Við héldum brúðkaup okkar þ.30.Des. og það var fullkomið í alla staði. Nákvæmlega eins og ég hefði viljað hafa það og meira en það. Við fengum ómetanlega hjálp við þetta allt saman og viljum við þakka öllum sem komu að þessu. Takk Takk Takk Takk!
Við giftum okkur í neskirkju eins og flestir sem lesa þessa síðu vita og þar voru haldnir frábærir tónleikar og presturinn var í meira lagi frábær. Við skemmtum okkur mjög vel þar og allir tónlistarmenn stóðu sig frábærlega. Takk Kristín,Sindri, Orri, Hössi,Baddi og Halli!
Þá tók við veislan sem var hreint út sagt frábær, maturinn geggjaður, fólkið æðislegt og tónlistin geggjuð. Það var sko mikið drukkið, etið og dansað í þessari veislu! Frábært partý!
Maður er núna rétt að vakna úr dái. Það var svo mikið að gera hjá okkur fyrst í kringum brúðkaupið og svo eftir brúðkaupið vorum við með Ítalina og að reyna að ganga frá öllu. Ég náði að gera 2 þætti fyrir Nýtt Líf en mér tókst ekki að troða inn grein fyrir Moggann í þetta skiptið:( en vonandi get ég gert eitthvað seinna. Við vorum svoleiðis á hvolfi allan tímann! Okkur tókst t.d ekki að setjast upp í sófa og horfa á eins og einn þátt í sjónvarpinu allan tímann. En maður grætur það nú ekki, sérstaklega í ljósi þess hve skemmtileg dvölin var.
Það var mjög fyndið að fylgjast með Ítölunum í öllu þessu kjötáti. Þau voru alltaf að drepast í maganum greyin og við vorkenndum þeim svo mikið að í hvert skipti buðum við þeim meira kjöt og öskruðum upp í eyrun á þeim ,,ERUÐ ÞIÐ EKKI VÍKINGAR, HA?HA?HA?" og settum upp mikinn grimmdarsvip með kreppta hnefa.
Það var meira að segja einn daginn sem annar Ítalinn kom og sagði við mig ,, úff ég er alveg að drepast í maganum, ég held að ég hafi borðað of mikinn pipar" Ég hélt ég myndi deyja úr hlátri, þvílíkar veimiltítur(og þetta var karlmaðurinn!), og að sjálfsögðu sá mikið eftir því að hafa piprað laxinn svona mikið, EINMITT!
Þetta voru að öðru leyti hið yndælasta fólk og ef að ég og Sverrir getum massað ítölskuna meira þá held ég að við gætum átt þau sem ævilanga vini, þessar elskur. Býst reyndar ekki við því að þau(eða við) eigi eftir að borða meira kjöt í bráð.
Ég eyddi morgninum í að leita að skóla hér í borg. Ég er búin að finna einn en hann er svona í dýrasta lagi, þ.e. ef að ég fæ ekki að koma inn eins og venjulegur evrópubúi, ekki í Evrópusambandinu. Næ ekki í þá til að fá að vita hvort það er í lagi. Held áfram að reyna í dag.
Sverrir er kominn á fullt í skólanum.
Sverrir var mjög gáfaður í gærkvöldi þegar hann var að stilla klukkuna sína, hann var ennþá með á íslenska tímanum þannig að við vöknuðum klukkutíma of seint sem þýddi að ég þurfti að keyra hann í skólan, sem var svo sem í lagi, en hins vegar komst Hekla ekki í leikskólann. Fer með hana á morgun og ég býst við því að ég þurfi að byrja aftur með hana í aðlögun, eins og vanalega eftir frí hjá okkur.
Ferðalagið heim var langt en auðvelt þar sem ég á yndælustu stelpu í heimi. Hún lék sér mestallan tímann á leiðinni til London og svo á leiðinni til Mílanó svaf hún alla leiðina. mig langar nú ekkert sérstaklega að ferðast með Ryanair aftur þar sem þetta er allt saman hið óþægilegasta. Búið að lækka kílóafjöldann og sætin hræðileg, en það er samt kílóafjöldinn sem er mest böggandi. Það má bara vera 1 handtaska 10 kg og 1 ferðataska 15 kg á mann. Sem þýðir fyrir fjölskyldur fleiri töskur en færri kíló, skemmtilegt ha!? Við vorum sem sagt með 6 töskur og ein þeirra,stóra taskan, er 7 kg ein og sér þannig að hún var beisiklí tóm!
Við náðum að taka með okkur eitthvað af brúðargjöfunum OKKAR og svo fengum VIÐ draumagjöfina OKKAR þegar við komum heim....Kitchen Aid vél. Við fengum líka ísgerðarskál í það og pastvél og svo miklu miklu fleira Allar hver annarri flottari. Gestabókin var líka alveg hreint frábær. Fyrstu gestirnir sem skrifuðu í hana skrifuðu allt mjög pent og fínt, bara nafnið sitt og svona og svo var það frekar greinilegt þegar leið á kvöldið að fólk var aðeins komið í glas og ég get svarið það ég er hætt að vera með komplexa yfir lélegri skrift, allt sem var skrifað var mjög skemmtilegt og eiginlega, næstum því óskiljanlegt. Mjög fyndið.
Takk allir fyrir að gera þetta svona yndislega skemmtilegt!
Það er greinilegt að við eigum bestu og skemmtilegustu vini og fjölskyldu í öllum heiminum!
sunnudagur, janúar 07, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hæ sæta, djö... við klúðruðum því að skrifa í gestabókina og ég sem skrifa alltaf eins og ég sé full eða er ég kannski alltaf full? Allaveganna ástarþakkir fyrir okkur og þið skulið bara halda áfram að rokka feitt í útlöndum.
Skrifa ummæli