þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Ég á afmæl'í daaaaag!

Já mín bara orðin 30 ára. Mamma sagði mér að þessi dagur hefði verið í lagi fyrir hana á sínum tíma, hins vegar þegar hún varð fertug var hún í vondu skapi þann daginn!
Mig grunar einhvern veginn að ég verði eins með það.
Ég er búin að vera mjög dugleg í dag; fór í skólann, var boðið í hádegismat með eiginmanni mínum á frábæran kínverskan stað á Corso Como(sem er æðisleg göngugata hér í borg), fór í Peck og keypti klikkaðasta nautakjöt fyrir klikkaðasta pening sem ég hef smakkað eða borgað, fór að sækja Heklu, fór heim, beint í búð, beint heim að baka massíva djöflatertu með Brown Sugar Butter Cream, beint í sturtu og gerði mig fína fyrir kvöldið, beint að búa til massíva Fiorentina með ekta Bernaise, bökuðum kartöflum og steiktum strengjabaunum.
Hér sit ég eftir sirkabát 1 kg af smjöri og rauðu kjöti og rauðu víni svoleiðis aaalsæl! Ég er líka á leiðinni í bað með glasið að sjálfsögðu;-)
P.s. takk fyrir afmæliskveðjurnar allir saman..... Ég elska ykkur öll!!!(sagt frekar drafandi þar sem kílóið af víninu er farið að segja til sín)

fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Draumar.

Mig dreymdi að Sóley frænka væri ófrísk og henni leið alveg hrikalega vel:)
Ertu nokkuð ófrísk frænka??
Annars fór ég að leita ráðningar á draumnum og það er þetta:
Nýtt verkefni er að verða að veruleika, eða fæðing nýrra hugmynda eða ný takmörk sett í lífinu.
Ekki slæmt,ha!
Ég gerði annars heitt súkkulaði fyrir dóttur mína í gær og það var svo gómsætt að ég bara stóðst ekki mátið að drekka það með henni. Hún fékk sér svo aftur í hádeginu í dag og ég fékk mér samloku með smjöri og sultu og svo fékk ég mér smá sopa af kakóinu og ég get svarið það á einu augabragði var ég komin upp í Bláfjöll með systrum,frænkum, afa og ömmu. Lyktin ein og sér gaf mér aftur allar tilfinningar sem ég fann þá og hugsanir.
Þetta fær maður víst bara að gera einstaka sinnum, en þetta var frábær stund, ég fékk tárin í augun af söknuði í gamla og góða daga.

miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Í sjokki!

Já ég og Hekla vorum í lestinni áðan og hún var að leika sér að því að snúa sér í hringi á stönginni sem er til að halda sér í og allt í einu tekur maður mynd af henni! Ég tók ekki eftir honum fyrr en flassið kom og ég fékk algjört sjokk. Hann leit ekkert sérlega vel út og alls ekki vinsamlega. Maður sem sat fyrir framan hann og flestir í lestinni voru líka nett hneykslaðir á þessu athæfi og ég ... fraus! Ég fraus andskotinn hafi það... að sjálfsögðu átti ég að fara til mannsins og biðja hann um að eyða myndinni. Finnst ykkur það ekki? Ég veit ekki hvað ég á af mér að gera núna, ég er með hnút í maganum á stærð við melónu. Héðan í frá munu allir þurfa mitt leyfi fyrir myndatöku á barninu mínu! Mér er sama þó að ferðamenn frá austurlöndum sjái sjaldan fólk eins og hana, þau fá ekki að taka myndir af henni meir!
Hvað hefði ég átt að gera??????

þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Ítölskunámið að borga sig

Jájájá ég komst að því að brúsinn sem maðurinn minn var búinn að hella ofan í vaskinn stíflaða var efni fyrir næstum stíflað niðurfall en ég hins vegar með mína gríðarlegu ít-lskukunnáttu komst að þessu í búðinni þegar ég var að kaupa áfyllingu, þannig að ég keypti efni til að losa stíflu og hellti barasta öllum brúsanum í vaskinn og viti menn hann afstíflaðist! Ég er massív!
Hins vegar var þessi vír ekki alveg að gera sig og er gardínan farin að hanga aðeins of mikið niður þannig að ég þurfti að ,,skreppa" í IKEA og keypti sterkari víra. Nema hvað að á leiðinni heim.... þið eigið aldrei eftir að geta upp á hvað gerðist....... jú aldrei þessu vant... ég villtist! Ég er orðin svo svakalega leið á þessu áttavilltadæmi hjá mér, ég get svarið það að ég er heppin að ég veit hvað er vinstri og hægri! Ég meina hvað ég er búin að fara þarna oft???? Að villast og þurfa að fara í gegnum tollin og spyrja þar og þurfa svo að spyrja aftur því ég missti af annarri beygju og þurfa svo að taka U beygju á miðri semi-hraðbraut!!!! Ég er ekki í lagi!!!!
Ég hugsaði á leiðinni út úr húsi hvort ég ætti að taka gps tækið, bara svona til vonar og vara en ákvað að þar sem ég væri búin að fara þarna skrilljón sinnum ætti ég nú að geta andskotast til að muna þetta! En allt kom fyrir ekki!
Hekla er í fríi í leikskólanum alla þessa viku þannig að ég hélt að ég þyrfti að taka mér frí úr skólanum, sem mér leist alls ekki vel á, en þegar ég fór þangað niður eftir í gærdag til að fá að vita hvað ég átti að læra heima þá sagði kennarinn mér að taka bara Heklu með mér í skólann, sem ég og gerði í morgun og það gekk svona líka glimrandi vel, hún er svo mikill engill þessi snúlla! Ég þurfti ekkert að hafa fyrir henni. Við erum ekki nema 10 í hópnum og allir sitja í hring alltaf þannig að þetta er mjög intensíft, ég var soldið stressuð yfir að koma með hana en hún stóð sig svona líka glimrandi vel stúlkan í 3,5 klukkutíma.
ohhh hvað mig langar í saltkjöt og baunir..mmmmm.....Sprengidagur.

mánudagur, febrúar 19, 2007

stíflaður vaskur

Já Sverrir stillti á ,,gáfaður" á heilastillingum sínum í fyrradag þegar hann var að klippa á sér hárið. Hann ákvað að skola barasta öllu niður í vaskinn og viti menn hann er vel stíflaður, við erum sem sagt búin að fara með einn brúsa nú þegar af stíflulosunarefni en ekkert gengur, ég hef nú keypt annan brúsa og sjáum hvernig það fer allt saman. Málið er nefnilega að þetta er vaskurinn sem affallið frá þvottavélinni fer í og er því ekki hægt að þvo og ég hef sjaldan séð annan eins haug og nú.
Við ætluðum að þrífa í gær en það fór því miður lítið fyrir því þar sem við ákváðum að loka loksins fyrir hillurnar þar sem við geymum fötin okkar. Við ,,skruppum" því í IKEA nema hvað að þangað ,,skreppur" maður aldrei, þangað fer maður og eyðir meirihluta dags hvort sem maður vill það eður ei. En við náðum þó að finna ágætis tjöld á fínu verði og eyddum svo því litla sem eftir var dagsins í að reyna að koma þeim upp, sem gekk pínu brösulega en gekk þó. Nema hvað að vírinn sem við settum þetta upp með er greinilega ekki alveg að höndla þunga tjaldsins og er soldið mikið farinn að slakna. Hann slitnar þá bara, þá ,,skreppum" við bara aftur í IKEA og kaupum nýjann og sterkari vír. VIð keyptum líka vínglös í sterkari kantinum því að ég hef gefist upp á hinum stóru þunnu þau fara eins og ég veit ekki hvað, næstum eitt á dag.
Við erum að fara í kvöld að hitta Bigga frænda í appiritivo og fagna útskrift drengsins. Hlakka til. Við fórum í bæinn með honum á laugadaginn, gengum um og spjölluðum næstum allan daginn og kíktum á kaffihús og svona, svo um kvöldið fórum við á pizzastaðinn Solo Pizza sem ég fór á með Simonu í sumar. Að mínu mati sá besti í bænum og pizzurnar á mjög sanngjörnu verði. það er líka biðröð inná staðinn, alltaf!
En nú þarf ég að drífa mig í umferðarteppuna. og vaskteppuna... ætli séu fleiri teppur í gangi sem þarf að redda??? látið mig vita ég mæti......

föstudagur, febrúar 16, 2007

Ciao mi chiama Sigurrós

Leiðréttarinn:
Nemandinn sem situr við hliðiná þér, hann skoðar vandlega eftir hvert pennastrik stílabókina þína og leiðréttir villurnar eftir þekkingu sinni. Hins vegar er ekkert að taka eftir villunum sem eru í sinni eigin bók. Tekur upp á sitt eindæmi að leiðrétta framburð allra annarra í bekknum án þess að gefa sínum eigin mikinn gaum. Þekking hans er sú sama og þín en telur sig mun betri samt sem áður og horfir á þig með aumkunaraugum í hvert skipti sem þú gerir villu, þó svo að villurnar séu jafnmargar hjá honum. Vill að athygli bekkjarins sé á sér allan tíman sem kennsla stendur yfir og sér til þess að allar spurningar séu í samræmi við það sem hann vill að fari fram en ekki kennarinn.

Stórgóð lýsing á brasilískri stúlku sem er með mér í bekk! Hún laumaði út úr mér hotmailinu mínu og nú er hún farin að msn-na mér líka og jú leiðréttir mig á því einnig. Ég er ekkert að pirra mig á svona hlutum, einmitt.

Ég er núna búin að láta Ólu systur búa til nafnspjald handa mér og er farin að dreifa því hér.

SIGURROS CATERING
sigurroscatering@gmail.com

Láta vita krakkar,láta berast!

Ég er að fara á eftir á tískusýningu hjá strákum sem eru að byrja með nýtt merki og ég er að fara að auglýsa mig þar með þessu glæsilega nafnspjaldi.
Óla systir er algjör snilli.

Annars hefur nú lítið verið að gerast síðustu daga. Nema hvað að það er jú allt á fullu hjá manni. Fer í skólann, borða með Sverri fer heim, sæki Heklu, læri heima, sé um bókhald, reikninga og fl. þvæ þvotta og að sjálfsögðu strauja massann á nýja straubrettinu mínu og elda matinn. Þegar kvöldið loks kemur og maður getur sest upp í sófa er þreytan soldið ljúf og mikil og því sofnar maður bara fyrir allar aldir. Þetta þykir mér mjög skemmtilegt eftir að hafa verið heimavinnandi í smá tíma. Það er svo gaman að hafa mikið að gera.
Sverrir og ég(meira samt Sverrir)gerðum við hjólið mitt og því hef ég verið soldið dugleg að hjóla síðustu daga, nema hvað að núna eru gírarnir fastir í 3. sem er bara allt of erfitt á hjólinu mínu, en maður lætur sig hafa það þegar veðrið er svona yndislegt eins og síðustu vikur. Það er 10-15 stiga hiti dag eftir dag, ekkert rok(eins og vanalega) og þegar sólin skín getur hitinn farið upp í 18 stig. Þetta er alveg hreint yndislegt!
Jæja nú þarf ég að hlaupa að ná í Heklu.
Ohh shit ég veit ekkert í hverju ég á að fara í kvöld, dem! Fínn, casual fínn, casual díses hef ekki grænan grun :-/

mánudagur, febrúar 12, 2007

Ítalska og aftur ítalska

Já ég byrjaði í morgun í ítöslkunámi og líkar bara mjög vel. Þarna eru eins og venjulega fólk alls staðar að, en þó flestir frá Asíu. Merkilegt með Kóreubúana þeir bara kunna ekki neitt annað tungumál áður en þeir mæta á svæðið, hinir eins og þeir frá Japan eru þó allavegana með 1 annað tungumál.
Það er að sjálfsögðu nokkrar þarna sem eiga ítalska kærasta og eru hér vegna þeirra, eitthvað sem kennarinn sagði að væri mjög algengt.
Fór á sunnudagsmorgunn til að kaupa nýtt brauð nema hvað að það er ekki hægt hér á landi þar sem bakarí eru lokuð á sunnudögum, en í staðinn keypti ég 60 túlípana, fannst ykkur ég hafa farið yfir strikið? Þeir voru bara á tilboði og ég var á hjólinu mínu í æðislegu veðri og fannst bara tilheyrandi að kaupa fullt af túlípönum til að skreyta heimilið mitt.
F'orum í gær í bæinn að hitta Báru,Bjarka,Viktor og Þorgerði(ekki systur mína). Við gengum í Brera og fórum á kaffihús og gengum svo til baka að Duomo. Þetta var alveg yndislegur dagur, það er svo gaman að eyða deginum með góðum vinum, á rölti um borgina og kíkja á kaffihús og svona. Maður gerir það allt of sjaldan heima á Íslandi, ekki satt?

fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Furðulegt!

MIg dreymdi að ég væri að lyfta massívum lóðum í bekkpressu, mér fannst það nú vera nógu skrítið nema hvað að þegar ég vakna er ég að drepast úr harðsperrum í öxlum og baki!?? Stórfurðulegt!
Hekla vaknar núna á hverjum morgni og segir okkur frá draumum sínum. Þetta er skemmtilegasti partur dagsins fyrir foreldrana þar sem þetta eru mjög svo skemmtilegir draumar og hún segir frá þeim með svo mikilli innlifun og handahreyfingum. Hún er t.d alltaf af fljúga og vill endilega kenna okkur fullorðna fólkinu hvernig á að gera það, henni finnst það reyndar soldið skrítið að þegar hún flýgur í draumunum sínum þá er hún aldrei með vængina sína(sem eru álfavængir sem hún fékk í afmælisgjöf frá Sölku vinkonu sinni). Hún ætlar samt að bæta upp fyrir það í næsta draumi sem hún flýgur í.
Ég er að leita að skemmtilegum nafnspjöldum, hefur einhver hugmyndir um hvar ég gæti fundið einhver flott.
Frá 17.-25.feb. er frí í leikskólanum hennar Heklu, ekkert svo langt frí eða þannig! Allir hinir eru í fríi í 1-2 daga. Ég sem er að fara að byrja í ítölskunámi:/, sjáum hvort maður geti dílað eitthvað við strákana þarna á skrifstofunni.

úúúú nice shoes


Takk fyrir jólagjöfina tengdó....

þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Ekkert að byrja á túr.....

Ég var að lesa Litla stúlkan með eldspýturnar fyrir dóttur mína í gærkvöldi og ég gat ekki klárað hana fyrir ekkasogum og gráti....FRÁ MÉR!!!
Ég er ekki í lagi þegar ég fer á túr ég er eins og eins stór súkkulaðiklessa með grátbólgin augu, allt of stórar geirvörtur og bjórvömb sem slær mestu sjóurum við!
Mjög skemmtilegt að vera þannig einu sinni í mánuði...

Hekla er ennþá með nokkurn hósta þannig að það var innivera hjá okkur mæðgunum í dag, rólegheit sem sagt.
Kvöldmaturinn: eggjakaka,æ mér finnst þetta alltaf svo ógirnilegt nafn, frittata hljómar mun betur. Með steiktu grænmeti í örlítilli tómatsósu, mozzarella og sikileyskum Pecorino.

mánudagur, febrúar 05, 2007

Hann átti afmæli í gær!

Já hann Sverrir minn átti afmæli í gær og var það með eindæmum einkennilegur dagur. Ég ætlaði að dekra við hann og elda enskan brunch eins og hann gerist bestur en viti menn búðin var lokuð, týpískt. Ég gaf honum líka gjöf sem hann var svo ekkert rosalega ánægður með þannig að við þurftum að bruna niður í bæ til að skipta. Það fór svo mestur partur dagsins í þrif og svo niður í bæ, án þess að hafa borðað bita. Þannig að við ætluðum að fá okkur sushi í tilefni dagsins en viti menn, jú, það var lokað! Þannig að við enduðum á Burger King mjög svo sveittum kllukkan 17.30, þannig að kvöldmaturinn var heldur ekki upp á marga fiska, eða grillaður kjúklingur með frönskum og kokteil. Reyndar stendur hann nú alltaf fyrir sínu, en kanski ekki alveg afmælismatur. En ég ætti þó í hálfa uppskrift af súkkulaðiköku svo að hann fékk sína köku kallinn, guði sé lof því að þetta var orðið frekar vandræðalegt fyrir nýbakaða eiginkonuna, mín ekki alveg að standa sig í hlutverkinu.

Annars hefur nú ansi mikið gerst síðan síðast. Byrjum á byrjuninnni.
Föstudagur:
Ég gerði patéið mitt fyrir afmælisveislu Giuliu sem var haldin á laugardeginum og ég áti að sjá um appiritivo. Því næst fór ég að hitta Jole til að ákveða matseðilinn og svo beint í appiritivo með Gunna og Höllu Báru og co. því næst fórum við í megafína dressið, Sverrir í jakkafötum og ég í nýju fötunum mínum, og beint á barinn. Nema hvað að við fórum á hótelbarinn á Bulgari hótelinu. Þar vorum við Sverrir,Gunni,Þorgerður og Bára og drukkum hvítvín og kokteila fyrir 15 evrur (hver drykkur!), mjög ódýrt! En þar fyrir utan voru parkeraðir Ferrari,Hummer, og flottustu bensar sem ég hef séð. Því næst var förinni heitið á næturklúbb sem heitir Armani Privé, þar vorum við á gestalista og komumst því inn fyrir framan alla röð og þar inni beið okkar borð með stórri flösku af vodka, fullt af blandi og í og ávextir! Þarna hittum við svo Telmu og Röggu, en það var Röggu að þakka að við vorum með borð þarna og það var Báru að þakka að við komumst inn, gott að þekkja rétta fólkið krakkar mínir, ha;)
Þarna inni voru svo saman komnir ríkustu krakkar Mílanó og nágrenis, enda kostar drykkurinn þarna inni 20 evrur, hvað sem þú færð þér, skiptir ekki máli, allt á 20 evrur, ódýrt, ha? En við hugsuðum ekki um það heldur skemmtum okkur þvílíkt vel, alveg klikkað stuð. Ég var bara í vodka og red bull og það fór bara vel ofan í mig, ég reyndar hélt mér í hófi því að ég þurfti svo að vakna klukkan 9.00 daginn eftir til að undibúa afmælisveislu fyrir 20 manns. En það var samt alveg frábært þetta kvöld. Það var líka mjög gaman að kynnast svona þessari hlið á Mílanó, þ.e. ríku hliðinni. Þarna sá maður loksins flott fólk og vel klætt. Við vorum komin heim um 3 leytið sem betur fer, því hefðum við verið seinna á ferð hefði mér ekki tekist svona vel upp á laugardeginum sem raun bar vitni.
Laugardagurinn:
Ég vaknaði með stýrur í augum klukkan 8.30 með hnút í maganum, vegna þess að ég var svo illa undibúin fyrir daginn. Þoli ekki þegar það gerist. Málið var nefnilega að ég og Jole gátum ekki hist fyrr en þarna klukkan 18.00 á föstudeginum til að ákveða matseðilinn þannig að ég gat ekki undirbúið mig betur. En allavegana þá byrjaði ég á að fara í búðina og svo heim í eldamennsku. Ég var að allan daginn án þess að fá mér neitt að borða(drakk reyndar svona 2 ltr af vatni)né setjast niður í eina mínútu til klukkan 19.15 en þá lá leiðin til Jole með allt heila klabbið og svo byrjaði veislan klukkan 20.00. Sverrir stóð sig eins og hetja sem aðstoðarkokkur og gerði dúndurgóðar klúbbsamlokur og setti saman krabbasalat á gúrkusneiðum(sem by the way voru klikkaðar!). Þegar veislan byrjaði var ég orðin eins og undin tuska og gersamlega búin á því. En þá var maður í veislu og ekki staður né stund til að vera með eymingjaskap. En þetta heppnaðist alveg rosalega vel og fólk var gersamlega slefandi yfir veitingunum.
Matseðill:
1.Krabbasalat á gúrkusneiðum
2.Klúbbsamlokur
3.Kjúklingapatéið mitt fræga með pain d'epice og paprikuvinaigrette
4.Grafin svínalund með piparrótarsósu
5.Crudité með miðjarðarhafsídýfu(hrátt grænmeti með ídýfunni sem nokkrar fengu í gæsapartýi Kötu og ég hef gert þessa sósu líklegast fyrir alla þá sem ég þekki, hún slær alltaf í gegn og maður getur notað hana með öllu)
6. Súkkulaði-hindberja og möndlukaka (giftingarkakan)

Þannig að eins og þið sjáið var þetta alveg geggjað en líka nett vinna að búa til á einum degi. En eins og venjulega fannst mér þetta rosalega skemmtilegt og bara get ekkert að því gert að skemmta mér svona við þetta.
Þegar klukkan var um 23.00 var ég að sofna þannig að við beiluðum heim í ból.
Sunnudagurinn var svo eins og ég var búin að lýsa áðan.
Mánudagur:
Mikið hrikalega er ég búin að vera dugleg í dag! Ég tók allt til(það þarf nefnilega að búa til sófa á hverjum degi, þið munið)og svo fór ég á markaðinn, í ódýra markaðinn og svo í búðina. Ég tók ísskápinn í gegn og fyllti svo aftur. Keypti mér loksins almennilegt straubretti og straujaði allt sem hefur þurft að strauja síðustu 4 mánuði(nei ég er ekkert löt við að strauja!).Bætti í sokka og vettlinga og kjóla og fleira þar sem ég keypti nál og tvinna(ég veit að systur mínar verða stoltar af mér). Reyndar á ég bara hvítan og rauðan tvinna þannig að svörtu vettlingarnir mínir eru með mjög greinilegum rauðum saumi! En mér er nett sama, ég saumaði þó allavegana saman!
Fór svo og reyndi að taka ryðið af hjólinu mínu og fann eldgamla pumpu útí garði sem passar í hjólið mitt, þvílík endemis heppni!
Ég er líka búin að taka nokkrar þvottavélar og svo er bara eldamennskan eftir og þá get ég sagt sátt við sjálfa mig að ég sé barasta hin besta eiginkona!
Það verða klúbbsamlokur í matinn í kvöld...mmmm.... get ekki beðið.

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Allt í lagi, allt í lagi,ég skal hætta!

já ég tek það á mig þetta var synd að vera að röfla yfir þessum blessaða handboltaleik, OK! Er hætt og geri þetta ekki aftur,lofa! Ég skal horfa á einn og einn íþróttaleik en þá vil ég líka fá eiginmanninn minn á ballettsýningar svona endrum og eins, MÚhahahahahaha, einmitt sjáiði Sverri á ballettsýningu???? hahaha, tja það væri nú bara eins og að sjá mig á handbolta-eða fótboltaleik!
Ég fékk alveg hreint hrikalega girnilegt tilboð í dag, en það var að fara á kaffihús og í bæinn með Báru, sem ég tók að sjálfsögðu og sé sko ekki eftir því. Það var rosalega gaman og ég keypti mér alveg ofboðslega fallegan kjól í Zöru og alveg geggjaða skó í jólagjöf frá tengdaforeldrum mínum, þeir eru svo flottir að ég ætla að setja mynd af þeim hér inn á morgun.
Ég er svo að fara með henni, Thelmu, kannski Höllu Báru, kannski Þorgerði,kannski Sverri og stelpu sem heitir Ragga á Gattopardo annað kvöld. Við eigum eftir að skemmta okkur vel að vanda!
Sverrir er byrjaður í starfsþjálfun og verður næsta 1 1/2 mánuðinn, mjög spennandi , sjáum hvernig það fer allt saman.
Það er mjög gaman að sjá borg tískunnar umbreytast í borg svartra og brúnna vattúlpna og svartra buxna á veturna.