sunnudagur, mars 02, 2008

Skemmtilegtheit

Fyrsti sumardagurinn
Svo sannarlega, það voru um 23 stiga hiti í dag!
Dagurinn fór því í þrif á íbúð og svo var seinni partinum eytt í garðinum okkar, sem reyndar var, aldrei þessu vant , gersamlega stútfullur af fólki. Við fórum á hjólunum okkar, öll þrjú og hjóluðum allan seinni partinn. Þetta var alveg yndislegur dagur, það er svo svakalega mikill munur þegar Hekla getur verið á sínu hjóli og við á okkar, það gerir einhvern veginn allt svo miklu skemmtilegra.Við hjóluðum svo útí ísbúð og fengum okkur ekta ítalskan ís mmmmmm..... Gerist ekki betra.
Þegar heim var komið fór ég í eldhúsið og byrjaði á þessum líka dýrindis kvöldverði sem ég er nú búin að setja inn á matarsíðuna mína og við drukkum rauðvín frá Gardavatni með. Fullkominn endir á fullkomnum degi!

Ég fór í heimsókn til Jole í gær til að spjall og ná í 500 gr af parmesanosti hjá henni. Hún var að bjóða okkur að fara í íbúðina þeirra í fjöllunum og líka við Gardavatnið. Það er svo sannarlega girnilegt, en þar sem Sverrir þarf að læra svo svakalega mikið þessa dagana lítur út fyrir að það verði ekkert úr því. Kannski um páskana en það er ólíklegt þar sem hann þarf að skila daginn eftir páskafríið. Ég er alvarlega að spá í að taka bara einhvern annan með mér og Heklu og skilja greyið kallinn eftir hérna. Ég nefnilega spurði hvort ég mætti koma með vini með mér og hún sagði að það væri sko alveg í lagi. Hvað á maður þá að gera??? Sitja heima og trufla Sverri eða koma sér upp í fjöll og brettast aðeins? Eina vandamálið væri að vera með einhverjum þolinmóðum sem væri til í að passa Heklu svona eins og hálfan dag. Hahaha einmitt að maður fyndi einhvern þannig........Ég skil það nú alveg.. ef og þegar fólk er barnlaus og er í fjöllunum af hverju ætti það að passa krakka einhvers annars??? æ ég verð að sjá til hvernig þetta fer allt saman. Það er líka mjög skemmtilegt að vera þarna án þess að fara á bretti, kannski maður færi bara með vinum og væri bara að leika með Heklu í brekkunum á meðan vinirnir skíða og brettast.

Það var svo svakalega sætt áðan þegar við vorum nýbyrjuð að borða og Heklu fannst maturinn svo svakalega góður að hún kom til mín og faðmaði mig og sagði,, elsku mamma mín, takk fyrir þennan rosalega góða mat og ég vona þú gerir alltaf svona æðislegan mat!" Hún meira að segja borðaði sveppina, sem ég venjulega fæ hana ekki til að borða.
Hún kom með eitt gullkorn líka um daginn þegar ég var að röfla í henni að ganga frá eftir sig, en þá hafði ég sagt ansi oft ,,viltu gjöra svo vel að ganga frá eftir þig!" Mjög ströng! En eftir smá stund fór hún og burstaði í sér tennurnar og háttaði sig og kom svo til mín og knúsaði mig og sagði mjög einlægt ,,mamma, ég lofa að ganga frá mér á morgun" hehehe litla snúlla, ég náttúrulega leiðrétti hana í snarhasti þar sem ég er frekar, kannski eilítið um of, hjátrúarfull.

2 ummæli:

Ólöf sagði...

hahahahahhaha, hún er svo fyndin!

cockurinn sagði...

Hahaha þokkalega.....