þriðjudagur, október 30, 2007

Hekla snilli

Ég er alveg a fíla aldurinn hennar Heklu núna, það kemur hvert gullkornið á fætur öðru uppúr henni.
Við vorum í Kaupmannahöfn um helgina og ég vil þakka Önnu Helgu og Stig innilega fyrir uppihaldið og sushiið. Það var rosalega gaman hjá okkur a laugardaginn, við lentum mjög snemma og fórum beint á hótelið með töskurnar og svo í bæinn að versla og sem betur fer var Hekla sofandi allan tímann sem ég var í HogM sem var alveg nett lengi...hmmm.....
Ég keypti mér nú reyndar ekki mikið, nærföt og pels, sem var sérstaklega ódýr;)
en eg hins vegar var að kaupa soldið á stelpurnar og svona. Þetta var allavegana mjög skemmtilegt. Eftir það fórum við uppá hótel og hvíldum okkur í smá stund og þar á eftir fórum við í mat til Önnu Helgu. Þar var Íris líka og við drukkum og skemmtum okkur alveg konunglega til klukkan 2 um nóttina, en í raun var hún 3 því að klukkunni var breytt þessa nótt þannig að við græddum þarna klukkutíma, hehe.
Ég fór síðan með leigubíl niður á metróstöðina við nýhöfn og tók þaðan metróið uppá hótel sem er alveg við flugstöðina(meikaði ekki alveg að eyða í leigubíl alla leið þangað), en ég held að ég hafi nú ekki getað sagt að eg hafi verið til mikillar fyrirmyndar þarna,sko. Ég var nett slompuð með barnið sofandi í kerrunni og risastóran kassa í körfunni undir kerrunni sem á stóð ,,FAKE BRA" og mjög falleg mynd af brjóstagóðri stúlku í ósýnilegum brjóstahaldara. Þetta fannst mér á vissum tíma kvöldsins vera sérstaklega góð hugmynd að taka með heim, þar sem Anna Helga ákvað að gefa mér þetta. Það fóru reyndar að renna á mig tvær grímur þarna í metróinu, hahahaha, jess.... góða mamman......
Dagurinn eftir var ekki alveg eins æðislegur til að byrja með en endaði þó mjög vel. Veðrið var ömurlegt og við þurftum að tékka okkur út klukkan 12.00, mín nett þunn og ég fékk mér þó að sjálfsögðu morgunmatinn þarna á hótelinu(sem var nú ekki eins góður og hjá okkur en góður samt). Því næst fórum við bara að hanga í bænum og eins og Kaupmannahöfn getur verið skemmtilegt þá getur hún verið alveg morkin á sunnudögum, fyrir á sem ekki búa þar. Við enduðum hjá Önnu Helgu á ný og héngum þar þar til komið var að kvldmat og þá var að sjálfsögðu farið á Bankeraat, í sveittan en þó pínu fágaðan hammara.
Gistum síðan hjá Önnu Helgu og svo í flug morguninn eftir sem var nú ekki alveg jafn mikil sæla og helgin hafði verið get ég sagt ykkur.
Lestum uppá völl var aflýst, öðrum frestað og þar fram eftir götunum, ég allt of sein.. en nnáði þó á endanum, sveitt eftir mikil hlaup.
Þegar við vorum svo að lenda þá sér Hekla snjóinn og segir ,, mamma það er snjór, heyrðu kannski settu þau snjóinn bara fyrir mig, útaf því að það er svo langt síðan þau sáu mig síðast og vildu bara gefa mér snjó" Svo brosti hún sínu breiðasta....
Konunni við hliðiná okkur fannst þetta ekki lítið fyndið.

fimmtudagur, október 25, 2007

ahh Joia........

já ég fór í dag á gamla veitingastaðinn minn í netta nostalgíu. Ég hitti þar Simone (mikill vinur minn) og stefano sem var alltaf svo skotinn í mér og að sjálfsögðu alla þjónana og síðast en ekki síst meistarann sjálfann Signor Pietro Leemann. Það voru allir svo ánægðir að sjá mig og ég fékk þvílík knús og yndislegheit frá þeim öllum og þar á meðal Signor Leemann. Ég fékk mér að borða smá hádegismat með Heklu og við enduðum á að vera þarna í 2,5 tíma að borða yndislegan mat og tala við skemmtilegt fólk og njóta. Þetta var alveg yndislegt. Það er nú skemmtilegt að segja frá því að Simone byrjaði á sama tíma og ég og er nú orðinn Sous chef og búinn að gefa út matreiðslubók í samvinnu með Herranum. Mér verður að sjálfsögðu hugsað til þess hvað maður gæti verið kominn langt ef maður væri eins sinlge og frjáls eins og þetta fólk virðist vera, og hefði haldið áfram þarna....... En það þýðir ekki að hugsa um það, svona er lífið og ég er hæstánægð með mitt val í lífinu.
Hekla litla er svo mikill engill að það er enginn vandi að fara með hana á Michelin veitingastað, bara við tvær, engin leikföng eða neitt, hún bara spjallar við mann næstum eins og fullorðin,hehe eða svona þannig.
Þegar við vorum á leiðinni heim kom þetta líka yndislega gullkorn uppúr henni.

Hekla: mamma ég var að spá.. þegar þú og pabbi ákveðið að búa til barn má ég þá hjálpa ykkur að búa það til... ég get búið til hausinn og hárið og pabbi getur búið til magann og þú hendurnar og fæturnar?

ég gat ekki annað en gersamlega sprungið úr hlátri.

Nú er hún farin að tala ansi mikið við bangsana sína aftur og í gær þá hellti hún mjólk yfir hundinn sinn, ég þurfti því að setja greyið í þvottavélina. Hekla sat fyrir framan þvottavélina allan tímann og sagði í sífellu : ,, æ´. litla greyið mitt, þetta er allt í lagi" svo hermdi hún eftir rödd lítils barns og sagði ,, mamma,mamma, þetta er svo skrítið,mamma" (sem áti að vera hundurinn að kalla á hana) Svo fór hún og náði í ,,vini hans" og með sömu röddu sagði hún ,,vinur minn, elsku vinur minn, þetta er allt í lagi, við erum hjá þér" Þetta var eins og að horfa á ótrúlega fyndið leikrit.

þriðjudagur, október 23, 2007

Aldrei of mikið af bleiku!

Hekla var rétt í þessu að hlusta á jólalagið um Siggu litlu á bláa kjólnum og mamma inní eldhúsinu og það(man ekki hvað það heitir) og þegar einmitt setningin kom um að Sigga væri í bláum kjól leist Heklu litlu ekki á blikuna og kallaði ,, nei! Sigga er í bleikum kjól". Já hann Sverrir minn hefur kannski verið örlítið of æstur í bleika litnum í gegnum tíðina.
Annars var ég að klára þetta pappírsmál áðan og ég er svona 99% viss um að þetta hafi ekki verið það sem ég þarf. Mjög skemmtilegt þar sem ég fór ekki á nógu marga staði fyrir þetta plagg,jesssssssssssssssssssss.................
Ekki mikið annað að gera núna en að bíða eftir útskrift frá bankanum um stöðu mína á reikningi mínum í enda ársins 2006 til að fá eitthvað annað plagg. Já það er ekkert auðvelt í þessu landi, ekki einu sinni að fá útskrift frá bankanum, nei ég þurfti að fara í bankann, þeir sögðu mér að ég þyrfti að hringja í grænt númer, gerði það, þeir sögðu mér að ég þyrfti að bíða eftir bréfi í póstinum sem gæti tekið allt uppí 10 daga og bara svona til öryggis ef það er ekki komið eftir 10 daga þá fékk ég tilvísunarnúmer. GRRRRRRR......,mín ekkert pirruð, sérstaklega þar sem ég hef ekki 10 daga....
Þetta getum við gert á einni mínútu úr okkar eigin tölvu... hugsið ykkur bara hvað við höfum það gott á Íslandi,ha.

Ó þetta land,þetta land!!!!

þetta er að fara með mig ég get svarið það. Nú er ég búin að vera að standa í þessu helvítis veseni í 1,5 viku! Ég hef verið send á milli stofanana endalaust og svörin eru alltaf þau sömu,, ég hef ekki hugmynd um hvað þú ert að biðja um" ,,hva, af hverju í ósköpunum þarftu á skattskýrslu að halda?", ,,nei, þú ert ekki á réttum stað þú þarft að fara þangað....hingað....þangað...hingað.....þangað" Ég er að bilast!!! Ídag fór ég á 4 mismunandi staði og alltaf var ég send eitthvert annað. Á endanum komst ég á ,vonandi, réttan stað þar sem ég get fengið eitthvað, veit þó ekki hvort það er það sem þarf til að Lín sé sátt. En þegar ég mætti á þann stað þá voru þeir að loka, mjög skemmtilegt og ég var ekki með nægilega mörg FOKKING FRÍMERKI!!!!! Þeir eru ekki í lagi á þessu landi. Ekki nóg með það heldur ákvað ég nú að gera eitthvað gott úr þessum guðsvolaða degi og fór með Heklu í uppáhaldsgarðinn sinn, sem er niðri í bæ. Ég fékk stæði og þakkaði pent guði fyrir það, nema hvað að þegar ég fer að leita að stöðumæli þá finn ég engan mann til að selja mér miða... ég leita og leita og spyr út um allt en ekkert finn... loksins finn ég mann í gulu vesti og segi honum hvar bíllinn minn er lagður og að mig vanti hjá honum stöðumælamiða.... en viti menn hann var víst ekki rétti maðurinn, jú sjáiði til hann var að sjá um þessi 30 bílastæði en hinn var að sjá um hin 30... jú þá spyr ég hvort það sé munur á verði á þessum stæðum... neinei það var sko ekki málið hann var alveg með miða og svona fyrir rétta verðið, málið var bara að þau bílastæði sem hann var að sjá um voru á vegum borgarinnar en hin sem hinn gaurinn var að sjá um(sem fannst aldrei)voru á vegum ríkisins...,,þú þarft að fara á enda götunnar í Tabaccheria til þess að kaupa þessa blessuðu miða. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég tók kastið á loftið í kringum mig. Ég var eins og óður Ítali baðaði höndum útum allt og öskrandi og urrandi út í loftið. Hekla litla grey bað ekki um útskýringar, í fyrsta skipti....
Þegar ég svo kem heim sé ég á meilinu mínu að það er eitthvað vesen með flugmiðann minn heim þannig að ég kem ekki heim fyrr en á mánudeginum, þegar ég var að vonast til að vera komin aftur í vinnu.
Jæja nú ætla ég að taka mig á og sjá björtu hliðarnar á málum dagsins....:
jú ég hef nú séð og kynnst fleiri stofnunum það er nú alltaf skemmtilegt að sjá og kynnast einhverju nýju...
Fólkið sem ég talaði við var allt saman alveg hreint ótrúlega almennilegt, brosandi og bara glatt í alla staði.....
Ég hef alveg ótrúlega góða afsökun til að snerta ekki eldavélina á eftir.
Ég hef líka alveg svakalega góða afsökun til að hella í mig hvítvíni, tuc kexi og rándýrum Gorgonzola, ásamt rándýrum parmigiano(borðaður í litlum klumpum) sem hefur þroskast í 24 mánuði.....
Maðurinn minn dekrar pottþétt við mig í kvöld...
jii það eru nú bara ansi margar jákvæðar og frábærar hliðar á þessu máli, já ég er barasta hætt að vera í vondu skapi og ætla að horfa á einhvern skemmtilegan þátt á youtube og drekka meira hvítvín... heyrðu hver sagði að ég væri í megrun???? er ég ekki í fríi????!!!!

fimmtudagur, október 18, 2007

Ítalía=pane,pasta,pizza, carbohydrati....

Já ég er svo sannarlega búin að éta mig stútfulla af kolvetni og er komin með nett nóg.
Það er endalaust af þessu hérna maður!
Annars get ég ekki sagt að síðustu dagar hafi verið mjög skemmtilegir eða notalegir, fyrir utan kvöldstundirnar. Við höfum nefnilega eytt dögunum í að reyna að redda einhverju fyrir Lín svo að ég þurfi ekki að borga himinháa upphæð þar sem þeir taka sér það bessaleyfi að setja á mig hæstu launin hér úti á Ítalíu ef ég skila ekki inn ítalskri skattskýrslu! Í fyrsta lagi þá skila Ítalir sem ekki vinna inn skattskýslu þannig að meira að segja Ítalirnir hér vita ekki hvar ég á að byrja að leita að þessu helvíti;/ er massa pirruð yfir þessu og svo í ofanálag gleymdist ítalska nafnskírteinið mitt heima á Íslandi;/ Svo erum við búin að vera að borga reikninga, fara hingað og þangað að senda fax og fara á stofnanir þar sem allt er svo einfalt og auðvelt hér og ekkert dreift útum alla hvelv. borg, eða þannig!
En ég ætla nú ekki að einblýna á það, þar sem við fórum í mat til Jole og Piero á þriðjudaginn og það var yndislegt og skemmtilegt, svo á miðvikudaginn hitti ég rússnesku og japönsku vini mína, fengum okkur appiritivo og spumante, rosalega skemmtilegt að hitta alla aftur. Svo í gærkvöldi fórum við með Niklas, Óla og Ester og japönskum vini Niklas í appiritivo sem ílengtist aðeins og við komum heim um 2 leytið í nótt búin að drekka einum of mikinn bjór. En það var bara svo skemmtilegt!
Í dag næ ég svo í bílinn okkar, þannig að við getum chillað aðeins í honum, hehe...
Þegar við höfum náð íu bílinn tekur við skjalasöfnun fyrir eitthvað plagg sem mig vantar fyrir þetta Lín dæmi, vonandi fæ ég allt saman þrátt fyrir að vera ekki með nafnskírteinið mitt. Vonum það besta, ekki satt.

Jæja best að fara að huga að þessari yndislegu dóttur, sem reyndar spyr mig á hverjum degi núna hvort hún fari nú ekki að eignast systkin...smá þrýstingur á mann,ha...

laugardagur, október 13, 2007

Ítalía here we come

Jupp við förum á morgun og er kominn smá ferðafiðringur í magann.
Við áttum svo sannarlega dekurdag í gær. Við fórum í klukkutíma kínverskt fótanudd á Loftleiðum með freydivíni, ávaxtaspjótum og konfekti. Þetta var svo unaðslegt og rómantískt og yndislegt í alla staði, ég mæli með þessu hudrað prósent, hreinn unaður! Eftir þetta fórum við heim tókum okkur til og svo lá leiðin uppá Vox í kvöldmat. Þar var svoleiðis dekrað við okkur að það var engu lagi líkt maður! Hrikalega góður matur, góð vín, yndislegt fólk, ég er heppin með vinnustað, alveg ótrúlega heppin. Þetta var svo royal þessi dagur og við erum svo sæl eftir þetta allt saman. Þetta var eins og hið besta brúðkaupsafmæli... fyrir utan að við áttum ekki brúðkaupsafmæli, hehe...
Ég komst að því þegar ég var að panta mér flugfar frá Ítalíu til Köben að ég þarf að gista eina nótt þar, sem ég er reyndar frekar ánægð með, því þá kemst ég í uppáhaldsbúðina mína og get keypt mér fleiri hnífa, og vonandi hitt vini mína og svona skemmtilegt. Chillað í Köben hefur nú aldrei þótt leiðinlegt,ha....
Jæja best að hjálpa kallinum að pakka.... Ég er nú meiri dekurrófan!

fimmtudagur, október 11, 2007

Ítalía kallar

jújú við förum af landi brott á sunnudaginn og svo skiljum við drenginn eftir þar tveimur vikum seinna.
Það er reyndar farið að kólna aðeins en vonandi náum við aðeins rétt í rassgatið á smá hita og sól.
Að öðru
ég hef núna verið alveg svakalega dugleg að rækta líkamann, hjóla og skokka á næstum því hverjum degi og líður svakalega vel, nema hvað að þegar ég horfi í spegilinn þá virðist rassinn á mér hafa stækkað, en það eru jú kostir við þetta, appelsínan er að hverfa-gott, ég er hressari-gott, grennri að ofan-gott,, þess vegna skil ég bara ekki hvers vegna rassinn getur ekki farið sömu leið, grrrrr..... eru einhver ráð? ég reyndar veit að ef ég færi í Ashtanga jóga myndi þetta allt saman verða hrikalega fullkomið en ég bara hef ekki tíma í svoleiðis lúxus. Ég var reyndar að spá um daginn hvort ég gæti ekki bara farið með Heklu í tíma og vera með litla vídeótækið hennar... væri ég alveg hrikalega slæm móðir?
Æ hvað það verður nú ljúft að fara heim, í bólið okkar, íbúðina okkar, bílinn okkar....osfrv.
VIð vorum líka að kaupa okkur nýja tölvu þar sem gamla dó, og ég vona bara að við getum náð uppskriftunum mínum út úr harða disknum.
bleh best að fara og borða pitsuna mína.

föstudagur, október 05, 2007

Jáog jæja

hvað hefur nú á daga mína drifið... látum okkur sjá....
Japanski sendiherran kemur nú á hverjum degi til okkar og fær sér einungis sushi og sagði að þetta væri eina súshiið í bænum sem væri gott! og hana nú! maður fær varla betra compliment en það!
Jú það eru stórar fréttir sem ég hef að færa. Það eru nefnilega breytt plön!
Yfirmennirnir sannfærðu mig um það að það væri miklu betra fyrir mig að vera hér á Íslandi og því hef ég nú ákveðið að vera eftir á Íslandi, vúhú!! Ég fer út reyndar í 2 vikur og kem svo aftur með litlu píuna og Sverrir verður eftir. Það eru nú reyndar ekki nema 1.5 mánuður í jólafrí hjá honum(frá því að við skiljum við hann) þannig að ég verð bara hér fram í endan á janúar.
En það er annars búið að vera mikið drukkið ´og skemmt sér síðustu helgar og allt saman er búið að vera einstaklega skemmtilegt, og við erum ekki hætt það verður alla þessa helgi líka, stuðstuðstuð!!
Við förum á hestbak á morgun, jeijjj
Það hefur verið hjá okkur Dani síðustu daga og hef ég fengið ærið tækifæri að monta mig á dönskunni minni, sem kom bara aftur eins og ekkert væri. Ég reyndar rugla stundum saman ítölskunni saman við en það er bara pínu og minnkar með hverjum deginum.
Ég er búin að vera ótrúlega dugleg að hjóla en ég bara fékk nóg í dag á þessari rigningu, þetta er ekkert grín þegar maður hjólar í og úr vinnunni á hverjum degi, sko! Hlakka mikið til að fá sólina eða bara eitthvað annað!
Tölvan okkar er líklegast ónýt og er ég mjög súr yfir því þar sem ég var með allt of mikið af uppskriftum þar inni sem væri hræðilegt að missa, ég mun gera allt til þess að fá það til baka. og náttúruelga myndirnar, restin er mér nett sama um.
jæja ég ætla að fara að taka mig til fyrir afmælið sem okkur er boðið í í kvöld.
vi ses...hejhej