þriðjudagur, júní 26, 2007

Komin heim úr fríi!!!

Jæja þá er maður kominn heim úr alveg hreint geggjuðu fríi og líður yndislega!
Við byrjuðum ferðina í Gardalandi þar sem við lékum okkur í rússibönum og fleira. ví næst lá leiðin á ströndina og gistum við á hóteli við 5 terre í eina nótt því næst gistu við 2 nætur á 4 stjörnu tjaldstæði í Toscana rétt við Pisa. Skoðuðum að sjálfsögðu skakka turninn. A þessu tjaldstæði var æðisleg sundlaug en þó samt rétt við ströndina í Toscana, á strönd við bæ sem heitir Piombino. Þar vorum við á 4 stjörnu tjaldstæði í einstaklega góðu yfirlæti. Þar var allt til alls og meira en það, en maður hélt að maður væri kominn til Þýskalands þar sem það voru einungis Þjóðverjar allt í kring um okkur. En það var nú svo sem í lagi þar sem allir voru í skýjunum yfir þessu öllu saman. Því næst lá leiðin neðar í Toscana eða til lítils bæjar sem heitir Piombino á annað 4ra stjörnu tjaldstæði með sundlaug og alles. Þetta var svona aðeins of mikið túrista svæði fyrir mig en hinir ferðafélagarnir fíluðu þetta í botn. Þetta var risastórt svæði með sundlaug, markaði, apóteki, læknastofu, ofl,ofl. En þarna voru líka moskítóflugur á stærð við litla dverga og ég var sú eina sem þær vildu éta, enda átu þær að vild. Ég var svo illa bitin... bitin voru á stærð við undirskálar! og sársaukinn á við það...
Ströndin við seinni staðinn var alveg geggjuð fyrir stelpurnar,... hvítur sandur og ströndin ekki of langt upp, þar létum við fara vel um okkur útí sjó á vindsængum og plastbátum, yndislegt! Eftir þetta tjaldstæði fórum við til Levanto á Cinque Terre, þar ákváðum við að við værum búin að fá nóg af því að tjalda og sofa í gufubaði þannig að hótel varð fyrir valinu þessa nóttina og ég var guðs lifandi fegin, þar sem moskítóbitin voru rétt að jafna sig eftir hitt tjaldstæðið. Við gátum líka loksins sofið almennilega þar sem það var loftkæling í herberginu, sem betur fer. En daginn eftir var lítil sem engin sól og sjórinn var svo æstur að við gátum ekki verið á ströndinni þannig að við ákváðum að fara heim til Mílanó. Ferðin heim gekk mjög vel, engar raðir á hraðbrautinni og mjög falleg leið. Þegar heim var komið tók við upppökkun og löngu tímabær skjalaskipulögn eða hvað það er nú sem það heitir þegar maður tekur 6 mánaða búnka af alls konar reikningum, kvittunum og plöggum og setur skipulega inn í möppu. Ég get svarið það ég bara skil ekki hvers vegna við hjónin getum ekki gert þetta jafnóðum. Við erum bæði jafn fáránlega óskipulögð og óþolandi í þessum málum. En nú er þetta loksins búið og sem betur fer. Það höfðu myndast hérna í hillunum okkar 5 blaðabúnkar af þessu drasli og sem betur fer er þetta komið inn í möppur. Hefði ekki meikað að skilja svona eftir fyrir sumarið, allt í rugli...
Jæja þá ætlum við dekurrófurnar að fara að koma okkur í háttinn, maður þarf að vera hress fyrir megapökkun á morgun. Við þurfum nefnilega ekki bara að pakka okkur niður fyrir Íslandsferð heldur líka að tæma hillur,skápa og kommóðu fyrir fjölskylduna sem verður hér í sumar. Þar að auki þurfum við að taka sumarhreingerningu. Já það verður sko skemmtilegur dagur á mogun, get ekki beðið.
Við byrjum heimferð með flugi til Bretlands á fimmtudagin og lendum svo á Fróni á föstudaginn um þrjú leytið. Já það verður sko stuð að sjá og hitta alla heima.
Knús og kossar til allra og við sjáumst heima....

laugardagur, júní 16, 2007

Guði sé lof fyrir ímyndunarafl Heklu

Já það má nú segja það. Hún Hekla mín hefur nú þurft að dúsa inni í þessari gríðarstóru íbúð í næstum því 2 vikur. Hún er með bronkítis og er á pensilíni. Hún fær að horfa á sjónvarpið örlítið á hverjum degi en þar fyrir utan er hún að leika sér í sínum eigin heimi, sem er ótrúlega stór. Við höfum tekið þónokkrar vídeomyndir af henni þegar hún veit ekki af og það er svo hrikalega fyndið að horfa á.
Það sem henni dettur í hug!
Hún er líka orðin svo stór! Það er greinilegt að allur matur sem hún setur ofan í sig fer í hæðina en ekki á hinn veginn, þar sem 6pakkinn er enn til staðar ásamt spóaleggjunum.
Við ætluðum að vera farin í frí til Toscana þessa helgina en þar sem Hekla er ennþá veik þá förum við ekkert fyrr en á þriðjudaginn, það er nú svo sem í lagi, betra að hafa barnið heilbrigt. Við fórum í dag og keyptum tjald og flest sem þarf að hafa í tjaldferðalagi, við fengum allt saman á svakalega góðu verði. Það þarf víst að eiga þetta líka á Íslandi.
Maður er bara búinn að vera að taka þvottinn og svona til að hafa allt reddí fyrir ferðina. Ég er nú reyndar ekki að sjá að við getum tekið mikið með okkur af fötum eða svoleiðis þar sem bíllinn er lítill. Við þyrftum svona tengdamömmubox ofaná bílinn.
ohh sólin skín og 30 stig og við þurfum að hanga inni, hún má nú aðeins fara út á morgun en ekki mikið.

mánudagur, júní 11, 2007

Hekla Hekla Hekla

ææææ litla Heklu grey er með bronkítis og geltir allan liðlangan daginn. Ég fékk pensilín hjá lækninum í gær sem betur fer. En núna veit ég ekki hvort það sé í lagi að vera með viftuna í gangi eins og þörf er á, útaf hitanum hér. Ef einhver þekkir lækni má hann alveg spyrja að því og láta mig vita, læknirinn minn svarar ekki í símann sinn og ég snillinn mikli fékk hjá honum gsm númerið hans í gær en er búin að týna því:(
Katrín litla systir Sverris er komin og Hekla er alveg í skýjunum(ásamt okkur að sjálfsögðu) gaman að fá frænku litlu í heimsókn, verst að næstu 6 daga á Hekla að vera inni. Sverrir er líka að fara í próf á miðvikudag og fimmtudag þannig að hann verður að læra þangað til. En við getum nú vonandi farið með Katrínu út, eitthvað smá.
Jæja best að fara að borga Sky svo Hekla þurfi ekki að horfa á Latabæ 2 í hundraðþúsundasta skipti!

sunnudagur, júní 10, 2007

Íslendingarnir standa sig!

Já svo sannarlega.
Við stóðum fyrir picnic,barbeque í garðinum okkar og það var verulega tekið á því get ég sagt ykkur! Það var etið,drukkið og næstum því sungið,kannski var sungið ég bara man það ekki. Við stelpurnar stungum reyndar af um 1 leytið og fórum á skemmtistað hér í borginni og héldum áfram drykkjulátum okkar þar;)
En mikið djöfull var gaman!
Það var hins vegar ekki eins skemmtilegt daginn eftir, við vorum svo ógeðslega þunn að það hálfa! Við gátum ekki hreyft okkur. Ég fór útí búð til að reyna að hressa mig við en svo er það náttúrulega þannig hér að maður bara labbar á vegg þegar maður kemur út og það er allt annað en hressandi!
Hekla virtist vera í lagi þann daginn en svo daginn eftir og í dag er hitinn kominn aftur og hóstaköstin. Þannig að það er læknir á eftir.
Hitinn fer hækkandi með hverjum deginum en það eru ennþá nokkur ský en það vonandi lagast áður en við förum í fríið. VIð ætlum að fara í dag og leita að tjaldi fyrir ferðalagið.
Katrín systir Sverris kemur í kvöld og það er mikil tilhlökkun á heimilinu. Svo er líka sýning í skólanum hans Sverris í kvöld. Allt að gerast. Svo fékk Sverrir út úr prófunum og hann er algerlega að brillera þarna. Það var bara 8,9 og 10,10. Glæsilegur árangur!

föstudagur, júní 08, 2007

mmmmmmm......


Próflok!

Jæja þá er prófið búið og ég held barasta að mér hafi gengið tja svona allt í lagi, allavegana betur en flestum í bekknum.
Hekla fór í morgun í leikskólann en það var síðasti dagurinn í dag þar sem þessi leikskóli lokar yfir sumartímann. Einstaklega skemmtilegt ef maður lifði normal lífi hér eins og heima, ekki satt. Nú þurfa hinir foreldrarnir annað hvort að redda barnapíu í allt sumar eða að láta krakkana í sumarskólann sem kostar 19.000 kall vikan, ásamt því að borga venjulegt mánaðargjald í þennan, afsökunin: jú þetta er skóli líka og því þarf að borga allt árið um kring, einstaklega lógískt ekki satt.
En þar sem við erum svo heppin að þurfa ekki að kyngja svona vitleysu þá, hmmm...já þá borgum við leikskólann hér í sumar og leikskólann heima og flugfar og allt, nú jæja en það sem við fáum í staðinn er ómetanlegt. Í dag fengum við alveg hreint frábæra sendingu í póstinum, það var geisladiskur frá Bassa vini Sverris og á honum var ýmislegt sem þeir gera vinahópurinn og líka brúðkaupin sem hafa verið haldin hingað til í hópnum. Þessi diskur er alveg hreint ómetanlegur og gerði það að verkum að við erum bæði með tárin í augum af heimþrá(já ok bara ég... en smá líka Sverrir). Ég þakka Bassa innilega fyrir þetta, alveg hreint frábært!
En í kvöld verður veisla að mínum hætti.
Forréttur:
Fyllt,djúpsteikt zucchini blóm. Fyllingarnar voru ferns konar.
fylling 1: mascarpone, gráðosta og kampavíns
fylling 2: ricotta,salt. pipar og ólífuolía frá Gardavatni
fylling 3: ricotta, rauðlaukssulta(red onion relish)
fylling 4: mozzarella,prociutto crudo(venjulegt prociutto)og graslaukur

Aðalréttur:
Sjávarréttatagliatelle
þar í mun vera lítill humar, kræklingar, risarækjur, smjörsteiktir sveppir, hvítlaukur, engifer, hvítvín, laukur, kjúklingakraftur og síðast en ekki síst rjómeh.

Ohhh ég get ekki beðið.......

Var ég búin að segja ykkur frá því að ég gerði ís í Kitchenaid-ísgerðarskálinni minni, það var súkkulaði ís gerður úr lífrænt ræktuðum eggjum og súkkulaði sem ég keypti í klaustri hér í borg.Munkarnir gerðu það allt saman sjálir, tja fyrir utan að ég geri ráð fyrir að hænurnar þeirra hafi verpt eggjunum.
Hann var hreint út sagt uuuunaðslegur!!!

þriðjudagur, júní 05, 2007

hvaða heilahluta nota karlmenn eiginlega

í alvörunni, ég bara spyr....

Ég hef einhvern veginn aldrei hugsað neitt svakalega út í þetta mál með að karlmenn séu frá Mars og konur frá Venus þar sem ég hef verið alveg jafn tillits- og hugsunarlaus og maðurinn minn í okkar sambandi. Gleymdi(ok gleymi) hlutum endalaust, fann aldrei neitt, straujaði aldrei neitt(lét hann yfirleitt strauja fyrir mig, pakkaði ekki í töskurnar fyrir ferðalög og hvað þá mundi eftir afmælum og allt þar fram eftir götunum. En nú eru hormónarnir eitthvað að breytast hjá mér og ég er algerlega hætt að skilja hvaðan karlmenn koma. Er ekki hægt að flokka þá einhvern veginn öðruvísi?
Mér finnst persónulega stórmerkilegt að það sé hægt að komast í gegnum lífið án þess að hugsa um...tja já bara hugsa yfirhöfuð!!!


En að öðru:
Ég er að fara í lokaprófið á morgun og mér finnst ég engan veginn tilbúin, þyrfti viku í viðbót til að læra þetta alveg pottþétt. Er svakalega stressuð fyrir þetta próf þó svo að þetta sé í rauninni bara fyrir mig þá vil ég að mér gangi vel.
bögg...
Við ætlum að vera með Íslendingagrill/picnic á laugardaginn, til að fagna próf- og skólalokum. Þetta verður eins konar lokapartý ársins, árshátið okkar Mílanóbúa.
Vonandi verður veðrið gott, það hefur nefnilega rignt síðustu 2 vikurnar og mér sýnist að þessir veðurfræðingar hér séu barasta 100 sinnum lélegri en okkar heima. Hekla er búin að vera veik síðustu vikuna, hún er ekkert smá oft veik þetta grey og alltaf er það hálsinn.
Láta taka kirtlana úr!
Ég las Litla stúlkan með eldspýturnar aftur í gær og bjóst nú við því að geta nú harkað af mér væluskapinn í þetta skiptið þar sem ég er nýbúin að lesa bókina en neinei viti menn ég rétt komst í gegnum hana og vældi og vældi. er ekki í lagi?!
Við Sverrir áttum 8 ára afmæli á þriðjudaginn og fengum okkur sushi og drukkum vín frá Gardavatni með, æðislega gott.
Mamma átti líka afmæli þ.5.júní hún varð 58 lítur út fyrir að vera rétt orðin 45. Til hamingju mamma mín.
Jæja nú verð ég að drulla mér í lærdóm!

Hekla...

Hekla er með æði fyrir brauði með miele(hunangi).

....fór á sína fyrstu balletsýningu um daginn með móður sinni, og ætlar að verða ballerína þegar hún verður stór, þrátt fyrir að sýningin hafi verið með eindæmum léleg(hún fer allavegana ekki í þennan ballettskóla)

....vaknaði um daginn og sagði ,,ohh mamma mig dreymdi svo skemmtilegan draum, ég átti sólarrúm og mitt eigið herbergi" Ég spurði hana þá hvað væri ,,sólarrúm", þá sagði hún ,, það er svona rúm sem er svona niðri, þú veist, ekki svona uppi, sko" sem sagt ekki koja eins og hún á heldur venjulegt rúm, og mamman fékk pínu í magan af sammara fyrir að geta ekki verið í aðeins stærri íbúð.

....á ca. 200 buxur en vill einungis ganga í kjólum ,,sem snúast" sem sagt fara upp þegar hún snýr sér í hringi.

...velur alltaf fötin sem hún vill fara í á morgnana(Óla! minnir nett á þig)

...getur verið í baði í 2 klst, mamman þarf að draga hana uppúr

... segir alltaf ,,ruslafæði" í staðinn fyrir ,,ruslafata"

Hekla er fallegasta barn í öllum heiminum!

sunnudagur, júní 03, 2007

Jíííhahaaaa!!!

Já þá er það staðfest! Ég er komin með vinnu á klakanum! Verð á VOX í sumar í hádegisverðarhlaðborðinu. Þetta er glæsilegt tilboð í alla staði og ég hlakka mikið til að byrja og vera með þeim þarna á þessu glæsilegasta hóteli landsins.
Hamingjuóskir væru vel þegnar í hinu svokallaða kommentakerfi, koma svo krakkar, hætta að bara kíkja, kommenta líka!!!

föstudagur, júní 01, 2007

úps ekkert blogg í heila viku!!!

já það er búið að vera brjálað að gera þessa vikuna en alveg einstaklega skemmtileg vika samt sem áður.
Ég var nefnilega með sexstugsafmæli Jole á þriðjudaginn og svo var Íslandskynning á miðvikudaginn þar sem ég var einnig að kynna mig. Veislan sló alveg í gegn og allir í boðinu tóku hjá mér nafnspjald, bæði þeir mikilvægu,þ.e. þeir sem hafa mikil áhrif og einnig hinir sem gætu reddað mér litlum partýum. Þessi veisla var fyrir 40 og gerði ég allt saman í eldhúsinu hjá mér, maður er orðinn svo vanur að vinna í litlum eldhúsum þannig að þetta var lítið mál, bara spurning um góða skipulagningu. Íslandskynningin var aðeins öðruvísi en ég hafði ímyndað mér, konsúllinn okkar hafði sagt mér frá því að þarna yrðu samankomnir margir ræðismenn frá öðrum löndum en aðeins voru þarna mættir 2 ræðismenn annars staðar frá og restin var svo gamlingjar sem ég geri nú ekki ráð fyrir að fá nokkur viðskipti frá. Ítalir eru einstaklega íhaldssamir í matarsmekk og vilja einungis sitt elskaða pasta, sérstaklega gamla fólkið! Hinir ungu eru aðeins að liðkast í þessu og er ég aðallega að stíla inná þann markað og einnig hina aðeins betur efnuðu þar sem þeir virðast líka vera aðeins ævintýragjarnari í þessu. Ég reyndar fékk boð um að gera veislu fyrir Íslandskynningu einhverskonar í Flórens í næstu viku og ég varð mjög upp með mér en þegar hún sagði mér fjöldan var úr mér allur vindur þar sem talan var 300!! Ég get því miður ekki tekið að mér svo stórar veislur þar sem ég er bara alein í þessu:(
Ég tók mig loksins saman í andlitinu og sótti um vinnu heima fyrir sumarið og viti menn ég fékk glæsilegt tilboð frá einu flottasta hóteli á Íslandi! Það er allt að smella saman og ég segi betur frá því seinna, þegar allt er komið í hús.
Skólinn er orðin ansi strembinn núna, það er búið að bæta við beisiklí öllum tíðum sagnanna sem eru 15 talsins, við erum því miður ekki með þetta allt saman í íslenskunni en þó ansi mikið af þessu sem betur fer. Ég er loksins komin með íslensk-ítalska orðabók(og ítalsk-íslenska) og það hefur svo sannarlega skýrt ýmislegt fyrir mér. Ég er góð í ensku en það er bara lítil sem engin málfræði í enskunni og allar tíðirnar eru með sama orði, æ það er ansi margt í þessum tveimur tungumálum sem hefur sama orð, þannig að ef mig vantaði útskýringu á einhverju þá var það ansi oft sama orð í enskunni og ég engu nær. En nú mun þetta allt verða auðveldara, vonandi!
Ég fór með Heklu á ,,playdate" í gær, heim til vinkonu hennar í leikskólanum og sú á litla systur, einnig á hin vinkona hennar lítinn bróður og viti menn Hekla er allt í einu orðin obsessed á því að eignast systkin, talar ekki um annað og hinn ímyndaði vinur hennar, sem er alltaf til staðar, er orðinn systir hennar í stað ástarinnar hennar.
Það hefur rignt hér síðstu vikuna og er það einstaklega niðurdrepandi og allir komnir með kvef og hósta. Hitinn féll niður í 14°C úr 38°C þannig að það er svo sem ekki skrítið að maður fái kvef með því.
Annars fór ég með Báru, Telmu og Rósu á Gattopardo á fimmtudaginn, ekkert smá gaman. Mikið drukkið, dansað og talað. Ég var alveg búin á því í gær, þar sem þessir háu hælar sem ég á eru ca.20 cm og ég var náttúrulega líka þunn svo þurfti ég að fara á playdate. púff tók á en allt saman bara skemmtilegt. Fór líka á hjólinu mínu út um allt í gær sem er fast í 3ja gír, alveg svakalega þungt. Það var grenjandi rigning en þar sem ég hafði heyrt daginn áður að það yrði verkfall í metróinu þá ákvað ég að hjóla lengst uppá Cadorna sem tók um 30 mín og þessi svakalega góði regngalli sem við keyptum í Flying A í Köben var sko engan veginn að standa sig í rigningunni því að ég var hundblaut þegar ég mætti loksins í skólann alltof seint, svoleiðis öskureið útí þessa brjáluðu Ítali sem kunna ekki að keyra né þá heldur taka tillit til hjólreiðafólks!!! Enda eru búin að vera nokkur dauðahjólreiðaslys síðustu vikurnar hérna, fólk heldur hjólar ekki með hjálma hér. Það er líka með mestu fornaldarbarnastóla sem ég hef séð og það bindur ekki börnin í þá og né þá heldur setur á þau hjálma! Þau missa andlitið og hljægja þegar þau sjá Heklu aftan á hjá mér.
En nóg um hjólaböggssögur. Best að fara og standa við nammidagsloforð.
Þorgerður hvar ertu, er að reyna að ná í þig?
Til hamingju með ritgerðina!!!!