þriðjudagur, mars 18, 2008

Vodka redbull

já það er drykkurinn í dag, við fórum á föstudaginn út með Óla,Ester,Niklas og Fanný. Við ætluðum að hittast á mjög flottum stað, sem við höfðum ekki farið á áður en þar var allt fullt þannig að við þurftum að fara á pizzastað þar við hliðina og þar fengum við frábærar pizzur. Við fórum svo eftir það á staðinn aftur og fengum alveg frábæra kokteila en þá var þetta orðinn soldill djammstaður þannig að Sverrir leyfði konunni sinni að halda áfram með liðinu og hann fór heim með Heklu. Við vorum svo að djúsa smá meira og enduðum svo heima hjá Ester og Óla. Mjög skemmtilegt kvöld. Hér er nú málið þannig á þessum fínu börum að kokteill kostar það sama og bjór þannig að það gefur augaleið að maður kaupir sér kokteil, ég var reyndar komin með algjört ógeð á of sætum kokteilum þannig að ég endaði í vodka redbull, og það var sko ekkert verið að spara vodka-ið. En ég lifði þetta af og daginn eftir líka án nokkurra vandræða. Mjög skemmtilegt kvöld.
Við fórum á laugardaginn að sækja tölvuna sem Ása lánaði mér hjá strák sem býr hér nú og var svo indæll að koma með hana frá Íslandi. Mikið er ég heppin. Nú get ég unnið og gert það sem ég vil, hvenær sem ég vil:D
Ég eyddi svo gærdeginum í að dunda mér í eldhúsinu, ég þurfti nefnilega að nýta þetta kíló af jarðaberjum sem mér var gefið. Ég gerði því jarðaberjakökur með jarðaberja coulis og jarðaberja ís. Ég var að prófa ísgerðarskálina sem við fengum í brúðargjöf, og ísinn varð fullkominn í þetta skiptið, creamy og unaðslegur á bragðið.
Hekla er að hlusta á Karíus og Baktus og heldur fast í hendurnar á mér og spyr í sífellu ,, af hverju eru þeir svo hræðilegir?", ,,af hverju eru þeir svona vondir?", ,,ég bara skil ekkert í þessu"
Litla snúlla heldur náttúrulega að þeir séu í munninum sínum.
Við vöknuðum klukkan 8.00 í morgun við róandi og sælugefandi hljóð í blessaða húsinu hér fyrir framan. bora,bora,bora, vélasög og fleira í þeim dúr. Maður bara fer í sérstaklega vont skap og á mjög erfitt að koma mér í betra skap. Ég ætla að reyna að koma mér í betra skap og setja inn myndir í dag. Ég er þó búin að þrífa aðeins inn á baði og setja í þvottavél.
ekki gera eins og mamma þín segir, Jens!!!

Engin ummæli: