já ég var víst komin með sítt hár en það var stutt gaman..... Hárið mitt var svo illla brennt að hann þurfti að klippa það allt af svo að ég er komin með stutt hár á ný. Það eru mixed feelings hjá mér núna, það var orðið skemmtilegt að vera með sítt hár en maður getur víst ekki fengið allt sem maður vill í þessu lífi.
Annars var mjög heitt í dag, mælirinn niðri í bæ sýndi 30°C , ég gerði þau mistök að fara í jakka í bæinn og svitnaði eins og rotta.
Ég og Hekla vorum úti á svölum í allan morgun í sólbaði, ég verð nú að segja að ég naut þess ekkert sérstaklega með alla þessa verkamenn hérna beint fyrir framan. Þeir eru nefnilega byrjaðir að setja inn innréttingar í risana hér fyrir framan og það fylgja því ansi mikil læti, bílar og fleira en sem betur fer fylgir ekki moldarrykið, þannig að við getum haldið svölunum hreinum og fínum og farið að vera soldið þar úti, Hekla leikur sér og ég get flatmagað. Ljúft, ha....
Það var nú alveg týpískt þarna á hárgreiðslustofunni, ég ákvað að þvo á mér hárið áður en ég færi þangað til þess að ég þyrfti ekki að borga aftur fáránlega mikinn pening fyrir þvott, en neinei þeir voru búnir að sjá fyrir því, þar kom að stúlka með olíur og sagðis ætla að nudda mig, jú hún gerði þetta mjög vel en núna var hárið orðið frekar olíuborið þannig að að sjálfsögðu þurfti að þvo á mér hárið!!! En þarna kom líka kona sem bauðst til að taka mig í manicure en ég var svo hrædd um að ég þyrfti að borga ennþá meira þannig að ég afþakkaði, en nú er ég óviss um hvort það hafi átt að vera frítt eða ekki, hefði alveg verið til í manicure!
Endilega krakkar látið fólk vita af matarsíðunni minni....
6 ummæli:
gvuuuð hvað þú ert sæt svona en hvernig fórstu að því að brenna á þér hárið ég bara spyr?
kyss
Sigrún
takk, umm var of æst í krullurnar með sléttujárninu, það var of heitt, svo það bara brann :/hehe
æjæjæj ég vissi þetta ekki! En þú ert mjög sæt með hárið svona:) Vildi síðan bara afsaka dónaskapinn í barninu mínu, það mætti halda að hann hefði blindfullur og 17 ára hehe. Hagaði sér ekki alveg eins og þriggja ára Hjallabarn.
hahaha afsaka hvað, hann er svo fyndinn og yndislegur.... hmmm og þetta var svo sem ekkert nýtt sko;)
Við söknum ykkar mjög mikið og vonandi getum við endurtekið videohitting...
Skrifa ummæli