þriðjudagur, ágúst 01, 2006

sól og blíða, jiii,æði!

Við fórum í gullfallegt brúkaup um helgina og skemmtum okkur konunglega. Það var hjá Águsti vini Sverris og Obbu og var haldið í Ýmissalnum. Þetta var mjög skemmtilegt og gaman að hitta alla aftur. Sérstaklega fannst mér gaman að hitta og tala við Eyrúnu og Kára og fannst mér alveg ömurlegt að hafa ekki komist í brúðkaupið þeirra. Hvenær get ég hætt að vera í þannig vinnu að ég þarf að sleppa svona atburðum??? æ í guðanna bænum hættu þessu væli Sigurrós ég nenni ekki að hlusta á þetta meir.
Enda er ég búin að sækja um vinnu hjá Gestgjafanum og hún gaf mér hálfjákvætt svar til baka þ.e.a.s. að ég væri það sem þær væru að leita að þessa stundina fyrir utan þá staðreynd að ég sé að fara til Ítalíu aftur í október og spurði mig hvort það væri möguleiki að vera á Íslandi, en þar sem það er ekki möguleiki þá svaraði ég henni til baka að ég væri með fullt af skemmtilegum hugmyndum um fjarvinnu frá Mílanó nefndi nokkrar en hef því miður ekki fengið svar ennþá, krossum fingur og vonum það besta!!!
Annars fórum við á föstudeginum á léttskrall með Sigrúnu og Árna og hittum svo seinna um kvöldið Ólu systur og Gumma og það var algjört æði, við vorum bara nett áþví en svo gaman að hitta þau aftur og bara spjalla endalaust.
Þar fyrir utan er bara búið að liggja í þynnku og þar á eftir ælupest og er stúlkan að rífa sig uppúr því núna og vonum við að við getum kíkt í sund á morgun.
Við lágum þó í smá sólbaði í dag, Hekla reyndar meikaði ekki mikið af því og var inni mestallan daginn á meðan mamman lét sólina sleikja sig. Það er ekkert skrítið að barnið geti dundað sér endalaust þegar mamman nennir aldrei að leika, ha!
Ég byrjaði daginn ansi bjartsýn, komin með ógeð á allt of feitum mat og engu grænmeti, og bjó mér til salat og borðaði það með bestu lyst en svo stuttu seinna komu Erna frænka og Guðrún amma í heimsókn og þá voru bornar fram kræsingarnar og ég stóðst ekki mátið og dembdi mér í þær og svo seinni partinn fengum við okkur freyðivín og hnetur og rúsínur,mmmmm.........

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

skál í skinkusafa!