föstudagur, febrúar 29, 2008

Skokk skokk

jæja ég drattaðist loksins út að skokka eftir 2ja vikna hlé og mikið var það gott. Við fórum 3 saman eins og venjulega og vorum að skokka labba og gera æfingar í 1 og 1/2 klukkutíma, bara helvíti gott hjá okkur.
Ég er búin að vera löt í eldamennskunni þessa vikuna þannig að það hefur lítið farið fyrir updati á matablogginu mínu. Við vorum bara með smörrebröd í fyrradag og daginn þar á eftir,svo í gær þá var ég með mígreniskast þannig að Sverrir eldaði spagetti carbonara, alveg geggjað hjá honum, kallinum. Ég held líka að við fáum okkur bara pizzu í kvöld, það er einhver hundur í manni eftir allt þetta skokk.
Fórum loksins með bílinn í viðgerð og það var mjög ánægjulegt að borga reikninginn, eða þannig. Við fengum reyndar alveg sérstaklega góða þjónustu. Bíllinn var þrifinn innan og utan, gert mjög vel við allt saman(líka 1 annað sem við báðum ekki um og þurftum ekki að borga fyrir)og svo fengum við vínflösku í kaupbæti. En þetta kostaði líka 137.000 krónur. Maður var í smá svitasjokki eftir þetta.
Enda er ég búin að hafa samband við tryggingafélagið okkar og láta þau setja kaskó inní tryggingarnar okkar.
Ég fór á afmælisdaginn minn og keypti mér svakalega flottan hníf, microplane,tvo túnerningshnífa og lét hina í brýningu, mjög ánægð með þessa afmælisgjöf. Sverrir kom svo með matreiðslubækur handa mér, ein mjög professional og flotta og svo er hin með alveg frábærum einföldum napólskum uppskriftum. Ég hlakka mikið til að elda upp úr þeim báðum.
Við erum búin að ákveða að fara til Simonu vinkonu í apríl og hún er búin að staðfesta það allt saman, við þurfum reyndar að gista hjá mömmu hennar en hún segir að það sé pláss fyrir okkur svo að ég verð bara að taka hana trúanlega með það. Við ætlum að fara til Rómar í leiðinni.Hlakka mikið til....
Veðrið hérna er svo geggjað alla daga að maður bara trúir því ekki. Það er mikið farið að hlýna sem betur fer.
Jæja pizza og bjór.....

þriðjudagur, febrúar 26, 2008

Seinni brettaferðin

Brettaferð

Sjæse hvað það var klikkað á bretti á laugardaginn. Þar sem Hekla var í pössun þá náðum við að brettast alveg svakalega og ég náði svo hrikalega góðu rennsli að í endan vorum við að fljúga niður rauðu brekkurnar eins og ekkert væri. Djöfull er þetta skemmtileg maður! Við vorum þarna með Niklas og Fanní, Óla og japanskum vini Niklasar og Fanní sem heitir Nao. Hann hefur enga trú á því að ég geti gert gott sushi, enda verður honum boðið í sushi næst þegar það verður gert.
Hér eru myndirnar frá laugardeginum.
Svo var bara brunað í bæinn(tekur um 2 klst)og beint í lax til Esterar og svo Eurovision um kvöldið. Það var drukkið kannski eilítið of mikið og þreytan var ekki til að bæta á það, þannig að við beilum heim og sváfum vel þá nóttina.
Fórum með bílinn í viðgerð í gær og fengum sem betur fer annan í staðinn, það er ansi erfitt að vera án bíls í þessari borg, nema að búa nær bænum eða vera án barns.
svo var íbúðin þrifin og þvotturinn tekinn og búið til besta lasagna sem ég hef smakkað í langan tíma.
Uppskriftin fer á kokkfood.com
Ég er búin að vera tölvulaus í 2 daga núna og hef þvi ekkert getað updeitað neitt. En nú kemur það....

föstudagur, febrúar 22, 2008

Bretti bretti bretti

Jess er að fara á bretti á morgun, ljúft maður.
Við verðum bara yfir daginn og Ester ætlar að passa fyrir okkur svo að við getum brettað allan daginn. ljúft....
Svo um kvöldið er planið að koma aftur til Mílanó og bjóða Óla og Ester út að borða.
Djöfull hlakka ég til...
Málið er nefnilega að ég á afmæli þ.27.feb og þetta verður þá afmælisgjöfin mín, frá mér til mín,hahaha, ég er svo góð við mig.

En mikið andskoti getur maður fests í þessu Facebook, er búin að eyða allt of miklum tíma þar. Mjög skemmtilegt.

Þar sem það er sá tími mánaðarins hef ég líka tapað mér verulega í súkkulaðinu eins og sést á matarsíðunni minni með súkkulaðibombunni. Ég get svarið það þetta eru bestu smákökur sem ég hef smakkað!!!! Þær eru klikkaðar með ískaldri mjólk eða sætu freyðivíni eða prosecco!!! já og líka cappucino....mmmmmmmmm.......
Ég mana ykkur í að prófa þær, taka líka enga stund....

Í Guðanna bænum vill einhver bjarga evrunni!!!! Hún er komin í 99 kr! Ég tími ekki að fara út úr húsi lengur!

miðvikudagur, febrúar 20, 2008

Potturinn fagri




já erum við ekki öll sammála þessum fögru orðum sem á pottinum standa " Rose flowers in any color are thrillingly beautiful" vel mæl...vel mælt...og jú hver þekkir ekki þetta merki ha?? Triangle alltaf að sjá það.....ja svona hér og þar, þú veist....

þriðjudagur, febrúar 19, 2008

úps....

já alltaf þarf eitthvað að klúðrast.

Eins og flestir sem lesa þessa síðu vita þá var ég að byrja með matarblogg og sendi til allra í contöktunum mínum og jú að sjálfsögðu gleymdi ég að setja slóðina með. hahaha ég er nú meiri lúðinn.
jæja ég vona að fólk geti fyrirgefið mér fyrir þetta smá atriði og kíki annað hvort aftur á póstinn sinn,er búin að senda linkinn eða klikki hér við hliðina á linkinn þar.
Nú vildi ég óska að ég væri betri ljósmyndari en ég er og sárvantar góð ráð í þeirri deild. Eða er þetta myndavélin sem ég er með, hún er frekar gömul. Ég er að íhuga að fara að ráðum Sigrúnar og sjá hvort að það virki, en það er að kaupa gamla vél og nota filmu. Ég þurfti að taka ansi margar af þessari köku þar til ég fann eina sem var svona lala, ekkert spes samt. Endilega krakkar koma svo með góð ráð handa mér!
Í kvöld verður það aspassúpa.
Að öðru: hári nánar tiltekið:

Nú hef ég uppgötvað snilld sléttujárnsins, en ég held ég sé að gera eitthvað vitlaust því að ég er með brunalykt af hárinu mínu og það er orðið að strýi, hvað er ég að gera vitlaust???
Ég þvæ það með hárnæringu(og sjampói)og svo set ég Aveda froðu í það, blæs það og svo krulla á hæsta hita með járninu. Hvað í þessu ferli er öðruvísi en annað fólk? Eða er ég bara enn og aftur með öðruvísi hár en aðrir?

Annars komumst við að því að tölvan okkar gamla er kapút, fór í gær með hana í viðgerð og hann vildi ekki einu sinni taka við henni, frábært, þá get ég ekkert unnið á meðan Sverrir er í þessu verkefni sem er beisiklí næstu 5 vikurnar.
En við erum að spá í að fara til Simonu vinkonu í apríl, en hún býr í Salerno sem er rétt hjá Napólí. Þetta er víst alveg svakalega falleg borg og allt þarna í kring. Ég verð rosalega ánægð ef ég fæ að hitta hana vinkonu mína á sínum heimaslóðum.

Ég fór með Heklu í bæinn í gær að kaupa nýjan búning og öskubuska varð fyrir valinu í þetta skiptið, og hún hefur ekki farið úr honum síðan.
Ég verð að setja inn mynd af þessum æðislega hrísgrjóna potti sem ég keypti, hahaha það er hreinn unaður að horfa á þetta allan daginn, þar sem ég á ekki pláss fyrir hann í skápunum mínum, þarf hann að vera fyrir allra augum, alltaf!

sunnudagur, febrúar 17, 2008

matarboðið á föstudaginn

success....

Við fengum nokkra vini í mat á föstudagskvöldið og það var svo geggjaður maturinn hjá mér, haha þó ég segi sjálf frá....
Ég var með sushi(surprise,surprise)og sticks mmmm....
Ég fyllti sushiið af alls konar góðgæti,þ.á.m. lax,túnfiskur,surimi,fullkomið avókadó og fullkominn mangó, hrikalega safaríkt og æðislegt.
Sticks var ég með BBQ svínarif, tempura djúpsteiktar tígrisrækjur, teriakimarineraðan kjúkling og nautafillet. Með þessu hafði ég 3 ídýfur og það voru satay sósa, hoisin sósa og svo það sem sló allt út red aioli miso dip, hún var alveg geggjuð!
Í eftirrétt hafði ég svo jarðaber með heitri súkkulaðisósu, tiramisu og profitteroles.
Að sjálfsögðu var ég með allt of mikinn mat og þetta kostaði okkur allt of mikið en who cares, ég fékk mína fullnægingu og that made it all worth it.
Ég gleymdi mér vitanlega í sushi gerðinni eins og vanalega, gerði allt allt of mikið, en þá gat fólk allavegana borðað eins mikið og það vildi og við áttum fyrir daginn eftir, ekki slæmt það.
Við átum og drukkum til klukkan 4.00 um nóttina, ótrúlega skemmtilegt!
Svo í gær á sunnudeginum fórum við í hádegismat til Jole og Piero og þvílíkt sælgæti sem við fengum að borða hjá þeim. Það var nýrnabaunaréttur sem var svo geggjaður að það hálfa og mér hefur aldrei fundist nýrnabaunir vera góðar,en þetta sló allt út. Í aðalrétt fengum við kálfakjöt, og það er ekkert sem slær ítalska kálfakjötinu við það er á hreinu. Hún var búin að steikja það á pönnu, lokaðri, í einn og hálfan klukkutíma. Drukkum vín með öllu, prosecco með forréttinum, ljóst rauðvín með aðalréttinum og svo moscato d'asti með eftirréttinum. þannig að það er vel hægt að segja að þessi helgi hafi verið alger matarhelgi.

Ég ætlaði á föstudaginn að kaupa hrísgrjónapott og trébala til að hræra hrísgrjónin og hvergi fann ég þetta fyrr en ég fór í ethnic búðina þá fann ég pottinn og svona líka fallegan pott maður, með lillafjólubláum blómum og svona, alger snilld, en svo þegar hún ætlaði að fara að panta handa mér skálina þá sagði hún mér hvað hún myndi kosta og ég ákvað að sleppa henni, 10000 kall var það heillin.....
jæja ég er byrjuð að kenna Heklu að lesa og skrifa, best að halda áfram kennslunni.

þriðjudagur, febrúar 12, 2008

mánudagur, febrúar 11, 2008

Madesimo, Valchiavenna

Það er nafnið á staðnum sem við vorum um helgina. Það var alveg geggjað!!! Við vorum á brettum allan daginn, eða já ég og Sverrir skiptumst á að vera með Heklu í barnabrekkunum og leiktæjum. En við fengum sól og blíðu allan tímann. Við fundum hótel,2ja stjörnu lúxus, sem var nú alveg nóg þar sem við bara sváfum þarna og átum kvöldverð og morgunmat, sem var nú alveg í anda 2ja stjörnu, en við átum með góðri lyst við vorum nefnilega svo þreytt og svöng og svo ótrúlega fegin að fá hótelherbergi. Það létti ansi mikið á okkur að þurfa ekki að keyra alla leið heim um kvöldið. Mikið rosalega skemmtum við okkur vel, við vorum með svo skemmtilegu fólki.
En á leiðinni upp eftir kom dálítið babb í bátinn...Sverri tókst að keyra aftan á annan bíl, en það voru þó nokkrir þættir sem spiluðu saman í því máli þannig að það var ekki alveg hægt að sakast einungis við hann. Bíllinn fyrir framan snarhemlaði og svo var svo mikil möl og ísing á veginum að bíllinn okkar bara stoppaði ekki fyrr en hann lenti á bílnum fyrir framan. Það sást varla á hinum bílnum en á okkar sést soldið mikið. Við fórum með hann á réttingaverkstæðið í gær og fengum að vita hvað þetta mun kosta og ég fékk nett hjartaáfall...ég ætla ekkert að fara að tíunda það neitt hér en það er mikið, já þar fór allur peningurinn sem ég var búin að safna,frábært!!!
En jæja við ætlum bara að láta þetta lönd og leið og líta á björtu hliðarnar,hmm sem eru reyndar engar en bara líta út um gluggan, já sólin skín og lífið brosir við manni. Við búum ekki í hreysi og bíllinn eyðilagðist ekki, ég hins vegar mæli með Kaskó hvað sem það kostar aukalega. Ég veit ekki hvort það var nógu sniðugt að vera að eiga okkar fyrsta bíl hér úti á Ítalíu, maður veit ekkert um bíla eða áreskstra. Ég vissi t.d. ekki að báðir aðilar þurfa að skrifa árekstrarskýrslu, hefði verið gott að vita. Ég hafði ekki hugmynd um hvað kaskó þýðir, hefði verið gott að vita.... Já maður tryggir ekki eftirá.
En svona til að gleyma veruleikanum og hugsa " ég borga þetta seinna" þá er ég núna að fara að eyða deginum í að leita að sumarhúsi fyrir okkur og fjölskylduna hans Sverris. Þau ætla að heimsækja okkur í enda júní og eyða með okkur sumarfríinu.

Lasagna er það heillin í kvöld...

Er að fara að hitta Natöshu vinkonu í kvöld, fer í heimsókn til hennar, það verður örugglega skemmtilegt, hún hefur svo skemmtilegar sögur að segja, þær eru alltaf svo langt frá öllu sem ég þekki og gæti ímyndað mér að gera.

föstudagur, febrúar 08, 2008

Alparnir framundan

Já planið er að fara upp í fjöll á bretti um helgina. Þar sem við eigum bæði afmæli í þessum mánuði ætluðum við að gista eina nótt en það lítur út fyrir að það gangi ekki upp og við þurfum að keyra til baka annað kvöld og svo aftur upp í fjöll eldsnemma. það er nefnilega carnivale þessa helgina og það er svipað og öskudagurinn heima, krakkarnir fara í búninga og henda skrauti út um allt. En þetta þýðir að allir reyna að koma sér upp í fjöllin og það verður brjálað að gera. Við ætluðum að fara síðustu helgi sem hefði verið gáfulegra, eða næstu helgi en það frestaðist af ýmsum ástæðum síðast og þá er maður orðinn svo spenntur að við meikum ekki að geyma þar til næstu helgi. En við höfum nú alltaf bara keyrt heim á kvöldin og nú er ég ekki sú eina sem get keyrt þannig að það dreifir ábyrgðinni. Gott Gott..
Við fórum á Mongolian barbeque á miðvikudaginn með Óla og Ester(ekki leikurunum), já við þekkjum annað par sem heita þessum nöfnum, skemmtileg tilviljun. Þetta var svona la-la veitingastaður, hlaðborð í anda Hagkaupa og svo hlaðborð af hráu kjöti sem maður lét kokkinn hafa og hann steikti það, á kolrangan hátt og til að krydda hellti hann sojasósu yfir. Ég var ekki impressed en sem betur fer þá vorum við í góðra vina hópi þannig að ég var ekkert að kvarta. Vínið sem við fengum með var svo mikið pissss að það hálfa....Vona að við förum eitthvað skárra næst.
Merkilegt hvað það eru margir lélegir veitingastaðir á þessu landi.....
Ég fór bara ein með Heklu í garðinn í dag, Sverrir er að reyna að ná sér í miða á leik Arsenal og ??? eitthvað annað hvort AC Milan eða hitt liðið sem er hér í þessari borg, já eins og þið sjáið þá er þetta mér mikið mál, eða þannig. En það var nú alveg frábært að fara með henni hún er orðin svo dugleg að hjóla að maður er alveg búin á því þegar við loksins komum heim. Ég nefnilega skokka og hún hjólar.. alltaf multi-tasking. Svo er ég búin að taka þvottinn, þrífa íbúðina, vaska upp og taka flöskurnar. Helvíti dugleg bara. Sverrir keypti algera snilld um daginn... Það heitir Swifter og er til að þurrka af, þetta er eins og þvegill nema bara til að þurrka af. Þetta er eitthvað það þægilegasta sem ég hef notað til að þurrka af!!! mæli með því!!
Það er svo yndislegt veður hér þessa dagana, sól og 15 stiga hiti, og að sjálfsögðu logn. Ég var ekki viss hvort ég ætti að blogga um hvað það er gott þar sem ég hef verið að fylgjast með fréttunum heima og je minn eini hvað ég er fegin að vera hér!!!
Ég er að reyna að ákveða hvers konar nesti ég á að búa til. Ég held að ég geri klubbsamlokurnar góðu,kartöflusalat og partýskinka(klikkar ekki),ég ætti í rauninni að gera litlar bollur með osti og prociutto og svo kannski hlunkasmákökur... Hvernig hljómar þetta??? Vantar eitthvað??

mánudagur, febrúar 04, 2008

Bolla bolla

Ég vaknaði nú ekki við nein vandarhögg eins og hún systir mín. Ég hins vegar bakaði allt of mikið af bollum. Ég skil reyndar ekki hvað systur mínar voru að kvarta yfir þessum vatnsdeigsbollum, þær voru ekkert smá einfaldar. Í tilefni dagsins(kallinn átti afmæli í gær)þá ákvað ég að fara aðeins útí öfgarnar með áleggið á bollurnar þannig að ég gerði karamellusósu, venjulegan rjóma, hvítsúkkulaði rjóma, 3 tegundir af súkkulaði ofan á bollurnar og expressokaffirjóma. Finnst ykkur þetta nokkuð yfir strikið???
Tja ísskápnum fannst það soldið. Hann er svo troðinn núna að það er ekki hægt að stinga einni baun til viðbótar þar inn. Þannig að já það er hægt að segja að megrunin hafi farið út um þúfur í gær. Sverrir nennti heldur ekki að fara út að skokka þannig að það var heldur engin hreyfing:(
En ég hef fundið substitude fyrir skyrið sem ég hef fengið mér í morgunmat núna í nokkra mánuði með góðum árangri, en það er gríska jógúrtin. Ég set gríska jógúrt í skál með fullt af ávöxtum og undanrennu og ég er komin með hinn besta smoothie!
Djöfull gerði ég góðan kvöldverð á laugardaginn, algjör klassík og ég hef oft sagt ykkur frá þessum rétt en það er svínalundir með frönskum og gráðostasósa, klikkar aldrei, svo var afganginum af sósunni skellt í ískápinn ásamt að sjálfsögðu kjötinu og borðað daginn eftir..mmmmm..... Ég reyndar komst að því að þegar það er kominn svona mikill ostur í rjómann og þetta svo sett inn í ísskáp þá er hægt að nota þetta sem álegg á tuc kex, smá snakk..mmmm....

sunnudagur, febrúar 03, 2008

Ahh Italia

Já þá er maður kominn til Ítalíu á ný. Það er í sjálfu sér frábært en það er í fyrsta skipti sem ég kveð Ísland með trega þar sem ég er komin með svo frábæra vinnu og líður vel þar. Ég er náttúrulega ekki að segja að ég hafi ekki áður kvatt fjölskyldu mína með trega, það hefur að sjálfsögðu alltaf verið þannig, ég er að meina mitt daglega líf þar, já með öllu frostinu og rokinu.
Það er mjög einkennilegt að sitja hér í litla eldhúsinu, horfa á þetta ljóta græna eldhúsborð með tölvuna fyrir framan mig og blogga.... Engin rútína, engin vinna, bara frí. Mér líst ekki á blikuna, ég ætla þó að reyna eftir fremsta megni að njóta þess.
Við fórum frá Íslandi á fimmtudaginn og byrjuðum ferðina klukkan 5.30 um morguninn, get nú reyndar ekki sagt að ég hafi verið þreytt eða það hafi verið erfitt að vakna þar sem það er mér orðið eðlislægt núna eftir þessa vinnu mína, þá keyrði pabbi og mamma okkur uppá völl í blindbil, mjög óskemmtilegt, þegar þangað var komið kom í ljós að ég gat ekki tékkað töskurnar inn alla leið til Mílanó og ég vissi heldur ekki hvenær ég myndi fara af stað frá Kaupmannahöfn til Mílanó þar sem ég var með svokallaðan ,,open ticket". Þetta fannst mér sérstaklega óþægilegt en ok ekkert í því að gera en það losaði ekki um kvíðhnútinn við þetta. Ég kvaddi hjónin sem voru á leið til London að hitta Jole og Piero. Þegar við vorum komnar upp í vélina, nei var ekki kölluð upp í þetta skiptið merkilegt nokk, þá kom í ljós bilun í vélinni þannig að við þurftum að bíða inni í vélinni í næstum 2 klukkstundir, mjög óskemmtilegt þar sem við fengum hvorki vott né þurrt á meðan, né þá heldur dót fyrir Heklu. Mér þykir mjög einkennlegt að flugfreyjur telji að vinnan þeirra hefjist þegar flugvélin tekur á loft. VIð vorum orðnar glorhungraðar og það er nú ekki skemmtilegt þegar maður er að reyna að skemmta litlu svöngu barni! En loks tók vélin af stað og allt gekk vel. Ekki yfir meiru að kvarta þar. Við lentum á Kastrup og þurftum þá að ná í töskurnar og fara út og reyna svo að tékka okkur inn aftur, munið ég er ein með Heklu, 3 stórar töskur og 2 handfarangurstöskur, það var nú hægara sagt en gert þar sem ég var með þennan open ticket(það þýðir í raun að ég er ekki skráð í neina sérstaka vél heldur bara á sérstakan flugvöll á sérstökum degi). Við þurftum að fara á 3 staði þegar við loksins fengum að skrá okkur í vél en þá var búið að aflýsa vélinni sem ég var búin að gera ráð fyrir að fara í en hún átti að fara í loftið klukkan 17.00 og klukkan var 15.00, þannig að við þurftum að fara í vél sem átti að fara klukkan 20.30. Jæja við vorum sem betur fer á Kastrup og fengum að tékka okkur inn þannig að við gátum verið á barnaleiksvæðinu. En 5 klukkutímar þar, tja hvað get ég sagt it gets boring....
Jæja loksins átti að koma upp að hvaða hliði við áttum að fara, nei það stóð aldeilis á sér, seinkun...frábært, ekki nóg með það heldur sofnaði litla snúllan í fanginu á mér og hún er ekki lengur neitt smábarn(hefði reyndar ekki lagt í Val eða Hörð Sindra en...)Þannig að nú var ég komin með 2 handfarangur og sofandi barn og það eina sem hægt var að fá var kerra fyrir farangur....hmmm hvað gera bændur nú....??? Jú ég bara beit á jaxlinn þegar hliðið loksins kom upp tók þetta einhvern veginn all í fangið og keyrði vagninn í leiðinni. Djöfull er ég sterk! En þá var seinkun... ég gat þó sest niður, en hvernig átti ég að fara inn í vélina með allt draslið???? það dundaði ég mér við að reikna út í u.þ.b. 40 mínútur þar til röðin kom að mér. Flugfreyjan var svo indisleg að hjálpa mér með farangurinn á meðan ég hélt á Heklu.. nema hvað að farangurinn sem ég var með var bæði of stór og of þungur og ég orðin eldrauð af stressi og þá líka yfir því að hún myndi ekki hleypa mér inn með öll þessi þyngsli, en ég var svo heppin að lenda á konu sem hafði lent í þessu sama í sumar, að ferðast ein með barn, svo að hún bara hjálpaði mér þegjandi og hljóðalaust. Svo var bara sofið alla leið til Mílanó og rétt fyrir lendingu vaknaði snúlla, hress og kát og við gengum út úr vélinni og farangurinn kom fyrstur inn og við beinustu leið á fangið á Sverri, en þá var klukkan orðin 00:30. Þetta kallast langt ferðalag!(og löng færsla)
En nú erum við hingað komnar og búnar að fara í garðinn okkar á hverjum degi að hjóla og skokka öll saman. Við fórum aðeins í bæinn í gær, mjög fínt. Veðrið hér er frekar súrt, það er rigning og 8 stiga hiti, en þeir segja að það eigi að fara að hlýna.
Ég hitti húsvörðinn hér í gær og fékk að sjálfsögðu að vita að ég hefði grennst(hún fylgist grannt með vaxstarlagi mínu)gaman að því, allavegana skemmtilegra en þegar hún sagði mér að ég hefði fitnað, svo komu kjaftasögurnar.... Hún er búin að henda þessum ógeðslega kalli sínum út(líst mjög vel á það) en hún sagði að það hefði bara verið of mikið af kvenfólki og of mikil eyðsla hjá honum. Ég missti næstum andlitið.. of mikið af kvenfólki.... hvað ertu að meina... það vantar helminginn af tönnunum upp í hann og restin er svört, hann er ógeðslega feitur, lyktar verulega ill a og er í meira lagi hálfviti!!! Jú ég get alveg séð aðdráttarafl hans.. hvaða konur var kallinn að ná sér í??? og eyðsla??... Tja ekki var hann að eyða í föt það er á hreinu.. Vín býst ég við. Hún sagðist vera búin að halda kallinum uppi í 40 ár og var búin að fá nóg af honum.. jæja gott hjá henni, líst vel á hana. En svo er sonur hennar að fara að gifta sig og hann og kona hans eru að gera upp íbúð hér rétt fyrir utan, líst líka vel á það þá sefur hann ekki lengur í litlu kompunni sem er innaf svefnherbergi konunnar. Skemmtilegt að fá þetta bara svona beint í æð, hún Gróa vinkona.....
Nú er kominn mánudagur og ég á að vera byrjuð að vinna í þessu verkefni sem ég er búin að setja mér, fæ enga peninga fyrir en það er skemmtilegt samt sem áður.
Ég er nú samt búin að búa til stofu, setja í vél, gefa barninu að borða og mikilvægast af öllu skrifa niður hversu margar kaloríur ég er búin að láta ofan í mig í dag. Ég ætla ekki að fitna hér eins og venjulega! Ég ætla ekki heldur að borða allt þetta kolvetni, þó það sé ódýrara, mér er sama, ég ætla að vera flott þegar ég fer á ströndina í sumar!!!!!
Jæja best að byrja á verkefninu.....