föstudagur, maí 26, 2006

Úff letidagur dauðans

já það var sko ekki verið að stressa sig á hlutunum í dag, bara legið í leti mestan part dagsins ogsvo fór ég með Heklu á hjólinu sínu út í garðinn og við vorum aðð leika okkur þar í dágóðan tíma, ég var reyndar að steikjast í gallabuxunum mínum, allt of heitt fyrir gallabuxur. Þegar heim var komið þá vildi Hekla endilega þrífa svalirnar(þar sem að vatn kemur við sögu, þá er alltaf gaman hjá Heklu). Við gerðum það, ég ákvað að nota bara vatn en enga sápu, og svo var hún að dunda sér með tusku og vatnið í hitanum bara á nærbuxunum. Reyndar þegar hún var búin að vera dágóðan tíma heyrði ég mikið vatnsgutl og sá þá að ansi mikið vatn lak útaf svölunum, mér leist ekki á blikuna, þar sem ansi mikið af fólki labbar hér framhjá og sérstaklega á þessum tíma dagsins, þannig að ég hljóp út og fór að reyna að dreifa þessu einhvern veginn eða að þurrka og Hekla beilar inn, fyrir neðan er svo einhver kona að ibba sig útaf vatninu sem lak niður og ég kalla á móti að dóttir mín hafi verið að leika sér og afsaka mig, þá var mikið hlegið og gert grín og sagt að þá væri þetta sko allt í lagi. Ítalir... ef það eru börn þá er alltí góðu.. ef það er mamma þá er líka allt í góðu.... ef það er amma þá er sko allt í góðu!!!!

miðvikudagur, maí 24, 2006

Í meira fokki en ég bjóst við!

Já líkaminn fór greinilega í meira fokk ne ég gerði mér grein fyrir við þessa miklu vinnu, ég er sem sagt búin að vera á túr í 2 vikur núna, venjulega er það 3 dagar, ég er að sjálfsögðu að skemmta mér konunglega yfir þessu eins og gefur að skilja!
Ég kláraði Flugdrekahlauparann, jesús minn hvílíkur hryllingur, þá er e´g náttúrulega ekki að tala um bókin heldur söguna, hræðileg frásögn ég grenjaði og grenjaði eins og mér væri borgað fyrir það. Ég les af þessum ástæðum mikið af ruslbókum sem myndi kallast comedy-drama ef það væri bíómynd, ég grenja alltaf svo mikið yfir hinum bókunum og get ekki hætt að hugsa um þær og velti mér uppúr þjáningum söguhetjanna endalaust, dreymir þetta á nóttunni. Mig t.d. dreymdi í alla nótt að ég væri komin til Afganistan. Ég vildi óska að ég gæti slitið mig frá þessu og lesið þessar bækur eins og venjulegt fólk, lokað henni þegar hún er búin og sett hana upp í hillu og gleymt, ég bara get það ekki, hugsa endalaust um þetta.

Ég er komin með bankastarfsmann! Ég hef tekið eftir því að einn af starfsmönnum bankans míns(eða pósthússins öllu heldur) er byrjaður að benda mér á að koma til hans þegar hann er laus, það er númerasystem í gangi en honum er alveg sama þó að það séu 10 mans á undan mér í röð, ég fer fram fyrir alla vegna þess að hann vill afgreiða mig. Hann er ekki að fara að reyna við mig ef þið haldið það því að greinilegri homma hef ég sjaldan séð. Hann er mesta yndi og ég fíla hann mjög vel, hann vill allt fyrir mig gera þó svo að það sé ekki alltaf hægt, hann sagði mér t.d. núna í dag að næst þegar ég kæmi ætti ég að koma beint til hans, ekkert númeravesen. Dekur.

Ég þreif bílinn í gær, fann þvottastöð, það þarf reyndar að borga fyrir en það er svona eins og á planinu hjá IKEA heima, mjög þægilegt og ekkert dýrt heldur.
Ég þreif líka ofninnn og jesús minn hvað hann var viðbjóðslega skítugur, ég mæli líka með því fyrir þá sem eru að fara að kaupa sér ofn að kaupa ofn sem hægt er að taka loftið úr og þvo í vaskinum. Það var frekar böggandi að reyna að þvo skítinn á milli grillteinana, ég get svarið það ég var 2 tíma að þrífa helvítið. Best að fara betur með dýrið núna og þrífa betur á milli.
Hvað ætti ég að þrífa í dag, eldhúsið? hmmm..... æ ég tek bara fullt af þvotti eða eitthvað.

Hekla er að raða uppúr sér gullkornunum þessa dagana og ég vildi óska að ég myndi þetta allt saman en ég man þó kannski smá.
Hún sat á klósettinu að kúka og þá heyri ég allt í einu kallað:
,,já kúkur! Flott hjá þér!"
og kúkurinn datt í vatnið
það eru greinilega allir vinir Heklu minnar.

Hún kom heim einn daginn úr leikskólanum og ég spurði hana hvort ekki hafi verið skemmtilegt í leikskólanum og hún svarar:
,, jú og hann Alessandro var að hjálpa mér í skóna mína, hann er soldið fyndinn, hann er alltaf að bulla"
hehehe þá er aumingja drengurinn náttúrulega að tala ítölsku, Heklu finnst þetta afskaplega fyndið að allir skuli bara vera að bulla allan daginn.

Það er greinilegt að mamma er alltaf að villast því að nú leikur hún sér að því að þykjast vera að lesa af landakorti, hvert hún eigi að fara og hvert ég eigi að fara svo segir hún :
,, jú mamma, þú getur þetta alveg!"

þriðjudagur, maí 23, 2006

Fullt af myndum

Jæja þá er ég búin að setja inn alveg fullt fullt af myndum á myndasíðuna, endilega kíkið á unglinginn(þá er ég að tala um mig að sjálfsögðu!)

Harðsperrur!

Úff ég er alveg að farast úr harðsperrum eftir fyrradagsjógaið, ég greinilega tók vel á því ein heima.
Ég er búin að vera eins og undin tuska og er ekkert að ná mér uppúr því, þetta tók greinilega aðeins meira á líkamann minn en ég hélt. Vonandi fer ég að hressast svo að ég geti notað ofnahreinsiefnið sem ég var að kaupa, hlakka mikið til!
Ég þarf líka verulega að þrífa bílinn okkar hann er orðinn hrikalega skítugur, það er bara ekki eins auðvelt hér og heima, hér þarf maður að borga fyrir þið vitið svona almennilega þjónustu, það er ekki hægt að fara bara á næstu bensínstöð og þvo og ryksuga, nei hér eru bensínstöðvarnar eitt lítið skýli á götuhorni með 2 bensíndælum og kalli sem situr á stálstól fyrir utan skýlið til að aðstoða þig með bensínbyssuna. Ég fór því til húsvarðarins hér og spurði hana og hún benti mér á 2 staði hér nálægt sem ég ætla að tékka á og vona að ég villist ekki á leiðinni.
Ég gerði sko almennilegan mat handa kallinum mínum í gær. Það var nautalund með ekta bernaise sósu og franskar kartöflur og fylltir sveppir með gráðost og ricotta léttsteiktir í smjöri. Hann táraðist næstum því yfir gleði! Hehe eða svona þannig, kannski smá ýkjur, en hann var allavegana mjög feginn að fá loksins almennilegan mat. En ég get nú samt ekki látið vera að segja ykkur frá því að minn maður fór í sérstaka búð hér í borg sem að sögn átti að selja pakkabernaise, sem betur fer var hún ekki til í þetta skiptið. Það er haldið fast í hefðir á þessum bæ.
Mamma og pabbi koma í heimsókn 9.júlí og ég hlakka ekkert smá til að fá þau, þá verður sko gaman, eða allavegana í 2 tíma á dag. Vonandi fæ ég frí til að fara með þeim út að borða á staðnum.

mánudagur, maí 22, 2006

ahahahaha og mesti lúðinn er.....????

ég get svarið það ég er mesti lúði í heimi!
Ég var í súpermarkaðinum áðan ,fór á bílnum og lagði í bílastæðahúsinu. Ég var heillengi í búðinni með Heklu í sykursjokki, afskaplega skemmtilegt(keypti að sjálfsögðu nautalundir fyrir 16 evrur,nett kalt svitakast sem ég fékk yfir því). Allavegana eftir að hafa verið í smá köldu svitakasti yfir kassanstelpunni sem lét útúr sér peningaupphæðina var tekið á rás á lyftuna með góssið, ásamt Heklu. Ég fer í lyftu sem ég held að sé eina lyftan og þar er bara hægt að ýta á 2 takka, annað hvort bílastæði 2.hæð eða súpermarkaður, ég ýti að sjálfsögðu á bílastæðatakkan og viti menn þegar hurðin opnast sé ég að þar eru barasta 3 bílar á stæðinu og enginn þeirra er minn!!! Ég fæ panikkast nr.3 og kaldur sviti rennur niður bakið á mér og ég hugsa ,, guð minn góður það er búið að stela bílnum mínum!" Hekla við hliðiná mér endurtekur í sífellu ,, vondu kallarnir eru búnir að taka bílinn okkar!" Setur á sig skeifu og þykist fara að gráta og segir ,,við sjáum aldrei aftur bílinn okkar" ég náttúrulega í nettu sjokki fer niður í lyftunni inn í súpermarkaðinn og beint til securitygaursins(sem er by the way búinn að glápa á mig síðan við fluttum hingað) og segi við hann á ítölsku með tárin í augunum ,, það er búið að ræna bínum mínum!" hann lítur sallarólegur á mig og segir ,, ertu viss um að þú hafir verið á réttri hæð?" ég segi ,,já það var önnur hæð það var engin önnur hæð sem hægt var að fara á" þá segir hann ,, hmm.. jú það er bara önnur lyfta til þess að fara á fyrstu hæð " og þá rennur upp fyrir mér að ég lagði bílnum náttúrulega á fyrstu hæð en ekki annarri! Hann nett hló að mér en sagði svo mér til hughreystingar að ég væri ekki sú fyrsta sem hafi gert þessi mistök! Vonandi var hann ekki að segja það einungis til að láta mér líða betur!!!

sunnudagur, maí 21, 2006

jæja þá fær maður loks tíma til skrifta.
Ég er sem sagt komin í 13 tíma vinnu á dag fyrir 54.000 krónur á mánuði, úff mér líst ekki á þetta. En ég verð að viðurkenna að þetta er ekkert smá gaman, ennþá! Ég vildi óska að þetta væri betur borgað því þá væri ég í draumastarfi, og er það ekki eitthvað sem allir þrá?
Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað kom fyrir mig í vikunni, ekkert smá Sigurrósarlegt maður!
Ég var í pásunni minni og hitti Gunna ,Höllu Báru og Sverri á kaffihúsi og jú ég fékk mér einn öl, náttúrulega soldið þreytt þannig að þetta var kannski ekki alveg það gáfulegasta sem ég hef gert,því að á eftir fór ég á vespunni í vinnuna aftur. Anyways ég er sem sagt líka með heljarinnar graftarkýli á hægri hönd sem engin veit hvað er og af hverju það er þarna, þannig að þeir í vinnunni segja mér að fara í apótekið og spyrja þá hvað ég eigi að gera í þessu(þeir héldu að þetta gæti verið köngulóarbit), ég bruna því í apótekið(eftir bjórinn)með þvílíka verki í hægri hendi (sem ég bremsa með) og kem að apótekinu og þarf að fara uppá kant, ég ákveð að best sé að gefa bara í til á drífa uppá kantinn, mjög gáfulegt þar sem þetta endaði þannig að ég klessi á kyrrstæða vespu sem hrynur niður og beint á bíl, stýrisskýlið á vespunni brotnar við fallið ásamt afturljósi og bíllinn beyglast. Hhshaaha ég fæ sjokk og fer af minni vespu og sit í götunni hálf grenjandi, heyrðu situr þá ekki eigandi bílsins inni í bílnum(just my luck!) og kemur til mín ásamt bílastæðagaurnum og ég felli nokkur tár og flykksa hárinu eins og ég get og biðst innilegrar afsökunar og passa að þéra manninn og svona og er alltaf að spyrja hvað ég eigi að gera. Þeir nett rólegir á þessu segja bara ,,æ, shit happens!" ,, ertu ekki tryggð fyrir þínu hjóli?" ég leit á mitt(sá ekki á því) og segi jú þá segja þeir ,, æ, það er svo sem ekkert að gera, drífðu þig bara" Ég trúði ekki mínum eigin eyrum! Ég sem sagt slapp með skrekkinn, svo þegar ég kem út úr apótekinu kemur bílastæðagaurinn til mín og segir,, heyrðu ég sá ekki neitt, ef einhver spyr mig!". Sem betur fer var vespan sem ég klessti á mjöööööög gömul þannig að ég svona friða samviskuna með því að segja mér að þetta sé alltaf að gerast með afturljósið hjá honum og að það sé algjör óþarfi að vera með svona stýrisskýli, hann er bara betur settur án þess!
Ég hringi svo í Sverri, enn í sjokki og hann fær mesta hláturskastið!! þá segi ég strákunum í vinnunni frá þessu og þeir fá líka hláturskast, þá var ég líka orðin rólegri og farin að hlægja af klaufaskapnum í mér!!!
Ég fékk frí núna í 2 vikur á meðan mesta stressið er hjá Sverri, ég svona eiginlega bað um fríið þannig að ég hintaði að því að ef ég fengi það ekki þá þyrfti ég að hætta, algerlega án þess að segja það. Hann gaf mér glaður frí og sagði að ég yrði að koma aftur því að þeir vilji endilega hafa mig! Það er alltaf gott og gaman að heyra.
Þannig að næstu 2 vikurnar verður eitthvað bloggað meira(þó svo að Sverrir þurfi örugglega mikið að vera með tölvuna) og ég verð í skúringum og þvottum og eldamennsku.
Ég fór með Heklu í morgun í leikskólann og gerði svo jóga í stofunni og mér líður ekkert smá vel eftir það.
Ég las í gær Í fylgd með fullorðnum, ágætis lesning góður húmor og ca. 2 tár felld, fínasta afþreying, er byrjuð á flugdrekahlauparanum og hún allavegana byrjar vel, hlakka til að klára hana.
Ég ætlaði í vikunni að blogga um klofaklórið hjá ítölsku karlmönnunum og taka þar undir hjá Dýrinu og kvarta undan þessum mikla sjúkdómi og hvað hann sé ókræsilegur, nema hvað að ég var í vikunni aðeins að lummast í að klóra minni í vinnunni og viti menn var ekki bara Signor Leeman að horfa á mig ákkúrat á þessari sekúndu sem fór í þetta klór mitt! Ég segi enn og aftur Just my fucking luck, hehehe. Ég hló ansi hátt innra með mér, fannst þetta alveg brjálæðislega fyndið, hahahaa.
Ég er hætt að geta farið á bílnum í vinnuna, það tók mig klukkutíma og korter að finna stæði um daginn og það endaði á því að ég lagði ólöglega. Þegar ég mætti loksins alveg í mínus voru þeir ekkert smá rólegir á því og sögðu mér í guðanna bænum bara að slappa af og hætta að hafa áhyggjur af þessu. Þetta fíla ég, hausinn hefði verið tekinn af mér í Danmörku og heima!
Simona, napólska vinkona mín var að fá boð um vinnu á 3 stjörnu veitingastað í róm hjá Heins Beck, þetta er sko toppurinn í bransanum hér plús það að vera bara klukkutíma frá fjölskyldunni sinni, mér finnst náttúrulega súrt að missa hana og það verður sko breyting á staðnum en ég skil hana fullkomlega að vilja fara. Hún gerir besta pasta í öllum heiminum, ég hef aldrei smakkað betra pasta en hjá henni, ég ætla að pumpa hana með uppskriftir áður en hún beilar.
Jæja best að sækja dótturina.
nú vil ég heyra aðeins í ykkur krakkar mínir!

sunnudagur, maí 14, 2006

Unaðslegasta land í heimi!

Vá segi ég nú bara!
ætli ég byrji ekki á að afsaka mig fyrir bloggleysi, ég er nefnilega komin í 13 tíma vinnu á dag vegna þess að ég er komin í eftirrétti og þá fyrst inn og síðust út, en nóg um afsakanir;-)
Síðasta föstudag var ég í fríi og fékk þá nokkra vini í mat, Báru og Telmu og Guðbjörgu og Bigga, ég var með í forrétt graskersfyllt ravioli með rjómatrufflusósu og í aðalrétt var sushi(sem Sverrir fær heiðurinn af)og í efttirrétt var ávaxtasalat með bráðnu súkkulaði og smá karamellu. Það var alveg frábært að fá alla í heimsókn og borða saman, æðislegt.
Svo var bara vinna daginn eftir. Sunnudeginum var varið í Idroscala í sólbaði frekar ljúft, líka með krökkunum. Svo er bara búin að vera vinnavinnavinna!
Í dag hins vegar var ég búin að segjast ætla með Jole og Piero í hjólreiðatúr, en í gærkvöldi var ég dvo hrikalega búin á því að ég vonaði að það væri rigning í dag svo að ég gæti haft afsökun til að hætta við. En svo þegar ég vaknaði í morgun(klukkan 7.00)þá var hið fallegasta veður, alveg ótrúlega yndislegt. Þannig að ég hafði enga afsökun og varð að drífa mig út til að reyna að koma hjólinu mínu fyrir í litla bílnum okkar, það tókst eftir nokkuð mikið maus og ca. 40 mín. ég dó sko ekki ráðalaus í þessum málum, get ég sagt ykkur. Það var ekki hægt að loka skottinu og ekki hægt að loka öðrum glugganum að aftan(Sverrir komst ekki með útaf lærdómi)þannig að Hekla var frammí hjá mér. Við eigum náttúrulega engar teygjur til að loka skottinu þannig að ég tók snæri/band af snjóþotunni hennar Heklu og batt í rúðuþurrkuna og í læsinguna og þannig hófst þetta allt saman(Sverrir hafði ekki mikla trú á þessu hjá mér). Ég dreif mig svo af stað með svo miklar sem engar leiðbeiningar um hvert ég ætti að fara og náttúrulega villtist ég og þurfti að snúa við keyra aðeins um Mílanó og svona og svo komst ég á rétta leið og kom klukkutíma of seint, hehe smá vandræðalegt. En svo komum við á stað sem er hreint út sagt ævintýralegur, guð minn góður, æðislegur, þarna fer ég með alla sem ég þekki héðan í frá og þetta er ekki nema 20 mín frá Mílanó. En við sem sagt drifum út hjólin og hjóluðum frá 11 til 14 og stoppuðum þá til að snæða og svo aftur af stað til baka, heimleiðin var aðeins styttri í tíma þar sem það var meira niður brekku. En guð hvað ég var fegin að það var ekki rigning og að ég hafi drifið mig af stað, þetta var hreint æðislegur dagur. Hekla var aftan á hjá mér og var orðin smá pirruð á stundum en þá bara sungum við saman eða spjölluðum og þá var alltí góðu.
Þessi staður er sagður vera staðurinn sem er í bakgrunni á Monu Lisu, það er sagt að Da Vinci hafi komið á þennan stað og hafi svo farið og málað myndina! Hann nefnilega hannaði þarna skipastiga(meira kannski bátastigi) og vatnsveituna þarna og svo er líka þarna bátur sem hann er sagður hafa hannað sem fer yfir ána og er án vélar eða nokkurs, hann fer eftir straumnum og er festur í línu og það er maður sem dregur bátinn á þessari línu, en á leiðinni til baka þarf hann varla að snerta línuna, mjög merkilegur bátur.
Þetta var bara alveg hreint unaðslegur dagur og ég er fegin að maður bara drífur sig af stað og gerir hlutina þó að maður sé þreyttur!
VIð komum heim um 5 leytið og þá lagði ég mig aðeins og er miklu hressari fyrir vikið.
Það er ennþá alveg rosalega skemmtilegt í vinnunni og ég nýt þess ennþá alveg til fulls. Nú er bara réttur mánuður þar til Sverrir og Hekla fara heim.
En nú er Villisvepparisottoið með truffluolíunni tilbúið best að fara og njóta!!!
Hvað maður getur verið dekraður!

fimmtudagur, maí 04, 2006

Jibbbbííí!!!!

Já það er sko gleði hér á bæ í dag það get ég sagt ykkur.
Málið er það að ég var í vinnunni í morgun og fór til Signor Leemann til að láta hann fá pening til baka. (hann lét mig nefnilega hafa of mikinn pening fyrir lækninum)Hann varð mjög hissa og sagði að venjulega þá kostaði fyrsti tíminn meira að segja meira en 150 evrur en hann tæki greinilega til greina hver getur borgað og hver ekki. Eftir þetta spyr hann mig hvenær ég hafi byrjað hjá þeim og við förum að ræða það, svo segir hann ,, já ég var einmitt að spá í að láta þig hafa 600 evrur á mánuði" Ég náttúrulega ekkert smá ánægð með þessa skyndilegu 100 evru hækkun, svo segir hann,, ég er nefnilega alveg rosalega ánægður með hlutina sem þú ert að gera hér, þú gerir allt rosalega vel og gerir fallega hluti, þú ert dugleg og það er mikill kraftur í þér, ég er mjög ánægður með að hafa þig hér í vinnu hjá mér"
Ég var svo ánægð að ég held að ég hafi svifið á skýji frá honum eldrauð í framan, þakkaði honum náttúrulega kærlega fyrir hrósið, svo hef ég ekki getað þurrkað sólheimabrosið af mér í allan dag!
Ég er í fríi á morgun, ég er í fríi á morgun, jííííhaaaaa!!!

þriðjudagur, maí 02, 2006

Bara smá byrjunarörðuleikar, vona ég

já ég held að þetta hafi bara verið smá byrjunarörðuleikar hjá mér að síðasti póstur fór svona.
Ég skipti núna um skoðun á 10 mínútna fresti, : nei nú hætti ég þessu og sýni dóttur minni og manni athygli>> ohh bara aðeins lengur þetta er svo skemmtilegt, kannski 2 mánuði í viðbót! Þá er ég að tala um vinnuna.
Þessir krakkar sem ég er að vinna með eru alveg frábærir, loksins er ég að vinna í eldhúsi sem er með minn húmor, og þeir sem segja að Ítalir séu ekki með húmor hafa ekki hitt fólk frá suður-Ítalíu. Eiginlega allir sem ég er að vinna með eru þaðan og guð hvað það er frábært fólk, skemmtilegt, afslappað og með mikinn húmor. Stelpan, Símona, sem ég er að vinna með er líka alveg frábær og hún talar ensku og við náum alveg rosalega vel saman, erum með sama húmor og fílum sömu tónlist og vinnum mjög vel báðar tvær.
Ég fór í dag í hléinu mínu beint til konsúlsins hér til að reyna að endurnýja eða fá nýtt ökuskírteini þar sem ég finn ekki mitt(þurfti líka að endurnýja, var með gamla bleika dæmið) svo þarf ég að breyta því í ítalskt, haldiði ekki að þetta verði fljótlegt, ha? En það kom allavegana lítið úr þeirri heimsókn,konsúllinn var mjög indæl og hjálpsöm en því miður þarf ég að koma aftur seinna þar sem hún var ekki með réttu umsóknareyðublöðin. En strax á eftir því fór ég til hómópatalæknis Signor Leemann. Þessi læknir er prívat læknir og kostsar m0rðfjár, hann talar um 15 tungumál og spurði mig spjörunum úr og þetta er í fysta skipti sem ég fer til læknis þar sem ég á að fara úr fötunum(fyrir utan nærföt). Mér fannst þetta soldið fyndið. En það sem kom út úr þessu var að ég er sem sagt með mikla hryggskekkju og ,,ungar" æðar sem getur verið gott og vont, gott að því leiti til að ég endist lengur en slæmt að því leiti til að blóðflæðið hjá mér er í nettu fokki. Ég er með mismunandi blóþrýsting þegar ég ligg og þegar ég stend. Hann sagði að þetta samstarf æðanna og stífa baksins míns væri eins og þegar konur urðu að ganga í korselettum og með mikla hárgreiðslu þá var alltaf að líða yfir þær þegar þær voru að vanda sig við hárgreiðsluna sína þannig að þegar ég færi að vanda mig eða einbeita mér að einhverju þá anda ég að mér held í mér andanum og svo anda frá mér, algerlega ósjálfrátt og þar leiði af sér yfirlið. OK ég gútera þetta en þetta skýrir ekki hvers vegna mér svimar svona rosalega eftir að það líður yfir mig og að ég sé alveg frá í 1 dag eða meira. Hann allavegana sagði mér líka að ég ætti helst að fara að synda til að liðka bakið. Ég er svo sem alveg til í það, ég gæti jafnvel tekið Heklu og Sverri með og slegið 2 flugur í einu höggi.
Þegar ég kom svo í vinnuna aftur þá spurði Signor Leemann mig hvað læknirinn hefði sagt og ég sagði honum það í stórum dráttumog svo sagði ég honum frá þessu með sundið, þá segir hann mér að það sé sundlaug, mjög góð , bara 100 metra frá vinnunni og að jú hann þyrfti nú líka að fara í sund og við ættum kanski bara að fara saman í hléinu! Hehe ég veit satt best að segja ekki alveg hvernig maður á að taka þessu, fara í sund með michelinkokkayfirmanni mínum, vá það væri sko meira en lítið einkennilegt, en jú kannski soldið skemmtilegt líka, þ.e. ef hann fer ekkert að reyna við mann, neeeei það getur ekki verið.
Hahaha svo var ég að frétta í gærkveldi að strákurinn sem ég er búin að vera að vinna mest með og sem er búinn að vera ofurnæs við mig og alltaf að hrósa mér og koma við mig og svona, ég hélt sem sagt að hann væri hommi og tók alveg þátt í þessu hjá honum þar sem ég hélt að ég væri seif en neeei svo kemur í ljós að hann er ekkert hommi og er sem sagt bara nett búinn að vera að reyna við mig, ahahahah hvað maður getur verið ljóshærður stundum!
En nú eru breytingar í vændum innan eldhússins það er verið að færa mig í eftirréttina, sem er svo sem allt í góðu mér finnst það skemmtilegt og ég er góð í þeim, eina sem er súrt við það er að maður er alltaf síðastur út og fyrstur inn. En sjáum hvernig fer, kannski verður þetta bara ennþá skemmtilegra.
Signor Leemann fannst ostruhnífurinn minn og laxatöngin vera svo flott að hann bað mig um að reyna að redda sér nokkrum svona og hann myndi náttúrulega borga fyrir það. Ég gæti kannski dobblað einhvern vin minn í Danaveldi að redda mér svona, ég nefnilega er alveg dottin út úr þessu heima, hef ekki hugmynd um hvar er hægt að nálgast svona lagað.
Ég ætla að fara með flatlkökur handa þeim á morgun, leyfa þeim að smakka.
Jæja nú ætla ég að láta þessu bulli lokið í bili og ég ætla að cópera fyrst og ef þetta kemur ekki inn núna þá fer það inn á morgun, sjáum hvernig fer.
Buona notte a tutti.