byrjuðum á að taka lest til Salerno, en þar rétt hjá býr Simona vinkona, við gistum heima hjá henni,mömmu hennar og systur í 4 daga. Ég ætlaði til að byrja með að fara þangað til að hitta Simonu, spjalla og læra einhver trix af henni í eldhúsinu en þegar við komum var búið að plana hvern einasta dag í skoðunarferðir, og ekki græt ég það! Við byrjuðum á að fara í kvöldgöngu um Salerno, sem er sérstaklega falleg borg. Daginn eftir fórum við til bæjar sem heitir Peastum en þar eru mjög frægar rústir, hof og safn sem við skoðuðum og borðuðum svo hádegismat á alveg geggjuðum veitingastað. Við vorum ekkert sérstaklega heppin með veður þann daginn en það var rosalega mikill og kaldur vindur, minnti mann soldið á Ísland, og hefði það svo sem verið í lagi hefði maður verið klæddur í það en við héldum að það væri samasem merki á milli suður-Ítalíu og hita en svo var ekki, þannig að við bara frusum í sandölunum og stuttermabolum. Daginn eftir fórum við með systur Simonu, sem er sagnfræðingur, til Pompei og hún sagði okkur alla söguna í kringum allt þar, það var eins og að vera með leiðsögumann, alveg ótrúlega mikill munur. Þar fengum við nú mun betra veður, hita og sól ekki það að það hafi verið aðalatriðið, bara spilar sitt hlutverk í þessu öllu saman. Daginn eftir það fórum við með systurinni til Napólí, þar voru okkur lagðar reglurnar áður en lagt var í hann, eldsnemma um morguninn, og það var að hafa bakpokann framan á sér, ekki hafa peninga og kort saman, setja peninga í vasann, engin veski, enga skartgripi eða úr, ekki ganga í hliðargötum og don't make eyecontact! og hana nú! Engar smá reglur að fylgja maður, þetta var líka svo traustvekjandi eða þannig,ha. En þessi borg er svo sérstök og flott, fátæk og rík og allt þar á milli, hún er hreint og beint ævintýraleg. Daginn þar á eftir vöknuðum við enn og aftur eldsnemma til að taka bát til Caprí og ætluðum að eyða deginum þar en þar voru sumir Ítalir eitthvað slow þennan morguninn og umferðin var svakaleg þannig að við misstum af þeim bát, hins vegar var hægt að taka annan bát til bæjar sem heitir Poseitano og er við Amalfi ströndina, hann tókum við og sáum sko alls ekki eftir því, laveg ofboðslega fallegur og yndislegur bær, pínulítill, með smá strönd þar sem Hekla gat spriklað aðeins í sjónum og við foreldrarnir slökuðum verulega á með bjór í annarri. Þar var sól og 30°C hiti, alveg geggjaður dagur í afslöppun.
Hvert einasta kvöld komum við heim til Simonu sem hafði verið í eldhúsinu að elda kvöldverð handa okkur, ekki slæmt að hafa michelinkokk elda fyrir sig á hverju kvöldi og þurfa ekki einu sinni að borga fyrir matinn! Hún er svo hæfileikarík að það er svakalegt. Þessir dagar hjá þeim voru yndislegir en þó að sama skapi svolítið erfiðir, þau eru nefnilega svakalega stjórnsöm, maður mátti ekki einu sinni horfa í aðra átt en þau sögðu manni að horfa í, mjög einkennilegt, en það er erfitt að vera að kvarta yfir smáatriðum eins og þessum þegar þau voru svona rosalega almennileg að fara með okkur í allar þesssar skoðanaferðir og elda fyrir okkur og allt sem þau gerðu fyrir okkur. Þegar þessari samveru lauk tók við ferð til Rómar. Þar vorum við í herbergi í alveg frábæru hverfi í gömlu miðborginni, fullt af lífi, veitingastöðum, kaffihúsum, túristum og innfæddum, ótrúlega skemmtilegt. Þar vöknuðum við enn og aftur eldsnemma á morgnana til að komast hjá röðum og geta skoðað sem mest, við vöknuðum beisiklí alla ferðina klukkan 7.00 eða fyrr og við löbbuðum og löbbuðum bókstaflega af okkur skóna, þannig að ég þurfti að kaupa mér nýja skó í apóteki en það var víst aðeins of seint því að nú er ég komin með sýkingu í fæturna og þeir eru bólgnir eins og handboltar og er draghölt, skemmtilegt. En við náðum að sjá rosalega mikið í Róm, við vorum mætt klukkan 8,00 í Vatíkanið en samt var komin röð. Við fórum svo daginn eftir enn fyrr til að fara að skoða sistine kapelluna og viti menn þar var komin u.þ.b. 3 klukkutíma röð, það gátum við ekki lagt á hana Heklu litlu sem var búin að labba(og vera í kerrunni) í 9 daga streit, þannig að við þurftum að sleppa því að sjá hana, en í staðinn fórum við og sáum Colosseum og gömlu róm og fórum í túristarútuferð um borgina og sáum meðal annars Páfann sjálfann! þegar því var lokið fórum við í mat til vinkonu minnar frá Edinborgartíma mínum. Þar sátum við dauðþreytt að borða mjög góðan mat(enn og aftur)´til klukkan 23,30 og þá var haldið heim á leið. Svo var vaknað klukkan 6,00 í morgun til að ná lestinni til Mílanó. Það er alveg óhætt að segja að við liggjum hér uppi í rúmi dauðuppgefin öll sömul með fæturna upp í loftið, Hekla komin með gubbupest og ég með handboltafætur en þó öll með stórt bros á vör!
Við höfum öll fitnað um þónokkur kíló ekki eins og hafi verið þörf á því en það var bara dælt í mann svo geggjuðum mat á hverjum degi að það var ekki hægt annað en að borða,borða og borða!
Ég vona að ég hafi orku í að setja inn myndir á morgun....

miðvikudagur, apríl 16, 2008

Hekla massi

já það er nú meira hvað hún er dugleg á línuskautunum! Við vorum að koma inn eftir 2 klst í garðinum á fleygiferð allan tímann. Ég er massasveitt eftir þetta, gott workout!
Ég ætla að dobbla Svez með okkur á næstu dögum til að taka myndir af henni og setja inn.

fimmtudagur, apríl 03, 2008

Hekla ad busla a svolunum

harmaljód Heklu

Hekla:

Ég var voðalega leiðinlega við Heklu mína um daginn þegar ég vildi ekki leyfa henni að horfa meira á sjónvarpið, Hekla varð ofboðslega sár og eftir u.þ.b. klukkutíma grát og gnístran tanna,mikla frekju og læti, róaðist telpan og fór út á svalir og fór að syngja. Ég reyndi að ná textanum hjá henni á vídeó en það var of bjrat úti þannig að það kom ekkert út. En textinn var eitthvað á þessa leið:

ég vildi að ég gæti farið upp í fjöll og
fundið mér fallega óskasteina
ofu,ofur fallegaaaa óskasteina
þá myndi ég óska mér að mamma mín og pabbi minn
væru ekki svona leiðinleg við mig
ó þeir falleguuuu óskasteinar,
hvar get ég fundið þessa fallegu óskasteiiiiiinaaaaaa

Já mikill harmagrátur sem þetta var....

Ég ætla að setja inn hláturskast sem hún fékk um daginn, en það var eiginlega ekki útaf neinu, en það var rosalega fyndið eins og vídeóið sýnir.

í dag var mjög gott veður og vildi hún ólm fara að sulla úti á svölum. Ég þreif því svalirnar hátt og lágt og lét hana hafa fulla skúringafötu af heitu vatni til að leika sér með. Ekki datt mér í hug að hún myndi gera þetta!!!!

Ég er heldur ekki að setja nein aukaefni í seríósið hennar, hún er bara svona vaxin og hefur verið frá því hún var 2ja ára.

sunnudagur, mars 30, 2008

miðvikudagur, mars 26, 2008

Che fortunata che sono!!!!

Já svo sannarlega er ég lukkuleg. Ég eyddi föstudeginum og laugardeginum í ítölsku ölpunum með Óla og Ester og svo keyrðum við í bæinn á laugardeginum og eyddum nokkrum tímum með kallinum og svo aftur upp í sveit og í þetta skiptið var það Gardavatnið. Ég eyddi þar þremur yndislegum dögum með Jole og Piero og fjölskyldu þeirra. Við borðuðum fullt af mat og nutum lífsins. Jole sýndi mér heit böð sem eru þarna rétt hjá villunni þeirra, það er nú meira ævintýrið maður, þetta er fallegasti garður sem ég hef séð, trén eru frá árinu 700 þannig að þau eru ævintýralega stór og gömul, garðurinn sjálfur er ofboðslega fallegur og þetta er eins konar vatn sem er við 37°C, ofan í vatninu eru svo 2 pottar, annar er 38°C og hinn er 39°C, alveg hreint unaðslegt, svo er þarna hellir eins og í Bláa lóninu. Hekla var svo yfir sig hrifin af þessu að hún réði sér ekki fyrir kæti. Búningsaðstaðan var hins vegar sérstaklega primitiv, og ekki nálægt því eins advanced eins og við Íslendingar eigum að venjast, þar var öllum troðið saman í eitt risastórt tjald og þar inni var líka veitingasalan, þar voru engir skápar, bara hengi fyrir útifötin,og hillur fyrir töskurnar með fötunum í, svo við útganginn í vatnið voru hengi fyrir sloppa. Þannig að maður var þarna á bikiníi með karlmenn starnadi á sig og þurfti þar að auki að labba hálfnakinn í gegnum veitingasöluna þar sem allir voru fullklæddir, jeesssss. Það var svona það eina sem ég gat sett útá. Þessi garður er rétt hjá Gardalandi.
Maturinn á páskadag var líka í meira lagi góður, það var forréttur með 5 litlum réttum,eftir það kom spaghetti með pesto,svörtum ólífum og sólþurrkuðum tómötum svo var aðalréttur sem samanstóð af geit,mjólkurlambi,spiedo(sem er spjót sem búið er að elda í 3 tíma með kanínu,kartöflum,kjúkling, svínakjöti og salvíu,það var einnig boðið uppá ætiþistla að hætti rómverja og ofnbakað grænmeti og kartöflur. Í eftirrétt var svo súkkulaðikakan sem var í brúðkaupinu mínu(sem ég gerði)og la Colomba og profitterolles, með eftirréttinum voru svo opnuð öll páskaeggin. Með matnum var svo drukkið fullt af víni og kampavín með eftirréttinum. Þetta var ekki kvöldverður heldur hádegismatur.... Það er nefnilega hefðin hér á Ítalíu að borða hátíðarmatinn í hádeginu, sem er nú alveg sérstaklega góð hugmynd þar sem það tekur þokkalega langann tíma að borða þetta allt saman.
Það sem mér fannst bera af af þessum mat og kom mér mest á óvart var geitin, hún var sérstaklega gómsæt. Það sem kom mér einnig á óvart var að mjólkurlambið, sem er selt á 6500 kr. kílóið,fannst mér ekki nógu gott, það var eitthvað bragð sem fór eitthvað rosalega í mig, en kjötið sjálft var ofsalega fíngert og lét ótrúlega vel í munni, þannig að það er spurning hvort það væri ekki alveg geggjað ef það væri íslenskt mjólkurlamb.
Ég mun svo setja inn fullt af myndum í dag eða á morgun.
Eftir hádegismatinn fórum við í göngutúr um Saló,en það er einmitt það sem allir Ítalirnir gera til að brenna öllum þessum mat, annars bara sofnar maður, enda var troðið af fólki. Þegar við komum svo heim var klukkan orðin svo margt að við fórum beint í ból, alveg hreint geggjað.
Daginn eftir fórum við í picnic upp hæð sem er þarna við villuna þeirra, þar uppá hæðinni er einstakur ,,veitingastaður" en það voru 2 langborð og svo risastórt eldstæði þar sem maturinn var grillaður, myndavélin var því miður batteríslaus þannig að ég gat ekki tekið myndir af þessu. Ég er reyndar alveg að gefast upp á þessari myndavél, hún er að gefa upp öndina greyið og mig langar í alvöru vél! En þegar við komum heim úr göngutúrnum lagði ég mig aðeins og Hekla var að leika sér í garðinum og í báðum villunum(þetta eru nefnilega 2 villur sem eru hlið við hlið sem öll fjölskyldan á, nema að Jole og Piero eiga minni villuna bara ein). Því næst fórum við í bíltúr að heita uppsprettuvatninu, sem hefði átt að taka 30 mínútur en þar sem umferðin var ótrúlega mikil tók ferðin okkur 2 klukkutíma! En við komumst á endanum en þá var komið myrkur, það gerði nú lítið til því að garðurinn er mjög ævintýralegur í myrkri. Eftir sundið fórum við svo á Trattoriu þarna rétt hjá og fengum okkur að borða, Hekla var svo þreytt eftir daginn að hún sofnaði yfir disknum með bita uppí sér, alveg hrikalega sætt,litla snúllan.
Daginn eftir fórum við með Piero í stóru villuna að sjá vínkjallarann þeirra, en þar var í gamla daga bruggað vín, þar sem þau eiga einnig vínekru en efir að afinn dó og húsvörðurinn þá ákváðu þau að endurnýja ekki trén þar sem enginn hafði tíma til að hugsa um það. En það virkar nefnilega þannig með vínviðinn að tréin deyja þegar þau eru orðin of gömul og þarf því að endurnýja þau. Þau eiga líka ólfutré og týna ólífurnar og láta gera olíu fyrir sig og geyma hana svo þarna í vínkjallaranum. Þetta er allt saman svo ótrúlegt og skemmtilegt.
En nú er veruleikinn tekinn við á ný....
Ég fór í gær og borgaði alla reikninga og keypti lestarmiða til Napólí... Það var mjög skemmtilegt að punga út öllum þessum peningum.
Ég er komin með lítið verkefni og hlakka til að byrja á því, ég á að þýða smá kafla í alveg klikkaðri bók sem á að fara að gefa út, ég keypti mér bókina í gær og langar til að elda allt upp úr henni.
jæja best að koma mat ofan í stúlkuna, það er nú búið að vera notalegt hjá okkur í morgun. Ég keypti límmmiða-gátu-bók í gær og er hún búin að vera í þessu í nokkra tíma núna og hlustum á barnalög á meðan.

þriðjudagur, mars 18, 2008

Thessu tekur Hekla uppa a daginn

Voralbúm 2008

Nokkrar myndir og vídeó af Heklu




Hanskarnir eru notaðir til að ná betra gripi á böndunum....

Vodka redbull

já það er drykkurinn í dag, við fórum á föstudaginn út með Óla,Ester,Niklas og Fanný. Við ætluðum að hittast á mjög flottum stað, sem við höfðum ekki farið á áður en þar var allt fullt þannig að við þurftum að fara á pizzastað þar við hliðina og þar fengum við frábærar pizzur. Við fórum svo eftir það á staðinn aftur og fengum alveg frábæra kokteila en þá var þetta orðinn soldill djammstaður þannig að Sverrir leyfði konunni sinni að halda áfram með liðinu og hann fór heim með Heklu. Við vorum svo að djúsa smá meira og enduðum svo heima hjá Ester og Óla. Mjög skemmtilegt kvöld. Hér er nú málið þannig á þessum fínu börum að kokteill kostar það sama og bjór þannig að það gefur augaleið að maður kaupir sér kokteil, ég var reyndar komin með algjört ógeð á of sætum kokteilum þannig að ég endaði í vodka redbull, og það var sko ekkert verið að spara vodka-ið. En ég lifði þetta af og daginn eftir líka án nokkurra vandræða. Mjög skemmtilegt kvöld.
Við fórum á laugardaginn að sækja tölvuna sem Ása lánaði mér hjá strák sem býr hér nú og var svo indæll að koma með hana frá Íslandi. Mikið er ég heppin. Nú get ég unnið og gert það sem ég vil, hvenær sem ég vil:D
Ég eyddi svo gærdeginum í að dunda mér í eldhúsinu, ég þurfti nefnilega að nýta þetta kíló af jarðaberjum sem mér var gefið. Ég gerði því jarðaberjakökur með jarðaberja coulis og jarðaberja ís. Ég var að prófa ísgerðarskálina sem við fengum í brúðargjöf, og ísinn varð fullkominn í þetta skiptið, creamy og unaðslegur á bragðið.
Hekla er að hlusta á Karíus og Baktus og heldur fast í hendurnar á mér og spyr í sífellu ,, af hverju eru þeir svo hræðilegir?", ,,af hverju eru þeir svona vondir?", ,,ég bara skil ekkert í þessu"
Litla snúlla heldur náttúrulega að þeir séu í munninum sínum.
Við vöknuðum klukkan 8.00 í morgun við róandi og sælugefandi hljóð í blessaða húsinu hér fyrir framan. bora,bora,bora, vélasög og fleira í þeim dúr. Maður bara fer í sérstaklega vont skap og á mjög erfitt að koma mér í betra skap. Ég ætla að reyna að koma mér í betra skap og setja inn myndir í dag. Ég er þó búin að þrífa aðeins inn á baði og setja í þvottavél.
ekki gera eins og mamma þín segir, Jens!!!

miðvikudagur, mars 12, 2008

Klipping



já ég var víst komin með sítt hár en það var stutt gaman..... Hárið mitt var svo illla brennt að hann þurfti að klippa það allt af svo að ég er komin með stutt hár á ný. Það eru mixed feelings hjá mér núna, það var orðið skemmtilegt að vera með sítt hár en maður getur víst ekki fengið allt sem maður vill í þessu lífi.
Annars var mjög heitt í dag, mælirinn niðri í bæ sýndi 30°C , ég gerði þau mistök að fara í jakka í bæinn og svitnaði eins og rotta.
Ég og Hekla vorum úti á svölum í allan morgun í sólbaði, ég verð nú að segja að ég naut þess ekkert sérstaklega með alla þessa verkamenn hérna beint fyrir framan. Þeir eru nefnilega byrjaðir að setja inn innréttingar í risana hér fyrir framan og það fylgja því ansi mikil læti, bílar og fleira en sem betur fer fylgir ekki moldarrykið, þannig að við getum haldið svölunum hreinum og fínum og farið að vera soldið þar úti, Hekla leikur sér og ég get flatmagað. Ljúft, ha....
Það var nú alveg týpískt þarna á hárgreiðslustofunni, ég ákvað að þvo á mér hárið áður en ég færi þangað til þess að ég þyrfti ekki að borga aftur fáránlega mikinn pening fyrir þvott, en neinei þeir voru búnir að sjá fyrir því, þar kom að stúlka með olíur og sagðis ætla að nudda mig, jú hún gerði þetta mjög vel en núna var hárið orðið frekar olíuborið þannig að að sjálfsögðu þurfti að þvo á mér hárið!!! En þarna kom líka kona sem bauðst til að taka mig í manicure en ég var svo hrædd um að ég þyrfti að borga ennþá meira þannig að ég afþakkaði, en nú er ég óviss um hvort það hafi átt að vera frítt eða ekki, hefði alveg verið til í manicure!
Endilega krakkar látið fólk vita af matarsíðunni minni....

sunnudagur, mars 09, 2008

tölvulaus kolvetnis vika



Já ég fékk ekkert að hafa tölvuna í síðustu viku enda er ég núna að fara að setja inn nokkrar uppskriftir sem eiga það allar sameiginlegt að vera kolvetnissprengjur. Ég lofaði sjálfri mér áður en ég kom hingað að ég myndi ekki vera í kolvetninu en viti menn, þegar peningarnir eru orðnir...tja frekar bara horfnir þá er ekki mikið sem maður hefur efni á og þá verður pasta og risotto oftast fyrir valinu. Það er líka alltaf mest borðað af því.
Það fór nú ansi lítið fyrir skokki í síðustu viku þar sem ég fór að skokka á mánudaginn með Heklu á hjólinu og í miðjum garði fæ ég mígreniskast, mjög skemmtilegt, ég fer héðan í frá með símann með mér, því að ég var svo hryllilega hrædd um að ég myndi detta niður þarna á miðjum veginum og við vorum lengst inni í garði, hvað hefði Hekla átt að gera þá?? En sem betur fer náði ég að labba heim. Í hvert skipti sem ég fæ kast núna þá springur æð í auganu, mjög lekkert.
Ég er að fara í klippingu á miðvikudaginn hlakka mikið til, hárið á mér er frekar viðbjóðslegt þessa dagana.
Ása vinkona ætlar að vera svo yndisleg að lána mér tölvuna sína og ég fæ hana líklegast á föstudaginn eða laugardaginn.
Við fengum fólk í mat til okkar á föstudaginn og ég gerði sushi. Þetta er fólk sem er nýkomið hingað og er með 3ja ára stelpu með sér og þær snúllurnar skemmtu sér mjög vel saman. Mjög fínt fólk. Hann ætlar einmitt að koma með tölvuna hingað til mín,jesss.
Ég prófaði að gera spagetti í fyrsta skipti í gær, gekk svona upp og ofan til að byrja með en svo gekk þetta á endanum. Við fengum nefnilega pasta-attachment með kitchenaid vélinni okkar í brúðkaupsgjöf og ég var að prófa það núna. En pasta-ið sem ég gerði í gær var guðdómlegt, og alveg svakalega auðvelt. Ég ætlaði að fara eftir uppskrift sem ég fann í Gourmet(febrúar 2008) en endaði svo á að gera ansi lítið úr þeirri uppskrift þar sem það var beisiklí ekkert til í ísskápnum! En þetta reddaðist og úr varð dýrindiskvöldverður.
Ég fór nefnilega á laugardaginn í bæinn með Heklu til þess að kaupa matarblöð, þar sem það er aðeins ein verslun sem selur ensk og amerísk blöð hérna í þessari borg og hún er niðri í bæ.
Jæja það er best að koma sér að verki og setja inn þessar uppskriftir svona á meðan ég hef tölvuna.

sunnudagur, mars 02, 2008

Hekla, la bellissima Hekla....

Skemmtilegtheit

Fyrsti sumardagurinn
Svo sannarlega, það voru um 23 stiga hiti í dag!
Dagurinn fór því í þrif á íbúð og svo var seinni partinum eytt í garðinum okkar, sem reyndar var, aldrei þessu vant , gersamlega stútfullur af fólki. Við fórum á hjólunum okkar, öll þrjú og hjóluðum allan seinni partinn. Þetta var alveg yndislegur dagur, það er svo svakalega mikill munur þegar Hekla getur verið á sínu hjóli og við á okkar, það gerir einhvern veginn allt svo miklu skemmtilegra.Við hjóluðum svo útí ísbúð og fengum okkur ekta ítalskan ís mmmmmm..... Gerist ekki betra.
Þegar heim var komið fór ég í eldhúsið og byrjaði á þessum líka dýrindis kvöldverði sem ég er nú búin að setja inn á matarsíðuna mína og við drukkum rauðvín frá Gardavatni með. Fullkominn endir á fullkomnum degi!

Ég fór í heimsókn til Jole í gær til að spjall og ná í 500 gr af parmesanosti hjá henni. Hún var að bjóða okkur að fara í íbúðina þeirra í fjöllunum og líka við Gardavatnið. Það er svo sannarlega girnilegt, en þar sem Sverrir þarf að læra svo svakalega mikið þessa dagana lítur út fyrir að það verði ekkert úr því. Kannski um páskana en það er ólíklegt þar sem hann þarf að skila daginn eftir páskafríið. Ég er alvarlega að spá í að taka bara einhvern annan með mér og Heklu og skilja greyið kallinn eftir hérna. Ég nefnilega spurði hvort ég mætti koma með vini með mér og hún sagði að það væri sko alveg í lagi. Hvað á maður þá að gera??? Sitja heima og trufla Sverri eða koma sér upp í fjöll og brettast aðeins? Eina vandamálið væri að vera með einhverjum þolinmóðum sem væri til í að passa Heklu svona eins og hálfan dag. Hahaha einmitt að maður fyndi einhvern þannig........Ég skil það nú alveg.. ef og þegar fólk er barnlaus og er í fjöllunum af hverju ætti það að passa krakka einhvers annars??? æ ég verð að sjá til hvernig þetta fer allt saman. Það er líka mjög skemmtilegt að vera þarna án þess að fara á bretti, kannski maður færi bara með vinum og væri bara að leika með Heklu í brekkunum á meðan vinirnir skíða og brettast.

Það var svo svakalega sætt áðan þegar við vorum nýbyrjuð að borða og Heklu fannst maturinn svo svakalega góður að hún kom til mín og faðmaði mig og sagði,, elsku mamma mín, takk fyrir þennan rosalega góða mat og ég vona þú gerir alltaf svona æðislegan mat!" Hún meira að segja borðaði sveppina, sem ég venjulega fæ hana ekki til að borða.
Hún kom með eitt gullkorn líka um daginn þegar ég var að röfla í henni að ganga frá eftir sig, en þá hafði ég sagt ansi oft ,,viltu gjöra svo vel að ganga frá eftir þig!" Mjög ströng! En eftir smá stund fór hún og burstaði í sér tennurnar og háttaði sig og kom svo til mín og knúsaði mig og sagði mjög einlægt ,,mamma, ég lofa að ganga frá mér á morgun" hehehe litla snúlla, ég náttúrulega leiðrétti hana í snarhasti þar sem ég er frekar, kannski eilítið um of, hjátrúarfull.

föstudagur, febrúar 29, 2008

Skokk skokk

jæja ég drattaðist loksins út að skokka eftir 2ja vikna hlé og mikið var það gott. Við fórum 3 saman eins og venjulega og vorum að skokka labba og gera æfingar í 1 og 1/2 klukkutíma, bara helvíti gott hjá okkur.
Ég er búin að vera löt í eldamennskunni þessa vikuna þannig að það hefur lítið farið fyrir updati á matablogginu mínu. Við vorum bara með smörrebröd í fyrradag og daginn þar á eftir,svo í gær þá var ég með mígreniskast þannig að Sverrir eldaði spagetti carbonara, alveg geggjað hjá honum, kallinum. Ég held líka að við fáum okkur bara pizzu í kvöld, það er einhver hundur í manni eftir allt þetta skokk.
Fórum loksins með bílinn í viðgerð og það var mjög ánægjulegt að borga reikninginn, eða þannig. Við fengum reyndar alveg sérstaklega góða þjónustu. Bíllinn var þrifinn innan og utan, gert mjög vel við allt saman(líka 1 annað sem við báðum ekki um og þurftum ekki að borga fyrir)og svo fengum við vínflösku í kaupbæti. En þetta kostaði líka 137.000 krónur. Maður var í smá svitasjokki eftir þetta.
Enda er ég búin að hafa samband við tryggingafélagið okkar og láta þau setja kaskó inní tryggingarnar okkar.
Ég fór á afmælisdaginn minn og keypti mér svakalega flottan hníf, microplane,tvo túnerningshnífa og lét hina í brýningu, mjög ánægð með þessa afmælisgjöf. Sverrir kom svo með matreiðslubækur handa mér, ein mjög professional og flotta og svo er hin með alveg frábærum einföldum napólskum uppskriftum. Ég hlakka mikið til að elda upp úr þeim báðum.
Við erum búin að ákveða að fara til Simonu vinkonu í apríl og hún er búin að staðfesta það allt saman, við þurfum reyndar að gista hjá mömmu hennar en hún segir að það sé pláss fyrir okkur svo að ég verð bara að taka hana trúanlega með það. Við ætlum að fara til Rómar í leiðinni.Hlakka mikið til....
Veðrið hérna er svo geggjað alla daga að maður bara trúir því ekki. Það er mikið farið að hlýna sem betur fer.
Jæja pizza og bjór.....

þriðjudagur, febrúar 26, 2008

Seinni brettaferðin

Brettaferð

Sjæse hvað það var klikkað á bretti á laugardaginn. Þar sem Hekla var í pössun þá náðum við að brettast alveg svakalega og ég náði svo hrikalega góðu rennsli að í endan vorum við að fljúga niður rauðu brekkurnar eins og ekkert væri. Djöfull er þetta skemmtileg maður! Við vorum þarna með Niklas og Fanní, Óla og japanskum vini Niklasar og Fanní sem heitir Nao. Hann hefur enga trú á því að ég geti gert gott sushi, enda verður honum boðið í sushi næst þegar það verður gert.
Hér eru myndirnar frá laugardeginum.
Svo var bara brunað í bæinn(tekur um 2 klst)og beint í lax til Esterar og svo Eurovision um kvöldið. Það var drukkið kannski eilítið of mikið og þreytan var ekki til að bæta á það, þannig að við beilum heim og sváfum vel þá nóttina.
Fórum með bílinn í viðgerð í gær og fengum sem betur fer annan í staðinn, það er ansi erfitt að vera án bíls í þessari borg, nema að búa nær bænum eða vera án barns.
svo var íbúðin þrifin og þvotturinn tekinn og búið til besta lasagna sem ég hef smakkað í langan tíma.
Uppskriftin fer á kokkfood.com
Ég er búin að vera tölvulaus í 2 daga núna og hef þvi ekkert getað updeitað neitt. En nú kemur það....

föstudagur, febrúar 22, 2008

Bretti bretti bretti

Jess er að fara á bretti á morgun, ljúft maður.
Við verðum bara yfir daginn og Ester ætlar að passa fyrir okkur svo að við getum brettað allan daginn. ljúft....
Svo um kvöldið er planið að koma aftur til Mílanó og bjóða Óla og Ester út að borða.
Djöfull hlakka ég til...
Málið er nefnilega að ég á afmæli þ.27.feb og þetta verður þá afmælisgjöfin mín, frá mér til mín,hahaha, ég er svo góð við mig.

En mikið andskoti getur maður fests í þessu Facebook, er búin að eyða allt of miklum tíma þar. Mjög skemmtilegt.

Þar sem það er sá tími mánaðarins hef ég líka tapað mér verulega í súkkulaðinu eins og sést á matarsíðunni minni með súkkulaðibombunni. Ég get svarið það þetta eru bestu smákökur sem ég hef smakkað!!!! Þær eru klikkaðar með ískaldri mjólk eða sætu freyðivíni eða prosecco!!! já og líka cappucino....mmmmmmmmm.......
Ég mana ykkur í að prófa þær, taka líka enga stund....

Í Guðanna bænum vill einhver bjarga evrunni!!!! Hún er komin í 99 kr! Ég tími ekki að fara út úr húsi lengur!

miðvikudagur, febrúar 20, 2008

Potturinn fagri




já erum við ekki öll sammála þessum fögru orðum sem á pottinum standa " Rose flowers in any color are thrillingly beautiful" vel mæl...vel mælt...og jú hver þekkir ekki þetta merki ha?? Triangle alltaf að sjá það.....ja svona hér og þar, þú veist....

þriðjudagur, febrúar 19, 2008

úps....

já alltaf þarf eitthvað að klúðrast.

Eins og flestir sem lesa þessa síðu vita þá var ég að byrja með matarblogg og sendi til allra í contöktunum mínum og jú að sjálfsögðu gleymdi ég að setja slóðina með. hahaha ég er nú meiri lúðinn.
jæja ég vona að fólk geti fyrirgefið mér fyrir þetta smá atriði og kíki annað hvort aftur á póstinn sinn,er búin að senda linkinn eða klikki hér við hliðina á linkinn þar.
Nú vildi ég óska að ég væri betri ljósmyndari en ég er og sárvantar góð ráð í þeirri deild. Eða er þetta myndavélin sem ég er með, hún er frekar gömul. Ég er að íhuga að fara að ráðum Sigrúnar og sjá hvort að það virki, en það er að kaupa gamla vél og nota filmu. Ég þurfti að taka ansi margar af þessari köku þar til ég fann eina sem var svona lala, ekkert spes samt. Endilega krakkar koma svo með góð ráð handa mér!
Í kvöld verður það aspassúpa.
Að öðru: hári nánar tiltekið:

Nú hef ég uppgötvað snilld sléttujárnsins, en ég held ég sé að gera eitthvað vitlaust því að ég er með brunalykt af hárinu mínu og það er orðið að strýi, hvað er ég að gera vitlaust???
Ég þvæ það með hárnæringu(og sjampói)og svo set ég Aveda froðu í það, blæs það og svo krulla á hæsta hita með járninu. Hvað í þessu ferli er öðruvísi en annað fólk? Eða er ég bara enn og aftur með öðruvísi hár en aðrir?

Annars komumst við að því að tölvan okkar gamla er kapút, fór í gær með hana í viðgerð og hann vildi ekki einu sinni taka við henni, frábært, þá get ég ekkert unnið á meðan Sverrir er í þessu verkefni sem er beisiklí næstu 5 vikurnar.
En við erum að spá í að fara til Simonu vinkonu í apríl, en hún býr í Salerno sem er rétt hjá Napólí. Þetta er víst alveg svakalega falleg borg og allt þarna í kring. Ég verð rosalega ánægð ef ég fæ að hitta hana vinkonu mína á sínum heimaslóðum.

Ég fór með Heklu í bæinn í gær að kaupa nýjan búning og öskubuska varð fyrir valinu í þetta skiptið, og hún hefur ekki farið úr honum síðan.
Ég verð að setja inn mynd af þessum æðislega hrísgrjóna potti sem ég keypti, hahaha það er hreinn unaður að horfa á þetta allan daginn, þar sem ég á ekki pláss fyrir hann í skápunum mínum, þarf hann að vera fyrir allra augum, alltaf!

sunnudagur, febrúar 17, 2008

matarboðið á föstudaginn

success....

Við fengum nokkra vini í mat á föstudagskvöldið og það var svo geggjaður maturinn hjá mér, haha þó ég segi sjálf frá....
Ég var með sushi(surprise,surprise)og sticks mmmm....
Ég fyllti sushiið af alls konar góðgæti,þ.á.m. lax,túnfiskur,surimi,fullkomið avókadó og fullkominn mangó, hrikalega safaríkt og æðislegt.
Sticks var ég með BBQ svínarif, tempura djúpsteiktar tígrisrækjur, teriakimarineraðan kjúkling og nautafillet. Með þessu hafði ég 3 ídýfur og það voru satay sósa, hoisin sósa og svo það sem sló allt út red aioli miso dip, hún var alveg geggjuð!
Í eftirrétt hafði ég svo jarðaber með heitri súkkulaðisósu, tiramisu og profitteroles.
Að sjálfsögðu var ég með allt of mikinn mat og þetta kostaði okkur allt of mikið en who cares, ég fékk mína fullnægingu og that made it all worth it.
Ég gleymdi mér vitanlega í sushi gerðinni eins og vanalega, gerði allt allt of mikið, en þá gat fólk allavegana borðað eins mikið og það vildi og við áttum fyrir daginn eftir, ekki slæmt það.
Við átum og drukkum til klukkan 4.00 um nóttina, ótrúlega skemmtilegt!
Svo í gær á sunnudeginum fórum við í hádegismat til Jole og Piero og þvílíkt sælgæti sem við fengum að borða hjá þeim. Það var nýrnabaunaréttur sem var svo geggjaður að það hálfa og mér hefur aldrei fundist nýrnabaunir vera góðar,en þetta sló allt út. Í aðalrétt fengum við kálfakjöt, og það er ekkert sem slær ítalska kálfakjötinu við það er á hreinu. Hún var búin að steikja það á pönnu, lokaðri, í einn og hálfan klukkutíma. Drukkum vín með öllu, prosecco með forréttinum, ljóst rauðvín með aðalréttinum og svo moscato d'asti með eftirréttinum. þannig að það er vel hægt að segja að þessi helgi hafi verið alger matarhelgi.

Ég ætlaði á föstudaginn að kaupa hrísgrjónapott og trébala til að hræra hrísgrjónin og hvergi fann ég þetta fyrr en ég fór í ethnic búðina þá fann ég pottinn og svona líka fallegan pott maður, með lillafjólubláum blómum og svona, alger snilld, en svo þegar hún ætlaði að fara að panta handa mér skálina þá sagði hún mér hvað hún myndi kosta og ég ákvað að sleppa henni, 10000 kall var það heillin.....
jæja ég er byrjuð að kenna Heklu að lesa og skrifa, best að halda áfram kennslunni.

þriðjudagur, febrúar 12, 2008

mánudagur, febrúar 11, 2008

Madesimo, Valchiavenna

Það er nafnið á staðnum sem við vorum um helgina. Það var alveg geggjað!!! Við vorum á brettum allan daginn, eða já ég og Sverrir skiptumst á að vera með Heklu í barnabrekkunum og leiktæjum. En við fengum sól og blíðu allan tímann. Við fundum hótel,2ja stjörnu lúxus, sem var nú alveg nóg þar sem við bara sváfum þarna og átum kvöldverð og morgunmat, sem var nú alveg í anda 2ja stjörnu, en við átum með góðri lyst við vorum nefnilega svo þreytt og svöng og svo ótrúlega fegin að fá hótelherbergi. Það létti ansi mikið á okkur að þurfa ekki að keyra alla leið heim um kvöldið. Mikið rosalega skemmtum við okkur vel, við vorum með svo skemmtilegu fólki.
En á leiðinni upp eftir kom dálítið babb í bátinn...Sverri tókst að keyra aftan á annan bíl, en það voru þó nokkrir þættir sem spiluðu saman í því máli þannig að það var ekki alveg hægt að sakast einungis við hann. Bíllinn fyrir framan snarhemlaði og svo var svo mikil möl og ísing á veginum að bíllinn okkar bara stoppaði ekki fyrr en hann lenti á bílnum fyrir framan. Það sást varla á hinum bílnum en á okkar sést soldið mikið. Við fórum með hann á réttingaverkstæðið í gær og fengum að vita hvað þetta mun kosta og ég fékk nett hjartaáfall...ég ætla ekkert að fara að tíunda það neitt hér en það er mikið, já þar fór allur peningurinn sem ég var búin að safna,frábært!!!
En jæja við ætlum bara að láta þetta lönd og leið og líta á björtu hliðarnar,hmm sem eru reyndar engar en bara líta út um gluggan, já sólin skín og lífið brosir við manni. Við búum ekki í hreysi og bíllinn eyðilagðist ekki, ég hins vegar mæli með Kaskó hvað sem það kostar aukalega. Ég veit ekki hvort það var nógu sniðugt að vera að eiga okkar fyrsta bíl hér úti á Ítalíu, maður veit ekkert um bíla eða áreskstra. Ég vissi t.d. ekki að báðir aðilar þurfa að skrifa árekstrarskýrslu, hefði verið gott að vita. Ég hafði ekki hugmynd um hvað kaskó þýðir, hefði verið gott að vita.... Já maður tryggir ekki eftirá.
En svona til að gleyma veruleikanum og hugsa " ég borga þetta seinna" þá er ég núna að fara að eyða deginum í að leita að sumarhúsi fyrir okkur og fjölskylduna hans Sverris. Þau ætla að heimsækja okkur í enda júní og eyða með okkur sumarfríinu.

Lasagna er það heillin í kvöld...

Er að fara að hitta Natöshu vinkonu í kvöld, fer í heimsókn til hennar, það verður örugglega skemmtilegt, hún hefur svo skemmtilegar sögur að segja, þær eru alltaf svo langt frá öllu sem ég þekki og gæti ímyndað mér að gera.

föstudagur, febrúar 08, 2008

Alparnir framundan

Já planið er að fara upp í fjöll á bretti um helgina. Þar sem við eigum bæði afmæli í þessum mánuði ætluðum við að gista eina nótt en það lítur út fyrir að það gangi ekki upp og við þurfum að keyra til baka annað kvöld og svo aftur upp í fjöll eldsnemma. það er nefnilega carnivale þessa helgina og það er svipað og öskudagurinn heima, krakkarnir fara í búninga og henda skrauti út um allt. En þetta þýðir að allir reyna að koma sér upp í fjöllin og það verður brjálað að gera. Við ætluðum að fara síðustu helgi sem hefði verið gáfulegra, eða næstu helgi en það frestaðist af ýmsum ástæðum síðast og þá er maður orðinn svo spenntur að við meikum ekki að geyma þar til næstu helgi. En við höfum nú alltaf bara keyrt heim á kvöldin og nú er ég ekki sú eina sem get keyrt þannig að það dreifir ábyrgðinni. Gott Gott..
Við fórum á Mongolian barbeque á miðvikudaginn með Óla og Ester(ekki leikurunum), já við þekkjum annað par sem heita þessum nöfnum, skemmtileg tilviljun. Þetta var svona la-la veitingastaður, hlaðborð í anda Hagkaupa og svo hlaðborð af hráu kjöti sem maður lét kokkinn hafa og hann steikti það, á kolrangan hátt og til að krydda hellti hann sojasósu yfir. Ég var ekki impressed en sem betur fer þá vorum við í góðra vina hópi þannig að ég var ekkert að kvarta. Vínið sem við fengum með var svo mikið pissss að það hálfa....Vona að við förum eitthvað skárra næst.
Merkilegt hvað það eru margir lélegir veitingastaðir á þessu landi.....
Ég fór bara ein með Heklu í garðinn í dag, Sverrir er að reyna að ná sér í miða á leik Arsenal og ??? eitthvað annað hvort AC Milan eða hitt liðið sem er hér í þessari borg, já eins og þið sjáið þá er þetta mér mikið mál, eða þannig. En það var nú alveg frábært að fara með henni hún er orðin svo dugleg að hjóla að maður er alveg búin á því þegar við loksins komum heim. Ég nefnilega skokka og hún hjólar.. alltaf multi-tasking. Svo er ég búin að taka þvottinn, þrífa íbúðina, vaska upp og taka flöskurnar. Helvíti dugleg bara. Sverrir keypti algera snilld um daginn... Það heitir Swifter og er til að þurrka af, þetta er eins og þvegill nema bara til að þurrka af. Þetta er eitthvað það þægilegasta sem ég hef notað til að þurrka af!!! mæli með því!!
Það er svo yndislegt veður hér þessa dagana, sól og 15 stiga hiti, og að sjálfsögðu logn. Ég var ekki viss hvort ég ætti að blogga um hvað það er gott þar sem ég hef verið að fylgjast með fréttunum heima og je minn eini hvað ég er fegin að vera hér!!!
Ég er að reyna að ákveða hvers konar nesti ég á að búa til. Ég held að ég geri klubbsamlokurnar góðu,kartöflusalat og partýskinka(klikkar ekki),ég ætti í rauninni að gera litlar bollur með osti og prociutto og svo kannski hlunkasmákökur... Hvernig hljómar þetta??? Vantar eitthvað??

mánudagur, febrúar 04, 2008

Bolla bolla

Ég vaknaði nú ekki við nein vandarhögg eins og hún systir mín. Ég hins vegar bakaði allt of mikið af bollum. Ég skil reyndar ekki hvað systur mínar voru að kvarta yfir þessum vatnsdeigsbollum, þær voru ekkert smá einfaldar. Í tilefni dagsins(kallinn átti afmæli í gær)þá ákvað ég að fara aðeins útí öfgarnar með áleggið á bollurnar þannig að ég gerði karamellusósu, venjulegan rjóma, hvítsúkkulaði rjóma, 3 tegundir af súkkulaði ofan á bollurnar og expressokaffirjóma. Finnst ykkur þetta nokkuð yfir strikið???
Tja ísskápnum fannst það soldið. Hann er svo troðinn núna að það er ekki hægt að stinga einni baun til viðbótar þar inn. Þannig að já það er hægt að segja að megrunin hafi farið út um þúfur í gær. Sverrir nennti heldur ekki að fara út að skokka þannig að það var heldur engin hreyfing:(
En ég hef fundið substitude fyrir skyrið sem ég hef fengið mér í morgunmat núna í nokkra mánuði með góðum árangri, en það er gríska jógúrtin. Ég set gríska jógúrt í skál með fullt af ávöxtum og undanrennu og ég er komin með hinn besta smoothie!
Djöfull gerði ég góðan kvöldverð á laugardaginn, algjör klassík og ég hef oft sagt ykkur frá þessum rétt en það er svínalundir með frönskum og gráðostasósa, klikkar aldrei, svo var afganginum af sósunni skellt í ískápinn ásamt að sjálfsögðu kjötinu og borðað daginn eftir..mmmmm..... Ég reyndar komst að því að þegar það er kominn svona mikill ostur í rjómann og þetta svo sett inn í ísskáp þá er hægt að nota þetta sem álegg á tuc kex, smá snakk..mmmm....

sunnudagur, febrúar 03, 2008

Ahh Italia

Já þá er maður kominn til Ítalíu á ný. Það er í sjálfu sér frábært en það er í fyrsta skipti sem ég kveð Ísland með trega þar sem ég er komin með svo frábæra vinnu og líður vel þar. Ég er náttúrulega ekki að segja að ég hafi ekki áður kvatt fjölskyldu mína með trega, það hefur að sjálfsögðu alltaf verið þannig, ég er að meina mitt daglega líf þar, já með öllu frostinu og rokinu.
Það er mjög einkennilegt að sitja hér í litla eldhúsinu, horfa á þetta ljóta græna eldhúsborð með tölvuna fyrir framan mig og blogga.... Engin rútína, engin vinna, bara frí. Mér líst ekki á blikuna, ég ætla þó að reyna eftir fremsta megni að njóta þess.
Við fórum frá Íslandi á fimmtudaginn og byrjuðum ferðina klukkan 5.30 um morguninn, get nú reyndar ekki sagt að ég hafi verið þreytt eða það hafi verið erfitt að vakna þar sem það er mér orðið eðlislægt núna eftir þessa vinnu mína, þá keyrði pabbi og mamma okkur uppá völl í blindbil, mjög óskemmtilegt, þegar þangað var komið kom í ljós að ég gat ekki tékkað töskurnar inn alla leið til Mílanó og ég vissi heldur ekki hvenær ég myndi fara af stað frá Kaupmannahöfn til Mílanó þar sem ég var með svokallaðan ,,open ticket". Þetta fannst mér sérstaklega óþægilegt en ok ekkert í því að gera en það losaði ekki um kvíðhnútinn við þetta. Ég kvaddi hjónin sem voru á leið til London að hitta Jole og Piero. Þegar við vorum komnar upp í vélina, nei var ekki kölluð upp í þetta skiptið merkilegt nokk, þá kom í ljós bilun í vélinni þannig að við þurftum að bíða inni í vélinni í næstum 2 klukkstundir, mjög óskemmtilegt þar sem við fengum hvorki vott né þurrt á meðan, né þá heldur dót fyrir Heklu. Mér þykir mjög einkennlegt að flugfreyjur telji að vinnan þeirra hefjist þegar flugvélin tekur á loft. VIð vorum orðnar glorhungraðar og það er nú ekki skemmtilegt þegar maður er að reyna að skemmta litlu svöngu barni! En loks tók vélin af stað og allt gekk vel. Ekki yfir meiru að kvarta þar. Við lentum á Kastrup og þurftum þá að ná í töskurnar og fara út og reyna svo að tékka okkur inn aftur, munið ég er ein með Heklu, 3 stórar töskur og 2 handfarangurstöskur, það var nú hægara sagt en gert þar sem ég var með þennan open ticket(það þýðir í raun að ég er ekki skráð í neina sérstaka vél heldur bara á sérstakan flugvöll á sérstökum degi). Við þurftum að fara á 3 staði þegar við loksins fengum að skrá okkur í vél en þá var búið að aflýsa vélinni sem ég var búin að gera ráð fyrir að fara í en hún átti að fara í loftið klukkan 17.00 og klukkan var 15.00, þannig að við þurftum að fara í vél sem átti að fara klukkan 20.30. Jæja við vorum sem betur fer á Kastrup og fengum að tékka okkur inn þannig að við gátum verið á barnaleiksvæðinu. En 5 klukkutímar þar, tja hvað get ég sagt it gets boring....
Jæja loksins átti að koma upp að hvaða hliði við áttum að fara, nei það stóð aldeilis á sér, seinkun...frábært, ekki nóg með það heldur sofnaði litla snúllan í fanginu á mér og hún er ekki lengur neitt smábarn(hefði reyndar ekki lagt í Val eða Hörð Sindra en...)Þannig að nú var ég komin með 2 handfarangur og sofandi barn og það eina sem hægt var að fá var kerra fyrir farangur....hmmm hvað gera bændur nú....??? Jú ég bara beit á jaxlinn þegar hliðið loksins kom upp tók þetta einhvern veginn all í fangið og keyrði vagninn í leiðinni. Djöfull er ég sterk! En þá var seinkun... ég gat þó sest niður, en hvernig átti ég að fara inn í vélina með allt draslið???? það dundaði ég mér við að reikna út í u.þ.b. 40 mínútur þar til röðin kom að mér. Flugfreyjan var svo indisleg að hjálpa mér með farangurinn á meðan ég hélt á Heklu.. nema hvað að farangurinn sem ég var með var bæði of stór og of þungur og ég orðin eldrauð af stressi og þá líka yfir því að hún myndi ekki hleypa mér inn með öll þessi þyngsli, en ég var svo heppin að lenda á konu sem hafði lent í þessu sama í sumar, að ferðast ein með barn, svo að hún bara hjálpaði mér þegjandi og hljóðalaust. Svo var bara sofið alla leið til Mílanó og rétt fyrir lendingu vaknaði snúlla, hress og kát og við gengum út úr vélinni og farangurinn kom fyrstur inn og við beinustu leið á fangið á Sverri, en þá var klukkan orðin 00:30. Þetta kallast langt ferðalag!(og löng færsla)
En nú erum við hingað komnar og búnar að fara í garðinn okkar á hverjum degi að hjóla og skokka öll saman. Við fórum aðeins í bæinn í gær, mjög fínt. Veðrið hér er frekar súrt, það er rigning og 8 stiga hiti, en þeir segja að það eigi að fara að hlýna.
Ég hitti húsvörðinn hér í gær og fékk að sjálfsögðu að vita að ég hefði grennst(hún fylgist grannt með vaxstarlagi mínu)gaman að því, allavegana skemmtilegra en þegar hún sagði mér að ég hefði fitnað, svo komu kjaftasögurnar.... Hún er búin að henda þessum ógeðslega kalli sínum út(líst mjög vel á það) en hún sagði að það hefði bara verið of mikið af kvenfólki og of mikil eyðsla hjá honum. Ég missti næstum andlitið.. of mikið af kvenfólki.... hvað ertu að meina... það vantar helminginn af tönnunum upp í hann og restin er svört, hann er ógeðslega feitur, lyktar verulega ill a og er í meira lagi hálfviti!!! Jú ég get alveg séð aðdráttarafl hans.. hvaða konur var kallinn að ná sér í??? og eyðsla??... Tja ekki var hann að eyða í föt það er á hreinu.. Vín býst ég við. Hún sagðist vera búin að halda kallinum uppi í 40 ár og var búin að fá nóg af honum.. jæja gott hjá henni, líst vel á hana. En svo er sonur hennar að fara að gifta sig og hann og kona hans eru að gera upp íbúð hér rétt fyrir utan, líst líka vel á það þá sefur hann ekki lengur í litlu kompunni sem er innaf svefnherbergi konunnar. Skemmtilegt að fá þetta bara svona beint í æð, hún Gróa vinkona.....
Nú er kominn mánudagur og ég á að vera byrjuð að vinna í þessu verkefni sem ég er búin að setja mér, fæ enga peninga fyrir en það er skemmtilegt samt sem áður.
Ég er nú samt búin að búa til stofu, setja í vél, gefa barninu að borða og mikilvægast af öllu skrifa niður hversu margar kaloríur ég er búin að láta ofan í mig í dag. Ég ætla ekki að fitna hér eins og venjulega! Ég ætla ekki heldur að borða allt þetta kolvetni, þó það sé ódýrara, mér er sama, ég ætla að vera flott þegar ég fer á ströndina í sumar!!!!!
Jæja best að byrja á verkefninu.....