föstudagur, júní 30, 2006

loksins blogg

já loksins hef ég tíma til að anda. Það er búið að vera brjálað að gera þessa vikuna, við vorum að skipta um matseðil og það er tískuvika karla þannig að ég er búin að vera að vinna 14 tíma á dag og er svooooo þreytt ég get varla talað.
Vekjaraklukkan hringdi ekki einn morguninn þannig að ég vaknaði alltof seint(sem er að því leyti gott að ég gat þá greinillega sofið)sem þýddi að ég gat ekki farið á bílnum og ekki heldur í metróinu því það er vibbi á morgnana og þar að auki allt of troðið þannig að það eina í stöðunni var að taka hjólið og bruna í bæinn, það var reyndar alveg loftlaust í aftara dekkinu en ég reyddi það hlaupandi út á bensínstöð og lét blása í það(sem tókst ótrúlegt en satt þar sem hjólið mitt er með einkennilegan ventil)allavegana ég bruna niðrí bæ og er masssa sveitt og hjóla eins og brjálæðingur með ipodinn í hæsta látandi bíla stoppa fyrir mér og svona, þetta tók mig sem sagt 10 mínútur, hehe ég var alveg búin á því þegar ég kom í vinnuna svo þegar ég kom kom í ljós að ég var 15 mínútum of snemma og var fyrst á svæðið, hmmm... hefði átt að stressa mig meira á þessu ekki satt, ha?!
En núna fer ég sem sagt á hverjum morgni á hjólinu(rólega) og það tekur ekki nema 20 mín. og ekkert vesen með stæði, en ég fer svo á kvöldin á bílnum. Ég er bara mjög sátt með það.
En svona til að byrja á byrjuninni skal ég nú segja aðeins frá alveg hreint frábærum dögum með systrum mínum.
Þær komu á laugardaginn og voru miklir fagnaðarfundir með okkur, fórum og fengum okkur pizzu og bjór og skoðuðum okkur aðeins um í miðborginni, svo fórum við heim og ég dreif mig í vinnuna og stelpurnar að taka sig til. Ég gat ekkert að því gert en ég var pirruð á því að þurfa að fara í vinnuna. En svo komu stelpurnar og borða og allir strákarnir í eldhúsinu og salnum hétu því þá og þegar að fara til Íslands!
Það var mjög súrealískt að standa í eldhúsinu og sjá systur mínar borða matinn sem ég og vinir mínir vorum að elda fyrir þær. Eftir matinn var náttúrulega mikið að gera þannig að ég þurfti að vinna aðeins lengur, hmmm... kemur á óvart! En svo fórum við stelpurnar á bar við Naviglio Grande og sátum og spjölluðum yfir bjór til klukkan 4 um nóttina. Ekkkert smá gaman. Daginn eftir fórum við svo snemma af stað á ströndina, ég var ekki alveg viss á byrjuninni á leiðinni þannig að ég spurði húsvörðinn sem var útí glugga hvert ég ætti að fara og hann byrjaði að útskýra það fyrir mér svo segir hann alltí einu, æ heyrðu ég fylgi þér bara þangað sem afleggjarinn er, sem reyndist svo vera heillöng leið. Ekkert smá næs gaur!
Dagurinn var svo yndislegur, bara legið í sólbaði á ströndinnni með systrum sínum,mmm.. algjört æði. Svo á leiðinni heim bjóst ég við svaka bílaröð inní borgina en nei ekkert, ekki ein einasta bílaröð allan tímann þannig að heimleiðin tók ekki nema 1 1/2 tíma! Daginn eftir fór ég svo í vinnuna og stelpurnar byrjuðu að fara í bæinn, en svo eftir 12 þá var lítið að gera í vinnunni þannig að ég spurði hvort ég mætti fara og fékk það leyfi þannig að ég var að hanga með þeim í bænum til klukkan 5 og þá var komið að heimför hjá þeim og mér í vinnuna aftur. Það var helvíti erfitt að kveðja!
Eftir það er ég búin að vera að reyna að finna ástæður til að vera hér áfram, eins og t.d taka saman það sem ég er búin að læra og svona en ég er ekki að finna neinar ástæður, ég lærði miklu miklu meira á Krogs og er barasta ekkert mikið að læra hér,jú náttúrulega eitthvað en ekki nóg, ég er komin með leið og ég veit ekki hvað ég á að gera, skynsama hliðin segir mér að halda þetta út en svo er örvæntingarfulla hliðin að öskra á mig að drulla mér heim!
Það eru allir svo þreyttir eftir þessa vinnuviku að fólk er í ruglinu, t.d er einn strákur að vinna með mér sem var að elda fyrir fátæka í Afríku í einn mánuð og hann fór að lýsa fátæktinni í matnum einn daginn og byrjaði að gráta, greyið. Svo daginn eftir var Simona vinkona mín með myndavélina sína og vildi láta taka mynd af okkur tveim saman og ég heyrði ekki í henni, þð var einhver annar að tala við mig, svo segir hún allt´í einu við mig ,, af hverju vilidirðu ekki láta taka mynd af þér með mér?" og fór að gráta, ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið og byrjaði að afsaka mig og sagði henni svo að ég myndi koma með myndina af okkur saman sem Óla tók og þá tók hún gleði sína á ný og svo seinna um kvöldið tókum við mynd af okkur saman, svo á morgun förum við á ströndina. En ekki nóg með þetta fór ég svo að grenja aftur daginn eftir, þeg ar klukkan var orðin 16.00 og ekkert lát á vinnu þannig að það leit út fyrir að ég fengi ekki nema hálftíma í hlé. Eins og ég segi erum við öll í ruglinu þarna núna.
Annars er hitinn hér alveg svakalegur 36-38 stig uppá hvern einasta dag og sól, ég er sátt en aðrir eru ekkert allt of sáttir. Ég þarf að skipta um nærbuxur ansi oft á dag þar sem maður svitnar svo mikið og þá sérstaklega á leiðinni heim á hjólinu. Í vinnunni núna þá stend ég kjurr og svitna! Við vorum þó með viftur á Krogs en þarna er bara látið sig hafa þetta og haldið áfram að vinna. Ég skil ekkert í ítalska liðinu að láta þetta yfir sig ganga! Að enginn skuli láta vita af þessu, ég trúi því ekki að þetta sé leyft innan Evrópusambandsins! Þvílík þrælkun og maðurinn hefur samvisku í að láta mann hafa,MEÐ BROS 'A VÖR, 400 evrur fyrir! Ég hef eiginlega komist að þeirri niðurstöðu að hann er samviskulaus og gráðugur! T.d var að koma til okkar nýr meðlimur frá Suður Kóreu, hann kemur úr matreiðsluskóla þaðan í einskonar skipti vinnu, nema hvað að Signor Leemann segir við skólann að hann hafi herbergi fyrir drenginn! Herbergið er hinn mesti viðbjóður, þar er ógeðsleg myglulykt, skordýrin leika sér þar að manni og ekki nóg með það heldur er sameiginlegt baðherbergi MEÐ STARFSMÖNNUM VEITINGASTAÐARINS, sem eru samtals um 20 manns og þ.a.l hinn mesti viðbjóður og ég myndi ekki skíta þar þó mér væri borgað fyrir það! Finnst ykkur þetta heilbrigt??? Að maðurinn skuli bjóða uppá þetta, enn og aftur með bros á vör, er alveg hreint með ólíkindum. Greyið drengurinn er búinn að vera alla vikuna með bauga niður á hæla(´þó hann vinni ekki nema 6 tíma á dag) allur útí moskítobitum(á stærð við Ísland)og jú bara næstum grenjandi yfir þessu. En hann sagðist vera búinn að finna íbúð og flytji inn í dag. Sniðugt sem Kóreubúar hér hafa, það er einhvers konar viðskiptanet, þannig að þú færð bara einhverja verfsíðu og segist vera kóreubúi að leita að .. einhverju.. og þá færðu svar á innan við klukkutíma. Við vorum öll að segja honum að hann myndi þurfa að leita sér að herbergi eða íbúð í geðveikt langan tíma en hann reddar þessu bara á no time! Flott hjá honum!
Ég er núna búin að vera að lesa Heimskir hvítir karlar eftir Michael Moore og horfði svo á myndina hans Farenheit 9/11, hvílíkur viðbjóður! Þá er ég að meina Bush, og hvílíkir heimskingjar sem búa í Bandaríkjunum, ok hann svindlaði sér inn en hann var samt með næstum helming atvæða ekki satt, sem þýðir að næstum helmingur þessara heimsku kana vildi fá fíflið í stólinn! Michael Moore er mesti snillingur í heimi, sjáðu á meðan ég skrifa þetta er ég strax orðin smeyk við að nú komi einhver og taki mig fasta fyrir eitthvað sem ég gerði ekki bara útaf því að ég skrifaði BUSH ER FÍFL á netið!!!
Díses ég er hér uppí rúmi að skrifa á bloggið mitt og er strax að verða of sein í vinnuna, finnst ykkur þetta eðlilegt.
hmm.hmm eins og sést er langt síðan ég leit í Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn bókina..... Jákvæðar hugsanir inn neikvæðar hugsanir út,, repeat!
Jæja best að hoppa upp í bílinn sinn og koma sér í kokkagallann!
Hvernig og hvenær datt mér í hug að verða kokkur, er ég hálviti!
Fyndið samt hvernig maður getur stundum séð björtu hliðarnar í lífinu á sínum verstu stundum, ég var í fyrradag á mínum 14. klukkutíma í vinnunni og fór að hugsa um bílinn minn og hvers konar letilífi ég lifi, að geta bara hoppað uppí bíl og ýtt fætinum rétt aðeins niður og upp og búið og ég væri komin á áfangastað, merkileg uppfinning þessi bíll, og brosti svo út í kampinn!!!!

miðvikudagur, júní 21, 2006

AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA ÓLA OG ÞORGERÐUR ERU AÐ KOMA!

ÉG GET EKKI HÆTT AÐ ÖSKRA! STRÁKARNIR Á BYGGINGARSVÆÐINU HÉR FYRIR UTAN HALDA AÐ ÉG SÉ GEÐBILUÐ!
Verð að fá frí á laugardaginn!
Verð að hlaupa í vinnuna, sjáumst!

mánudagur, júní 19, 2006

Htinar með hverjum deginum

Já það er farið að vera um 30 stig á kvöldin og nóttunni og 33-35 á daginn, mér líður alveg rosalega vel í svona hita og er alveg að fíla þetta, ennþá. Það er alveg yndislegt í vinnunni og þetta fólk sem ég er að vinna með er hreint út sagt sér á báti, þau eru svo yndæl. Þetta er reyndar farið að taka á með söknuðinn eftir Heklu, ég er alveg að drepast núna og langar svo að knúsa hana. Ég er hætt að sofa á nóttunni útaf þessu en vonandi fer þetta að lagast, tvær vikur er mér sagt. Ég átti soldið erfitt í morgun og gat ekki haldið tárunum aftur þannig að ég hljóp grenjandi inn á klósett og það náttúrulega tóku allir eftir þessu og svo þegar ég kom til baka þá komu þau öll eitt og eitt og knúsuðu mig og gáfu mér kaffi og hughreystu mig hægri vinstri, alveg yndisleg. Signor Leeman var búin að segja við þau áður en ég kom að ég myndi líklegast eiga erfitt allavegana fyrst og að þau ættu að sýna skilning. Eftir þetta þá gat ég tekið gleði mína á ný, og svo gerði ég jóga þegar ég kom heim í pásunni og fór í sturtu og svona þannig að mér leið miklu betur á eftir.
Ég fékk svo alveg frábær bréf frá Danaveldi þegar ég kom heim í kvöld, endurgreiðsla frá skattinum, hljómar eitthvað betur en það??? Sem þýðir að við getum borgað visa og byrjað strax að safna fyrir næsta ári, geggjað!!!
Ég var líka send heim snemma í kvöld þar sem það var ekkert að gera, þannig að ég gat talað við Heklu í webcam og það er svo mikill munur að geta það. Þannig að núna held ég barasta að ég geti farið sátt í bólið með Heimskir hvítir karlar eftir Michael Moore.
Hvað maður hafði það gott í Danmörku og var ekki að fatta það! Nú sannfærist ég enn frekar um spekina að lifa í núinu og njóta líðandi stundar ekki vera alltaf að hugsa að grasið sé grænna hinum megin.
Við fengum að vita að síðustu 3 laugardaga í júlí eru fríir og líklegast verð ég ein í Mílanó á þessum tíma, þar sem Biggi og Guðbjörg verða í fríi og Jole og Piero farin upp í fjöllin, þannig að ég var að spá í að koma mér niður á strönd og vera bara ein í afslappelsi, jóga og frið og ró með bækur og ipod leigja mér hótelerbergi í eina nótt og bara njóta þess að vera á Ítalíu við ströndina með eigin bíl og dekur! Hugsið ykkur að maður skuli voga sér að kvarta!
Fór í gær á Idroscalo með Guðbjörgu en sólin ákvað að vera bara í fríi þannig að við fórum bara í bæinn í HogM og keyptum á okkur sumarföt fórum svo og fengum okkur bjór og rauðvín og bara slökuðum á. Ég fór svo um kvöldið á Festivali latino americano með Jole,Piero, Beu og giuliu og skemmtum okkur konunglega við salsa músík beint í æð og fullt af rauðu kjöti á Argentínskum veitingastað. Svo fórum við að skoða föt og skartgripi frá Suður-Amríku og ég stóðst ekki mátið og keypti tvo alveg hrikalega sæta sumarkjóla á Heklu. Reyndar var mér svo bent á það seinna að Hekla væri ekkert meira hér þetta sumarið, en það var þess vegna sem ég keypti tvo jú nefnilega keypti ég annan soldið stóran til að hún geti þá notað hann næsta sumar!
En ég var nú ekkert rosalega sniðug með skóval í gærkveldi því að maður var mikið að ganga og dansa og ég var á háu hælunum mínum sem eru um 8 cm þannig að ég var að drepast í táslunum þegar ég kom loksins heim um 1 leytið um nóttina. En þetta var alveg frábært og á næsta ári dreg ég alla Íslendinga með sem verða á landinu og förum á fyllerí og dönsum salsa fram á rauða nótt!!!
Jæja nú ætla ég að koma mér í bólið

miðvikudagur, júní 14, 2006

Stutt blogg

Já það verður stutt í dag ég er að drífa mig aftur í vinnuna.
Það er fínt í vinnunni en það tekur aðeins lengri tíma að venjast því að vera svona einn. Sofa einn hvað er eiginlega langt síðan það gerðist??? Ég á eiginlega erfiðast með það og sef því varla neitt á nóttunni, en þetta kemur allt saman, ég svaf allavegana meira í nótt en nóttina þar áður, þannig að ég er bjartsýn. Heklu virðist líða bara ansi vel og er byrjuð á leikskólanum hjá ömmu sinni og frænku og þar tala allir ítölsku og mamma var voða vitlaus að halda að allir tali íslensku þar(einhver ruglingur í gangi).
Annars fór ég í atvinnuviðtal í gær á hóteli hér í borg sem er 5 stjörnu hótel og þeir voru að bjóða mér vinnu annað hvort 5 tíma á dag eða 8 tíma á dag 5 daga vikunnar og það er frá 6.30-11.00 eða 6.30-15.00, og þeir myndu borga mér annað hvort 800 evrur á mánuði eða 1000. Ég játaði að ég væri áhugasöm mjög en væri hins vegar ekki laus fyrr en í september í fyrsta lagi, og hann sagði að það væri í lagi en myndi þó hringja aftur í mig í sambandi við hvort ég kæmi í prufu eða ekki, ef hann hringir ekki fékk ég ekki vinnuna en ef hann hringir ´þá fæ ég líklegast vinnuna. Ég get svo sem alveg verið í þessu og fengið 1000 evrur fyrir eins og að fara í eitthvað nám sem ég er ekki einu sinni viss um að ég vilji vera í og fá lán uppá 1000 evrur á mánuði!
Ég er að lesa alveg hreint frábæra bók hún heitir Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn, ég var að klára hana og ég er að spá í að lesa hana strax aftur, það hef ég aldrei gert áður. Hún hjálpar mér svo ótrúlega mikið þessa dagana að það hálfa. Ég mæli eindregið með henni fyrir alla sem vilja hamingjuríkt líf.
Vitiði hvað ég geri í pásunni minni á daginn, ha! þið getið aldrei uppá því. Ég geri jóga í klukkutíma! FInnst ykkur ég ekki dugleg??? Mér finnst það og ég er mjög stolt af mér og alveg dauðþreytt en ég ætla að halda þetta út í 21 dag og sjá hvort að þetta verði ekki bara að vana og að mér líði ekki bara ennþá betur og hafi meiri orku! Viljastyrkurinn mun halda mér gangandi!
Ég er sterk hef kjark og er dugleg!

laugardagur, júní 10, 2006

vel steikt!

Já það var farið í sólbað í sundi í gær og jesús minn hvað ég er brennd og eins og vanalega er það í fallegum flekkjum um allan líkamann, ég ætla aldrei að læra!
Sverrir og Hekla eru farin og var það mjög erfið kveðjustund á flugvellinum, Hekla náttúrulega skildi ekkert í því hvers vegna foreldrar hennar voru grenjandi þarna á miðjum flugvellinum, hún var bara að fara í flugélina og hafa það skemmtilegt, henni finnst alltaf svo gaman í flugvélum. Ferðin gekk að sögn mjög vel fyrir utan smá fall á Kastrup flugvellinum og smá bólgna vör, annars svaf hún mestan part seinni ferðarinnar frá Kaupmannahöfn til KEF og svo var náttúrulega veisla um kvöldið með föreldrum mínum og Sverris. Hekla var líka mjög glöð að hitta Hörð Sindra aftur og hann sömuleiðis og skemmtu þau sér vel saman. Um kvöldið þegar allir voru farnir og hún átti að fara í ból þá var hún komin í skóna sína og var á leiðinni heim þar sem hún á ekkert heima á Íslandi hún ætlaði bara heim til mömmu og fara að sofa þar.

Ég fór hins vegar með Telmu og Báru á pizzastað hér í borg og þetta var loksins besta pizza sem ég hef fengið, hún var alveg geggjuð, miklu betri en á þessari Fabricu sem allir dásama hér, þessi sló þeim þokkalega út. En þegar við vorum búnar að borða og eiga saman gott spjall þá förum við og ætlum að borga(eða öllu heldur ætlaði Bára að splæsa)en þá segir afgreiðslustúlkan ,, heyrðu maðurinn sem sat við hliðiná ykkur borgaði allan reikninginn" hahaha við fengum nett sjokk, þeir voru ekki búnir að láta í sér heyra allan tímann svo kemur þetta, við náttúrulega tókum í hendina á honum og þökkuðum kærlega fyrir okkur. Þetta hefur nú aldrei gerst áður, fyrir mig þ.e.a.s.
En eftir matinn fórum við í skólan þeirra(og Sverris) á sýningu sem var þar haldin á öllum verkefnum 1.,2. og 3. árs nemenda og þar var módel frá Sverri sem bar af öllum hinum, hann er bestur kallinn minn. VIð vorum þarna í 2 tíma en þá var ég komin með nóg og var orðin þreytt og vildi bara fara upp í rúm, þannig að ég beilaði og var komin heim í símann til Íslands á hálftíma. Stelpurnar héldu eitthvað áfram frétti ég svo áðan, fóru víst út að djamma á eftir, ég hefði nú svo sem alveg verið til í það líka hefði ég ekki átt að fara í vinnuna í dag.
Í fyrradag komumst við að því að vespan okkar er dáin drottni sínum og vaknar ekki aftur til lífs nema fyrir miklar peningafúlgur sem við erum ekki tilbúin til að borga. Ég verð því að reyna að fara á bílnum og ef það er alveg ómögulegt að fá stæði þá verð ég bara að fara á hjólinu mínu, því að ég tek það sko ekki í mál að fara með metróinu svona seint á kvöldin, það er sko á hreinu.
Þegar við komum svo heim eftir að hafa fengið þessar fréttir þá missti Hekla óvart sjónvarpsfjarstýringuna í gólfið og hún mölvaðist , þannig að það er ekki hægt að horfa á sjónvarpið(ekki það að það hafi legið fyrir að gera mikið af því en það hefði verið notalegt svona annað slagið).
Ég ætla að reyna að gera eitthvað með stelpunum á morgun, sjáum til hvernig veðrið verður og líkamsbruninn hvort hægt verði að liggja í sólbaði allan daginn.

miðvikudagur, júní 07, 2006

Che bella!

Já það er nú ekki mikið að gerast svo sem á þessum bæ. Allt á fullu með undirbúning heimferðar Sverris og Heklu,eða svona þannig, Sverrir byrjaði að pakka í gærkvöldi. Þau fara mjög snemma í fyrramálið, eða seint í nótt kannski frekar.
Ég er búin að ákveða að fara ekki aftur að vinna á Joia í haust, ég fer núna og verð fram í ágúst en svo ekki meira því að þetta get ég ekki lagt á mig né fjölskylduna aftur. Þannig að minn flugmiði heim til Íslands í þetta skiptið mun vera aðra leið og svo ræðst bara með ferðina til baka seinna.
Ég verð víst að taka allt umtal um Vectavir til baka því að frunsan blómstraði ekki, ég slapp við hryllinginn, sem er líklegast í fyrsta skipti á ævinni sem það gerist og guði sé lof því að ég bjóst við einhvers konar freak of nature frunsu, þetta var svo massívt þarna um nóttina.
Ég fer aftur í vinnuna á laugardaginn, hlakka bæði til og kvíði fyrir, að sjálfsögðu.
Gæðavespan okkar er í viðgerð og maðurinn sagðist ekki vita hvað það myndi kosta, það boðar ekki gott og ég hlakka ekki til að fara og ná í hana.
Fórum í bæinn í gær og keyptum sólgleraugu handa Heklu, svo þegar við komum heim þá stóð hún fyrir framan spegilinn og setti sólgleraugun upp og sagði við spegilmynd sína ,, Halló!" svo tók hún gleraugun niður og sagði ,, nei, halló, ég hélt þú værir týnd!" svo gerði hún þetta aftur og aftur, ekkert smá fyndið(hún vissi ekki af mér)
Svo í morgun þegar við vorum að fara í leikskólann segir hún ,, heyrðu ég vil hafa sólgleraugun, svo þegar ég kem í leikskólann þá segja allir ,ohhh che bella' "
Rassgat!
Hlakka til að fá mömmu og pabba í heimsókn. Vill enginn annar koma í heimsókn, ég er ein í íbúðinni þannig að það er nóg pláss!?
Guði sé lof fyrir lággjalda flugfélög! Ég var að tékka á fari með hinum flugfélögunum eins og t.d. Icelandair og það var ekki hægt að fá flug til Íslands undir 85.000 kr. rosagott tilboð. En sem betur fer get ég farið með öðrum flugfélögum þannig að ég þarf ekki að borga neitt svo mikið, bara smá.
Það sem maður er að pakka mikið af fötum fyrir Heklu, ég get svarið það, þetta fyllir örugglega heila tösku bara fyrir hana! En þau eru náttúrulega að fara í 4 mánuði þannig að það er soldið skiljanlegt. Er mjög kalt heima? þurfum við að taka öll vetrarfötin líka?
Í fyrsta skipti er á ævi Heklu er hún að verða uppiskroppa með ullarpeysur, eða bara peysur, hún er að vaxa uppúr þessu öllu saman.

sunnudagur, júní 04, 2006

Með Angelinu Jolie varir!

Já ég vaknaði í nótt með púlsandi neðri vör, hélt fyrst að Sverrir hefði gefið mér verðskuldað olnbogaskot, þar sem ég nennti ekki að elda kvöldið áður, en þegar ég hafði dröslað mér á klósettið til að athuga hvað væri í gangi sá ég ekki betur en að hin myndarlegasta frunsa væri að myndast þarna. Sem betur fór fann ég Zovir eða vectavir eftir nokkra leit og gat sofnað eftir það, en í morgun var hún þarna enn þótt ótrúlegt megi virðast þar sem þetta frundumeðal virkar alltaf, eða þannig, er einhver sem getur sagt mér að þetta krem hafi virkað á frunsu þeirra???
Ég fæ þetta bara þegar ég er verulega stressuð og jú það er ég nú, dagurinn nálgast , 9.júní, er ekki svo stutt síðan 1 maí var?
Ég fór með stelpunum á laugardagskvöldið út að borða og svo á skemmtistað á eftir. Við vorum 8 talsins og ég ,Telma,Guðbjörg og Bára hittumst fyrst hjá Telmu og fengum okkur rétt í glas og biðum eftir vinkonum Báru, þegar þær voru reddý fórum við á veitingastaðinn sem er mjög hipp og kúl, það gátum við merkt því að fyrir utan voru parkeraðir hvorki meira né minna en 3 rauðir Ferrari sportbílar. Við fengum 3 rétta máltíð með appiritivo og vín með á svo sem ágætisverði, en ég verð að viðurkenna að maturinn var hreint út sagt hræðilegur en sem betur fór var félagsskapurinn muuun betri, við skemmtum okkur mjög vel, reyndar var Tiramisuið ágætt en mér fannst það þó betra bæði hjá Guðbjörgu og Telmu. Eftir matinn var svo farið á enn meiri hipp og kúl skemmtistað sem liggur við hliðiná veitingastaðnum, þar beið okkar borð og sófar ásamt rommflösku og kóki, hvorki meira né minna en við hliðiná plötusnúðinum. Við fengum algjöra royal trítment þarna og er það allt saman Báru að þakka, hún þekkir sko rétta fólkið hér í borg. Ég reyndar fékk mér 3 sopa af romminu og kókinu og þar sem mér þykir það vera hinn versti drykkur og hefði helst átt að sleppa því að finna hann upp þá gat ég ekki meir og fór á klósettið til að æla viðbjóðinum upp, sem tókst mér til mikillar furðu(þar sem ég á frekar erfitt með uppköst og þá sérstaklega viljandi uppköst) og leið mun betur eftir það en hafði þá ekki lyst á meira víni, var sem sagt búin að drekka ansi lítið og var því nokkurn vegin edrú, sem var svo sem allt í lagi þar sem það var hvort eð er svo skemmtilegt og einhvern veginn bauð umhverfið ekkert rosalega upp á það að vera eitthvað full þarna. Þarna var ansi vel bjart og þar sem við vorum 8 ljóshærðar stelpur allar gullfallegar og þar að auki við hliðiná plötusnúðinum þá tók ég eftir því að við vorum ansi mikið til sýnis þarna. Mér hefur nú reyndar aldrei liðið neitt vel í þannig aðstöðu þannig að maður bara reyndi að snúa sér frá dansgólfinu en að því. En svo kom að lokum kvöldsins og við fórum upp í leigubíl,ég og Guðbjörg, og ég get svarið það maðurinn keyrði svo hratt að ég hef aldrei fengið eins ódýran leigubíl. Ég kom sem sagt heim í góðu ástandi og á skikkanlegum tíma, þetta bara batnar við að verða gamall!
Sunnudagurinn lofaði góðu með sólskini og hita og ákváðum við því að drífa okkur út í garð, en eftir stutta stund þar kom í ljós að litla stúlkan var komin með hita og við þurftum að drífa okkur heim í ból og eyddum við þannig deginum við lestur og sjónvarpsgláp. Svo sem ágætt þar sem maður var pínu þreyttur eftir að hafa komið heim um 4 leytið um nóttina.
Hekla er núna hitalaus sem betur fer en mig grunar að það eigi eftir að breytast með deginum, vonum þó það besta.
Var að klára Valkyrjur eftir Þráinn Bertelsson, ég fíla þennan rithöfund mjög vel. Þessi bók er frábær, skemmtilega skrifuð og alveg nógu spennandi, flækjan var þó einföld en þar sem hún var góð er það fyrirgefanlegt. Frábær bók.
Ég fer næst í bók sem heitir Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn eftir Robin S.Sharma
Hvað er annars að frétta af ykkur???

fimmtudagur, júní 01, 2006

Loksins aðgangur að tölvu

Já þá fær maður loksins aðgang að tölvunni,það er rétt sem þeir segja að pör þurfi 2 tölvur!
Annars er svo sem ekki mikið að gerast hér á bæ, lífið gengur sinn vanagang og Hekla verður stærri og stærri, ég get svarið það af öllum þroskastigum hingað til á hennar 3 árum þá er þetta þroskastig alveg magnað, hún pikkarupp nýtt orð í orðaforðann á hverjum degi og nýjar uppgötvanir, það er ótrúlega skemmtilegt að fylgjast með þessu hjá henni. Hún er núna t.d. farin að greiða á sér hárið á hverjum morgni, eitthvað sem ég varð að berjast til að gera á hverjum morgni hér áður, núna stendur hún fyrir framan spegilinn og greiðir sér alveg heillengi. En matvendni hennar er ekkert að lagast, hefur það að sjálfsöðu frá föður sínum.
Ítalirnir eru nú alveg met, ég gekk framhjá konu í gær sem stóð og betlaði og var með 2 börn hjá sér(ekki sígauni) hún stóð fyrir framan bar með ekkert í bauknum, Hekla var svöng svo að við fórum inn á barinn til að kaupa brauð handa Heklu, hún vildi ekkert sem var með áleggi þannig að ég spurði hvort þeir ættu bara brauð og þeir gáfu okkur þá brauðið og við fengum ekki að borga fyrir það! Kannski voru þeir búnir að gefa hinum börnunum líka, ég veit svo sem ekkert um það en þetta var soldið einkennileg staða.
Jæja þá er Prison Break serían búin ásamt Lost og ég er búin að lesa þriðju bókina. Nett súrt þetta með þættina en maður bíður þá bara spenntur eftir haustinu, eitthvað að hlakka til þið vitið.
Kvíðinn er byrjaður að læða sér að mér eina ferðina enn, en nú er ástæðan ljós og ekkert við henni að gera, það er að Hekla og Sverrir eru að fara og ég verð hér ein eftir. Hvað gerir maður án nærvistar barna sinna?????
Það er búið að vera heldur kalt hér að mínu mati, þar sem ég vil helst vera í 30+, en núna er bara 20 gráður og soldið kaldur vindur en það á að hlýna í vikunni.
Ég fór í heimsókn í vinnuna í fyrradag og allir tóku mér mjög vel og ég fékk meira að segja koss á báðar kinnar frá Signor Leeman. En því miður höfðu þeir brotið ostruhnífinn minn, frekar súrt þar sem þetta fæst ekki hér en eg ætla að athuga hvort Anna Helga sé nokkuð til í að kaupa nokkra svona fyrir mig.
Kláraði Tími nornarinnar eftir Árna Þórarinsson, ágætis bók heldur hæg fyrir spennufíkilinn mig, fer næst í Valkyrjur eftir Þráinn Bertelsson.
Fer á morgun út að borða með stelpunum hér, við förum á mjög kúl stað og ætlum aðeins að skemmta okkur, hlakka mikið til.
Svo ætla ég að reyna Waveboarding á sunnudaginn, vonandi verður maður í standi til þess. Þetta er eins konar snowboarding á sjónum. Gaman gaman.
æ eins og þið sjáið er ekki mikið í fréttum hér þannig að ég ætla að láta röflinu lokið að sinni.