Ég er alveg a fíla aldurinn hennar Heklu núna, það kemur hvert gullkornið á fætur öðru uppúr henni.
Við vorum í Kaupmannahöfn um helgina og ég vil þakka Önnu Helgu og Stig innilega fyrir uppihaldið og sushiið. Það var rosalega gaman hjá okkur a laugardaginn, við lentum mjög snemma og fórum beint á hótelið með töskurnar og svo í bæinn að versla og sem betur fer var Hekla sofandi allan tímann sem ég var í HogM sem var alveg nett lengi...hmmm.....
Ég keypti mér nú reyndar ekki mikið, nærföt og pels, sem var sérstaklega ódýr;)
en eg hins vegar var að kaupa soldið á stelpurnar og svona. Þetta var allavegana mjög skemmtilegt. Eftir það fórum við uppá hótel og hvíldum okkur í smá stund og þar á eftir fórum við í mat til Önnu Helgu. Þar var Íris líka og við drukkum og skemmtum okkur alveg konunglega til klukkan 2 um nóttina, en í raun var hún 3 því að klukkunni var breytt þessa nótt þannig að við græddum þarna klukkutíma, hehe.
Ég fór síðan með leigubíl niður á metróstöðina við nýhöfn og tók þaðan metróið uppá hótel sem er alveg við flugstöðina(meikaði ekki alveg að eyða í leigubíl alla leið þangað), en ég held að ég hafi nú ekki getað sagt að eg hafi verið til mikillar fyrirmyndar þarna,sko. Ég var nett slompuð með barnið sofandi í kerrunni og risastóran kassa í körfunni undir kerrunni sem á stóð ,,FAKE BRA" og mjög falleg mynd af brjóstagóðri stúlku í ósýnilegum brjóstahaldara. Þetta fannst mér á vissum tíma kvöldsins vera sérstaklega góð hugmynd að taka með heim, þar sem Anna Helga ákvað að gefa mér þetta. Það fóru reyndar að renna á mig tvær grímur þarna í metróinu, hahahaha, jess.... góða mamman......
Dagurinn eftir var ekki alveg eins æðislegur til að byrja með en endaði þó mjög vel. Veðrið var ömurlegt og við þurftum að tékka okkur út klukkan 12.00, mín nett þunn og ég fékk mér þó að sjálfsögðu morgunmatinn þarna á hótelinu(sem var nú ekki eins góður og hjá okkur en góður samt). Því næst fórum við bara að hanga í bænum og eins og Kaupmannahöfn getur verið skemmtilegt þá getur hún verið alveg morkin á sunnudögum, fyrir á sem ekki búa þar. Við enduðum hjá Önnu Helgu á ný og héngum þar þar til komið var að kvldmat og þá var að sjálfsögðu farið á Bankeraat, í sveittan en þó pínu fágaðan hammara.
Gistum síðan hjá Önnu Helgu og svo í flug morguninn eftir sem var nú ekki alveg jafn mikil sæla og helgin hafði verið get ég sagt ykkur.
Lestum uppá völl var aflýst, öðrum frestað og þar fram eftir götunum, ég allt of sein.. en nnáði þó á endanum, sveitt eftir mikil hlaup.
Þegar við vorum svo að lenda þá sér Hekla snjóinn og segir ,, mamma það er snjór, heyrðu kannski settu þau snjóinn bara fyrir mig, útaf því að það er svo langt síðan þau sáu mig síðast og vildu bara gefa mér snjó" Svo brosti hún sínu breiðasta....
Konunni við hliðiná okkur fannst þetta ekki lítið fyndið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hæ Sigurrós.
Takk fyrir frábært partý á laugardaginn. Lifi brjóstin, hihihi!
Kossar
Íris
Skrifa ummæli