sunnudagur, ágúst 27, 2006

ahh mömmur(sagt í mæðutón)

Hvað gerir maður án þeirra og hvernig í ósköpunum á maður að þola afskiptasemi þeirra???

að öðru:

Brúðkaup aldarinnar var haldið á laugardaginn og öll jákvæðustu orð sem til eru um það passa eins og flís við rass.(hálfasnaleg setning, kannski).
Kata og Kristín gengu í hjónaband og þær voru svo fallegar og athöfnin svo falleg að ég grét vandræðalega mikið í kirkjunni. Ég gleymdi tissjúi þannig að hor, tár og slef lak niður kinnar mínar óáreytt og rústaði svona skemmtilega klukkustundar meikupi! Mér var alveg drullusama ,þetta var eitthvað það fallegasta sem ég hef séð. þær voru svo uppábúnar og í alveg ótrúlega fallegum kjólum og í gullháæluðum skóm og svo ótrúlega hamingjusamar.
Svo kom að veislunni. Ég sá um matinn og hann heppnaðist alveg hreint ótrúlega vel og var nóg af öllu og meira en það. Bára vinkona frá Mílanó sá um þjónustuna með tveimur unglingsstúlkum og stóðu þær sig ágætlega en Bára þó frábærlega. Þarna voru 76 manns og allir alveg hreint einstaklega skemmtilegir. Athyglisjúkt fólk að sjálfsögðu og ræðurnar voru margar en hver annarri skemmtilegri. þarna voru framdir skemmtilegir gjörningar og dansatriði og eins og ég segi, hvert öðru skemmtilegra. Þegar maturinn var búinn tók við dýrindis kaka og kaffi. Vel var veitt af víni og bjór og gat maður því drukkið eins og mann lysti. Eftir kökuna tók við dansiball með Geysi í fararbroddi og stýrði hann dansi frábærlega. Ég dansaði og dansaði og drakk og drakk þangað til það komst ekki meiri bjór ofan í vömbina mína. Þannig að mín bara fór inná klósett og losaði aðeins uppúr vömbinni en skipti þó samt sem áður út bjórnum fyrir vatn. Þannig að maður var nú ekki dansandi uppá borðum eins og ég bjóst nú við af mér. Maður er orðinn svo dannaður eitthvað!
Við dönsuðum fram á rauða nótt(eða til 2) og löbbuðum svo í bæinn sem þýddi það að ég var að sjálfsögðu svoleiðis að drepast í tánum, þar sem ofurölvun kom ekki í veg fyrir að ég fyndi fyrir þeim eins og vaninn er(eða svona nokkurn veginn). Þannig að við drifum okkur bara heim í ból. Ég vaknaði svo klukkan 11.30 til að koma mér upp í sal og taka saman afganga og diska og föt og þakka Díu og Oddi fyrir frábæra veislu, ég gat ekki þakkað móður hinnar brúðurinnar þar sem hún var ekki á staðnum.
Mér líður alveg rosalega vel eftir þessa veislu, hún var svo skemmtileg að hún vermir mitt hjarta og ég ætla ekki að vera í vondu skapi dag þó að Frú Morgunsól hafi reynt að rústa deginum, henni mun ekki takast það!!!
Við fórum í sund í gær systur, makar og börn í Hveragerðislaugina, mmm... alveg hreinn unaður þessi laug, það var meira að segja frítt inn; ,Blómadagur í dag' sagði afgreiðslustúlkan.

Ég var rétt í þessu að fá símtal frá ritstjóra Nýs Lífs og hún var að bjóða mér að vera með matarþáttinn í október!!!!! Ég er ekkert smá ánægð! Ég fæ algerlega að ráða þema og öllu alveg geggjað! Smá peningur, alltaf gaman að fá svoleiðis.
Best að hringja í Morgunblaðið og sjá hvað þær segja.

Ég var soldið mikið morkin í morgun þegar ég fór með Heklu í leikskólann, var nýskriðin úr rúminu með stýrur í augunum og í skíðaúlpunni hans Sverris, hitti ég ekki fyrrverandi kærasta minn hann Ingva, þá er hann með barnið/börnin sín á leikskólanum líka. Sko nú hefur þetta gerst tvisvar sinnum og í bæði skiptin var ég alveg hreint einstaklega morkin. Ég ætla að fara að hætta þessu og koma mér í að setja á mig maskarann á morgnana, tja eða kannski byrja á því að taka gamla maskarann af mér er það ekki góður staður???

fimmtudagur, ágúst 17, 2006

Baðandarmorð!

Já ég var á baðherberginu hjá mömmu í fyrradag og sá þar í ruslinu heldur auma baðönd sem virtist við fyrstu sýn vera öll brennd eða allavegana með einkennleg göt á búknum og ég hélt að einhver á heimilinu væri að mynda með sér einhverjar einkennilegar hvatir, en svo kom sem betur fer í ljós að það var bara hundurinn sem var í pössun hjá foreldrum mínum. Mikill léttir þar!
Ég var að lúðast um daginn og sver mig því í ættina þar sem systa var að lúðast líka. Ég fór og sótti Heklu og Hörð Sindra snemma á leikskólann til að leyfa þeim að vera soldið saman og fór með þau niður á Laufásveg. Í Þrúðvangi er hins vegar þjófavörn sem lætur mann svo sannarlega vita ,,if your tresspassing". Ég fer inn og tel mig vera að setja inn rétt númer en viti menn allt fer af stað og ég set inn númer eftir númer(ok soldið langt síðan síðast) en ekkert gengur þangað til ég hringi í Ólu sys en gleymi að fara útúr látunum þannig að hún fær bara ýlfur í símann og skellir á þannig að ég þarf að hringja aftur, á þessum tímapunkti er fólk farið að horfa á mig mjög einkennilega. Ég næ loks í Ólu og set inn rétt númer og allt fellur í dúnalogn á ný. Nema hvað að ýlfrið var svo lengi í gangi að securitas gaurinn kemur! Ég opna hurðina og sendi honum mitt saklausasta bros en hann virðist ekki taka því neitt svakalega vel. Þá koma Hekla og Hörður Sindri og eru mjög spennt yfir því sem er að gerast. Maðurinn spyr mig þá hver ég sé og ég svara ,,Sigurrós Pálsdóttir" Þá segir Hörður Sindri mjög einlægt og hátt og skýrt ,,já, og með tvö börn!" Smá dramaqueen í drengnum. En þetta varð til þess að Securitas gaurinn slappaði aðeins af og brosti. Þá spurði hann mig að leyniorðinu og ég spýti út úr mér eins og mér hafi verið borgað fyrir það ,, HVALUR" hahahahaha Hvað segir þá gaurinn ,,NEI það er ekki HVALUR" Þá fattaði ég að það var leyniorðið á Sjóminjasafninu þar sem ég var að vinna fyrir svona circabát 15 árum! hahahaha af hverju ætti það að vera Hvalur ég get svarið það. Heyrðu ekki nóg með það kom ég með enn annað leyniorð sem var líkt hinu raunverulega en þó ekki rétt! Allt í einu leið mér eins og ég væri í munnlegu prófi sem væri að ganga alveg hræðilega illa og að mér yrði verulega refsað ef ég næði því ekki! En þetta hófst þó á endanum og Securitas maðurinn fór út úr húsinu með bros á vör og hláturskast inní sér!

miðvikudagur, ágúst 09, 2006

Verslunarmannahelgin að baki

Já þá styttist óðfluga í haustið.
Hekla tók upp bangsann sinn í morgun og sagði
-Viltu lesa bók með mér ástin mín...neeei hehe þú talar ekki.. þú ert ekki Ástin mín.. ohh hvað ég er mikill kjáni!
Fyrir þá sem ekki vita er Ástin mín ósýnilegi vinur Heklu.

Annars fór helgin alveg hreint ótrúlega vel. Við fórum á föstudeginum með Ólu og Gumma og strákunum í Miðdal og bjuggumst við mikilli örtröð af tjöldum en viti menn veðurfræðingunum hefur tekist að láta alla annaðhvort hanga heima eða fara til Akureyrar í von um sól og til að forðast hina gífurlegu rigningu sem átti að vera á suð-austurlandi, tjaldstæðið var autt að undanskildum tveimur tjaldvögnum. Við hins vegar höfðum birgt okkur upp og ég fór í Byko og keypti partýtjald og Óla og Gummi keyptu gasgrill. Þannig að við vorum í algjörum lúxus í Miðdal krakkarnir léku sér áhyggjulaust og rigningin lét á sér standa þannig að við vorum í góðum fílíng. Rigningin kom hins vegar seint um kvöldið og þá kom sér vel að hafa tjaldað partýtjaldinu! Við sátum og drukkum og kjöftuðum langt fram á nótt eða þegar vindurinn blés okkur inn í tjöldin.
Ohhh hvað ég elska að sofa í tjaldi, að er svo hrikalega notalegt,,, hljóðin og lýsingin fylla mig unaðstilfinningu. Enda vaknaði Hekla um morguninn þannig að hún opnaði augun, snéri sér að mér, knúsaði mig og sagði ,, ohh mamma, það er svo notalegt að vera í tjaldi!"
Þegar við vöknuðum,merkilega óþunn, lögðum við strax af stað að bústað Valda frænda. Það rigndi soldið þegar við komum þannig að það var afslappelsi fyrr um daginn inni í bústaðnum og svo seinna um daginn var tjaldað og farið í pottinn og leiki og svo borðuðum við dýrindis mat, alveg hreint ótrúlega góðan. Svo var bara spjallað og djúsað langt fram á nótt. Rosalega gaman. Daginn eftir vöknuðum við seint, allir þar á meðal börnin(sem betur fer), og slappað af fengið sér kaffi og borðaður morgunmatur. Sverrir, Gummi og Eiki fóru í golf og við stelpurnar fórum í pottinn og byrjuðum svo að taka niður tjaldið. Um 4 leytið fórum við Sverrir með Þorgerði, Írisi og kærastanum hennar á hestbak. Það var sko hápunkturinn, ekkert smá skemmtilegt. Ég reyndar lenti á algjörum brokkara og var ekki alveg með á hreinu hvernig ég átti að láta hann hætta því þar sem það eru 7 ár síðan ég fór síðast á bak en svo á leiðinni heim þá sagði stelpan mér hvað ég átti að gera og ég náði honum af brokkinu. En þetta varð til þess að ég er búin að vera með alveg hreint hrikalegar harðsperrur innan á lærunum síðan! Eftir það ákváðum við að vera bara eftir í eina nótt í viðbót, það var sko góð ákvörðun! Við borðuðum afgangana sem voru ekki síðri það kvöldið og svo drukkum við og kjöftuðum alveg langt fram á nótt og fórum líka í pottinn um nóttina. Snilld að vera með pott!
Svo er lífið búið að ganga sinn vanagang síðan og ég er bara að njóta þess að vera heimavinnandi húsmóðir með Heklu minni.
Ég fór með Heklu í Bónus í gær og hún byrjaði að væla ,, má ég fá þetta, en þetta, en þetta???" og ég sagði alltaf nei svo byrjaði hún að væla ,,en mammaaaaa, mig langar í aaallt, búhúhú"
Mér fannst þetta svo sætt að ég gat ekki verið pirruð út í hana.
P.s Hekla er yndislegasta barn í heimi!

þriðjudagur, ágúst 01, 2006

sól og blíða, jiii,æði!

Við fórum í gullfallegt brúkaup um helgina og skemmtum okkur konunglega. Það var hjá Águsti vini Sverris og Obbu og var haldið í Ýmissalnum. Þetta var mjög skemmtilegt og gaman að hitta alla aftur. Sérstaklega fannst mér gaman að hitta og tala við Eyrúnu og Kára og fannst mér alveg ömurlegt að hafa ekki komist í brúðkaupið þeirra. Hvenær get ég hætt að vera í þannig vinnu að ég þarf að sleppa svona atburðum??? æ í guðanna bænum hættu þessu væli Sigurrós ég nenni ekki að hlusta á þetta meir.
Enda er ég búin að sækja um vinnu hjá Gestgjafanum og hún gaf mér hálfjákvætt svar til baka þ.e.a.s. að ég væri það sem þær væru að leita að þessa stundina fyrir utan þá staðreynd að ég sé að fara til Ítalíu aftur í október og spurði mig hvort það væri möguleiki að vera á Íslandi, en þar sem það er ekki möguleiki þá svaraði ég henni til baka að ég væri með fullt af skemmtilegum hugmyndum um fjarvinnu frá Mílanó nefndi nokkrar en hef því miður ekki fengið svar ennþá, krossum fingur og vonum það besta!!!
Annars fórum við á föstudeginum á léttskrall með Sigrúnu og Árna og hittum svo seinna um kvöldið Ólu systur og Gumma og það var algjört æði, við vorum bara nett áþví en svo gaman að hitta þau aftur og bara spjalla endalaust.
Þar fyrir utan er bara búið að liggja í þynnku og þar á eftir ælupest og er stúlkan að rífa sig uppúr því núna og vonum við að við getum kíkt í sund á morgun.
Við lágum þó í smá sólbaði í dag, Hekla reyndar meikaði ekki mikið af því og var inni mestallan daginn á meðan mamman lét sólina sleikja sig. Það er ekkert skrítið að barnið geti dundað sér endalaust þegar mamman nennir aldrei að leika, ha!
Ég byrjaði daginn ansi bjartsýn, komin með ógeð á allt of feitum mat og engu grænmeti, og bjó mér til salat og borðaði það með bestu lyst en svo stuttu seinna komu Erna frænka og Guðrún amma í heimsókn og þá voru bornar fram kræsingarnar og ég stóðst ekki mátið og dembdi mér í þær og svo seinni partinn fengum við okkur freyðivín og hnetur og rúsínur,mmmmm.........