ég get svarið það ég er mesti lúði í heimi!
Ég var í súpermarkaðinum áðan ,fór á bílnum og lagði í bílastæðahúsinu. Ég var heillengi í búðinni með Heklu í sykursjokki, afskaplega skemmtilegt(keypti að sjálfsögðu nautalundir fyrir 16 evrur,nett kalt svitakast sem ég fékk yfir því). Allavegana eftir að hafa verið í smá köldu svitakasti yfir kassanstelpunni sem lét útúr sér peningaupphæðina var tekið á rás á lyftuna með góssið, ásamt Heklu. Ég fer í lyftu sem ég held að sé eina lyftan og þar er bara hægt að ýta á 2 takka, annað hvort bílastæði 2.hæð eða súpermarkaður, ég ýti að sjálfsögðu á bílastæðatakkan og viti menn þegar hurðin opnast sé ég að þar eru barasta 3 bílar á stæðinu og enginn þeirra er minn!!! Ég fæ panikkast nr.3 og kaldur sviti rennur niður bakið á mér og ég hugsa ,, guð minn góður það er búið að stela bílnum mínum!" Hekla við hliðiná mér endurtekur í sífellu ,, vondu kallarnir eru búnir að taka bílinn okkar!" Setur á sig skeifu og þykist fara að gráta og segir ,,við sjáum aldrei aftur bílinn okkar" ég náttúrulega í nettu sjokki fer niður í lyftunni inn í súpermarkaðinn og beint til securitygaursins(sem er by the way búinn að glápa á mig síðan við fluttum hingað) og segi við hann á ítölsku með tárin í augunum ,, það er búið að ræna bínum mínum!" hann lítur sallarólegur á mig og segir ,, ertu viss um að þú hafir verið á réttri hæð?" ég segi ,,já það var önnur hæð það var engin önnur hæð sem hægt var að fara á" þá segir hann ,, hmm.. jú það er bara önnur lyfta til þess að fara á fyrstu hæð " og þá rennur upp fyrir mér að ég lagði bílnum náttúrulega á fyrstu hæð en ekki annarri! Hann nett hló að mér en sagði svo mér til hughreystingar að ég væri ekki sú fyrsta sem hafi gert þessi mistök! Vonandi var hann ekki að segja það einungis til að láta mér líða betur!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Guuuð en massa saet!! Ég sé áhyggjusvipinn fyrir mér :-)
Hún móðir mín upplifði það nákvæmlega sama, nema það var á bílastæðinu við Kringluna á ÍSLANDI (þar sem bílstuldur er eilítið fátíðari) og ég var einmitt að bíða eftir bílnum til að keyra fimm manns í partý og þurfti að tilkynna hópnum að ég gæti því miður ekki verið á bíl því bílnum hefði verið stolið hahah
hahahaah góð! Gott að ég er ekki sú eina!!
jaja þú ert samt engri lík!! Hihihi
ha ha ha ha omg þú ert svo slök týpa
Skrifa ummæli