miðvikudagur, júlí 30, 2008

Blogg eða ekki blogg???

Fyrst maður er kominn á klakann á maður þá að hætta að blogga? Á nú reyndar ennþá nokkra vini í útlöndum maður ætti kannski að halda þessu áfram,hmmm....???
Ég fer núna í vinnuna á hverjum degi á nýja massíva hjólinu mínu í og úr vinnu sem gera um 15-20 km á dag og svo skokka ég 5-8 km á dag þegar heim er komið,svo náttúrulega vinnan alltaf líkamleg og svona. Ég fékk mígreniskast í dag sem var svo slæmt að það var kallað á sjúkrabíl í vinnuna og læti, það nefnilega leið yfir mig inni í búningsklefa og ég skall með höfuðið soldið fast í gólfið þannig að ég fékk smá heilahristing, ældi og svona skemmtilegheit, ældi meira að segja úti á plani og það leið yfir mig aftur meðan Sverrir hélt mér uppi, soldið scary þess vegna var kallað á sjúkrabíl, og þetta á eftir að kosta okkur skildinginn. Ég var soldið mikið pirruð yfir þessu... að allir í vinnunni hafi séð þetta og svona, frekar vandræðalegt,, en æ fokkit ekkért hægt að gera þegar mígrenið ákveður að böggast í manni. Ég fékk næringu í æð og líður bara ágætlega núna. Það virðist vera einhver orðrómur á meðal fjölskyldumeðlima að stúlkan sé að ofkeyra sig en ég blæs á þess háttar bull. Ok ég kannski ætti ekki alveg að fara út á hverjum degi að skokka ég viðurkenni það og skal taka það til umhugsunar.
Það var svo guðdómlegt að hjóla í vinnuna í morgun að það hálfa. Sjórinn var svo spegilsléttur og fallegur og sólargeislarnir dönsuðu við fuglana, mér fannst verið að bjóða mig velkomna heim og biðja mig að njóta til fulls, hreinn unaður. Þessu kynnist maður ekki í bílnum. Á svona dögum eiga allir að hjóla í vinnuna!
Þar sem ég er á þessum nótum þá er gaman að segja frá því að við vorum að kaupa bíl í dag. Fyrsti bíllinn okkar á Íslandi, ekki seinna vænna þar sem maður er orðinn 31 árs! Við keyptum Skoda Octavia station, mjög flottur og sparneytinn, það er jú það mikilvægasta í dag.
Við erum búin að koma okkur mjög vel fyrir í úthverfaíbúðinni okkar, allt orðið svaklega fínt og loksins getum við notið brúðargjafanna okkar. Það var svo gaman að taka þær upp það var eins og að gifta sig aftur.
En hvernig líður svo Aðal miðbæjarrottunni í úthverfinu? Er hún búin að fá sér flíspeysu, stretsbuxur og ecco inniskó?
VIð skulum bara setja dæmið upp svona: Miðbæjarrotta + Úthverfi=&%$#&%$#&%$#/&%$##
Já það verður allavegana ekki svæðisnúmerið 170 í leitarskilyrðunum á mbl.is/fasteignir tja eða nokkuð annað en 101!!!

fimmtudagur, júlí 17, 2008

Límingarnar héldu

Já ætli ég sé ekki búin að hitta flesta sem lesa þessa síðu og vita því flestir hvernig þetta endaði, tja ef þið vitið það ekki þá segi ég ykkur það hér og nú.
Bíllinn var svindlaður af mér!Hann endaði í 2500 evrum cash, en hann seldist!
VIð komumst næstum því ekki heim þar sem flugvélin var full, en við töluðum ið liðið og komumst að lokum...
Ég fór beint í vinnuna á mánudeginum eftir og fékk áhugalausasta nema sem ég hef unnið með en ég er að reyna að láta hann finna áhugann á ný og vonandi kemur það einhvern tímann ,ja helst á morgun en batnandi manni er best að lifa ekki satt?!
En þetta hefur gert það að verkum að ég þarf að mæta í vinnuna klukkan 5.30 eða 6.00 sem er kannski helst til snemmt og ég er heldur ekki farin úr vinnunni fyrr en um 16.00, þannig að dagurinn er farinn að lengjast, en það er nú í lagi, maður þolir þetta ...ég er nefnilega orðin svo mikill massi að ég er farin að skokka 2*4 km á dag og tek hvora 4 km fyrir sig á 18 mínútum, er ég ekki dugleg, ég er allavegana svakalega stolt af mér. Svo eftir skokkið er farið í sund með familíunni þar sem það er alveg hreint uaðslegt eftir langa vinnudaga og mikið skokk, svo hittir maður alltaf svo marga vini og kunningja í Neslauginni,, jaaáá maður getur sko ekki farið í Neslaugina ósnyrtur og morkinn, þar hittir þú alltaf einhvern. Ohhh þetta er svo skemmtilegt, a vera á Íslandi. Ég fæ að tala við fullt af skemmtilegu fólki á hverjum einasta degi, er til eitthvað betra? Vinnan er mjög skemmtileg og mér líður mjög vel þar.
Ég hélt æðislegt matarboð um helgina, fyrir stelpurnar þær Ásu, Kötu, Kristínu, Hörpu, Pedro og mig og Sverri að sjálfsögðu og maturinn heppnaðist frábærlega og allir voru svo ánægðir, sælir, skemmtilegir og fallegir. Þetta var eitt skemmtilegasta kvöld sem ég hef átt í laaaaangan tíma. Takk stelpur!
Ég kannski fæ mydirnar hjá þeim af matnum og set á matarsíðuna, sem ég hef trassað alllt of mikið upp á síðkastið. Ég vona að lífið fari að komast í einvhers konar eðlilegar skorður svona sem fyrst.
Við erum ennþá í húsi Ólu sös á Framnesveginum og Sverrir er búinn að vera sveittur að gera upp íbúðina sem við endum í úti á Nesi. Ohh hvað ég vildi óska að við gætum keypt eitthvað hér nálægt, ég er ekki alveg að fíla það að fara út í rassgat, þó ég sé ótrúlega þakklát tengdaforeldrum mínum fyrir að leyfa okkur að vera í íbúðinni, ég er bara líklegast ein mesta miðbæjarrotta sem fyrirfinnst! Úff líka að þurfa að hjóla í vinnuna,hmmm...... jæja það tekur þá bara megrunina upp á næsta level híhíhí...
Vonandi fáum við dótið okkar úr skipinu á morgun og vonandi er allt með!
Hekla er svo alsæl þessa dagana, hún brosir allan daginn út að eyrum, enda er tengdó í fríi og fær hún gesti og svona á daginn og svo eru líka einhverjir krakkar þarna í kring sem hún er byrjuð að leika með.
Svo hér nálægt býr besta vinkona hennar hún Salka, dóttir Sigrúnar, og fékk hún að gista hjá henni um síðustu helgi, ohh henni fannst svo geggjað, hún var sko ekkert ánægð að sjá mig þegar ég kom að sækja hana daginn eftir. Enda voru þær á leiðinni í göngutúr(bara tvær)ég alveg í tremmakasti yfir því en þegar ég sá ofurrólegu viðbrögð Sigrúnar, ákvað ég að slaka á og fylgja því. Hún er orðin svo stór!
Jæja nú er hungrið verulega farið að segja til sín, það verður bara samloka í kvöld, ég er bara ein með hundinn, Sverrir er nefnilega ennþá sveittur uppi í íbúð..

fimmtudagur, júlí 03, 2008

Klikkað stress í gangi!

Við erum búin að senda búslóðina okkar til Íslands en bíllinn er enn óseldur og ég er að fara á límingunum af stressi. Það er umboðsskrifstofa sem ætlar að kaupa hann og ég er búin að láta þá hafa bílinn til að leyfa fólki að skoða og ég fer á eftir að ganga frá kaupum, vonandi! þeir hafa nefnilega ekki enn hringt og ég er nú þegar búin að hringja einu sinni í þá í morgun. Ég er alvarlega að spá í að fara bara til þeirra og þvinga þá í þetta núna, við eigum nefnilega eftir að fara og ganga frá uppsögn á rafmagni og gasi og rusli, þannig að ég er orðin gjörsamlega græn af stressi. Ég þoli ekki að sitja á rassgatinu og bíða eftir að aðrir hringi þegar ég hef fullt annað að gera! En þetta er Ítalía og allt gerist á hraða snigilsins hér....
Annars mætum við á svæðið um klukkan 20:00 á laugardagskvöldið eða þ.e.a.s. á morgun! Gvuð á morgun, nei nú fer ég alveg á límingunum!!!!
Shhhiiiiitturinn....