fimmtudagur, október 25, 2007

ahh Joia........

já ég fór í dag á gamla veitingastaðinn minn í netta nostalgíu. Ég hitti þar Simone (mikill vinur minn) og stefano sem var alltaf svo skotinn í mér og að sjálfsögðu alla þjónana og síðast en ekki síst meistarann sjálfann Signor Pietro Leemann. Það voru allir svo ánægðir að sjá mig og ég fékk þvílík knús og yndislegheit frá þeim öllum og þar á meðal Signor Leemann. Ég fékk mér að borða smá hádegismat með Heklu og við enduðum á að vera þarna í 2,5 tíma að borða yndislegan mat og tala við skemmtilegt fólk og njóta. Þetta var alveg yndislegt. Það er nú skemmtilegt að segja frá því að Simone byrjaði á sama tíma og ég og er nú orðinn Sous chef og búinn að gefa út matreiðslubók í samvinnu með Herranum. Mér verður að sjálfsögðu hugsað til þess hvað maður gæti verið kominn langt ef maður væri eins sinlge og frjáls eins og þetta fólk virðist vera, og hefði haldið áfram þarna....... En það þýðir ekki að hugsa um það, svona er lífið og ég er hæstánægð með mitt val í lífinu.
Hekla litla er svo mikill engill að það er enginn vandi að fara með hana á Michelin veitingastað, bara við tvær, engin leikföng eða neitt, hún bara spjallar við mann næstum eins og fullorðin,hehe eða svona þannig.
Þegar við vorum á leiðinni heim kom þetta líka yndislega gullkorn uppúr henni.

Hekla: mamma ég var að spá.. þegar þú og pabbi ákveðið að búa til barn má ég þá hjálpa ykkur að búa það til... ég get búið til hausinn og hárið og pabbi getur búið til magann og þú hendurnar og fæturnar?

ég gat ekki annað en gersamlega sprungið úr hlátri.

Nú er hún farin að tala ansi mikið við bangsana sína aftur og í gær þá hellti hún mjólk yfir hundinn sinn, ég þurfti því að setja greyið í þvottavélina. Hekla sat fyrir framan þvottavélina allan tímann og sagði í sífellu : ,, æ´. litla greyið mitt, þetta er allt í lagi" svo hermdi hún eftir rödd lítils barns og sagði ,, mamma,mamma, þetta er svo skrítið,mamma" (sem áti að vera hundurinn að kalla á hana) Svo fór hún og náði í ,,vini hans" og með sömu röddu sagði hún ,,vinur minn, elsku vinur minn, þetta er allt í lagi, við erum hjá þér" Þetta var eins og að horfa á ótrúlega fyndið leikrit.

4 ummæli:

Ólöf sagði...

hahahahahahahahahahaha ohh ég vildi að þú hefðir getað tekið þetta upp.

Sigurrós Pálsdóttir matreiðslumaður á Vox sagði...

sömuleiðis, en ég tók reyndar upp þegar hún sat fyrir framan þvottavélina, sýni þér það þegar ég kem heim;)

Nafnlaus sagði...

hún er endalaust mikið krútt. hlökkum svo til að sjá ykkur. Salka býður hér með ykkur Heklu í afmælið sitt 31. okt. kyss þangað til
S.

Hrefna sagði...

Vá hvað þetta var fáránlega fyndið. Hló upphátt, bæði yfir barnasköpuninni og þvottavélinni. Hún Hekla er greinilega algjör snillingur.