jæja þá fær maður loks tíma til skrifta.
Ég er sem sagt komin í 13 tíma vinnu á dag fyrir 54.000 krónur á mánuði, úff mér líst ekki á þetta. En ég verð að viðurkenna að þetta er ekkert smá gaman, ennþá! Ég vildi óska að þetta væri betur borgað því þá væri ég í draumastarfi, og er það ekki eitthvað sem allir þrá?
Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað kom fyrir mig í vikunni, ekkert smá Sigurrósarlegt maður!
Ég var í pásunni minni og hitti Gunna ,Höllu Báru og Sverri á kaffihúsi og jú ég fékk mér einn öl, náttúrulega soldið þreytt þannig að þetta var kannski ekki alveg það gáfulegasta sem ég hef gert,því að á eftir fór ég á vespunni í vinnuna aftur. Anyways ég er sem sagt líka með heljarinnar graftarkýli á hægri hönd sem engin veit hvað er og af hverju það er þarna, þannig að þeir í vinnunni segja mér að fara í apótekið og spyrja þá hvað ég eigi að gera í þessu(þeir héldu að þetta gæti verið köngulóarbit), ég bruna því í apótekið(eftir bjórinn)með þvílíka verki í hægri hendi (sem ég bremsa með) og kem að apótekinu og þarf að fara uppá kant, ég ákveð að best sé að gefa bara í til á drífa uppá kantinn, mjög gáfulegt þar sem þetta endaði þannig að ég klessi á kyrrstæða vespu sem hrynur niður og beint á bíl, stýrisskýlið á vespunni brotnar við fallið ásamt afturljósi og bíllinn beyglast. Hhshaaha ég fæ sjokk og fer af minni vespu og sit í götunni hálf grenjandi, heyrðu situr þá ekki eigandi bílsins inni í bílnum(just my luck!) og kemur til mín ásamt bílastæðagaurnum og ég felli nokkur tár og flykksa hárinu eins og ég get og biðst innilegrar afsökunar og passa að þéra manninn og svona og er alltaf að spyrja hvað ég eigi að gera. Þeir nett rólegir á þessu segja bara ,,æ, shit happens!" ,, ertu ekki tryggð fyrir þínu hjóli?" ég leit á mitt(sá ekki á því) og segi jú þá segja þeir ,, æ, það er svo sem ekkert að gera, drífðu þig bara" Ég trúði ekki mínum eigin eyrum! Ég sem sagt slapp með skrekkinn, svo þegar ég kem út úr apótekinu kemur bílastæðagaurinn til mín og segir,, heyrðu ég sá ekki neitt, ef einhver spyr mig!". Sem betur fer var vespan sem ég klessti á mjöööööög gömul þannig að ég svona friða samviskuna með því að segja mér að þetta sé alltaf að gerast með afturljósið hjá honum og að það sé algjör óþarfi að vera með svona stýrisskýli, hann er bara betur settur án þess!
Ég hringi svo í Sverri, enn í sjokki og hann fær mesta hláturskastið!! þá segi ég strákunum í vinnunni frá þessu og þeir fá líka hláturskast, þá var ég líka orðin rólegri og farin að hlægja af klaufaskapnum í mér!!!
Ég fékk frí núna í 2 vikur á meðan mesta stressið er hjá Sverri, ég svona eiginlega bað um fríið þannig að ég hintaði að því að ef ég fengi það ekki þá þyrfti ég að hætta, algerlega án þess að segja það. Hann gaf mér glaður frí og sagði að ég yrði að koma aftur því að þeir vilji endilega hafa mig! Það er alltaf gott og gaman að heyra.
Þannig að næstu 2 vikurnar verður eitthvað bloggað meira(þó svo að Sverrir þurfi örugglega mikið að vera með tölvuna) og ég verð í skúringum og þvottum og eldamennsku.
Ég fór með Heklu í morgun í leikskólann og gerði svo jóga í stofunni og mér líður ekkert smá vel eftir það.
Ég las í gær Í fylgd með fullorðnum, ágætis lesning góður húmor og ca. 2 tár felld, fínasta afþreying, er byrjuð á flugdrekahlauparanum og hún allavegana byrjar vel, hlakka til að klára hana.
Ég ætlaði í vikunni að blogga um klofaklórið hjá ítölsku karlmönnunum og taka þar undir hjá Dýrinu og kvarta undan þessum mikla sjúkdómi og hvað hann sé ókræsilegur, nema hvað að ég var í vikunni aðeins að lummast í að klóra minni í vinnunni og viti menn var ekki bara Signor Leeman að horfa á mig ákkúrat á þessari sekúndu sem fór í þetta klór mitt! Ég segi enn og aftur Just my fucking luck, hehehe. Ég hló ansi hátt innra með mér, fannst þetta alveg brjálæðislega fyndið, hahahaa.
Ég er hætt að geta farið á bílnum í vinnuna, það tók mig klukkutíma og korter að finna stæði um daginn og það endaði á því að ég lagði ólöglega. Þegar ég mætti loksins alveg í mínus voru þeir ekkert smá rólegir á því og sögðu mér í guðanna bænum bara að slappa af og hætta að hafa áhyggjur af þessu. Þetta fíla ég, hausinn hefði verið tekinn af mér í Danmörku og heima!
Simona, napólska vinkona mín var að fá boð um vinnu á 3 stjörnu veitingastað í róm hjá Heins Beck, þetta er sko toppurinn í bransanum hér plús það að vera bara klukkutíma frá fjölskyldunni sinni, mér finnst náttúrulega súrt að missa hana og það verður sko breyting á staðnum en ég skil hana fullkomlega að vilja fara. Hún gerir besta pasta í öllum heiminum, ég hef aldrei smakkað betra pasta en hjá henni, ég ætla að pumpa hana með uppskriftir áður en hún beilar.
Jæja best að sækja dótturina.
nú vil ég heyra aðeins í ykkur krakkar mínir!
sunnudagur, maí 21, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
jii gott að sjá nýtt blogg og þú ert lúði dauðans! hahahahahaha
hahaha já þokkalega!!!!!
Skrifa ummæli