laugardagur, júní 16, 2007

Guði sé lof fyrir ímyndunarafl Heklu

Já það má nú segja það. Hún Hekla mín hefur nú þurft að dúsa inni í þessari gríðarstóru íbúð í næstum því 2 vikur. Hún er með bronkítis og er á pensilíni. Hún fær að horfa á sjónvarpið örlítið á hverjum degi en þar fyrir utan er hún að leika sér í sínum eigin heimi, sem er ótrúlega stór. Við höfum tekið þónokkrar vídeomyndir af henni þegar hún veit ekki af og það er svo hrikalega fyndið að horfa á.
Það sem henni dettur í hug!
Hún er líka orðin svo stór! Það er greinilegt að allur matur sem hún setur ofan í sig fer í hæðina en ekki á hinn veginn, þar sem 6pakkinn er enn til staðar ásamt spóaleggjunum.
Við ætluðum að vera farin í frí til Toscana þessa helgina en þar sem Hekla er ennþá veik þá förum við ekkert fyrr en á þriðjudaginn, það er nú svo sem í lagi, betra að hafa barnið heilbrigt. Við fórum í dag og keyptum tjald og flest sem þarf að hafa í tjaldferðalagi, við fengum allt saman á svakalega góðu verði. Það þarf víst að eiga þetta líka á Íslandi.
Maður er bara búinn að vera að taka þvottinn og svona til að hafa allt reddí fyrir ferðina. Ég er nú reyndar ekki að sjá að við getum tekið mikið með okkur af fötum eða svoleiðis þar sem bíllinn er lítill. Við þyrftum svona tengdamömmubox ofaná bílinn.
ohh sólin skín og 30 stig og við þurfum að hanga inni, hún má nú aðeins fara út á morgun en ekki mikið.

3 ummæli:

Ólöf sagði...

æjæjæj vona að henni fari að batna!

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ, gaman að heyra í þér í símann skvís. Hlakka mikið til að sjá þig. Þetta eru rosa skemmtilegar myndir og gaman að sjá að þið eruð dugleg að gera e-h skemmtilegt, þú lítur rosa vel út.
Sakna þín
Hrafnhildur

Alma sagði...

Hæ pæ !
Frábærar myndir!
Hef svosem lítið annað að segja.
Vona að litla pæ sé orðin sperrt og laus við alla kvilla.
Mætti líka alveg vera 30°C hérna svona til tilbreytingar :(

kveðja
Alma