fimmtudagur, júlí 17, 2008

Límingarnar héldu

Já ætli ég sé ekki búin að hitta flesta sem lesa þessa síðu og vita því flestir hvernig þetta endaði, tja ef þið vitið það ekki þá segi ég ykkur það hér og nú.
Bíllinn var svindlaður af mér!Hann endaði í 2500 evrum cash, en hann seldist!
VIð komumst næstum því ekki heim þar sem flugvélin var full, en við töluðum ið liðið og komumst að lokum...
Ég fór beint í vinnuna á mánudeginum eftir og fékk áhugalausasta nema sem ég hef unnið með en ég er að reyna að láta hann finna áhugann á ný og vonandi kemur það einhvern tímann ,ja helst á morgun en batnandi manni er best að lifa ekki satt?!
En þetta hefur gert það að verkum að ég þarf að mæta í vinnuna klukkan 5.30 eða 6.00 sem er kannski helst til snemmt og ég er heldur ekki farin úr vinnunni fyrr en um 16.00, þannig að dagurinn er farinn að lengjast, en það er nú í lagi, maður þolir þetta ...ég er nefnilega orðin svo mikill massi að ég er farin að skokka 2*4 km á dag og tek hvora 4 km fyrir sig á 18 mínútum, er ég ekki dugleg, ég er allavegana svakalega stolt af mér. Svo eftir skokkið er farið í sund með familíunni þar sem það er alveg hreint uaðslegt eftir langa vinnudaga og mikið skokk, svo hittir maður alltaf svo marga vini og kunningja í Neslauginni,, jaaáá maður getur sko ekki farið í Neslaugina ósnyrtur og morkinn, þar hittir þú alltaf einhvern. Ohhh þetta er svo skemmtilegt, a vera á Íslandi. Ég fæ að tala við fullt af skemmtilegu fólki á hverjum einasta degi, er til eitthvað betra? Vinnan er mjög skemmtileg og mér líður mjög vel þar.
Ég hélt æðislegt matarboð um helgina, fyrir stelpurnar þær Ásu, Kötu, Kristínu, Hörpu, Pedro og mig og Sverri að sjálfsögðu og maturinn heppnaðist frábærlega og allir voru svo ánægðir, sælir, skemmtilegir og fallegir. Þetta var eitt skemmtilegasta kvöld sem ég hef átt í laaaaangan tíma. Takk stelpur!
Ég kannski fæ mydirnar hjá þeim af matnum og set á matarsíðuna, sem ég hef trassað alllt of mikið upp á síðkastið. Ég vona að lífið fari að komast í einvhers konar eðlilegar skorður svona sem fyrst.
Við erum ennþá í húsi Ólu sös á Framnesveginum og Sverrir er búinn að vera sveittur að gera upp íbúðina sem við endum í úti á Nesi. Ohh hvað ég vildi óska að við gætum keypt eitthvað hér nálægt, ég er ekki alveg að fíla það að fara út í rassgat, þó ég sé ótrúlega þakklát tengdaforeldrum mínum fyrir að leyfa okkur að vera í íbúðinni, ég er bara líklegast ein mesta miðbæjarrotta sem fyrirfinnst! Úff líka að þurfa að hjóla í vinnuna,hmmm...... jæja það tekur þá bara megrunina upp á næsta level híhíhí...
Vonandi fáum við dótið okkar úr skipinu á morgun og vonandi er allt með!
Hekla er svo alsæl þessa dagana, hún brosir allan daginn út að eyrum, enda er tengdó í fríi og fær hún gesti og svona á daginn og svo eru líka einhverjir krakkar þarna í kring sem hún er byrjuð að leika með.
Svo hér nálægt býr besta vinkona hennar hún Salka, dóttir Sigrúnar, og fékk hún að gista hjá henni um síðustu helgi, ohh henni fannst svo geggjað, hún var sko ekkert ánægð að sjá mig þegar ég kom að sækja hana daginn eftir. Enda voru þær á leiðinni í göngutúr(bara tvær)ég alveg í tremmakasti yfir því en þegar ég sá ofurrólegu viðbrögð Sigrúnar, ákvað ég að slaka á og fylgja því. Hún er orðin svo stór!
Jæja nú er hungrið verulega farið að segja til sín, það verður bara samloka í kvöld, ég er bara ein með hundinn, Sverrir er nefnilega ennþá sveittur uppi í íbúð..

Engin ummæli: