Já Sverrir stillti á ,,gáfaður" á heilastillingum sínum í fyrradag þegar hann var að klippa á sér hárið. Hann ákvað að skola barasta öllu niður í vaskinn og viti menn hann er vel stíflaður, við erum sem sagt búin að fara með einn brúsa nú þegar af stíflulosunarefni en ekkert gengur, ég hef nú keypt annan brúsa og sjáum hvernig það fer allt saman. Málið er nefnilega að þetta er vaskurinn sem affallið frá þvottavélinni fer í og er því ekki hægt að þvo og ég hef sjaldan séð annan eins haug og nú.
Við ætluðum að þrífa í gær en það fór því miður lítið fyrir því þar sem við ákváðum að loka loksins fyrir hillurnar þar sem við geymum fötin okkar. Við ,,skruppum" því í IKEA nema hvað að þangað ,,skreppur" maður aldrei, þangað fer maður og eyðir meirihluta dags hvort sem maður vill það eður ei. En við náðum þó að finna ágætis tjöld á fínu verði og eyddum svo því litla sem eftir var dagsins í að reyna að koma þeim upp, sem gekk pínu brösulega en gekk þó. Nema hvað að vírinn sem við settum þetta upp með er greinilega ekki alveg að höndla þunga tjaldsins og er soldið mikið farinn að slakna. Hann slitnar þá bara, þá ,,skreppum" við bara aftur í IKEA og kaupum nýjann og sterkari vír. VIð keyptum líka vínglös í sterkari kantinum því að ég hef gefist upp á hinum stóru þunnu þau fara eins og ég veit ekki hvað, næstum eitt á dag.
Við erum að fara í kvöld að hitta Bigga frænda í appiritivo og fagna útskrift drengsins. Hlakka til. Við fórum í bæinn með honum á laugadaginn, gengum um og spjölluðum næstum allan daginn og kíktum á kaffihús og svona, svo um kvöldið fórum við á pizzastaðinn Solo Pizza sem ég fór á með Simonu í sumar. Að mínu mati sá besti í bænum og pizzurnar á mjög sanngjörnu verði. það er líka biðröð inná staðinn, alltaf!
En nú þarf ég að drífa mig í umferðarteppuna. og vaskteppuna... ætli séu fleiri teppur í gangi sem þarf að redda??? látið mig vita ég mæti......
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
yngsta barnið með hægðateppu........
geturðu gert eitthvað í því, sveskjan þín
margrabarnamóðirin
tja hún segist mæta, hún verður að standa við það.
Hvernig gengur annars í ítölskunáminu rósa sósa?
Þetta var ég...Hrafnhildur
ertu búin að prófa drullusokkinn, hann virkar yfirleitt!
vona að þú sért að meina á stíflaða vaskinn en ekki stíflaða rassinn Óla!!!!!!
margrabarnamóðirin
hahahahaha, hver er annars margrabarnamóðirin?
Það er hún Sigrún mín.... tja já hvað á ég að segja..... ég skal mæta með hægðartregðulyfið... ég sagðist víst mæta:/ hahahaha
Ítölskunámið gengur eins og í sögu:)
Skrifa ummæli