fimmtudagur, apríl 30, 2009

Matseðill fyrir vikuna 27.04-03.05

Ég var búin að skrifa heilmikið en svo varð tölvan batteríslaus, það er nú alltaf jafn skemmtilegt.
Ég er núna alveg komin í vorgírinn og er í vorstuði. Vikan hefur einkennst af afgöngum og auðveldum mat, sem er jú ekki slæmt.
Best að henda því inn sem hefur verið á borðum þessa vikuna.
Við ákváðum að fara út í lambið að þessu sinni í búðinni enda er mikið af því á tilboði þessa dagana, og ekki kvarta ég yfir því. Mér finnst einhvern veginn lambið fylgja sumrinu og vorinu, maður er svo vanur því að henda lambi á grillið í öllum útilegum og grillveislum enda get ég ekki beðið eftir því í kvöld.

Mánudagur
pizza

Þriðjudagur
afgangar af pizzu

Miðvikudagur
Afgangar af lasagna frá því í síðustu viku, sem ég frysti og á enn í einn kvöldverð til viðbótar

Fimmtudagur
lambaprime með grillsósu og bökuðum kartöflum, gæti ekki verið einfaldara

Föstudagur
Við fáum litla vinkonu í heimsókn þannig að það verður krakkamatur, Pasta fer alltaf vel í krakkana

laugardagur
Fiskurinn, þá er það fiskur með léttsteiktu spínati með chilli, engiferi og grænum baunum borið fram með kotasælu með ólífum og graslauk og kartöflum

Sunnudagur
Það er mánaðarlegt hamborgarakvöld hjá fjölskyldunni og nú er komið að mér að halda boðið. Hingað til hefur verið ágætis fjölbreytni í borgurunum og er því komin nett pressa á mann að gera eitthvað skemmtilegt úr þeim. Best að leggja höfuðið í bleyti...