Hvað gerir maður án þeirra og hvernig í ósköpunum á maður að þola afskiptasemi þeirra???
að öðru:
Brúðkaup aldarinnar var haldið á laugardaginn og öll jákvæðustu orð sem til eru um það passa eins og flís við rass.(hálfasnaleg setning, kannski).
Kata og Kristín gengu í hjónaband og þær voru svo fallegar og athöfnin svo falleg að ég grét vandræðalega mikið í kirkjunni. Ég gleymdi tissjúi þannig að hor, tár og slef lak niður kinnar mínar óáreytt og rústaði svona skemmtilega klukkustundar meikupi! Mér var alveg drullusama ,þetta var eitthvað það fallegasta sem ég hef séð. þær voru svo uppábúnar og í alveg ótrúlega fallegum kjólum og í gullháæluðum skóm og svo ótrúlega hamingjusamar.
Svo kom að veislunni. Ég sá um matinn og hann heppnaðist alveg hreint ótrúlega vel og var nóg af öllu og meira en það. Bára vinkona frá Mílanó sá um þjónustuna með tveimur unglingsstúlkum og stóðu þær sig ágætlega en Bára þó frábærlega. Þarna voru 76 manns og allir alveg hreint einstaklega skemmtilegir. Athyglisjúkt fólk að sjálfsögðu og ræðurnar voru margar en hver annarri skemmtilegri. þarna voru framdir skemmtilegir gjörningar og dansatriði og eins og ég segi, hvert öðru skemmtilegra. Þegar maturinn var búinn tók við dýrindis kaka og kaffi. Vel var veitt af víni og bjór og gat maður því drukkið eins og mann lysti. Eftir kökuna tók við dansiball með Geysi í fararbroddi og stýrði hann dansi frábærlega. Ég dansaði og dansaði og drakk og drakk þangað til það komst ekki meiri bjór ofan í vömbina mína. Þannig að mín bara fór inná klósett og losaði aðeins uppúr vömbinni en skipti þó samt sem áður út bjórnum fyrir vatn. Þannig að maður var nú ekki dansandi uppá borðum eins og ég bjóst nú við af mér. Maður er orðinn svo dannaður eitthvað!
Við dönsuðum fram á rauða nótt(eða til 2) og löbbuðum svo í bæinn sem þýddi það að ég var að sjálfsögðu svoleiðis að drepast í tánum, þar sem ofurölvun kom ekki í veg fyrir að ég fyndi fyrir þeim eins og vaninn er(eða svona nokkurn veginn). Þannig að við drifum okkur bara heim í ból. Ég vaknaði svo klukkan 11.30 til að koma mér upp í sal og taka saman afganga og diska og föt og þakka Díu og Oddi fyrir frábæra veislu, ég gat ekki þakkað móður hinnar brúðurinnar þar sem hún var ekki á staðnum.
Mér líður alveg rosalega vel eftir þessa veislu, hún var svo skemmtileg að hún vermir mitt hjarta og ég ætla ekki að vera í vondu skapi dag þó að Frú Morgunsól hafi reynt að rústa deginum, henni mun ekki takast það!!!
Við fórum í sund í gær systur, makar og börn í Hveragerðislaugina, mmm... alveg hreinn unaður þessi laug, það var meira að segja frítt inn; ,Blómadagur í dag' sagði afgreiðslustúlkan.
Ég var rétt í þessu að fá símtal frá ritstjóra Nýs Lífs og hún var að bjóða mér að vera með matarþáttinn í október!!!!! Ég er ekkert smá ánægð! Ég fæ algerlega að ráða þema og öllu alveg geggjað! Smá peningur, alltaf gaman að fá svoleiðis.
Best að hringja í Morgunblaðið og sjá hvað þær segja.
Ég var soldið mikið morkin í morgun þegar ég fór með Heklu í leikskólann, var nýskriðin úr rúminu með stýrur í augunum og í skíðaúlpunni hans Sverris, hitti ég ekki fyrrverandi kærasta minn hann Ingva, þá er hann með barnið/börnin sín á leikskólanum líka. Sko nú hefur þetta gerst tvisvar sinnum og í bæði skiptin var ég alveg hreint einstaklega morkin. Ég ætla að fara að hætta þessu og koma mér í að setja á mig maskarann á morgnana, tja eða kannski byrja á því að taka gamla maskarann af mér er það ekki góður staður???
sunnudagur, ágúst 27, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
hvernig væri að blogga!
Halló! Ég var að leita að netföngum ykkar Sverris en fann ekki. Bið ykkur að hafa samband á orn@neskirkja.is
bestu kveðjur,
Örn Bárður Jónsson
Skrifa ummæli