MIg dreymdi að ég væri að lyfta massívum lóðum í bekkpressu, mér fannst það nú vera nógu skrítið nema hvað að þegar ég vakna er ég að drepast úr harðsperrum í öxlum og baki!?? Stórfurðulegt!
Hekla vaknar núna á hverjum morgni og segir okkur frá draumum sínum. Þetta er skemmtilegasti partur dagsins fyrir foreldrana þar sem þetta eru mjög svo skemmtilegir draumar og hún segir frá þeim með svo mikilli innlifun og handahreyfingum. Hún er t.d alltaf af fljúga og vill endilega kenna okkur fullorðna fólkinu hvernig á að gera það, henni finnst það reyndar soldið skrítið að þegar hún flýgur í draumunum sínum þá er hún aldrei með vængina sína(sem eru álfavængir sem hún fékk í afmælisgjöf frá Sölku vinkonu sinni). Hún ætlar samt að bæta upp fyrir það í næsta draumi sem hún flýgur í.
Ég er að leita að skemmtilegum nafnspjöldum, hefur einhver hugmyndir um hvar ég gæti fundið einhver flott.
Frá 17.-25.feb. er frí í leikskólanum hennar Heklu, ekkert svo langt frí eða þannig! Allir hinir eru í fríi í 1-2 daga. Ég sem er að fara að byrja í ítölskunámi:/, sjáum hvort maður geti dílað eitthvað við strákana þarna á skrifstofunni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli