mánudagur, júní 19, 2006

Htinar með hverjum deginum

Já það er farið að vera um 30 stig á kvöldin og nóttunni og 33-35 á daginn, mér líður alveg rosalega vel í svona hita og er alveg að fíla þetta, ennþá. Það er alveg yndislegt í vinnunni og þetta fólk sem ég er að vinna með er hreint út sagt sér á báti, þau eru svo yndæl. Þetta er reyndar farið að taka á með söknuðinn eftir Heklu, ég er alveg að drepast núna og langar svo að knúsa hana. Ég er hætt að sofa á nóttunni útaf þessu en vonandi fer þetta að lagast, tvær vikur er mér sagt. Ég átti soldið erfitt í morgun og gat ekki haldið tárunum aftur þannig að ég hljóp grenjandi inn á klósett og það náttúrulega tóku allir eftir þessu og svo þegar ég kom til baka þá komu þau öll eitt og eitt og knúsuðu mig og gáfu mér kaffi og hughreystu mig hægri vinstri, alveg yndisleg. Signor Leeman var búin að segja við þau áður en ég kom að ég myndi líklegast eiga erfitt allavegana fyrst og að þau ættu að sýna skilning. Eftir þetta þá gat ég tekið gleði mína á ný, og svo gerði ég jóga þegar ég kom heim í pásunni og fór í sturtu og svona þannig að mér leið miklu betur á eftir.
Ég fékk svo alveg frábær bréf frá Danaveldi þegar ég kom heim í kvöld, endurgreiðsla frá skattinum, hljómar eitthvað betur en það??? Sem þýðir að við getum borgað visa og byrjað strax að safna fyrir næsta ári, geggjað!!!
Ég var líka send heim snemma í kvöld þar sem það var ekkert að gera, þannig að ég gat talað við Heklu í webcam og það er svo mikill munur að geta það. Þannig að núna held ég barasta að ég geti farið sátt í bólið með Heimskir hvítir karlar eftir Michael Moore.
Hvað maður hafði það gott í Danmörku og var ekki að fatta það! Nú sannfærist ég enn frekar um spekina að lifa í núinu og njóta líðandi stundar ekki vera alltaf að hugsa að grasið sé grænna hinum megin.
Við fengum að vita að síðustu 3 laugardaga í júlí eru fríir og líklegast verð ég ein í Mílanó á þessum tíma, þar sem Biggi og Guðbjörg verða í fríi og Jole og Piero farin upp í fjöllin, þannig að ég var að spá í að koma mér niður á strönd og vera bara ein í afslappelsi, jóga og frið og ró með bækur og ipod leigja mér hótelerbergi í eina nótt og bara njóta þess að vera á Ítalíu við ströndina með eigin bíl og dekur! Hugsið ykkur að maður skuli voga sér að kvarta!
Fór í gær á Idroscalo með Guðbjörgu en sólin ákvað að vera bara í fríi þannig að við fórum bara í bæinn í HogM og keyptum á okkur sumarföt fórum svo og fengum okkur bjór og rauðvín og bara slökuðum á. Ég fór svo um kvöldið á Festivali latino americano með Jole,Piero, Beu og giuliu og skemmtum okkur konunglega við salsa músík beint í æð og fullt af rauðu kjöti á Argentínskum veitingastað. Svo fórum við að skoða föt og skartgripi frá Suður-Amríku og ég stóðst ekki mátið og keypti tvo alveg hrikalega sæta sumarkjóla á Heklu. Reyndar var mér svo bent á það seinna að Hekla væri ekkert meira hér þetta sumarið, en það var þess vegna sem ég keypti tvo jú nefnilega keypti ég annan soldið stóran til að hún geti þá notað hann næsta sumar!
En ég var nú ekkert rosalega sniðug með skóval í gærkveldi því að maður var mikið að ganga og dansa og ég var á háu hælunum mínum sem eru um 8 cm þannig að ég var að drepast í táslunum þegar ég kom loksins heim um 1 leytið um nóttina. En þetta var alveg frábært og á næsta ári dreg ég alla Íslendinga með sem verða á landinu og förum á fyllerí og dönsum salsa fram á rauða nótt!!!
Jæja nú ætla ég að koma mér í bólið

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

baráttukveðjur til þín sigurrós mín. Get ímyndað mér að það sé sjúklega erfitt að vera án þeirra, en þessi tími líður hjá eins og allt annað og Þú veist ekki fyrr en hún er farið að hoppa ofaná höfðinu á þér kl. 9 á sunnudagsmorgni.
Milljón klakakossar!

Ólöf sagði...

Ég vildi ég væri hjá þér skvísa!

Nafnlaus sagði...

Þú getur bókað mig á salsakvöld næsta ár það er að segja ef ég verð hérna....geri mér bara ferð hingað og tek snúninginn með þér!!!

;0)
Kv. Guðbjörg

Nafnlaus sagði...

oh en gaman hjá þér.

Nafnlaus sagði...

kyss kyss

Sigrún

cockurinn sagði...

Takk fyrir stuðninginn!