Fyrst maður er kominn á klakann á maður þá að hætta að blogga? Á nú reyndar ennþá nokkra vini í útlöndum maður ætti kannski að halda þessu áfram,hmmm....???
Ég fer núna í vinnuna á hverjum degi á nýja massíva hjólinu mínu í og úr vinnu sem gera um 15-20 km á dag og svo skokka ég 5-8 km á dag þegar heim er komið,svo náttúrulega vinnan alltaf líkamleg og svona. Ég fékk mígreniskast í dag sem var svo slæmt að það var kallað á sjúkrabíl í vinnuna og læti, það nefnilega leið yfir mig inni í búningsklefa og ég skall með höfuðið soldið fast í gólfið þannig að ég fékk smá heilahristing, ældi og svona skemmtilegheit, ældi meira að segja úti á plani og það leið yfir mig aftur meðan Sverrir hélt mér uppi, soldið scary þess vegna var kallað á sjúkrabíl, og þetta á eftir að kosta okkur skildinginn. Ég var soldið mikið pirruð yfir þessu... að allir í vinnunni hafi séð þetta og svona, frekar vandræðalegt,, en æ fokkit ekkért hægt að gera þegar mígrenið ákveður að böggast í manni. Ég fékk næringu í æð og líður bara ágætlega núna. Það virðist vera einhver orðrómur á meðal fjölskyldumeðlima að stúlkan sé að ofkeyra sig en ég blæs á þess háttar bull. Ok ég kannski ætti ekki alveg að fara út á hverjum degi að skokka ég viðurkenni það og skal taka það til umhugsunar.
Það var svo guðdómlegt að hjóla í vinnuna í morgun að það hálfa. Sjórinn var svo spegilsléttur og fallegur og sólargeislarnir dönsuðu við fuglana, mér fannst verið að bjóða mig velkomna heim og biðja mig að njóta til fulls, hreinn unaður. Þessu kynnist maður ekki í bílnum. Á svona dögum eiga allir að hjóla í vinnuna!
Þar sem ég er á þessum nótum þá er gaman að segja frá því að við vorum að kaupa bíl í dag. Fyrsti bíllinn okkar á Íslandi, ekki seinna vænna þar sem maður er orðinn 31 árs! Við keyptum Skoda Octavia station, mjög flottur og sparneytinn, það er jú það mikilvægasta í dag.
Við erum búin að koma okkur mjög vel fyrir í úthverfaíbúðinni okkar, allt orðið svaklega fínt og loksins getum við notið brúðargjafanna okkar. Það var svo gaman að taka þær upp það var eins og að gifta sig aftur.
En hvernig líður svo Aðal miðbæjarrottunni í úthverfinu? Er hún búin að fá sér flíspeysu, stretsbuxur og ecco inniskó?
VIð skulum bara setja dæmið upp svona: Miðbæjarrotta + Úthverfi=&%$#&%$#&%$#/&%$##
Já það verður allavegana ekki svæðisnúmerið 170 í leitarskilyrðunum á mbl.is/fasteignir tja eða nokkuð annað en 101!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli