sunnudagur, mars 30, 2008

miðvikudagur, mars 26, 2008

Che fortunata che sono!!!!

Já svo sannarlega er ég lukkuleg. Ég eyddi föstudeginum og laugardeginum í ítölsku ölpunum með Óla og Ester og svo keyrðum við í bæinn á laugardeginum og eyddum nokkrum tímum með kallinum og svo aftur upp í sveit og í þetta skiptið var það Gardavatnið. Ég eyddi þar þremur yndislegum dögum með Jole og Piero og fjölskyldu þeirra. Við borðuðum fullt af mat og nutum lífsins. Jole sýndi mér heit böð sem eru þarna rétt hjá villunni þeirra, það er nú meira ævintýrið maður, þetta er fallegasti garður sem ég hef séð, trén eru frá árinu 700 þannig að þau eru ævintýralega stór og gömul, garðurinn sjálfur er ofboðslega fallegur og þetta er eins konar vatn sem er við 37°C, ofan í vatninu eru svo 2 pottar, annar er 38°C og hinn er 39°C, alveg hreint unaðslegt, svo er þarna hellir eins og í Bláa lóninu. Hekla var svo yfir sig hrifin af þessu að hún réði sér ekki fyrir kæti. Búningsaðstaðan var hins vegar sérstaklega primitiv, og ekki nálægt því eins advanced eins og við Íslendingar eigum að venjast, þar var öllum troðið saman í eitt risastórt tjald og þar inni var líka veitingasalan, þar voru engir skápar, bara hengi fyrir útifötin,og hillur fyrir töskurnar með fötunum í, svo við útganginn í vatnið voru hengi fyrir sloppa. Þannig að maður var þarna á bikiníi með karlmenn starnadi á sig og þurfti þar að auki að labba hálfnakinn í gegnum veitingasöluna þar sem allir voru fullklæddir, jeesssss. Það var svona það eina sem ég gat sett útá. Þessi garður er rétt hjá Gardalandi.
Maturinn á páskadag var líka í meira lagi góður, það var forréttur með 5 litlum réttum,eftir það kom spaghetti með pesto,svörtum ólífum og sólþurrkuðum tómötum svo var aðalréttur sem samanstóð af geit,mjólkurlambi,spiedo(sem er spjót sem búið er að elda í 3 tíma með kanínu,kartöflum,kjúkling, svínakjöti og salvíu,það var einnig boðið uppá ætiþistla að hætti rómverja og ofnbakað grænmeti og kartöflur. Í eftirrétt var svo súkkulaðikakan sem var í brúðkaupinu mínu(sem ég gerði)og la Colomba og profitterolles, með eftirréttinum voru svo opnuð öll páskaeggin. Með matnum var svo drukkið fullt af víni og kampavín með eftirréttinum. Þetta var ekki kvöldverður heldur hádegismatur.... Það er nefnilega hefðin hér á Ítalíu að borða hátíðarmatinn í hádeginu, sem er nú alveg sérstaklega góð hugmynd þar sem það tekur þokkalega langann tíma að borða þetta allt saman.
Það sem mér fannst bera af af þessum mat og kom mér mest á óvart var geitin, hún var sérstaklega gómsæt. Það sem kom mér einnig á óvart var að mjólkurlambið, sem er selt á 6500 kr. kílóið,fannst mér ekki nógu gott, það var eitthvað bragð sem fór eitthvað rosalega í mig, en kjötið sjálft var ofsalega fíngert og lét ótrúlega vel í munni, þannig að það er spurning hvort það væri ekki alveg geggjað ef það væri íslenskt mjólkurlamb.
Ég mun svo setja inn fullt af myndum í dag eða á morgun.
Eftir hádegismatinn fórum við í göngutúr um Saló,en það er einmitt það sem allir Ítalirnir gera til að brenna öllum þessum mat, annars bara sofnar maður, enda var troðið af fólki. Þegar við komum svo heim var klukkan orðin svo margt að við fórum beint í ból, alveg hreint geggjað.
Daginn eftir fórum við í picnic upp hæð sem er þarna við villuna þeirra, þar uppá hæðinni er einstakur ,,veitingastaður" en það voru 2 langborð og svo risastórt eldstæði þar sem maturinn var grillaður, myndavélin var því miður batteríslaus þannig að ég gat ekki tekið myndir af þessu. Ég er reyndar alveg að gefast upp á þessari myndavél, hún er að gefa upp öndina greyið og mig langar í alvöru vél! En þegar við komum heim úr göngutúrnum lagði ég mig aðeins og Hekla var að leika sér í garðinum og í báðum villunum(þetta eru nefnilega 2 villur sem eru hlið við hlið sem öll fjölskyldan á, nema að Jole og Piero eiga minni villuna bara ein). Því næst fórum við í bíltúr að heita uppsprettuvatninu, sem hefði átt að taka 30 mínútur en þar sem umferðin var ótrúlega mikil tók ferðin okkur 2 klukkutíma! En við komumst á endanum en þá var komið myrkur, það gerði nú lítið til því að garðurinn er mjög ævintýralegur í myrkri. Eftir sundið fórum við svo á Trattoriu þarna rétt hjá og fengum okkur að borða, Hekla var svo þreytt eftir daginn að hún sofnaði yfir disknum með bita uppí sér, alveg hrikalega sætt,litla snúllan.
Daginn eftir fórum við með Piero í stóru villuna að sjá vínkjallarann þeirra, en þar var í gamla daga bruggað vín, þar sem þau eiga einnig vínekru en efir að afinn dó og húsvörðurinn þá ákváðu þau að endurnýja ekki trén þar sem enginn hafði tíma til að hugsa um það. En það virkar nefnilega þannig með vínviðinn að tréin deyja þegar þau eru orðin of gömul og þarf því að endurnýja þau. Þau eiga líka ólfutré og týna ólífurnar og láta gera olíu fyrir sig og geyma hana svo þarna í vínkjallaranum. Þetta er allt saman svo ótrúlegt og skemmtilegt.
En nú er veruleikinn tekinn við á ný....
Ég fór í gær og borgaði alla reikninga og keypti lestarmiða til Napólí... Það var mjög skemmtilegt að punga út öllum þessum peningum.
Ég er komin með lítið verkefni og hlakka til að byrja á því, ég á að þýða smá kafla í alveg klikkaðri bók sem á að fara að gefa út, ég keypti mér bókina í gær og langar til að elda allt upp úr henni.
jæja best að koma mat ofan í stúlkuna, það er nú búið að vera notalegt hjá okkur í morgun. Ég keypti límmmiða-gátu-bók í gær og er hún búin að vera í þessu í nokkra tíma núna og hlustum á barnalög á meðan.

þriðjudagur, mars 18, 2008

Thessu tekur Hekla uppa a daginn

Voralbúm 2008

Nokkrar myndir og vídeó af Heklu




Hanskarnir eru notaðir til að ná betra gripi á böndunum....

Vodka redbull

já það er drykkurinn í dag, við fórum á föstudaginn út með Óla,Ester,Niklas og Fanný. Við ætluðum að hittast á mjög flottum stað, sem við höfðum ekki farið á áður en þar var allt fullt þannig að við þurftum að fara á pizzastað þar við hliðina og þar fengum við frábærar pizzur. Við fórum svo eftir það á staðinn aftur og fengum alveg frábæra kokteila en þá var þetta orðinn soldill djammstaður þannig að Sverrir leyfði konunni sinni að halda áfram með liðinu og hann fór heim með Heklu. Við vorum svo að djúsa smá meira og enduðum svo heima hjá Ester og Óla. Mjög skemmtilegt kvöld. Hér er nú málið þannig á þessum fínu börum að kokteill kostar það sama og bjór þannig að það gefur augaleið að maður kaupir sér kokteil, ég var reyndar komin með algjört ógeð á of sætum kokteilum þannig að ég endaði í vodka redbull, og það var sko ekkert verið að spara vodka-ið. En ég lifði þetta af og daginn eftir líka án nokkurra vandræða. Mjög skemmtilegt kvöld.
Við fórum á laugardaginn að sækja tölvuna sem Ása lánaði mér hjá strák sem býr hér nú og var svo indæll að koma með hana frá Íslandi. Mikið er ég heppin. Nú get ég unnið og gert það sem ég vil, hvenær sem ég vil:D
Ég eyddi svo gærdeginum í að dunda mér í eldhúsinu, ég þurfti nefnilega að nýta þetta kíló af jarðaberjum sem mér var gefið. Ég gerði því jarðaberjakökur með jarðaberja coulis og jarðaberja ís. Ég var að prófa ísgerðarskálina sem við fengum í brúðargjöf, og ísinn varð fullkominn í þetta skiptið, creamy og unaðslegur á bragðið.
Hekla er að hlusta á Karíus og Baktus og heldur fast í hendurnar á mér og spyr í sífellu ,, af hverju eru þeir svo hræðilegir?", ,,af hverju eru þeir svona vondir?", ,,ég bara skil ekkert í þessu"
Litla snúlla heldur náttúrulega að þeir séu í munninum sínum.
Við vöknuðum klukkan 8.00 í morgun við róandi og sælugefandi hljóð í blessaða húsinu hér fyrir framan. bora,bora,bora, vélasög og fleira í þeim dúr. Maður bara fer í sérstaklega vont skap og á mjög erfitt að koma mér í betra skap. Ég ætla að reyna að koma mér í betra skap og setja inn myndir í dag. Ég er þó búin að þrífa aðeins inn á baði og setja í þvottavél.
ekki gera eins og mamma þín segir, Jens!!!

miðvikudagur, mars 12, 2008

Klipping



já ég var víst komin með sítt hár en það var stutt gaman..... Hárið mitt var svo illla brennt að hann þurfti að klippa það allt af svo að ég er komin með stutt hár á ný. Það eru mixed feelings hjá mér núna, það var orðið skemmtilegt að vera með sítt hár en maður getur víst ekki fengið allt sem maður vill í þessu lífi.
Annars var mjög heitt í dag, mælirinn niðri í bæ sýndi 30°C , ég gerði þau mistök að fara í jakka í bæinn og svitnaði eins og rotta.
Ég og Hekla vorum úti á svölum í allan morgun í sólbaði, ég verð nú að segja að ég naut þess ekkert sérstaklega með alla þessa verkamenn hérna beint fyrir framan. Þeir eru nefnilega byrjaðir að setja inn innréttingar í risana hér fyrir framan og það fylgja því ansi mikil læti, bílar og fleira en sem betur fer fylgir ekki moldarrykið, þannig að við getum haldið svölunum hreinum og fínum og farið að vera soldið þar úti, Hekla leikur sér og ég get flatmagað. Ljúft, ha....
Það var nú alveg týpískt þarna á hárgreiðslustofunni, ég ákvað að þvo á mér hárið áður en ég færi þangað til þess að ég þyrfti ekki að borga aftur fáránlega mikinn pening fyrir þvott, en neinei þeir voru búnir að sjá fyrir því, þar kom að stúlka með olíur og sagðis ætla að nudda mig, jú hún gerði þetta mjög vel en núna var hárið orðið frekar olíuborið þannig að að sjálfsögðu þurfti að þvo á mér hárið!!! En þarna kom líka kona sem bauðst til að taka mig í manicure en ég var svo hrædd um að ég þyrfti að borga ennþá meira þannig að ég afþakkaði, en nú er ég óviss um hvort það hafi átt að vera frítt eða ekki, hefði alveg verið til í manicure!
Endilega krakkar látið fólk vita af matarsíðunni minni....

sunnudagur, mars 09, 2008

tölvulaus kolvetnis vika



Já ég fékk ekkert að hafa tölvuna í síðustu viku enda er ég núna að fara að setja inn nokkrar uppskriftir sem eiga það allar sameiginlegt að vera kolvetnissprengjur. Ég lofaði sjálfri mér áður en ég kom hingað að ég myndi ekki vera í kolvetninu en viti menn, þegar peningarnir eru orðnir...tja frekar bara horfnir þá er ekki mikið sem maður hefur efni á og þá verður pasta og risotto oftast fyrir valinu. Það er líka alltaf mest borðað af því.
Það fór nú ansi lítið fyrir skokki í síðustu viku þar sem ég fór að skokka á mánudaginn með Heklu á hjólinu og í miðjum garði fæ ég mígreniskast, mjög skemmtilegt, ég fer héðan í frá með símann með mér, því að ég var svo hryllilega hrædd um að ég myndi detta niður þarna á miðjum veginum og við vorum lengst inni í garði, hvað hefði Hekla átt að gera þá?? En sem betur fer náði ég að labba heim. Í hvert skipti sem ég fæ kast núna þá springur æð í auganu, mjög lekkert.
Ég er að fara í klippingu á miðvikudaginn hlakka mikið til, hárið á mér er frekar viðbjóðslegt þessa dagana.
Ása vinkona ætlar að vera svo yndisleg að lána mér tölvuna sína og ég fæ hana líklegast á föstudaginn eða laugardaginn.
Við fengum fólk í mat til okkar á föstudaginn og ég gerði sushi. Þetta er fólk sem er nýkomið hingað og er með 3ja ára stelpu með sér og þær snúllurnar skemmtu sér mjög vel saman. Mjög fínt fólk. Hann ætlar einmitt að koma með tölvuna hingað til mín,jesss.
Ég prófaði að gera spagetti í fyrsta skipti í gær, gekk svona upp og ofan til að byrja með en svo gekk þetta á endanum. Við fengum nefnilega pasta-attachment með kitchenaid vélinni okkar í brúðkaupsgjöf og ég var að prófa það núna. En pasta-ið sem ég gerði í gær var guðdómlegt, og alveg svakalega auðvelt. Ég ætlaði að fara eftir uppskrift sem ég fann í Gourmet(febrúar 2008) en endaði svo á að gera ansi lítið úr þeirri uppskrift þar sem það var beisiklí ekkert til í ísskápnum! En þetta reddaðist og úr varð dýrindiskvöldverður.
Ég fór nefnilega á laugardaginn í bæinn með Heklu til þess að kaupa matarblöð, þar sem það er aðeins ein verslun sem selur ensk og amerísk blöð hérna í þessari borg og hún er niðri í bæ.
Jæja það er best að koma sér að verki og setja inn þessar uppskriftir svona á meðan ég hef tölvuna.

sunnudagur, mars 02, 2008

Hekla, la bellissima Hekla....

Skemmtilegtheit

Fyrsti sumardagurinn
Svo sannarlega, það voru um 23 stiga hiti í dag!
Dagurinn fór því í þrif á íbúð og svo var seinni partinum eytt í garðinum okkar, sem reyndar var, aldrei þessu vant , gersamlega stútfullur af fólki. Við fórum á hjólunum okkar, öll þrjú og hjóluðum allan seinni partinn. Þetta var alveg yndislegur dagur, það er svo svakalega mikill munur þegar Hekla getur verið á sínu hjóli og við á okkar, það gerir einhvern veginn allt svo miklu skemmtilegra.Við hjóluðum svo útí ísbúð og fengum okkur ekta ítalskan ís mmmmmm..... Gerist ekki betra.
Þegar heim var komið fór ég í eldhúsið og byrjaði á þessum líka dýrindis kvöldverði sem ég er nú búin að setja inn á matarsíðuna mína og við drukkum rauðvín frá Gardavatni með. Fullkominn endir á fullkomnum degi!

Ég fór í heimsókn til Jole í gær til að spjall og ná í 500 gr af parmesanosti hjá henni. Hún var að bjóða okkur að fara í íbúðina þeirra í fjöllunum og líka við Gardavatnið. Það er svo sannarlega girnilegt, en þar sem Sverrir þarf að læra svo svakalega mikið þessa dagana lítur út fyrir að það verði ekkert úr því. Kannski um páskana en það er ólíklegt þar sem hann þarf að skila daginn eftir páskafríið. Ég er alvarlega að spá í að taka bara einhvern annan með mér og Heklu og skilja greyið kallinn eftir hérna. Ég nefnilega spurði hvort ég mætti koma með vini með mér og hún sagði að það væri sko alveg í lagi. Hvað á maður þá að gera??? Sitja heima og trufla Sverri eða koma sér upp í fjöll og brettast aðeins? Eina vandamálið væri að vera með einhverjum þolinmóðum sem væri til í að passa Heklu svona eins og hálfan dag. Hahaha einmitt að maður fyndi einhvern þannig........Ég skil það nú alveg.. ef og þegar fólk er barnlaus og er í fjöllunum af hverju ætti það að passa krakka einhvers annars??? æ ég verð að sjá til hvernig þetta fer allt saman. Það er líka mjög skemmtilegt að vera þarna án þess að fara á bretti, kannski maður færi bara með vinum og væri bara að leika með Heklu í brekkunum á meðan vinirnir skíða og brettast.

Það var svo svakalega sætt áðan þegar við vorum nýbyrjuð að borða og Heklu fannst maturinn svo svakalega góður að hún kom til mín og faðmaði mig og sagði,, elsku mamma mín, takk fyrir þennan rosalega góða mat og ég vona þú gerir alltaf svona æðislegan mat!" Hún meira að segja borðaði sveppina, sem ég venjulega fæ hana ekki til að borða.
Hún kom með eitt gullkorn líka um daginn þegar ég var að röfla í henni að ganga frá eftir sig, en þá hafði ég sagt ansi oft ,,viltu gjöra svo vel að ganga frá eftir þig!" Mjög ströng! En eftir smá stund fór hún og burstaði í sér tennurnar og háttaði sig og kom svo til mín og knúsaði mig og sagði mjög einlægt ,,mamma, ég lofa að ganga frá mér á morgun" hehehe litla snúlla, ég náttúrulega leiðrétti hana í snarhasti þar sem ég er frekar, kannski eilítið um of, hjátrúarfull.