þetta er að fara með mig ég get svarið það. Nú er ég búin að vera að standa í þessu helvítis veseni í 1,5 viku! Ég hef verið send á milli stofanana endalaust og svörin eru alltaf þau sömu,, ég hef ekki hugmynd um hvað þú ert að biðja um" ,,hva, af hverju í ósköpunum þarftu á skattskýrslu að halda?", ,,nei, þú ert ekki á réttum stað þú þarft að fara þangað....hingað....þangað...hingað.....þangað" Ég er að bilast!!! Ídag fór ég á 4 mismunandi staði og alltaf var ég send eitthvert annað. Á endanum komst ég á ,vonandi, réttan stað þar sem ég get fengið eitthvað, veit þó ekki hvort það er það sem þarf til að Lín sé sátt. En þegar ég mætti á þann stað þá voru þeir að loka, mjög skemmtilegt og ég var ekki með nægilega mörg FOKKING FRÍMERKI!!!!! Þeir eru ekki í lagi á þessu landi. Ekki nóg með það heldur ákvað ég nú að gera eitthvað gott úr þessum guðsvolaða degi og fór með Heklu í uppáhaldsgarðinn sinn, sem er niðri í bæ. Ég fékk stæði og þakkaði pent guði fyrir það, nema hvað að þegar ég fer að leita að stöðumæli þá finn ég engan mann til að selja mér miða... ég leita og leita og spyr út um allt en ekkert finn... loksins finn ég mann í gulu vesti og segi honum hvar bíllinn minn er lagður og að mig vanti hjá honum stöðumælamiða.... en viti menn hann var víst ekki rétti maðurinn, jú sjáiði til hann var að sjá um þessi 30 bílastæði en hinn var að sjá um hin 30... jú þá spyr ég hvort það sé munur á verði á þessum stæðum... neinei það var sko ekki málið hann var alveg með miða og svona fyrir rétta verðið, málið var bara að þau bílastæði sem hann var að sjá um voru á vegum borgarinnar en hin sem hinn gaurinn var að sjá um(sem fannst aldrei)voru á vegum ríkisins...,,þú þarft að fara á enda götunnar í Tabaccheria til þess að kaupa þessa blessuðu miða. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég tók kastið á loftið í kringum mig. Ég var eins og óður Ítali baðaði höndum útum allt og öskrandi og urrandi út í loftið. Hekla litla grey bað ekki um útskýringar, í fyrsta skipti....
Þegar ég svo kem heim sé ég á meilinu mínu að það er eitthvað vesen með flugmiðann minn heim þannig að ég kem ekki heim fyrr en á mánudeginum, þegar ég var að vonast til að vera komin aftur í vinnu.
Jæja nú ætla ég að taka mig á og sjá björtu hliðarnar á málum dagsins....:
jú ég hef nú séð og kynnst fleiri stofnunum það er nú alltaf skemmtilegt að sjá og kynnast einhverju nýju...
Fólkið sem ég talaði við var allt saman alveg hreint ótrúlega almennilegt, brosandi og bara glatt í alla staði.....
Ég hef alveg ótrúlega góða afsökun til að snerta ekki eldavélina á eftir.
Ég hef líka alveg svakalega góða afsökun til að hella í mig hvítvíni, tuc kexi og rándýrum Gorgonzola, ásamt rándýrum parmigiano(borðaður í litlum klumpum) sem hefur þroskast í 24 mánuði.....
Maðurinn minn dekrar pottþétt við mig í kvöld...
jii það eru nú bara ansi margar jákvæðar og frábærar hliðar á þessu máli, já ég er barasta hætt að vera í vondu skapi og ætla að horfa á einhvern skemmtilegan þátt á youtube og drekka meira hvítvín... heyrðu hver sagði að ég væri í megrun???? er ég ekki í fríi????!!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
ha ha ha nett biluð Sigurrós
hahahahahahahaha, fíla svona daga.
Skrifa ummæli