Ég fór í gær á markaðinn og viti menn þessir Ítalir ná að koma mér á óvart enn og aftur. Ég man ekki hvort ég sagði ykkur frá því að síðasta fimmtudag þegar ég fór á markaðinn, bað ég kjúklingamanninn um lítinn kjúkling,svona eins og þeir nota á grillin sín, hann sagðist vera búin að nota þá alla og að hann ætti bara ekki svona lítinn kjúkling fyrir mig, ég spurði hann þá hvort ég gæti fengið hjá honum ef ég kæmi snemma á fimmtudögum, hann játti því. Ég mætti því snemma í gær og viti menn þegar ég gekk framhjá kjúklingamanninum þá var kallað á mig ,, joia,joia! vieni vieni" og viti menn hann hélt á undurfögrum kjúkling fyrir mig sem hann var búinn að taka frá. Svona á þetta að vera !
Ég gerði svo Marbella kjúklinginn í gærkveldi, mmm hann er alltaf jafnunaðslega góður.
Þessar nýju innkaupaaðferðir eru að svínvirka, við erum búin að eyða miklu minni pening í mat síðustu 2 vikurnar en venjulega.
Eftir að Cherioosið kláraðist hafa morgnarnir verið mun erfiðari hjá okkur mæðgunum, Hekla tekur óratíma í að ákveða hvað hún vill borða og svo aftur óratíma í að koma því ofan í sig. Þannig að við höfum komið of seint í leikskólann alla vikuna.
Ef einhver vill senda okkur cherioos veit ég að Hekla verður mjög ánægð.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Prófaðu múslíið, ég ætla að fara að búa það til aftur. Svo hollt og öllum krökkum finnst það gott.
Annars er ég alveg hlynnt því að þú fáir sent út seríos hehe. Bara stinga uppá einhverju þangað til þú færð það sent.
ég bara skil ekki afhverju þú ert ekki akfeit, hver talar um "undurfagran kjúkling" og étur hann svo eins og ekkert sé sjálfsagðara.
ahahaha ég enda ég er í endalausri megrun!!
Já best að prófa múslíið næst, cornflakes var ekki alveg að gera sig hjá henni.
hæ sæta!
Ég vil fyrst af öllu taka það fram hvað ég er ánægð með þessa ó-só-slædly-klámmyndalegu mynd sem stóra systir þín er farin að nota.
Í öðru lagi langar mig að spyrja hvort þú kannt að gera tikkamasala sósu?
Í þriðja lagi langar mig til að spyrja þig: Hvort myndirðu frekar vilja A) ganga í gegnum kjúklinga-markaðinn sallaróleg með vinstra brjóstið út úr, eða B) að vera bundin upp við Megas í 6 klukkustundir. Þið væruð að sjálfsögðu bæði nakin?
Ekki spurning ganga í gegnum kjúklingamarkaðinn með það vinstra úti!
Ég hef ekki gert tikkamasala frá grunni :( en skal tékka á þessu fyrir þig
Skrifa ummæli