Já ég var á baðherberginu hjá mömmu í fyrradag og sá þar í ruslinu heldur auma baðönd sem virtist við fyrstu sýn vera öll brennd eða allavegana með einkennleg göt á búknum og ég hélt að einhver á heimilinu væri að mynda með sér einhverjar einkennilegar hvatir, en svo kom sem betur fer í ljós að það var bara hundurinn sem var í pössun hjá foreldrum mínum. Mikill léttir þar!
Ég var að lúðast um daginn og sver mig því í ættina þar sem systa var að lúðast líka. Ég fór og sótti Heklu og Hörð Sindra snemma á leikskólann til að leyfa þeim að vera soldið saman og fór með þau niður á Laufásveg. Í Þrúðvangi er hins vegar þjófavörn sem lætur mann svo sannarlega vita ,,if your tresspassing". Ég fer inn og tel mig vera að setja inn rétt númer en viti menn allt fer af stað og ég set inn númer eftir númer(ok soldið langt síðan síðast) en ekkert gengur þangað til ég hringi í Ólu sys en gleymi að fara útúr látunum þannig að hún fær bara ýlfur í símann og skellir á þannig að ég þarf að hringja aftur, á þessum tímapunkti er fólk farið að horfa á mig mjög einkennilega. Ég næ loks í Ólu og set inn rétt númer og allt fellur í dúnalogn á ný. Nema hvað að ýlfrið var svo lengi í gangi að securitas gaurinn kemur! Ég opna hurðina og sendi honum mitt saklausasta bros en hann virðist ekki taka því neitt svakalega vel. Þá koma Hekla og Hörður Sindri og eru mjög spennt yfir því sem er að gerast. Maðurinn spyr mig þá hver ég sé og ég svara ,,Sigurrós Pálsdóttir" Þá segir Hörður Sindri mjög einlægt og hátt og skýrt ,,já, og með tvö börn!" Smá dramaqueen í drengnum. En þetta varð til þess að Securitas gaurinn slappaði aðeins af og brosti. Þá spurði hann mig að leyniorðinu og ég spýti út úr mér eins og mér hafi verið borgað fyrir það ,, HVALUR" hahahahaha Hvað segir þá gaurinn ,,NEI það er ekki HVALUR" Þá fattaði ég að það var leyniorðið á Sjóminjasafninu þar sem ég var að vinna fyrir svona circabát 15 árum! hahahaha af hverju ætti það að vera Hvalur ég get svarið það. Heyrðu ekki nóg með það kom ég með enn annað leyniorð sem var líkt hinu raunverulega en þó ekki rétt! Allt í einu leið mér eins og ég væri í munnlegu prófi sem væri að ganga alveg hræðilega illa og að mér yrði verulega refsað ef ég næði því ekki! En þetta hófst þó á endanum og Securitas maðurinn fór út úr húsinu með bros á vör og hláturskast inní sér!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
hahaha, mamma spurði mig hvað þú hefðir verið að hugsa þegar þú sagðir HVALUR. Prittí obvíus EKKI NEITT!!hahahaha
Nákvæmlega!!! Hahaha
Skrifa ummæli