miðvikudagur, desember 20, 2006

Galli á hönnun mannslíkamans

Mér finnst það stór galli á hönnun mannslíkamans að við fáum ekki feld utan á okkur á veturna! Ég hef nú tekið fram pelsinn minn og allt í einu þarf ég ekki að vera í hudrað peysum innan undir jakkanum eða þegar ég er inni því að pelsinn minn gerir það að verkum að mér er alltaf hlýtt! Hvers vegna eru þá önnur spendýr en við með þykkan og góðan feld yfir veturinn en við ekki? Mér þykir þetta afar ósanngjarnt. Hugsið ykkur líka sparnaðinn sem myndi fylgja þessu. Engin föt engin tíska, engin að hugsa ,,oj hvað þessi er feitur/mjór" allir bara í gúdí fílíng með sinn feld að éta nautasteik með bernaise. Væri til betra líf?

Annað hvort er Guð minn kæri að gefa mér hina bestu brúðargjöf eða gera mér hinn mesta grikk. Það kemur allt í ljós eftir ca. viku. Málið er að ég átti samkvæmt öllu að vera á blæðingum á brúðkaupnóttina, sem hefði að sjálfsögðu ekki verið mjög skemmtilegt, fyrir mig(Sverrir kemur ekki málinu við). Nema hvað að ég byrja á túr fyrir 3 dögum! Þetta þykir mér afar einkennilegt nema að ég sleppi þá við túrinn á brúðkaupsnóttina þá væri þetta gríðarlegt gleðiefni. Við skulum sjá hvernig fer og ég lofa að halda ykkur vel upplýstum í þessum málum.

SHITSHITSHITSHIT erum að fara heim í nótt. Segi shit því að það er ekki alveg nógu mikið að gera í dag! Er komin með lista uppá 10 löng atriði, hann liggur hér við hliðiná mér og ég horfi á hann með trega....shitshitshitshit. Best að hætta þessu bulli þá og koma sér að verki.
Hlakka til að sjá ykkur öll á morgun!

þriðjudagur, desember 19, 2006

Undirbúningur á háu stigi

Já stressið læðist inn núna og maginn aðeins farinn að láta vita af sér. Ég ætla samt sem áður að halda ró minni og vinna þetta allt saman hægt og rólega vel afslöppuð! Hehe gangi mér vel. Simona vinkona mín frá Joia hringdi í mig í gær og vildi endilega hitta mig þannig að við eyddum hléinu hennar saman í dag í garðinum niðrí bæ. Það var nú helvíti skemmtilegt að hitta hana aftur. Hún er enn að íhuga hvort hún geti komið í brúðkaupið mitt, við skulum bara vona það besta því ég vil endilega fá hana. Ég vil bara endilega fá alla!
Ég fór í gær og keypti mér brúðarnærfötin í HogM og náði að kaupa mér 2 brjóstahaldara,4 nærbuxur og 2 boli, allt saman kostaði þetta heilar 56 evrur(5000 kall), ohhh hvað ég elska HogM!
Það var heldur ekki hjá því komist eftir daginn í dag að fara þangað og kaupa vettlinga og húfu(5 evrur hvort).
Bíllinn er enn í læstu ástandi! Ég er búin að vera að hringja í tryggingafélagið í dag og reyna að láta þær vorkenna mér nægilega mikið til að redda þessu fyrir okkur áður en við förum. það gengur heldur brösulega en vonandi gengur þetta betur á morgun. Annars veerðum við bara að borga þetta sjálf því að ég skil ekki bílinn eftir hér svona útleikinn það er á hreinu.
Hekla er svo yndisleg og skemmtileg. Það er svo auðvelt að fara með hana á kaffihús og veitingahús og fara með hana með sér hingað og þangað, í lestina og út um allt. Ég er mjög heppin. Hún meira að segja segir stundum við mig þegar við erum bara tvær ,, mamma, eigum við að fara á veitingahús, bara við tvær?" svo horfir hún á mig með sínum undurfögru,stóru, bláu augum og maður bara getur ekki neitað. Hennig finnst svo gaman að sitja með mér einni á veitingahúsi og borða saman eða drekka heitt kakó.

mánudagur, desember 18, 2006

Barnaland, þvílík síða!

Já ég vona að ég álpist ekki inn á umræðurnar þar aftur. Ég gerði þau reginmistök að spyrja hvort einhver hefði verið giftur AF Erni Bárði(skrifaði óvart Erni Bárðar)og viti menn það gat engin af þessum óléttu eða ,,nýbúnar að eiga" týpum sem hanga þarna greinilega daginn út og inn og gera ekkert annað, svarað mér, fyrir utan 3 góðhjartaðar týpur. Hins vegar fannst þeim alveg hreint nauðsynlegt að gefa mér greinargóða lýsingu á vankunnáttu sinni á sínu eigin móðurmáli og segja ,, hahaha nei ég hef aldrei verið gift honum,hahaha" voða fyndið. Þær sögðu líka ansi margar ,, jii ég las þetta hvort eihv. hafi verið giftur honum og bara jii hva nú maar"
Vel skrifað stúlkur þið eruð stolt okkar Íslendinga!

sunnudagur, desember 17, 2006

LEYFUM PRUMP Á AÐFANGADAG!

Breska matarboðið var í gærkveldi það gekk svona upp og ofan og fór eins og ég spáði,þ.e. á síðustu mínútu var kallað á mig og ég þurfti að redda nokkrum hlutum. Ég sá alfarið um kalkúninn enda var hann það eina sem var ætt á svæðinu. Ég ætla að segja þetta enn og aftur og mér er nákvæmlega sama hvort ég móðgi einhvern : PAKKA- OG KRUKKUMATUR ER VIÐBJÓÐUR!
Fyllingin lyktaði eins og lauk og salvíufyllingin hennar mömmu en gvuð minn góður hvað hún smakkaðist EKKI þannig. Brúna sósan lyktaði eins og brún sósa en, já það er rétt hjá þér hún smakkaðist ekki eins og brún sósa(eða allavegana ekki fyrr en ég var búin að bragðbæta hana, allmikið, tja næstum búin að búa til aðra sósu). Hinn svokallaði Christmas Pudding er hinn mesti viðbjóður, allavegana pakkadæmið sem þær voru með. Ég er ekki að ljúga eða ýkja þetta var allt úr pakka og krukkum nema kalkúnninn og grænmetið sem var gjörsamlega bragðlaust þó að ég hafi sagt þeim að salta vatnið sem þær suðu það í, þær gleymdu því eins og ansi m0rgu öðru, greyin þetta var samt vel af sér vikið miðað við að þær eru jú breskar og aðeins um tvítugt. Þær gleymdu kartöflunum inni í ofni og blönduðu saman vitlausum pakkamat og gleymdu pakkachristmas puddingnum á hellunnni þannig að plastið bráðnaði í pottinn og svona mætti lengi telja. En við gátum öll huggað okkur við það að kalkúnninn var algjört sælgæti! það var líka keypt risastór Panettone frá Peck borin fram með nýhrærðum mascarpone bættum með brandý mmmmm.... þvílíkt sælgæti. Með því var að sjálfsögðu drukkið kampavín!
En eins og venjulega strax eftir að ég var búin að melta fyrsta bitann af kalkúninum byrjaði maginn að kvarta og blása út eins og hann ætti lífið að leysa og prumpið bara vildi ekki vera heima hjá sér! Ég og Sverrir höfum ekki hætt síðan! Ég spyr því núna hvort ekki megi bara leyfa prump á aðfangadag? Ég tel að partýin muni standa lengur og fólk verði afslappaðra fyrir vikið. Það er ekki þægilegt að halda þessu inni. Það gæti reyndar verið að fólk fari eitthvað að kvarta yfir fýlu en þá er bara ð opna gluggann! Hvað segiði, frænkur og frændur,systur og mömmur og pabbar, eigum við ekki bara að sleppa öllum formlegheitum á mánudaginn eftir viu og LEYFA PRUMP??

Að öðrum jafnmikilvægum málum.
Það var reynt að brjótast inn í bílinn okkar enn og aftur aðfararnótt laugardagsins, mjög óskemmtileg reynsla því að lásinn var eyðilagður og við komumst ekki inn í bílinn. Við ákváðum að láta þetta ekki yfir okkur ganga í þetta skiptið og fórum til lögreglunnar og gerðum skýrslu. því næst vorum við mestallan laugardagseftirmiðdaginn að reyna að fá einhvern til að koma og opna blessaðann bílinn. Ekki gekk það og nú held ég að guð hafi eitthvað fengið að spila með því að þegar ég hringi í tryggingafélagið í morgun þá segir hún að ég ætti að vera tryggð fyrir þessu og að matsmaður frá þeim þurfi að koma og meta tjónið! Já sem betur fer vorum við ekki búin að láta gera við þetta maður! En við sjáum hvernig þetta fer allt saman.

Fólk hefur verið soldið forvitið um prestamál og vil ég því að það komi fram að við erum búin að tala aftur við manninn og þetta er hinn vænsti drengur og það getur verið að mín hafi eitthvað verið að fara á líníngum þarna og aðeins misskilið eitthvað og lesið eitthvað aðeins of mikið í línurnar, bara aðeins! Þetta verður allt saman gott og blessað.

föstudagur, desember 15, 2006

Gjafalisti

Vegna mikillar eftirspurnar mun ég hér með setja inn gjafalista fyrir brúðkaupið sem er í vændum.
Þar sem aðstaða okkar er þannig að við búum ekki á Íslandi og Ryanair segir að við megum bara hafa 15 kíló á mann þá væri hentugt fyrir okkur að fá pening til að kaupa gjafirnar hér úti. Þannig að hægt væri að hafa peningagjöfina með vísun í hvað viðkomandi vill að við kaupum fyrir peninginn.
en hins vegar fyrir þá sem vilja gefa okkur eða vísa í eitthvað þá er þetta nokkuð af því sem er á óskalistanum:

Kitchen aid(+ísgerðarskálin, sem ég sá augýsta í blaðinu í dag,jiiii geðveikt girnó)
Gjafabréf í Epal
Gjafabréf í Gallerí Fold
Fín sængurföt(IKEA sængurfötin ekki alveg að gera sig)
Hvítt plain diskasett frá Rekstrarvörum
Gjafabréf frá Búsáhöldum og Gjafavörum í Kringlunni(þar er hægt að fá draumasettið mitt,Le Cruiset)
Okkur vantar föt, þá er ég að tala um til að bera fram mat á :)
Við erum að safna hnífaparasetti frá Georg Jensen og heitir Jeunne Neauvelle og vantar 3 sett til að ná 12 og svo vantar aukahluti(reyndar þá er lítið búið að framleiða af aukahlutum í þeirri línu en það er hægt að finna eitthvað sem passar við)
Við erum líka mjög hrifin af Rosenthal glasalínunni og eigum vatnsglös og karöflur úr þeirri línu.
Ef mér dettur eitthvað fleira í hug set ég það hér inn á næstu dögum, annars erum við búin að liggja yfir þessu og dettur ekkert fleira í hug sem okkur vantar.
Kveðja
Nægjusama parið á Ítalíu.

The Italian Bo Fan Club!

Eins og flestir vita þá er Sverrir Bo fan nr.1 og á líklegast flestar plötur með honum og hlustar á þetta lon og don. En nú hefur bæst í hópinn sjáiði til! Tengdaforeldrar mínir komu um helgina eins og áður hefur komið fram og höfðu þau með í farteskinu tónleikadisk með Björgvini Halldórssyni og Sinfóníuhljómsveit Íslands, þessi diskur hefur ekki séð heimili sitt síðan(þ.e. hulstrið) og situr Hekla stjörf við skjáinn og syngur með hástöfum ,,Þó líði ár og öld........ÉG ELSKA ÞIG..." þetta heitir víst pabbahlust og svo þegar lagið með Svölu kemur(We're all grown up now)þá verður hún mjög æst og segist ekki heyra neitt í ..stelpulaginu ", ,,HÆKKA, HÆKKA!"
Já hér hefur sem sagt myndast hinn myndarlegasti aðdáendaklúbbur.
Áðan ákvað ég að fara í ljós! Ég er svooo hrikalega morkin eitthvað að ég ákvað að nú væri komið nóg ég bara yrði að reyna að koma þessum útbrotum í lag fyrir brúðkaup! Ég vissi af sólbaðsstofu hér í nágreninu og ákvað að skella mér þangað og mun ég svo sannarlega ALDREI gera það aftur! Þetta var eitthvað það skítugasta greni sem ég hef séð og þar að auki þurfti ég að borga 10 evrur fyrir þennan viðbjóð. Ég ákvað að fara í ódýrari tímann sem var svokölluð sturta, standljós með rykugustu viftu sem fyrirfinnst og ég er ekki frá því að ég hafi fundið pissufýlu inni á staðnum! Þegar ég setti viftuna í gang þyrlaðist allt rykið beint upp í nefið á mér og ég hnerraði og hnerraði. Þannig að ég ákvað að hafa slökkt á henni, ég átti að vera þarna inni í 15 mínútur og entist í 8. Þetta geri ég sko aldrei aftur. Maður bara gerir sér ekki grein fyrir því hvað maður er góðu vanur. Almennt hreinlæti til dæmis er bara alls ekki sjálfgefið í þessu landi, hins vegar á Íslandi ef það er ekki til staðar er staðnum lokað!
Æ hvað ég var að vonast til að geta farið í ljós hér.
Hekla er búin að vera heima í gær og í dag vegna mikils hósta, greyið litla, geltir alla nóttina.
Ég gerði alveg hreint geggjað grænmetislasagna í gær, enda er það næstum búið(sem hefur aldrei gerst áður á aðeins 2 dögum) reyndar fengum við hjálp í gær, við vorum að passa hjá Gunna og Höllu Báru þannig að krakkarnir fengu sér líka. Ég ákvað að hafa bara einfaldatómatsósu útá grænmetið, þá er ég að meina að sleppa engiferi og chilli og aukakryddi og svona, ég hafði... æ á ég ekki bara að setja inn uppskriftina??

Grænmetislasagna:
4 litlar gulrætur, skornar mjög þunnt
1/4 fennelhaus, skorinn í mjög litla bita
1/6 grasker, skorinn í mjög litla bita
1 laukur, skorinn í þunnar sneiðar
1 zuccini, skorinn í þunnar sneiðar
1 eggaldin, skorið í 1 cm bita
2 hvítlauksrif
fersk basilika
hálfur kjúklingakraftur
hálf dós tomatosause
1 dós niðursoðnir plómutómatar

Fyrst er harða grænmetið steikt við meðalháan hita í ca.10 mín. þá er hinu grænmetinu bætt útí og steikt áfram í ca.10 mínútur eða þar til zucchini og eggaldin hafa mýkst og minnkað. Þá er tómatsósunni og tómötunum bætt saman við, ásamt að lokum hvítlauk og kjúklingakraftinum. Bætið um hálfri dós af vatni og látið malla við lágan hita í ca. 15 mínútur. Rétt áður en lasagnainu er blandað saman er basilikan rifin gróft útí. Á meðan þetta mallar er búin til Bechamelsósa(hvíta sósan, krakkar, hvíta sósan ;))
Bechamel:
125 gr smjör
250 gr hveiti
1 ltr mjólk
50 gr skallottlaukur
100 gr parmesanostur
salt og pipar
bræðið smjörið í djúpum potti þegar það er bráðið er hveitinu bætt útí lítið í einu og pískað þegar allt er komið útí, skipti ég venjulega yfir í sleifina til að koma smjörbollunni saman. Þegar hún er komin saman í eina bollu er mjólinni bætt útí smátt og smátt, ca. 250 ml í einu og pískað saman við smjörbolluna. þar til öll mjólkin er hrærð útí og þetta er mátulega þykkt, þá er þetta saltað og piprað eftir smekk. Mér þykir betra að nota bara venjulegt salt hér, frekar en maldon saltið.
Þá er þetta allt sett í lögin eins og venjulega. Nema hvað í gær breytti ég aðeins útaf vananum og sauð 1 ltr af vatni og setti 2 kjúklingakraftsteninga útí og setti hverja plötu útí í 1 mínútu(ég setti nokkrar í einu, bara í flatt fat), þetta gerði, finnst mér, gæfumuninn.
Á efsta lagið setti ég svo ostsneiðar eins og vanalega og svo alveg fullt af rifnum parmesanosti.
Ég lofa ykkur þetta var algjört sælgæti!

miðvikudagur, desember 13, 2006

Mjög reið!

Ég var að tala við prestinn sem mun gifta okkur og er gífurlega reið,sár og með gríðarlegan kvíðahnút í maganum eftir þetta samtal. Ég veit hreinlega ekki hvað ég á af mér að gera. Ég ætla ekki að fara nánar útí hvað fór okkur á milli en ég er í miklu uppnámi! Að sjálfsögðu fékk ég þá strax mígreniskast!
Ég er líka brjáluð útí þennan bloggvin minn nýja, GET OFF MY BLOGG JOYN BIACH!!!!
Hvernig losnar maður við svona helvíti????

þriðjudagur, desember 12, 2006

Prúttsmútt

Já ég gleymdi að lýsa færni minni í prútti sem kom vel fram um helgina! Ég nefnilega sá mjööög svo fallega tösku hjá götusala á laugardaginn og spurði hann hvað hún kostaði og hann sagði 60 evrur(p.s. þetta er kooolólöglegt hér, bæði að selja og að kaupa) og ég sagði nei því miður ég á bara 20 evrur og get því bara borgað það, hann fer að malda í móinn og ég malda á móti og svo endar á því að hann hvíslar að mér ,,ok 30 evrur" nema hvað að mér heyrist hann segja ,,ok 20 evrur" þannig að ég læt hann hafa 20 evrur mjög felulega og labba í burtu glöð með töskuna mína og mitt gríðarlega flotta prútt, nema hvað þá gengur gaurinn á eftir mér og segir ,, hey ég sagði 30 evrur ekki 20!" mín fór í nett kerfi og afsakaði sig í bak og fyrir og bað ferðafélaga mína um litlar 10 evrur en vildi svo til að enginn átti aur í veskjum sínum! Heppin ég ha! Nema hvað að hann sér að þetta er ekkert að koma hjá okkur og við finnum loks 2 evrur og ég læt hann hafa það og segi því miður ég á ekki meira! Hann brosir í kampinn og samþykkir og gengur í burtu. Ég sem sagt fékk glæsilega tösku feik Fendi á heilar 20 evrur, ég reyndar veit að hún er seld í Skarthúsinu(held ég) á 3500 kr eða eitthvað svoleiðis. Sorry Bára mér fannst hún bara svo flott, ég varð að kaupa hana eftir allt þetta þref við gaurinn!
Ég gleymdi líka að segja frá því að ég fann mér brúðarskó í sömu búð og ég keypti rauðu ballerínuskóna mína fallegu í sumar, þeir eru silfurlitaðir og mjög glæsilegir, þægilegir og flottir. Þá eru bara nærfötin eftir og ég er búin að finna nokkur í HogM á mjög góðu verði og ætla bara ð skella mér á þau.
Ég náði styrk, þreki og þor til að gera jóga í morgun og er mjög stolt af mér. Ég hafði líka fisk í gær, það var ofnbakaður silungur með fullt af sítrónu og ferskum kryddjurtum(timian,rósmarín,dill og lárviðarlauf),pipar og salt og hafði svo linsubaunirnar með sem ég var með laxinum síðast(mjög góðar) svo bjó ég til fitulausa jógúrtsósu með basiliku og chilli og svona skemmtilegu, ég bjó reyndar til tartarsósu handa drengnum og stúlkunni sem eru að drepast úr hor!
Hekla ætlaði ekki að geta sofnað í nótt því að hún vissi að jólasveinninn væri að koma og hún vildi ólm knúsa hann. Orðrétt sagði hún þetta svona ,, Sko, þegar jólasveinninn kemur þá ætla ég að knúúúsa hann, af því að ég er svo mikið kelidýr" Litla rassgat!
Jæja best að koma sér að vinna, það þarf að gera áætlun fyrir matarinnkaup(brúðkaups-) og svo finna og gera 2 greinar fyrir Nýtt Líf. Er áramótablaðið nokkuð komið???

mánudagur, desember 11, 2006

Nýjar myndir!

Nýjar myndir á síðunni okkar.... Frá helginni

Merkilegur andskoti

já það er alveg hreint merkilegt hvað er lítið gert úr brúðarskóm! Eins miklir skófíklar og konur eru yfirleitt finnst mér þetta mjög skrítið. Ég hef núna verið mikið inni á þessum brúðarsíðum og leitað að brúðarskóm á netinu og svona og það er bara ekkert í gangi í fjölbreytileika, þetta er allt saman sami helvítis skórinn! Hvað er málið eiginlega???
Ég hef líka tékkað soldið á blómum síðustu daga og það virðast allir vita allt um nöfn á öllum blómum en eru myndir af þeim??? O nei,..... ég á sem sagt að vita upp á hár útlit hunduða blómategunda eftir nafni! Mér finnst mjög ASNALEGT að geta ekki farið á netið hjá blómabúðum á Íslandi og séð hvernig blómin líta út sem þau eru með á sölu. Eruð þið ekki sammála mér???
Eitt enn sem pirrar mig í dag..... Þegar það er kalt þá nennir maður ekki að gera jóga eða aðra líkamsrækt! ANDSK......#%&"#!%&###
Þá langar mann bara að kúra sig með kaffi við kertaljós og jafnvel eins og eina kexköku eða smáköku. ANDSK..........#$"%&#=#%&#
Nú er ég að setja saman gjafalista og að sjáfsögðu pirrar það mig ekki neitt, þið getið ímyndað ykkur! Ég mun setja hann fullgerðan inn á morgun. Það er gaman í dag!

Líst ekki á blikuna

Ég tók fram ullarsokkana áðan! Gólfkuldinn hér er magnaður enda er marmari á öllujm gólfum og hér fyrir neðan okkur er ekki íbúð heldur köld geymsla. Ullin stendur þó fyrir sínu.
Við mætum á klakann eftir 11 daga og ég fæ í magan í hvert einasta skipti sem ég segi þetta og hugsa! Spurningin er: á ég ekki að vera stressaðari yfir brúðkaupinu sem ég er að skipuleggja?
Þegar ég hugsa um excel skjalið sem Kristín vinkona var með við skipulagningu síns brúðkaups og öll excel skjölin sem hægt er að ná í á netinu(ef maður googlar wedding planner eða eitthvað í þá áttina) þá fær maður nett stresssjokk og spyr sig í sífellu hvort maður sé að gleyma einhverju!
Ég held að ég sé búin að finna brúðarvöndinn(eða blómin) ég þarf bara að athuga hvort það sé til á Íslandi. Það er soldið strembið að vera að skipuleggja þetta héðan frá Ítalíu og þökkum guði og Bill fyrir internetið! og ég vil líka þakka Skype gaurunum fyrir Skype! Helst vil ég fara í fermingarsleik við þá en það er víst ekki hægt! Maður gerir víst nóg af því heima hjá sér!
Matseðillinn er loksins farinn að taka á sig mynd, mun panta vínið í dag. Þarf eitthvað meira???

Tengdaforeldrar mínir voru hjá okkur frá miðvikudagskvöldi og fóru heim í nótt. Þetta var alveg hreint frábær tími með þeim og Hekla litla blómstraði að hafa þau hjá sér. Hún var alveg í skýjunum alla helgina.
Við erum búin að kaupa næstum allar jólagjafir og afmælisgjafir og náðum að senda allmikið heim með þeim, þau voru svo almennileg að taka fyrir okkur. Okkur grunar að við verðum með yfirvigt. Nú er nefnilega búið að herða allar reglur til muna og það má bara hafa 2 töskur á mann, ekki einu sinni veski má vera aukalega( sem ég skil ekki hvernig á að vera hægt) og handtaskan er vigtuð og má ekki vera yfir 10 kíló og ferðataskan má ekki vera meira en 15 kíló! Ég meina leðurjakkinn hans Sverris er 2 kíló! Þetta fyllir ekki einu sinni töskurnar! Tengdó keyptu vigt sem betur fer og það fór örugglega 30 mínútur í forfæringar úr töskum í gærkvöldi. Það er sko alveg bráðnauðsynlegt að hafa svona vigt og voru þau svo almennileg að skilja hana eftir handa okkur.
Við þræddum búðir og markaði alla helgina og borðuðum góðan mat. Við fórum í Peck á laugardaginn og keyptum nautalund sem var alveg geggjuð, ég eldaði svo dýrindis kvöldverð á laugadeginum. steikt nautalund með bernaise(ekta að sjálfsögðu)strengjabaunum, ofnsteiktum kartöflum og graskeri og salati með mangó og karamelliseruðum pecanhnetum. Þetta var allt saman á óskalista tengdamóður minnar sem hélt þetta kvöld uppá 50 ára afmæli sitt. Þau keyptu líka dýrindis rauðvín sem smellpassaði við matinn. Þetta var geggjað! Í forrétt var ég með soldið sem ég á enn eftir að ákveða hvort ég verði með í brúðkaupinu eða ekki. Þannig að það kemur ekki hér inn fyrr en eftir brúðkaupið!
Nú þarf Sverrir víst að komast í tölvuna að læra.

mánudagur, desember 04, 2006

klikkaður draumur!

já það var alveg magnað í nótt get ég sagt ykkur. mig dreymdi að ég fór í GLERlyftu og spurði manneskjuna sem ég var með hvaða hæð við áttum að fara á og hún sagði 43. hæð. Ég ýtti á takkann og allt í einu þeyttumst við af stað og lyftan breyttist í rússíbana! Þetta var alveg magnað! Allavegana besti rússíbani sem ég hef farið í á ævinni! Sérstaklega þar sem ég var algerlega óbúndin og þurfti að halda mér helvíti fast í stöngina.
Fyrir utan þennan magnaða draum var nóttin ekkert gífurlega skemmtileg, Hekla ældi í alla nótt og vældi af sársauka í maganum. Þannig að hún fór ekki í leikskólann og ég gerði ekki jóga né fór út að skokka. Hekla er hins vegar hin hressasta í dag og ekki er vottur af veikindum í hennar litla sæta líkama.
Er ekki eðlilegt að hafa stúlkuna heima í dag eða hefði ég átt að fara með hana í leikskólann????
Æ með svona er aldrei að vita, ég er fegin að ég fór ekki með hana í leikskólann.
Ég er núna á fullu að finna uppskriftir af brúðartertum sem ég(eða mamma) getur gert. Er búin að finna eina sem er mjög girnó. Ég hringdi í gær í nokkur bakarí til að athuga með verð á tilbúinni brúðartertu og komst að því að ég fór í rangan bisness ég hefði átt að læra bakarann, þvílíkt okur og vitleysa! hátt í 60.000 kall fyrir nokkrar kökur ég meina er ekki í lag!!! Geri þetta bara sjálf! Reyndar var mamma svo almennileg að bjóðast til að gera hana, frábært þá get ég einbeitt mér að matnum.
Fundurinn í gær með konunum sem eru að fara að sjá um þennan mat var heldur betur undarlegur, VIð vorum þarna komnar saman breskar stúlkur,ítalskar og svo litla ég til að ákveða hver átti að gera hvað og hvað átti að gera. Fyrst borðuðum við dýrindis ítalskan mat og svo réðumst við í þetta. Ég bjóst við að vera að skiptast á uppskriftum og svoleiðis en neeeei bresku stúlkurnar drógu þá upp pakkasósur og pakkafyllingu(sem ég skil ekki alveg hvernig virkar) og sögðu sigri hrósandi ,,isn't it fabulaous? We found it in a shop here in Milan and my mom sent me this" sem var þá custard sósa í dós! þetta verður vægast sagt skrautlegur dinner. Ég bauðst til að vera með á sunnudeginum í eldamennskunni þar sem ég komst einnig að því að enginn hafði eldað kalkún áður! Ég hlakka mikið til að smakka á pakkamatnum!
Þetta reyndar kynnti nett í jólabarninu í mér og langaði mig alveg óheyrilega mikið í mömmukalkún sem er bestur í heimi!
Já ég viðurkenni það, ég er farin að hlakka til jólanna!

jóga,skokk, skokk, jóga = HARÐSPERRUR!!!!

ÁIÁIÁIÁIÁI svona heyrist í mér þegar ég anda eða hreyfi mig, gerði klukkutíma jóga í dag og skokkaði í 25 mínútur, enda er ég dauð! Get ekki hreyft mig og er ógeðslega svöng! grrrrrr....... Þetta fer ekki vel með skapið það er á hreinu.
Ég á að þvo þvottinn fyrir leikskólann í þetta skiptið og ég hélt að þetta væri bara eitthvað smotterí, neinei þá fæ ég bara í hendurnar fullann risastóran poka með öllum dúkunum og handklæðunum! Það verður fjör hjá mér næstu daga í þvotti og þrifum. Ég hef nefnilega ákveðið að í staðinn fyrir að eyða helginni í að þrífa þá geri ég það á mánudegi eða þriðjudegi, þá getum við notið helgarinnar skötuhjúin.

Hvernig þrífur maður undir lyklaborði?

Ég er að fara að hjálpa vinkonu Jole með jólaboð sem verður haldið þ.17.12. það verða eitthvað um 20 manns og það er fundur í kvöld þar sem ákveðið verður hver gerir kalkúninn og hver gerir salatið. Það er spurning hvað maður verður settur í...hmmmm? Spennandi.
Jole fann líka konu sem getur lagað kjólinn minn almennilega og ég er búin að redda hreinsun á honum heima þegar ég kem heim.
Vann líka aðeins í að redda hlutum fyrir brúðkaupið í dag, gekk mjög vel. Á morgun er svo undibúningur fyrir komu tengdó. Þau verða hér frá miðvikdagskvöldi og fram á mánudagsmorgun. Það verður sko fjör.
Það er farið að kólna ansi mikið í Mílanó, þannig að ég get hætt að monta mig, en ég fer þá bara að monta mig á því að það eru þá aðeins 5 mánuðir í vorið, jeijjj!
ég er svo svöng!!!:(

sunnudagur, desember 03, 2006

þá er helgin liðin

Takk fyrir allar afmæliskveðjurnar, mér fannst bara soldið asnalegt að ég skuli ekki hafa fengið eina gjöf, þetta var jú ansi stór dagur fyrir mig líka! En það er víst ekki hefð fyrir því, asnalegt.
Við fórum í appiritivo á fimmtudaginn, það varð nú ekki eins blautt eins og þar áður heldur aðeins 2 1/2 glas, ágætt. Þannig að það var bara farið snemma heim. Ég hef verið ansi dugleg í skokkinu og jóga síðustu daga og ætla að reyna að halda því áfram. Ég er hins vegar með svo hrikalegar harðsperrur núna að ég get ekki hreyft mig án þess að finna fyrir því, verulega, svaf t.d. ekkert í nótt!
Við fórum í gær í mall hér í borg og er það í síðasta skipti sem ég geri það, því að mallin hér eru mest glataðar og hef ég nú gefist upp á þeim! Við sem sagt enduðum samt í bænum og kláruðum dæmið þar. Það þurfti að kaupa brúðarföt, eða klára öllu heldur. Þannig að dagurinn fór í það! En þá erum við úin með mesta og eru aðeins nærfötin eftir og skór. Er reyndar í geðveikum vandræðum með skó, en það reddast(vonandi).
Heklu tekst um hverja einustu helgi að vakna klukkan 8.00 og á virkum dögum þarf ég að eyða meiri hluta morgunsins í að vekja hana og þá er klukkan 8.30-9.00. Merkilegt!
Hún meira að segja sofnaði klukkan 23.30 í gær og vaknaði klukkan 8.00 í morgun.
Við áttum alveg frábæran dag í dag, við drifum okkur í garðinn niðri í bæ og drógum Gunna og krakkana með. Krakkarnir voru að leika sér í allan dag og svo enduðum við ferðina á kaffihúsinu á efstu hæð safnsins sem garðurinn er við og drukkum heitt súkkulaði og spjölluðum. Fyrir alla þá sem koma til Mílanó að hausti eða vetri til er vert að vita að hér er selt besta heita súkkulaði í heimi! Það er hnausþykkt og dökkt, alveg eins og ég vil hafa það.
Þannig að nú erum við komin heim vel þreytt og köld og þá er það besta sem til er að fara undir teppi og kúra sig.