Men ég er fyrst að jafna mig á þessum vonbrigðum núna, hann mætti ekki í matinn!!!!
Ég hitti hann ekki allan tímann, hann var í room service alla helgina! En ég fékk crewið og hljómsveitarmeðlimi í matinn til mín og þeir voru svo ánægðir að þeir sögðu að þetta hefði verið besti maturinn sem þeir hefðu fengið á öllu tónleikaferðalaginu, í 6 mánuði! Ég var nú reyndar mjög stolt af því og það var svona nokkurn veginn smá sárabót í því. Svo í eftirpartýinu seinna um kvöldið(þegar ég hafði klárað 13 tíma vaktina og farið á tónleikana)þá voru þeir á afgirtu svæði á Rex að drekka fullt af bjór og víni, ég ákvað að þakka fyrir frábæra tónleika og kynnti mig að sjálfsögðu sem kokkinn, og þeir tóku mér opnum örmum buðu mér inn og þar gátum við Sverrir drukkið eins mikið og okkur lysti. Við nýttum okkur það, spjölluðum aðeins við drengina(ég og Sverrir)og það kom í ljós að trommuleikarinn og Sverrir eiga mikið af sömu áhugamálunum en svo þegar greddan tók yfir hjá hljómsveitarmeðlimum ákváðum við að beila, skelltum okkur í tánið og svo heim í ból. ojá þetta voru nú allar kjaftasögurnar af þessu ævintýri!
En annars er bara vinnavinnavinna.
Hekla er orðin veik aftur og þurftum við því að fresta háls-og nefkirtlatöku, sem átti að vera á morgun, fram á næsta miðvikudag. Hún er komin með massíva magapest, greyið. Frekar fúlt þar sem ég var búin að redda fólki til að vinna fyrir mig og svona, sem var smá vesen, ekkert alvarlegt þó. Vonandi gengur vel að finna einhvern til að vinna fyrir mig næsta miðvikudag.
Ég var að taka að mér aukavinnu næsta laugardag, sem verður líklegast frá 6.00 til 21.00. Besta að vera vel upplagður fyrir þá törn, ég tók því smá workout á hjólinu í gær og ætla að taka meira út vikuna, þannig að ég verði í góðu formi á laugardaginn.
Úff ég er nett þreytt og soldið leiðinleg þannig að ég ætla að láta þetta duga í bili.
Over and out.....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Chris situr örugglega og grenjar úr sér augun fyrst hann var svona mikill lúði að koma ekki og borða matinn þinn...... sveiattann barasta.
En jæja er ekki löööööngu komin tími á hitting segi ég nú barasta, þetta er náttúrulega bara bull að vera ekki búin að sjá meira í smettin á ykkur fagra fólki.....
nú hittumst við
kyss
S
Þokkalega kominn tími á okkur,maður er bara alltaf að vinna.dem... heyrumst samt fljótlega, ok!!!
Skrifa ummæli