mánudagur, september 17, 2007

bleh...

jeminn eini... helgin varallsvakaleg verð ég nú bara að segja. Laugardagurinn fór í vinnu en þó ekki eins mikla og ég hélt var búin tiltölulega snemma, var frekar ánægð með það, þar sem ég vil helst eyða helgunum með einkadótturinni og manninum... það gekk allt saman vel svo eftir vinnu fórum við í afmæli til Gunna vinar Sverris, þar var ekkert smá vel veitt, kannski einum of vel, allavegana fyrir mína, varð svona líka pöddufull og vitlaus með meiru, segi ekki einu sinni frá því hvernig þetta endaði allt saman, segjum bara að það endaði ,,Sigurrósar 2 style" þið sem þekkið mig nógu vel vitið hvernig það er þegar hinn brjálaði og vitlausi helmingur minn hún Sigurrós 2 tekur yfir nr.1 það veit ekki á gott. En nóg um það.
Sunnudagurinn fór svo að sjálfsögðu í þynnku dauðans og smá hjálp í íbúð Ólu sys svo beint í ból, þannig að svona líður mér í dag:
Fiskur (19. febrúar - 20. mars):
Þú ert rugluð og týnd sál og hefur ekki hugmynd um hvernig þú átt að nýta hæfileika þína eða í hvaða átt þú átt að fara. Þú vilt vera alls staðar og upplifa allt. En þar sem þetta er ómögulegt, þá fer allt í vitleysu. En það gerir ekkert til, þú ert sérfræðingur í sjálfsblekkingum og því að flýja raunveruleikann.
Svo þar sem ég er einnig á þessum blessaða túr sem við kvenfólkiö þurfum að líða einu sinni í fokking mánuði sem mér finnst persónulega alllt allt of oft á ársgrundvelli þá líður mér einnig svona:
I hate myself today.
I don’t know what’s happening to me.
I hate my face today.
I think I look so shitty.

I have some sweat everywhere.
I’m not even shaved.
My hair all greasy.
I look disgusting.

My eyes are glued.
My lips are chaffed.
My legs are prickling.
And plus I’m stinky today.

How can I date someone with a face like that?
I know you’re gunna dump me again,
And I am gunna cry.

Cuz you want a perfect girl,
And I’m not what you expected.
You want a perfect girl,
And I look shitty today.

Maybe I should put some makeup,
And find some crazy outfits.
But I am very tired today
And I don’t care if I’m not pretty.

Should be like these girls,
Skinny and great all the time.
I’m still wearing my slippers
And eat all the candies at home.

I should sleep more,
And stop going out everyday.
I should focus more,
And stop complaining today.

Tell me, How can I date someone with a face like that?
I know you’re gunna dump me again,
And I am gunna cry.

Cuz you want a perfect girl,
And I’m not so perfect.
You want a perfect girl,
And I look shitty today.

Skemmtilegt ha!
Karlmenn bara vita ekki hvað þeir hafa það gott! Helvítin ykkar!!!
Nei þetta var nú kannski of gróft hjá mér þarna, hún Sigurrós 2 er greinilega ekki alveg dauð eftir laugardaginn!
Best að fara og reyna eftir fremsta megni að deyða tíkina.

föstudagur, september 14, 2007

Multi-tasking

já ég tek spinning á leiðinni úr vinnunni og heim og svo skokka ég heiman frá og uppá leikskóla til Heklu. Er ég ekki sniðug!?
Mér líður mjög vel með það, en er orðin pínu þreytt ekkert alvarlega þó, verð að vera í stuði fyrir morgundaginn sem verður massívur í vinnu!
Fór á kaffihús í gærkvöldi með Ásu vinkonu og við fórum á Thorvaldsen og loksinsloksins fékk ég góðan kaffihúsamat, reyndar var hann í dýrara lagi en ég verð nú bara að segja það að ég vil frekar borga aðeins meira heldur en að pína ofan í mig þann viðbjóð sem ég hef verið að borga fyrir á þessum blessuðu kaffihúsum hér í borg.
Það var ekkert smá kósí hjá okkur Ásu, fórum bara snemma en það skiptir nú svo sem ekki miklu máli þar sem það er hvort eð er komið myrkur, maður finnur ekkert fyrir því hvort maður fer á kaffihús klukkan 18:30-22:00 eða 21:00-1:00, bara betra því þá getur maður vaknað ferskur daginn eftir! Gera þetta eins og Bretarnir og Ítalarnir!
jæja best að fara að lesa moggann og svona...

þriðjudagur, september 11, 2007

Chris Cornell Klúðraði þessu algerlega!

Men ég er fyrst að jafna mig á þessum vonbrigðum núna, hann mætti ekki í matinn!!!!
Ég hitti hann ekki allan tímann, hann var í room service alla helgina! En ég fékk crewið og hljómsveitarmeðlimi í matinn til mín og þeir voru svo ánægðir að þeir sögðu að þetta hefði verið besti maturinn sem þeir hefðu fengið á öllu tónleikaferðalaginu, í 6 mánuði! Ég var nú reyndar mjög stolt af því og það var svona nokkurn veginn smá sárabót í því. Svo í eftirpartýinu seinna um kvöldið(þegar ég hafði klárað 13 tíma vaktina og farið á tónleikana)þá voru þeir á afgirtu svæði á Rex að drekka fullt af bjór og víni, ég ákvað að þakka fyrir frábæra tónleika og kynnti mig að sjálfsögðu sem kokkinn, og þeir tóku mér opnum örmum buðu mér inn og þar gátum við Sverrir drukkið eins mikið og okkur lysti. Við nýttum okkur það, spjölluðum aðeins við drengina(ég og Sverrir)og það kom í ljós að trommuleikarinn og Sverrir eiga mikið af sömu áhugamálunum en svo þegar greddan tók yfir hjá hljómsveitarmeðlimum ákváðum við að beila, skelltum okkur í tánið og svo heim í ból. ojá þetta voru nú allar kjaftasögurnar af þessu ævintýri!
En annars er bara vinnavinnavinna.
Hekla er orðin veik aftur og þurftum við því að fresta háls-og nefkirtlatöku, sem átti að vera á morgun, fram á næsta miðvikudag. Hún er komin með massíva magapest, greyið. Frekar fúlt þar sem ég var búin að redda fólki til að vinna fyrir mig og svona, sem var smá vesen, ekkert alvarlegt þó. Vonandi gengur vel að finna einhvern til að vinna fyrir mig næsta miðvikudag.
Ég var að taka að mér aukavinnu næsta laugardag, sem verður líklegast frá 6.00 til 21.00. Besta að vera vel upplagður fyrir þá törn, ég tók því smá workout á hjólinu í gær og ætla að taka meira út vikuna, þannig að ég verði í góðu formi á laugardaginn.
Úff ég er nett þreytt og soldið leiðinleg þannig að ég ætla að láta þetta duga í bili.
Over and out.....

miðvikudagur, september 05, 2007

Já hann Chris vinur minn.....

ójúójúójú, hehehe ég er að fara að elda fyrir Chris Cornell og ég get sagt ykkur það að ég bað sérstaklega um þetta, okok GRÁTBAÐ um þetta gig og fékk það. vúhúúúú
Ég er svo spennt að það hálfa væri nóg. Þetta verður allan daginn, morgunmatur, hádegis- og kvöldverður og ég er ein með þetta allt saman 35 manns, bara stuð maður. Mér væri sama þó að ég væri sveitt og hlaupandi þarna, ÉG FÆ AÐ ELDA FYRIR CHRIS CORNELL. Eruð þið að gera ykkur grein fyrir þessu eða??? This is huge!!! ég er svo spennt svo spennt svo spennt að ég er búin að vera með í maganum síðan ég fekk að vita þetta, og það var í gærdag. Sko ég fór í ljós í gær svo er bara megrunmegrun megrun í dag og á morgun og hinn, og ég spændi á hjólinu heim og að ná í Heklu, ég get svarið það að Hofsvallagatan er algjör mörder fyrir hjólreiðamanninn, en ég komst upp að lokum og bílarnir fyrir aftan mig ekkert pirraðir eða þannig, ég er nefnilega með hjólakerru Ólu og Gumma aftan í, tek sem sagt allt plássið á götunni. Ég neita að fara af hjólinu og reiða það, ég er í megrun og hana nú!!!
Við fórum út að borða á laugardaginn á Vox og ég get svarið það, það var geggjað. Þetta er eitthvað sem allir þurfa að prófa, alveg á hreinu!!! Við tókum margrétta seðil með mismunandi víni með hverjum rétti sem hún Alba vinkona mín valdi og svo þjónaði sú snilla(kvk.notkun á ,,sá snillingur") okkur allt kvöldið. VIð vorum þarna í 4 tíma, bara ég og maðurinn minn og nutum alls til fulls, hreinn unaður!
Svo er bara vinnavinnavinna....
Hekla fór til háls-nef-og eyrnalæknis og það þarf að taka úr henni háls-og nef kirtlana. Það verður gert á miðvikudaginn og að sjálfsögðu verð ég til staðar fyrir dóttur mína. Mér finnst svo mikilvægt núna að ég verði með í þessum mikilvægu hlutum hjá henni, bara vera venjulega mamma, ekki mamman sem er alltaf í vinnunni og ekki einu sinni hægt að hringja í hana. Hingað og ekki lengra, ég mun verða hjá henni og halda í hendina. Ég fæ bara frí í vinnunni. Úff það er eitthvað sem er svakalega erfitt, ég sem var búin að gera að prinsippmáli hjá mér þetta sumar, að vera aldrei fjarverandi einn einasta vinnudag. Það hefur gengið svakalega vel hingað til en jæja, aldrei að segja aldrei....
Í kvöld eru það svo tónleikar með Villa Vill, ég mun fara með Ásu, Kötu og Kristínu og vonandi fleirum. ohhh hvað það verður skemmtilegt!!! Ég hlakka svo ótrúlega til að hitta vinkonur mínar aftur eftir langa fjarveru.
CHRIS CORNELL RÚLAR BIG TIME!!!!
Ég er mikið búin að spá í því hvernig ég muni bregðast við ef hann kemur svona nálægt mér og ég er svo rosalega hrædd um að ég roðni upp fyrir haus, fari að slefa og segi eitthvað fáránlegt í vitlausri röð.
hahahahaha, gvuð hvað þetta verður skemmtilegt!!!
Chris knús til ykkar allra
ÍSLAND! BEST Í HEIMI!!