föstudagur, júní 08, 2007

Próflok!

Jæja þá er prófið búið og ég held barasta að mér hafi gengið tja svona allt í lagi, allavegana betur en flestum í bekknum.
Hekla fór í morgun í leikskólann en það var síðasti dagurinn í dag þar sem þessi leikskóli lokar yfir sumartímann. Einstaklega skemmtilegt ef maður lifði normal lífi hér eins og heima, ekki satt. Nú þurfa hinir foreldrarnir annað hvort að redda barnapíu í allt sumar eða að láta krakkana í sumarskólann sem kostar 19.000 kall vikan, ásamt því að borga venjulegt mánaðargjald í þennan, afsökunin: jú þetta er skóli líka og því þarf að borga allt árið um kring, einstaklega lógískt ekki satt.
En þar sem við erum svo heppin að þurfa ekki að kyngja svona vitleysu þá, hmmm...já þá borgum við leikskólann hér í sumar og leikskólann heima og flugfar og allt, nú jæja en það sem við fáum í staðinn er ómetanlegt. Í dag fengum við alveg hreint frábæra sendingu í póstinum, það var geisladiskur frá Bassa vini Sverris og á honum var ýmislegt sem þeir gera vinahópurinn og líka brúðkaupin sem hafa verið haldin hingað til í hópnum. Þessi diskur er alveg hreint ómetanlegur og gerði það að verkum að við erum bæði með tárin í augum af heimþrá(já ok bara ég... en smá líka Sverrir). Ég þakka Bassa innilega fyrir þetta, alveg hreint frábært!
En í kvöld verður veisla að mínum hætti.
Forréttur:
Fyllt,djúpsteikt zucchini blóm. Fyllingarnar voru ferns konar.
fylling 1: mascarpone, gráðosta og kampavíns
fylling 2: ricotta,salt. pipar og ólífuolía frá Gardavatni
fylling 3: ricotta, rauðlaukssulta(red onion relish)
fylling 4: mozzarella,prociutto crudo(venjulegt prociutto)og graslaukur

Aðalréttur:
Sjávarréttatagliatelle
þar í mun vera lítill humar, kræklingar, risarækjur, smjörsteiktir sveppir, hvítlaukur, engifer, hvítvín, laukur, kjúklingakraftur og síðast en ekki síst rjómeh.

Ohhh ég get ekki beðið.......

Var ég búin að segja ykkur frá því að ég gerði ís í Kitchenaid-ísgerðarskálinni minni, það var súkkulaði ís gerður úr lífrænt ræktuðum eggjum og súkkulaði sem ég keypti í klaustri hér í borg.Munkarnir gerðu það allt saman sjálir, tja fyrir utan að ég geri ráð fyrir að hænurnar þeirra hafi verpt eggjunum.
Hann var hreint út sagt uuuunaðslegur!!!

4 ummæli:

Dýrið sagði...

til hamingju með próflokin skjátan mín!
djöfull hlakka ég til þess að við verðum aftur samlöndur svo ég geti farið að reida matarboð með matseðli á borð við þennan sem þú nefndir.
sleeeeeeeef og slummur.
kata

cockurinn sagði...

Takk hehe já ég hlakka mjöööög mikið til þess!!!

Sassa sagði...

Ohh ég líka, hlakka svoo til, getið þið ekki líka Sigurrós og Sverrir, flutt heim í haust, Sverrir þú verður bara í fjarnámi og sendir öll verkefnin með Fed-ex..
Til hamningju með að vera búin í prófinu elskan, og takk fyrir fallega pepp-kommentið hjá bakpokadýrum :-)
Það er sko þvííílíkt ljúft að vera búin ohhh, undaður hreinn.
Sakna
Ása

cockurinn sagði...

híhíhí já það er nú góð hugmynd ha! takktakk