Já hann Sverrir minn átti afmæli í gær og var það með eindæmum einkennilegur dagur. Ég ætlaði að dekra við hann og elda enskan brunch eins og hann gerist bestur en viti menn búðin var lokuð, týpískt. Ég gaf honum líka gjöf sem hann var svo ekkert rosalega ánægður með þannig að við þurftum að bruna niður í bæ til að skipta. Það fór svo mestur partur dagsins í þrif og svo niður í bæ, án þess að hafa borðað bita. Þannig að við ætluðum að fá okkur sushi í tilefni dagsins en viti menn, jú, það var lokað! Þannig að við enduðum á Burger King mjög svo sveittum kllukkan 17.30, þannig að kvöldmaturinn var heldur ekki upp á marga fiska, eða grillaður kjúklingur með frönskum og kokteil. Reyndar stendur hann nú alltaf fyrir sínu, en kanski ekki alveg afmælismatur. En ég ætti þó í hálfa uppskrift af súkkulaðiköku svo að hann fékk sína köku kallinn, guði sé lof því að þetta var orðið frekar vandræðalegt fyrir nýbakaða eiginkonuna, mín ekki alveg að standa sig í hlutverkinu.
Annars hefur nú ansi mikið gerst síðan síðast. Byrjum á byrjuninnni.
Föstudagur:
Ég gerði patéið mitt fyrir afmælisveislu Giuliu sem var haldin á laugardeginum og ég áti að sjá um appiritivo. Því næst fór ég að hitta Jole til að ákveða matseðilinn og svo beint í appiritivo með Gunna og Höllu Báru og co. því næst fórum við í megafína dressið, Sverrir í jakkafötum og ég í nýju fötunum mínum, og beint á barinn. Nema hvað að við fórum á hótelbarinn á Bulgari hótelinu. Þar vorum við Sverrir,Gunni,Þorgerður og Bára og drukkum hvítvín og kokteila fyrir 15 evrur (hver drykkur!), mjög ódýrt! En þar fyrir utan voru parkeraðir Ferrari,Hummer, og flottustu bensar sem ég hef séð. Því næst var förinni heitið á næturklúbb sem heitir Armani Privé, þar vorum við á gestalista og komumst því inn fyrir framan alla röð og þar inni beið okkar borð með stórri flösku af vodka, fullt af blandi og í og ávextir! Þarna hittum við svo Telmu og Röggu, en það var Röggu að þakka að við vorum með borð þarna og það var Báru að þakka að við komumst inn, gott að þekkja rétta fólkið krakkar mínir, ha;)
Þarna inni voru svo saman komnir ríkustu krakkar Mílanó og nágrenis, enda kostar drykkurinn þarna inni 20 evrur, hvað sem þú færð þér, skiptir ekki máli, allt á 20 evrur, ódýrt, ha? En við hugsuðum ekki um það heldur skemmtum okkur þvílíkt vel, alveg klikkað stuð. Ég var bara í vodka og red bull og það fór bara vel ofan í mig, ég reyndar hélt mér í hófi því að ég þurfti svo að vakna klukkan 9.00 daginn eftir til að undibúa afmælisveislu fyrir 20 manns. En það var samt alveg frábært þetta kvöld. Það var líka mjög gaman að kynnast svona þessari hlið á Mílanó, þ.e. ríku hliðinni. Þarna sá maður loksins flott fólk og vel klætt. Við vorum komin heim um 3 leytið sem betur fer, því hefðum við verið seinna á ferð hefði mér ekki tekist svona vel upp á laugardeginum sem raun bar vitni.
Laugardagurinn:
Ég vaknaði með stýrur í augum klukkan 8.30 með hnút í maganum, vegna þess að ég var svo illa undibúin fyrir daginn. Þoli ekki þegar það gerist. Málið var nefnilega að ég og Jole gátum ekki hist fyrr en þarna klukkan 18.00 á föstudeginum til að ákveða matseðilinn þannig að ég gat ekki undirbúið mig betur. En allavegana þá byrjaði ég á að fara í búðina og svo heim í eldamennsku. Ég var að allan daginn án þess að fá mér neitt að borða(drakk reyndar svona 2 ltr af vatni)né setjast niður í eina mínútu til klukkan 19.15 en þá lá leiðin til Jole með allt heila klabbið og svo byrjaði veislan klukkan 20.00. Sverrir stóð sig eins og hetja sem aðstoðarkokkur og gerði dúndurgóðar klúbbsamlokur og setti saman krabbasalat á gúrkusneiðum(sem by the way voru klikkaðar!). Þegar veislan byrjaði var ég orðin eins og undin tuska og gersamlega búin á því. En þá var maður í veislu og ekki staður né stund til að vera með eymingjaskap. En þetta heppnaðist alveg rosalega vel og fólk var gersamlega slefandi yfir veitingunum.
Matseðill:
1.Krabbasalat á gúrkusneiðum
2.Klúbbsamlokur
3.Kjúklingapatéið mitt fræga með pain d'epice og paprikuvinaigrette
4.Grafin svínalund með piparrótarsósu
5.Crudité með miðjarðarhafsídýfu(hrátt grænmeti með ídýfunni sem nokkrar fengu í gæsapartýi Kötu og ég hef gert þessa sósu líklegast fyrir alla þá sem ég þekki, hún slær alltaf í gegn og maður getur notað hana með öllu)
6. Súkkulaði-hindberja og möndlukaka (giftingarkakan)
Þannig að eins og þið sjáið var þetta alveg geggjað en líka nett vinna að búa til á einum degi. En eins og venjulega fannst mér þetta rosalega skemmtilegt og bara get ekkert að því gert að skemmta mér svona við þetta.
Þegar klukkan var um 23.00 var ég að sofna þannig að við beiluðum heim í ból.
Sunnudagurinn var svo eins og ég var búin að lýsa áðan.
Mánudagur:
Mikið hrikalega er ég búin að vera dugleg í dag! Ég tók allt til(það þarf nefnilega að búa til sófa á hverjum degi, þið munið)og svo fór ég á markaðinn, í ódýra markaðinn og svo í búðina. Ég tók ísskápinn í gegn og fyllti svo aftur. Keypti mér loksins almennilegt straubretti og straujaði allt sem hefur þurft að strauja síðustu 4 mánuði(nei ég er ekkert löt við að strauja!).Bætti í sokka og vettlinga og kjóla og fleira þar sem ég keypti nál og tvinna(ég veit að systur mínar verða stoltar af mér). Reyndar á ég bara hvítan og rauðan tvinna þannig að svörtu vettlingarnir mínir eru með mjög greinilegum rauðum saumi! En mér er nett sama, ég saumaði þó allavegana saman!
Fór svo og reyndi að taka ryðið af hjólinu mínu og fann eldgamla pumpu útí garði sem passar í hjólið mitt, þvílík endemis heppni!
Ég er líka búin að taka nokkrar þvottavélar og svo er bara eldamennskan eftir og þá get ég sagt sátt við sjálfa mig að ég sé barasta hin besta eiginkona!
Það verða klúbbsamlokur í matinn í kvöld...mmmm.... get ekki beðið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
mmmmmmmm hljómar vel. Ertu til í að koma heim til mín og elda fyrir mig í kvöld? Ég nenni ekki.
Ég ætla aldrei að gifta mig ef ég þarf allt í einu að fara að strauja og stoppa í sokka... ;)
hahaha!
Já ég væri alveg til í að koma heim til þín og elda fyrir þig...áttu pening fyrir fargjaldinu????;)
já svona er að vera giftur...maður verður bara að bíta í það súra!
SHIT! Hvað kom fyrir þig syss??? Seinast þegar ég sá þig með nál og tvinna hélt ég að ég myndi deyja úr hlátri!!! En alltaf gaman að taka til hendinni go klára allt sem maður hefur ætlað að gera í marga mánuði svo nú ætla ég að taka þig til fyrirmyndar og fara að lakka gluggana heima hjá mér sem hefur fengið að bíða síðan í september....
Gott hjá þér! Ég ætla að safna kjarki til að hringja í Jole og biðja um nýtt baðkar, hehe gangi mér vel;)
Til hamingju með afmælið Sverrir
kyss kyss til ykkar allra
kveðja frá Súra pakkinu
Skrifa ummæli