laugardagur, ágúst 16, 2008

Hekla er orðin svo stór....

Ég furða mig á því á hverjum einasta degi núna hvað hún er orðin stór. Hún er að missa tönn og önnur strax komin í staðinn, hún var að fá skólatösku og fær bestu vinkonu sína í heimsókn í sleepover, hún valsar hér á milli húsa ein. Þetta frelsi hér er alveg hreint ótrúlegt! Enda líður henni svakalega vel hérna. Hún er alltaf að leika með krökkum á hverjum einasta degi, soldið annað en það sem við vorum að gera á Ítalíu. Mér finnst alltaf jafn skemmtilegt að horfa á hana stækka svona og þroskast, yndislegt!
Annars er allt að falla í rútínu hjá okkur loksins, það er búið að vera mikið fjör síðustu helgar, t.d. var farið á ball með Páli Óskar sem var svo geggjað að ég hef bara aldrei vitað annað eins, það var eins og ég hefði farið í sturtu, maður var svo sveittur eftir mikinn dans með stelpunum,DJÖFULL var gaman!!!
Ég þarf að hlusta á Bylgjuna í vinnunni á daginn þar sem það eru svo margir á þessum vinnustað og allir á mismunandi aldri þannig að þetta er stöðin sem verður ávallt fyrir valinu, það er morgunþáttur hjá þeim sem er gersamlega að gera mig vitlausa. Þarna eru tveir vitleysingar á ferð, kona og karlmaður og ég get svarið það að það er eins og það sé sérstakt ljósaskilti fyrir ofan þau sem segir "Hlægja" og kviknar á svona annað slagið. Maður skilur ekkert í því hvers vegna þau eru að hlæja þessum líka svakalega kreista kurteisishlátri. Skrítið dæmi....
Það er líka einkennilegt hvað það þarf að spila sömu lögin aftur og aftur allan liðlangann daginn, alla daga vikunnar og svo kemur auglýsing frá Bylgjunni sem segir " nýtt á Bylgjunni" og svo eru spiluð brot úr því sem maður hefur hlustað á 100 sinnum á dag alla daga vikunnar, já einmitt nýtt á Bylgjunni. Við hvað vinna útvarpsmenn þessa dagana, ýta þeir á takka sem segir "on playlisti/off playlisti" og fara svo að kúka og fá borgað fyrir, tja ekki get ég ímyndað mér að þetta sé vel borgað, eða það vona ég allavegana ekki, það væri frekar ósanngjarnt fyrir ljósmæðurnar, ha hmm...
Við systurnar tókum 7 km um daginn og rúlluðum því upp eins og ekkert væri...maaaassssar!!!
ALLIR AÐ HEITA Á MIG Í 10 KM HLAUP Í REYKJAVÍKUR MARAÞONINU TIL STYRKTAR KRABBAMEINSSJÚKUM BÖRNUM!!! Ég mun klára....