Vá segi ég nú bara!
ætli ég byrji ekki á að afsaka mig fyrir bloggleysi, ég er nefnilega komin í 13 tíma vinnu á dag vegna þess að ég er komin í eftirrétti og þá fyrst inn og síðust út, en nóg um afsakanir;-)
Síðasta föstudag var ég í fríi og fékk þá nokkra vini í mat, Báru og Telmu og Guðbjörgu og Bigga, ég var með í forrétt graskersfyllt ravioli með rjómatrufflusósu og í aðalrétt var sushi(sem Sverrir fær heiðurinn af)og í efttirrétt var ávaxtasalat með bráðnu súkkulaði og smá karamellu. Það var alveg frábært að fá alla í heimsókn og borða saman, æðislegt.
Svo var bara vinna daginn eftir. Sunnudeginum var varið í Idroscala í sólbaði frekar ljúft, líka með krökkunum. Svo er bara búin að vera vinnavinnavinna!
Í dag hins vegar var ég búin að segjast ætla með Jole og Piero í hjólreiðatúr, en í gærkvöldi var ég dvo hrikalega búin á því að ég vonaði að það væri rigning í dag svo að ég gæti haft afsökun til að hætta við. En svo þegar ég vaknaði í morgun(klukkan 7.00)þá var hið fallegasta veður, alveg ótrúlega yndislegt. Þannig að ég hafði enga afsökun og varð að drífa mig út til að reyna að koma hjólinu mínu fyrir í litla bílnum okkar, það tókst eftir nokkuð mikið maus og ca. 40 mín. ég dó sko ekki ráðalaus í þessum málum, get ég sagt ykkur. Það var ekki hægt að loka skottinu og ekki hægt að loka öðrum glugganum að aftan(Sverrir komst ekki með útaf lærdómi)þannig að Hekla var frammí hjá mér. Við eigum náttúrulega engar teygjur til að loka skottinu þannig að ég tók snæri/band af snjóþotunni hennar Heklu og batt í rúðuþurrkuna og í læsinguna og þannig hófst þetta allt saman(Sverrir hafði ekki mikla trú á þessu hjá mér). Ég dreif mig svo af stað með svo miklar sem engar leiðbeiningar um hvert ég ætti að fara og náttúrulega villtist ég og þurfti að snúa við keyra aðeins um Mílanó og svona og svo komst ég á rétta leið og kom klukkutíma of seint, hehe smá vandræðalegt. En svo komum við á stað sem er hreint út sagt ævintýralegur, guð minn góður, æðislegur, þarna fer ég með alla sem ég þekki héðan í frá og þetta er ekki nema 20 mín frá Mílanó. En við sem sagt drifum út hjólin og hjóluðum frá 11 til 14 og stoppuðum þá til að snæða og svo aftur af stað til baka, heimleiðin var aðeins styttri í tíma þar sem það var meira niður brekku. En guð hvað ég var fegin að það var ekki rigning og að ég hafi drifið mig af stað, þetta var hreint æðislegur dagur. Hekla var aftan á hjá mér og var orðin smá pirruð á stundum en þá bara sungum við saman eða spjölluðum og þá var alltí góðu.
Þessi staður er sagður vera staðurinn sem er í bakgrunni á Monu Lisu, það er sagt að Da Vinci hafi komið á þennan stað og hafi svo farið og málað myndina! Hann nefnilega hannaði þarna skipastiga(meira kannski bátastigi) og vatnsveituna þarna og svo er líka þarna bátur sem hann er sagður hafa hannað sem fer yfir ána og er án vélar eða nokkurs, hann fer eftir straumnum og er festur í línu og það er maður sem dregur bátinn á þessari línu, en á leiðinni til baka þarf hann varla að snerta línuna, mjög merkilegur bátur.
Þetta var bara alveg hreint unaðslegur dagur og ég er fegin að maður bara drífur sig af stað og gerir hlutina þó að maður sé þreyttur!
VIð komum heim um 5 leytið og þá lagði ég mig aðeins og er miklu hressari fyrir vikið.
Það er ennþá alveg rosalega skemmtilegt í vinnunni og ég nýt þess ennþá alveg til fulls. Nú er bara réttur mánuður þar til Sverrir og Hekla fara heim.
En nú er Villisvepparisottoið með truffluolíunni tilbúið best að fara og njóta!!!
Hvað maður getur verið dekraður!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
kemur þú líka heim í sumar?
ég kem heim í ágúst!
frábært! Hlakka til!
Glaatað það eru allir hættir að blogga :(
djók ég er líka ignoruð hér!!!
hehe sorry er bara farin að vinna 13 tíma á dag og get ekki einu sinni kíkt í tölvuna á daginn þannig að það er bara á sunnudögum sem ég hef tíma til að kíkja í tölvuna. En já ég hlakka líka mikið til að koma heim í kuldan og trekkinn
það er snjókoma er ekki í lagi!
Skrifa ummæli