Mér finnst það stór galli á hönnun mannslíkamans að við fáum ekki feld utan á okkur á veturna! Ég hef nú tekið fram pelsinn minn og allt í einu þarf ég ekki að vera í hudrað peysum innan undir jakkanum eða þegar ég er inni því að pelsinn minn gerir það að verkum að mér er alltaf hlýtt! Hvers vegna eru þá önnur spendýr en við með þykkan og góðan feld yfir veturinn en við ekki? Mér þykir þetta afar ósanngjarnt. Hugsið ykkur líka sparnaðinn sem myndi fylgja þessu. Engin föt engin tíska, engin að hugsa ,,oj hvað þessi er feitur/mjór" allir bara í gúdí fílíng með sinn feld að éta nautasteik með bernaise. Væri til betra líf?
Annað hvort er Guð minn kæri að gefa mér hina bestu brúðargjöf eða gera mér hinn mesta grikk. Það kemur allt í ljós eftir ca. viku. Málið er að ég átti samkvæmt öllu að vera á blæðingum á brúðkaupnóttina, sem hefði að sjálfsögðu ekki verið mjög skemmtilegt, fyrir mig(Sverrir kemur ekki málinu við). Nema hvað að ég byrja á túr fyrir 3 dögum! Þetta þykir mér afar einkennilegt nema að ég sleppi þá við túrinn á brúðkaupsnóttina þá væri þetta gríðarlegt gleðiefni. Við skulum sjá hvernig fer og ég lofa að halda ykkur vel upplýstum í þessum málum.
SHITSHITSHITSHIT erum að fara heim í nótt. Segi shit því að það er ekki alveg nógu mikið að gera í dag! Er komin með lista uppá 10 löng atriði, hann liggur hér við hliðiná mér og ég horfi á hann með trega....shitshitshitshit. Best að hætta þessu bulli þá og koma sér að verki.
Hlakka til að sjá ykkur öll á morgun!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
ditto skvís! Go rejse!!
ja tak skal du ha'!
Skrifa ummæli