þriðjudagur, október 23, 2007

Aldrei of mikið af bleiku!

Hekla var rétt í þessu að hlusta á jólalagið um Siggu litlu á bláa kjólnum og mamma inní eldhúsinu og það(man ekki hvað það heitir) og þegar einmitt setningin kom um að Sigga væri í bláum kjól leist Heklu litlu ekki á blikuna og kallaði ,, nei! Sigga er í bleikum kjól". Já hann Sverrir minn hefur kannski verið örlítið of æstur í bleika litnum í gegnum tíðina.
Annars var ég að klára þetta pappírsmál áðan og ég er svona 99% viss um að þetta hafi ekki verið það sem ég þarf. Mjög skemmtilegt þar sem ég fór ekki á nógu marga staði fyrir þetta plagg,jesssssssssssssssssssss.................
Ekki mikið annað að gera núna en að bíða eftir útskrift frá bankanum um stöðu mína á reikningi mínum í enda ársins 2006 til að fá eitthvað annað plagg. Já það er ekkert auðvelt í þessu landi, ekki einu sinni að fá útskrift frá bankanum, nei ég þurfti að fara í bankann, þeir sögðu mér að ég þyrfti að hringja í grænt númer, gerði það, þeir sögðu mér að ég þyrfti að bíða eftir bréfi í póstinum sem gæti tekið allt uppí 10 daga og bara svona til öryggis ef það er ekki komið eftir 10 daga þá fékk ég tilvísunarnúmer. GRRRRRRR......,mín ekkert pirruð, sérstaklega þar sem ég hef ekki 10 daga....
Þetta getum við gert á einni mínútu úr okkar eigin tölvu... hugsið ykkur bara hvað við höfum það gott á Íslandi,ha.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Skítaland

S.

Ólöf sagði...

Þetta er náttla bara óþolandi.

Sigurrós Pálsdóttir matreiðslumaður á Vox sagði...

oh, sammála