fimmtudagur, maí 04, 2006

Jibbbbííí!!!!

Já það er sko gleði hér á bæ í dag það get ég sagt ykkur.
Málið er það að ég var í vinnunni í morgun og fór til Signor Leemann til að láta hann fá pening til baka. (hann lét mig nefnilega hafa of mikinn pening fyrir lækninum)Hann varð mjög hissa og sagði að venjulega þá kostaði fyrsti tíminn meira að segja meira en 150 evrur en hann tæki greinilega til greina hver getur borgað og hver ekki. Eftir þetta spyr hann mig hvenær ég hafi byrjað hjá þeim og við förum að ræða það, svo segir hann ,, já ég var einmitt að spá í að láta þig hafa 600 evrur á mánuði" Ég náttúrulega ekkert smá ánægð með þessa skyndilegu 100 evru hækkun, svo segir hann,, ég er nefnilega alveg rosalega ánægður með hlutina sem þú ert að gera hér, þú gerir allt rosalega vel og gerir fallega hluti, þú ert dugleg og það er mikill kraftur í þér, ég er mjög ánægður með að hafa þig hér í vinnu hjá mér"
Ég var svo ánægð að ég held að ég hafi svifið á skýji frá honum eldrauð í framan, þakkaði honum náttúrulega kærlega fyrir hrósið, svo hef ég ekki getað þurrkað sólheimabrosið af mér í allan dag!
Ég er í fríi á morgun, ég er í fríi á morgun, jííííhaaaaa!!!

10 ummæli:

Ólöf sagði...

til hamingju,júhú júhú! Loksins færðu það sem þú átt skilið yfirkokkamegabeib!!!!!

cockurinn sagði...

takktakk. Gott að einhver kommentar hjá manni,hehe

Ólöf sagði...

mér finnst þetta nú svolið glatað hvað það er kommentað lítið hjá okkur! Hjá flestum öðrum er fólk duglegra, glatað!!

cockurinn sagði...

já þetta er alveg glatað!!!

Dýrið sagði...

Djofulsins snilld!!!
tek undir med jibbìkòla um ad loksins sè einhver ad meta thig ad verdleikum ì thessum pungsveitta bransa!
Thad er òtrùlegt hvad hvatning hefur mikid ad segja fyrir mann ì lìfinu... steikt kannski ad adrir thurfi ad segja manni hvad madur geti, en svona er ad vera mannlegur ekki satt!
Àstarkvedjur frà argentìnu!

cockurinn sagði...

nákvæmlega. Takk fyrir það.

Nafnlaus sagði...

Frábært sko þig!!! Til hamingju með þetta.

cockurinn sagði...

takk takk

Nafnlaus sagði...

Jæja það er kominn tími á blogg!!!

Dýrið sagði...

bloggedíblogg!