miðvikudagur, maí 28, 2008

Al Tempio d'Oro

Það er nafnið á þessum veitingastað. Það var hringt í mig í gær frá þessum veitingastað og ég beðin um að búa til matseðil með íslenskum heimilismat. Ég fór á fund með honum í gær og komst að þessu. Þetta verður kynning á Íslandi í sambandi við ferðaskrifstofu hér úti og einhverja ferðaskrifstofu heima(hann mundi ekki nafnið á henni), þetta verður eitt kvöld, þ.10.júní og ég verð með þeim um kvöldið til að sjá til þess að allt verði gert á réttan hátt og koma diskunum út. Þetta verður 4ra rétta og það átti að vera heimilismatur en ekki eitthvað sem endilega er hægt að fá á veitingastöðum heima. Þetta er veitingastaður með hugsjón það er ekki hægt að segja annað. Hann hefur verið að gera þetta í 25 ár og fær til sín einu sinni í mánuði einhverja útlenda manneskju sem er tilbúin að búa til matseðil og elda mat frá sínu heimalandi, hann er einnig með sérstök kvöld þar sem er keppni á milli einhvers lands og einhvers ítalsks héraðs og svo í enda máltíðarinnar eru gefin stig og úrskurðaður sigurvegari. Hann bauð okkur á þess konar kvöld þ.8.06 og þá koma saman Marche,Basilica og Mexíkó. Mér finnst þetta alveg frábær hugmynd, svo er maturinn hafður mjög ódýr. Hann sagði að hann hefði alltaf viljað hafa þetta þannig að allir geti komið og borðað gómsætan og öðruvísi mat en hann yrði svo sem ekki ríkur af þessu en hann sagðist skemmta sér konunglega. Á þessum kvöldverðum koma að meðaltali 100-140 manns í hvert skipti, helvíti gott. Mér leist nú ekkert sérstaklega á þetta svona fyrst um sinn, þar sem þetta er í innflytjendahverfi sem er ekkert sérstaklega gott og svo var heimasíðan alveg hallærisleg og allt þarna inni var alveg rosalega hallærislegt, en svo eftir að hafa talað við hann þá fannst mér þetta alveg frábært hjá honum og svaklega sniðugt og fannst ég mjög heppin að fá að vera með! Þetta verður mjög spennandi...., verst að geta ekki flutt allt inn frá Íslandi eins og við vorum með um helgina, íslenska lambið er náttúrulega allt allt öðruvísi! Ég ætla að spreyta mig á rúgbrauðinu, sjá hvort ég geti ekki gert það sjálf hérna heima, ég man að yfirmaður Sverris bakaði það alltaf heima hjá sér og Sverrir sagði að það hefði bragðast frábærlega, fer að tékka á því í vikunni eða næstu.
Mér fannst alveg frábært að sjá á vigtinni að ég var búin að fá aftur þessi 2 kíló sem ég missti með miklum herkjum, og það eftir aðeins 3 daga í að borða eðlilega en án mikillar hreyfingar, og ég get svarið það ég tapaði mér ekkert í áti sko!
Veðurspáin=Rigning og aftur rigning, er að bilast á þessu! Ég ætla að fara í ljós! Nema það sé líka bara fyrir þá ríku í þessu landi(líklegast).
Við höfum komist að því að það borgar sig ekki að flytja bílinn heim og ætlum því að reyna að selja hann hér, það verður skrautlegt maður!

mánudagur, maí 26, 2008

Rosaveisla yfirstaðin

Mikið ofboðslega er ég búin að skemmta mér síðustu tvo daga. Ég var aðstoðarmaður Leifs matreiðslumeistara á La Primavera, en hann var með veislu hér úti þar sem komu saman Ísland og Ítalía. Verið er að reyna að setja á viðskiptasamaband á milli þessara landa og vonandi gengur það upp allt saman. FUndurinn var haldinn í þinghúsinu í miðborginni og við sáum um hádegisverðinn sem var uppá íslenskan máta. Allt hráefni var sent frá Íslandi og ég að sjálfsögðu slefandi yfir því öllu saman(langt síðan ég var heima þið vitið). Þarna var lambalæri, saltfiskur, taðreykt bleikja, graflax, harðfiskur, tvíreykt hangikjet, pönnukökur með rabbarbarasultu og þeyttum rjóma, skyr með bláberjasósu og handgert konfekt frá Hafliða og síðast en ekki síst að sjálfsögðu hvítlauksristaður íslensku humar með íslensku smjöri. Þetta var allt saman algert sælgæti og gestirnir voru ofboðslega ánægðir með matinn. Jónína kona Leifs var líka þarna að hjálpa okkur og þetta gekk allt saman eins og í sögu, en hvað það hefði verið skemmtilegt ef ég hefði fengið fleiri svona tækifæri á meðan á dvöl minni stóð hér á Ítalíu.
Í gærkveldi fékk ég svo símtal frá manni sem á veitingastað hér í borg og talar á ljóshraða. Ég náði ekki miklum upplýsingum úr þessu símtali, því miður, en mér skildist að það verði einhver veisla þ.10. júní og að þemaið verði íslenskt og að ég ætti að vera einhvers konar rágjafi. Ég er að fara að hitta hann á eftir klukkan 18.00 og vona ég að ég eigi eftir að skilja hann aðeins betur, það er jú soldið aðalatriði ekki satt;)!
En hann sagðist hafa fengið númerið mitt hjá Olgu konsúl þannig að ég er búin að vera að reyna að ná í hana í dag til að fá einhverjar upplýsingar frá henni um þetta en hún hefur ekki svarað í símann, vona að hún svari á eftir.

föstudagur, maí 23, 2008

Já takk

takk fyrir öll kommentin á matarboðsmyndirnar, ég bjóst við því að fólk yrði slefandi yfir þessu en jæja manni getur jú skjátlast.
Við viljum þakka öllum sem gáfu okkur pening í brúðargjöf(og að sjálfsögðu öllum hinum líka) nema hvað við vorum að ákveða loksins og kaupa eina gjöf fyrir nokkuð af peningnum, fyrir valinu varð nespresso kaffivél, 400 skammtar af alls konar kaffi, mjólkursuðuvél og kassi fyrir kaffið(svona til að sýnast þegar gestir fá sér kaffi;)). Við erum rosalega stolt og æst yfir þessari vél og myndum helst vilja fá fullt af fólki í heimsókn til að sýna hana en þessa stundina njótum við hennar bara tvö. Ég get hins vegar ekki drukkið kaffi eins og flestir vita, þar sem ég fæ mígreniskast af því, þess vegna fengum við þónokkuð mikið af koffínlausu kaffi með. Þannig að ég æsti sjálfa mig upp í það að fá mér kaffi tvisvar á dag, og svo allt í einu fékk ég mígreniskast í miðju skokki útí miðjum garði, ein með Heklu, ekki alveg gáfulegasta aðstaðan. En ég var sem betur fer með símann á mér og gat hringt í Sverri og hann kom heim úr vinnunni til að sjá um Heklu. Ég ákvað því að lesa mér aðeins til um decaf kaffi og þá kom í ljós að decaf does not mean caffeinfree! Ok vissi það ekki, hefði verið betra að vita það. Reyndar er misjafnt eftir tegundum hversu mikið koffein er í hverjum bolla en í flestum tilfellum er það að minnsta kosti jafn mikið og er í einni kókflösku en getur verið meira.
Við fórum í mini-eurovision partý í gærkvöldi og svindlaði ég því á megruninni og fékk mér bjór en gvuð hverjum er ekki sama, það var ærið tilefni til bjórdrykkju, það jú eurovision ég meina HALLLÓ! Það var mjög skemmtilegt en þar sem við vorum með Heklu var´nú bara farið snemma heim. Reyndar er verið að æsa upp í annað eurovision partý annað kvöld, djöfull væri ég til í að hrynja í það en ég er að fara að vinna snemma á sunnudagsmorguninn sem ég er mjög æst í þannig að ég verð bara heima með Heklu snús með dæet kók í annarri og gufusoðinn kjúkling í hinni, jeijj...
Djöfull gerði ég góðan kvöldverð í kvöld! Set inn uppskriftir af því á uppskriftasíðuna;)

sunnudagur, maí 18, 2008

jæjajá

þá er maginn farinn,jess, þá á bara eftir að gera sixpack og taka rassinn, handleggina og lærin, ekkert svo mikið er það???
Annars gleymdi ég að segja frá því að í gærmorgun þegar ég var að skokka í garðinum þá fékk ég lögreglufylgd, haha, tja mig svona grunar að það hafi nú ekki verið af öryggisástæðum, svona frekar að sjá rassinn hristast;),hahahaha.
Ég var að prófa í gær svona strips til að taka af fílapensla af nefinu og jújú virkaði alveg en ég tók eftir því að öll hár fóru með og nú er ég massastressuð um að á næstu dögum eigi eftir að koma einhver ógeðsleg svört hár á nefið á mér, hahaha það væri nú fyndið orðin nett norn fyrir aldur fram ha.... Ég held samt að ég geri þetta ekki aftur, þetta var nett eins og að setja vax á fésið. hefur einvher af ykkur prófað þetta?
jæja nú er vika síðan ég sá einhvern annan eða talaði við einhvern annan en Sverri og Heklu ég ætla að koma mér niður í bæ og kíkja á lífið í Mílanóborg.
Heyriði ef þið vitið nákvæmlega hvernig þetta er með þessa Eurovision keppni endilega látið mig vita, sumir segja að eitthvað sé á morgun og svo á líka eitthvað að vera 22.maí. Hvort er það?

I'm weak:(!

já ég stóðst ekki íslenska nammið, því miður. Ég stóðst það allan daginn en svo eftir gufusoðna matinn þá gafst ég upp og hakkaði aðeins í mig, ekkert of mikið svo sem en ég bætti mér það upp með því að gera líkamsrækt í 2,5 tíma í dag. Skokkaði í klukkutíma gerði æfingar í klukkutíma og skokkaði og labbaði í hálftíma. Ég var að prófa nýtt í gufusuðunni, fannst ekki mjög bragðmikið það sem ég hafði gert hingað til svo að ég setti í vatnið fullt af indverskum kryddum og kryddaði svo með ferskum kóríander á eftir og viti menn þetta var bara fínt, ég er nú ekki að segja að ég sé að fara að borða svona næstu árin en allavegana þá var hægt að koma þessu ofan í sig svona á meðan á þessu stendur.
Það er rigning í dag og verður næstu 10 daga, mig langar til að gráta, það er svo ömurlegt hérna þegar það rignir! Áin í garðinum okkar flæddi yfir bakka sína í dag og það h0fðu myndast risapollar út um allan garð og mýri og svona skemmtilegheit.
Munið að það gerir alla matreiðslu fljótlegri og einfaldari ef grænmetið er skorið í litla bita;)

föstudagur, maí 16, 2008

kvef,hor og meiri viðbjóður

já og nú er Sverrir lagstur í rúmið líka. Ég drattaðist þó úr rúminu í dag og píndi minn mjög svo óhrausta kropp í 30 mínútna skokk í garðinum, það var mjööög erfitt! Það er líka rigning og ekki er það að hressa mann við í þokkabót, en gerði það að verkum að það var næstum enginn í garðinum, var soldið smeyk en lét það ekki á mig fá heldur lét það bara hræða mig í að stoppa lítið sem ekkert og hlaupa bara áfram....
Það er nú reyndar eitt mjög gott sem rigningin færir og það er að hún bleytir risafrjókornin sem hafa verið að angra borgarbúa síðustu 2 vikur og festir þau niður í jarðveginn. Þessi frjókorn hefur verið hér út um allt eins og snjóþekja og þegar kemur smá vindhviða feykir hún þeim upp og það er varla hægt að anda almennilega.
Ég er í persónuleikaprófi í dag, það heitir hversu sterk geturðu verið þegar kemur að mat?. Það er jú víst nefnilega þannig að það er nammidagur hjá Heklu og Sverri og sitja þau hér við hliðina á mér og smjatta á hinu gómsæta, unaðslega, frábæra, geggjaða íslenska nammi sem Óla sys sendi okkur. Ég hef þó ákveðið að það verða öngvir nammidagar hjá stúlkunni á þessum 5 vikum á meðan á megruninni stendur! Ég er því búin að borða kjúklingasúpu, þar sem hún á að vera góð við flensu og er að bíða spennt eftir hvítlauks,chilli og engifer teinu mínu.(bhúhúhúBAAAAAAAAAHAHAHAAAAA)
Já eins og sést er ég ekki að breyta mataræði mínu til frambúðar, hehe. Jesús minn ég gæti aldrei borðað svona allt árið um kring! Það er hins vegar spurning hvort maður komi sér ekki í 2 tíma rútínuna á dag í líkamsrækt, sem yrði þá Ashtanga jóga, vona að ég geti það þegar við flytjum heim.
Við sáum mjög góða kvikmynd í gær það var: The Last King of Scotland, mér fannst myndin mjög góð og hann átti alveg sannarlega óskarinn skilið fyrir leikinn, það sem´mér fannst varpa smá skugga á hana var að ég held virkilega að enginn geti verið eins heimskur og þessi læknir var, í alvörunni það var stundum eins og að horfa á Mr.Bean, hver afglöpin á eftir öðru.
Ég er búin að vera að fylgjast soldið með teiknimyndunum sem Hekla er að horfa á og mér finnst koma allt of oft fyrir að einhver sögupersóna sé ,,of feitur og þurfi að fara í megrun" ég meina Hekla er meira að segja farin að segjast ekki vilja vera með feitan maga þegar hún verður stór, mér finnst þetta kannski aðeins of langt gengið og svo kemur upp þessi leikur frá Wii Nintendo, ég er nú ekki alveg að fatta hvað er svona skemmtilegt við þann leik. Ok offita er vandamál og sérstaklega í börnum en af hverju ekki að fara leiðina sem Lazytown byrjaði með, en er greinilega búin að gleyma soldið núna.
Ég var að skrá Heklu á reiðnámskeið í sumar, hún fer með Herði Sindra í skóla sem heitir Reiðskólinn.is. Ég tékkaði á námskeiðinu hjá Íshestum og Sörla og það var bara miklu dýrara og svo ef maður reiknar bensínkostnað inn í dæmið líka þá er þetta búið að hækka ansi mikið, sérstaklega í ljósi nýs bensínverðs. Talandi um það ég held að nú ættu Íslendingar aðeins að fara að haga sér eins og aðrir stórborgarbúar og hugsa um bensíneyðslu bílanna sem þeir aka um á. Alls staðar í borgum erlendis á fjölskyldufólk litla og sparneytna bíla til að snattast um á dagsdaglega og svo á það stóran station nú eða jeppa til að fara lengri ferðir. Þetta er ekki einhver tíska hér úti heldur er þetta gert þar sem fólk á ekki annarra kosta völ eða það hefur aðeins hugsað dæmið út til enda. Við erum að skoða bílaauglýsingar í blöðunum í dag og þar er ansi mikið af bílum til sölu gegn því yfirtöku lána, hmmmm.... á maður ekkert að fara að hugsa???
Ég er t.d. mjög hreykin af litla bílnum okkar, hann hefur meira að segja fengið verðlaun fyrir að vera sparneytin, enda fer alveg ótrúlega lítill peningur í bensín hjá okkur, og bensínið hér kostar það sama og heima!
já þannig er nú það allt saman.
Best að fara og gæða sér á unaðslega kvefteinu mínu, mmm hvað ég hlakka til....

fimmtudagur, maí 15, 2008

Hor og viðbjóður

já ég er lögst í rúmið með flensu í fyrsta skipti í örugglega eitt og hálft ár! Þarna missi ég tvo daga í líkamsrækt, andsk! Ég sem var komin í svo góðan gír. Ég reyndi að gera jóga í gær en nefið var svo stíflaðað ég gafst fljótt uppá því og svo ætlaði ég að fara út að skokka en sem betur fer sleppti ég því þar sem ég var orðin svo slæm um 2 leytið að ég þurfti að hringja í Sverri til að fá hann fyrr heim. Ég held mig samt sem áður við matarkúrinn, sem er sérstaklega erfitt þegar maður á svona bágt, búhú, þá langar mann bara í tja t.d. íslenska nammmið sem Óla systir var að senda okkur;) en ég er sterk og ætla ekki að bregðast sjálfri mér, og hana nú!
Ég pantaði far fyrir Heklu í gær þannig að hún fer heim með tengdó þ.29.júní, þá höfum við tíma til þess að pakka öllu og setja í flutning og svona án þess að hafa áhyggjur af henni, það hefði líka verið erfitt fyrir hana og leiðinlegt, þannig að tengdamamma kom með þessa snilldarhugmynd og við gripum hana á lofti.

miðvikudagur, maí 14, 2008

smá blogg um daginn og veginn

Fann einhverja þörf hjá mér að blogga, kannski er einmanaleikinn eitthvað að stríða mér í dag. Ég ákvað að fara í ræktina á mánudaginn og var með það í huga að fá mér einkaþjálfara til að missa 5 kíló á einum mánuði. Mér hefur ekki tekist það hingað til þannig að ég vonaði að einnhver gæti aðstoðað mig í þessu en viti menn þegar ég sagði henni að ég þyrfti að taka stelpuna með mér breyttist konan í afturendarassapíku og sagði að það væri ekki hægt og allt í einu var ekki hægt að kaupa 1 mánuð í senn heldur bara árskort! Ég sagði þá að ég myndi geta komið á kvöldin og sleppt því að koma með Heklu en hún stóð föst á sínu. Ég sagði henni þá að ég hafi komið þarna fyrir ári síðan og þá var mér boðnir 2 mánuðir án vandræða en þá var víst búið að breyta öllum reglum, sagði hún með bros á vör helvítis beljan. Ég fór þá út með tár á vanga og vonleysið uppmálað. En ég ákvað að berjast við þessa helvítis fitu og er nú farin að borða allt gufusoðið, hafragraut með engu nema vatni og fullt af vatni og megrunartei auk þess að gera workout í 2 tíma á dag. Fyrst geri ég smá jóga(er að koma mér hægt inn í það aftur),fer svo með Heklu á hjólinu og ég skokka í 30 mín og svo fer ég aftur út að skokka þegar Sverrir kemur heim úr vinnunni. Ég er nún búin að gera þetta í tvo daga(nema ég borðaði ekkert fyrsta daginn) og er svo uppgefin núna að ég er að drepast, ekki einu sinni búin að búa til sófa í dag! En ég ætla ekki að gefast upp! Ég píndi mig til að gera jóga áðan í 45 mínútur og ég er allt önnur eftir það, það bókstaflega gaf mér orku. Annars var ég mjög gáfuð, var að fatta að ég er með hjólalykilinn hans pabba á lyklakippunni minni, hehe þannig að pabbi greyið getur ekkert hjólað.
Ég verð aðstoðarmaður matreiðslumanns sem kemur hingað þ.26.maí. Það er matreiðslumaðurinn af La Primavera og konan hans sem koma, þetta er hádegisverður þar sem þemaið er íslenskur matur. Þetta er mjög spennandi og ég hlakka mikið til. Verst að ég skildi vinnuskóna mína eftir á Íslandi þar sem ég ætlaði að vera löngu búin að kaupa mér skó á netinu en hef eitthvað trassað það, ætli sé ekki best að drífa í því, þar sem maður er loksins kominn með greiðslukort og svona skemmtilegheit.
Við vorum að athuga hvað það myndi kosta að senda bílinn heim með okkur svo að við fórum að reikna út hvað hann kostaði og hvað hann myndi kosta í dag og þess háttar og það er bókstaflega 300.000 króna munur á honum. Þegar við keyptum hann kostaði hann eitthvað um 780.000 en sama upphæð í dag er um milljón! Skemmtilegt þetta evruævintýri, ha!
Jæja þá er Svez kominn heim og ég ætla út að skokka af mér rassinnnnnn....

P.s. Ef einhver veit um einhver reiðnámskeið fyrir 6 ára í sumar endilega látið mig vita!!

laugardagur, maí 10, 2008

Allt að gerast

Ja eða þannig.
Jón Þór vinur Sverris er búinn að vera hjá okkur síðustu daga og höfum við verið að gera ýmislegt skemmtilegt þessa vikuna. Fyrst vorum við Hekla bara heima þar sem hún varð veik strax eftir Rómarferðina, datt í hug hvort það hefði verið útaf öllum þessum viðbjóðslegu klósettum sem við þurftum að pissa á. Smá viðvörun til þeirra sem eru að hugsa um að koma til Ítalíu, klósettin eru mesti viðbjóður sem ég hef nokkurn tíman séð! Alls staðar, meira að segja þegar þú ferð á fínan veitingastað eru klósettin viðbjóður dauðans, og ég er komin með nett nóg!
Annars þegar Hekla var að ná sér fór hún í pössun til Óla og Esterar og við fórum að borða á 2 stjörnu michelin stað sem heitir Peck. Þar fengum við geggjaðan mat! En ég verð að segja að ég varð fyrir vonbrigðum með klósettin og mér fannst meira varið í matinn á Joia,hann var meira spes einhvern veginn. En ég fékk þó að tala við meistarann Cracco eftir matinn og kíkja á eldhúsið og þegar ég fór og var búin að tala við hann þá gaf hann mér föndurkubb merktan honum og matseðilinn. Það var ekki laust við smá karlrembu þarna inni, það var ekki ein kona í starfsliðinu, engin í eldhúsinu og við konurnar við borðið fengum matseðla án verðs en karlmennirnir fengu með verði, sem var svo helvíti fyndið í endann þegar ég og Jole borguðum matinn!
En svo daginn eftir vorum við Jón Þór svo inspíreruð af matnum að við tókum okkur til , fórum á markaðinn og töpuðum okkur. Við keyptum allt sem okkur langaði í, allt sem var ,,in season" sem var rosalega girnilegt og svo þegar við komum heim þá tók við matseðlagerð og úr varð glæsilegur matseðill og unaðslegur matur. Við vorum að elda allan daginn og skemmtum okkur rosalega vel, með bjór í annarri, hehe.
Matseðillinn samanstóð af:

ANTIPASTI
Marineruð eggaldin með tómatbrunoise,basilíku,steinselju og hvítlauk
Marineraðar ólífur
Djúpsteikt eggaldin blóm
Bakaðir hvítlauks-kirsuberjatómatar
Prociuttovafinn hvítur aspas með sítrónu-Beurre blanc
Ferskar grænar baunir velt upp úr olíu frá Gardavatni og flögusalti

PRIMO PIATTO
Saffranrisotto gert með indversku saffrani og smjösteiktum kálfakjötsmerg

SECONDO PIATTO
Brasserað kálfakjöt í hvítvíni með unaðslegum ofnsteiktum kartöflum og soðsósu borið fram með rucolasalati með sinnepsdressingu, bökuðum tómötum og parmesanosti

FYRRI EFTIRRÉTTUR
Marineruð kirsuber í appelsínusafahlaupspíramída með heitri súkkulaðisósu

SEINNI EFTIRRÉTTUR
Sælgætismelónu-og hunanssorbet(heimatilbúinn)

Þetta var allt borið fram með víni frá Gardavatni.

Ég set inn uppskriftir og myndir á matarsíðuna mína í vikunni.

Í gær fórum við svo að heita vatnagarðinum við Gardavatnið og eyddum þar deginum í sólbaði og lúxus, Hekla buslaði í vatninu allan daginn og sagði svo í endann að þetta hefði sko verið skemmtilegur dagur, enda sofnaði hún sæl og rjóð í bílnum á leiðinni heim. Þegar heim var komið fórum við beint að Navigli og fórum á Solo pizza(napólskar pizzur) og fengum okkur pizzu. Sverrir og Jón Þór fóru svo í partý til Óla og Esterar og komu heim um klukkan 6 í morgun! Þetta er búið að vera ofboðslega skemmtilegar 2 vikur og nú á morgun byrja ég í ræktinni til þess að taka þessi velmegunarkíló af helvítis rassinum! (var ekki sátt í bikiníinu í gær) Er ekki hægt að taka 5 kíló af á einum mánuði???

sunnudagur, maí 04, 2008

Salerno,Napoli,Pompei,Paestum,Poseitano,Roma

Já við erum loks komin heim eftir 8 daga ævintýraferð til suður-Ítalíu. Við byrjuðum á að taka lest til Salerno, en þar rétt hjá býr Simona vinkona, við gistum heima hjá henni,mömmu hennar og systur í 4 daga. Ég ætlaði til að byrja með að fara þangað til að hitta Simonu, spjalla og læra einhver trix af henni í eldhúsinu en þegar við komum var búið að plana hvern einasta dag í skoðunarferðir, og ekki græt ég það! Við byrjuðum á að fara í kvöldgöngu um Salerno, sem er sérstaklega falleg borg. Daginn eftir fórum við til bæjar sem heitir Peastum en þar eru mjög frægar rústir, hof og safn sem við skoðuðum og borðuðum svo hádegismat á alveg geggjuðum veitingastað. Við vorum ekkert sérstaklega heppin með veður þann daginn en það var rosalega mikill og kaldur vindur, minnti mann soldið á Ísland, og hefði það svo sem verið í lagi hefði maður verið klæddur í það en við héldum að það væri samasem merki á milli suður-Ítalíu og hita en svo var ekki, þannig að við bara frusum í sandölunum og stuttermabolum. Daginn eftir fórum við með systur Simonu, sem er sagnfræðingur, til Pompei og hún sagði okkur alla söguna í kringum allt þar, það var eins og að vera með leiðsögumann, alveg ótrúlega mikill munur. Þar fengum við nú mun betra veður, hita og sól ekki það að það hafi verið aðalatriðið, bara spilar sitt hlutverk í þessu öllu saman. Daginn eftir það fórum við með systurinni til Napólí, þar voru okkur lagðar reglurnar áður en lagt var í hann, eldsnemma um morguninn, og það var að hafa bakpokann framan á sér, ekki hafa peninga og kort saman, setja peninga í vasann, engin veski, enga skartgripi eða úr, ekki ganga í hliðargötum og don't make eyecontact! og hana nú! Engar smá reglur að fylgja maður, þetta var líka svo traustvekjandi eða þannig,ha. En þessi borg er svo sérstök og flott, fátæk og rík og allt þar á milli, hún er hreint og beint ævintýraleg. Daginn þar á eftir vöknuðum við enn og aftur eldsnemma til að taka bát til Caprí og ætluðum að eyða deginum þar en þar voru sumir Ítalir eitthvað slow þennan morguninn og umferðin var svakaleg þannig að við misstum af þeim bát, hins vegar var hægt að taka annan bát til bæjar sem heitir Poseitano og er við Amalfi ströndina, hann tókum við og sáum sko alls ekki eftir því, laveg ofboðslega fallegur og yndislegur bær, pínulítill, með smá strönd þar sem Hekla gat spriklað aðeins í sjónum og við foreldrarnir slökuðum verulega á með bjór í annarri. Þar var sól og 30°C hiti, alveg geggjaður dagur í afslöppun.
Hvert einasta kvöld komum við heim til Simonu sem hafði verið í eldhúsinu að elda kvöldverð handa okkur, ekki slæmt að hafa michelinkokk elda fyrir sig á hverju kvöldi og þurfa ekki einu sinni að borga fyrir matinn! Hún er svo hæfileikarík að það er svakalegt. Þessir dagar hjá þeim voru yndislegir en þó að sama skapi svolítið erfiðir, þau eru nefnilega svakalega stjórnsöm, maður mátti ekki einu sinni horfa í aðra átt en þau sögðu manni að horfa í, mjög einkennilegt, en það er erfitt að vera að kvarta yfir smáatriðum eins og þessum þegar þau voru svona rosalega almennileg að fara með okkur í allar þesssar skoðanaferðir og elda fyrir okkur og allt sem þau gerðu fyrir okkur. Þegar þessari samveru lauk tók við ferð til Rómar. Þar vorum við í herbergi í alveg frábæru hverfi í gömlu miðborginni, fullt af lífi, veitingastöðum, kaffihúsum, túristum og innfæddum, ótrúlega skemmtilegt. Þar vöknuðum við enn og aftur eldsnemma á morgnana til að komast hjá röðum og geta skoðað sem mest, við vöknuðum beisiklí alla ferðina klukkan 7.00 eða fyrr og við löbbuðum og löbbuðum bókstaflega af okkur skóna, þannig að ég þurfti að kaupa mér nýja skó í apóteki en það var víst aðeins of seint því að nú er ég komin með sýkingu í fæturna og þeir eru bólgnir eins og handboltar og er draghölt, skemmtilegt. En við náðum að sjá rosalega mikið í Róm, við vorum mætt klukkan 8,00 í Vatíkanið en samt var komin röð. Við fórum svo daginn eftir enn fyrr til að fara að skoða sistine kapelluna og viti menn þar var komin u.þ.b. 3 klukkutíma röð, það gátum við ekki lagt á hana Heklu litlu sem var búin að labba(og vera í kerrunni) í 9 daga streit, þannig að við þurftum að sleppa því að sjá hana, en í staðinn fórum við og sáum Colosseum og gömlu róm og fórum í túristarútuferð um borgina og sáum meðal annars Páfann sjálfann! þegar því var lokið fórum við í mat til vinkonu minnar frá Edinborgartíma mínum. Þar sátum við dauðþreytt að borða mjög góðan mat(enn og aftur)´til klukkan 23,30 og þá var haldið heim á leið. Svo var vaknað klukkan 6,00 í morgun til að ná lestinni til Mílanó. Það er alveg óhætt að segja að við liggjum hér uppi í rúmi dauðuppgefin öll sömul með fæturna upp í loftið, Hekla komin með gubbupest og ég með handboltafætur en þó öll með stórt bros á vör!
Við höfum öll fitnað um þónokkur kíló ekki eins og hafi verið þörf á því en það var bara dælt í mann svo geggjuðum mat á hverjum degi að það var ekki hægt annað en að borða,borða og borða!
Ég vona að ég hafi orku í að setja inn myndir á morgun....