hvað hefur nú á daga mína drifið... látum okkur sjá....
Japanski sendiherran kemur nú á hverjum degi til okkar og fær sér einungis sushi og sagði að þetta væri eina súshiið í bænum sem væri gott! og hana nú! maður fær varla betra compliment en það!
Jú það eru stórar fréttir sem ég hef að færa. Það eru nefnilega breytt plön!
Yfirmennirnir sannfærðu mig um það að það væri miklu betra fyrir mig að vera hér á Íslandi og því hef ég nú ákveðið að vera eftir á Íslandi, vúhú!! Ég fer út reyndar í 2 vikur og kem svo aftur með litlu píuna og Sverrir verður eftir. Það eru nú reyndar ekki nema 1.5 mánuður í jólafrí hjá honum(frá því að við skiljum við hann) þannig að ég verð bara hér fram í endan á janúar.
En það er annars búið að vera mikið drukkið ´og skemmt sér síðustu helgar og allt saman er búið að vera einstaklega skemmtilegt, og við erum ekki hætt það verður alla þessa helgi líka, stuðstuðstuð!!
Við förum á hestbak á morgun, jeijjj
Það hefur verið hjá okkur Dani síðustu daga og hef ég fengið ærið tækifæri að monta mig á dönskunni minni, sem kom bara aftur eins og ekkert væri. Ég reyndar rugla stundum saman ítölskunni saman við en það er bara pínu og minnkar með hverjum deginum.
Ég er búin að vera ótrúlega dugleg að hjóla en ég bara fékk nóg í dag á þessari rigningu, þetta er ekkert grín þegar maður hjólar í og úr vinnunni á hverjum degi, sko! Hlakka mikið til að fá sólina eða bara eitthvað annað!
Tölvan okkar er líklegast ónýt og er ég mjög súr yfir því þar sem ég var með allt of mikið af uppskriftum þar inni sem væri hræðilegt að missa, ég mun gera allt til þess að fá það til baka. og náttúruelga myndirnar, restin er mér nett sama um.
jæja ég ætla að fara að taka mig til fyrir afmælið sem okkur er boðið í í kvöld.
vi ses...hejhej
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli