sunnudagur, júní 08, 2008

I'm a living in a box...living....

já nú erum við byrjuð að pakka á fullu og það er ekki fýsilegt umhverfið okkar þessa dagana, kassastaflar í öllum hornum, en maður reynir að láta sem ekkert sé. Stelpa húsvarðarins ætlar ekki að kaupa bílinn þannig að ég setti smáauglýsingu í blaðið í gær og það voru komnar inn 3 fyrirspurnir í morgun. Ég vona að það gangi í gegn. Við erum búin að ákveða að vera ekkert að reyna að fá að afhenda bílinn þegar við komum úr fríinu því að það finnst mér of mikil áhætta. Ef hann selst ekki í tíma eða salan tekur meiri tíma eða ef eitthvað kemur uppá og lets face it við erum á Ítalíu, þá þyrfti ég að framlengja ferðinni minni hér, sem félagslega séð væri draumastaða en ég verð að fara heim og vinna fyrir peningum!
Við fórum því í dag og ætluðum að taka bílinn í nefið(í þrifum) og þegar við vorum rétt að byrja á honum að innan þá kom hellidemba og það hefur ekki hætt að rigna síðan og ég lofaði myndum af honum í kvöld, helv.andsk,djöf.rigning ég er að bilast á þessu! Það má alveg hætta að rigna núna!
Ég ætlaði að fara í dag og borða á veitingastaðnum þar sem ég verð með kvöldmatinn á þriðjudaginn en nema hvað ég miskildi aðeins eða leit vitlaust á miðann, það var á milli 14:30 og 16:00, þannig að það varð lítið úr því, hehe.
Við tókum líka daginn í þrif, þar sem ég býst við að hafa lítinn tíma til þess í næstu viku og tengdó og co. koma á laugardaginn og það verður kveðjupartý hjá okkur á föstudaginn, ég er að fara að vinna á þriðjudaginn og þarf að undirbúa það, brjálað að gera maður....
VIð erum að vona að geta haldið kveðjupartýið í garðinum, og gert almennilega grillveislu en ef það verður ennþá þessi bölvaða rigning þá þurfum við að færa það hingað inn. En það verður alltaf gaman þetta er svo skemmtilegt fólk sem er að koma.
ohh hvað ég vildi óska að maður gæti gert þetta almennilega og haft hugguleg útiljós hangandi í greinum trjánna og setja borð og stóla og haft glæsilegt hlaðborð, ohh ég get svarið það ef ég væri rík þá myndi ég halda hin glæsilegustu matarboð í hverri viku, hver vill hjálpa mér að verða milli, ég lofa að bjóða þeirri manneskju endalaust í mat, fjögurra rétta!!!!????
ohh ég er komin með nóg af pizzu, mig langaði í mexíkóskan mat í kvöld var alveg búin að búa mig undir gómsæta tortillu og baunamauk með guacamole og sýrðum rjóma,, dem að hafa misst af þessu þarna!!!!!

föstudagur, júní 06, 2008

mmmmm namminamm

ohh rúgbrauðið reyndist vera hið mesta sælgæti. Ég bara tók þessa uppskrift af netinu hjá einhverri konu þannig að ég þori ekki að setja uppskriftina á matarbloggið mitt. En þessi uppskrift var alveg ótrúlega einföld, auðveld, ódýr og hægt að sleppa mjólkurvörum, verst að ég man ekki hvaðan ég tók uppskriftina, en jæja ég set hana bara hérna inn, þær voru flestar eins hvort eð er.
Rúbrauð:
6 bollar rúgmjöl
6 bollar spelt, gróft(hveiti/heilhveiti)ég notaði heilhveiti
5 tsk natron(ég notaði baking powder þar sem það er það eina sem hægt er að fá hér)
7 bollar sojamjólk(súrmjólk/AB-mjólk)ég notaði soja þar sem það er það eina sem hægt er að fá hér
500 gr algave sýróp(fæst ekki hér þannig að ég notaði maple sýróp)
3 tsk salt
Þurrefnum blandað saman síðan blautu bætt í sett í mjólkurfernur, eða kalkúnapott og bakað við 100°-120°C í 12-13 tíma, ekki fylla fernurnar nema hálfar eða 3/4. Ég helmingaði uppskriftina og fékk 2 brauð, ég myndi líka hafa ofninn í 120°, allavegana voru mín brauð ekki tilbúin fyrr en eftir að ég hækkaði hitann og hafði þau inni í 15-16 tíma, fannst það aðeins of langt.
En þetta var vel þess virði. þetta var líka bara mjög þægilegt, henti í deigið klukkan 19.00 og inn í ofn um 7:45 þannig að þau áttu að vera tilbúin heit og góð í morgunverðinn. ekki slæmt það!

Ég er núna að vinna í því að segja upp áskrift á neti,síma og sjónvarpi og þar sem við búum jú á Ítalíu er ekki hægt að segja að það sé einfalt né auðvelt. Ég þarf að fara hingað og þangað, senda bréf en engin venjuleg bréf heldur eitthvert blabla bréf sem ég skil ekkert í þegar verið er að reyna að útskýra það fyrir mér. Af hverju er ekki bara hægt að senda fax eða e-mail og málið dautt???? Af hverju þarf allt að vera svona flókið???

Ég og Sverrir áttum 9 ára afmæli í gær, við héldum uppá það með því að fá pössun hjá Ester og Óla og fórum og fengum okkur sushi, náðum svo í Heklu, fengum okkur nokkra bjóra með þeim og svo heim í ból, þetta var bara mjög fínt. Nema hvað að saltið í sojasósunni var ekki alveg að fara vel í kroppinn minn, þar sem rakinn og hitinn hér er svo mikill og salt í ofanálag, þá urðu fæturnir og fingurnir eins og boltar, ég fékk svo mikinn bjúg að það hálfa!
En nú sér víst fyrir endann á þessari rigningu, og ekki seinna vænna. Það er kominn svo mikill raki í allt að það er komin nett fýla í öll horn og svona, mjög skemmtilegt, enda tekur það þvottinn 3 daga að þorna! En nú var verið að breyta spánni og það á að vera sól í næstu viku, ég í sólbað, vúhúúú!!
jæja ætla að tékka á píunni með bílinn, djöfull vona ég að hún kaupi hann þá er málið dautt!!!

miðvikudagur, júní 04, 2008

The trend setter

jújú ég er víst orðin nettur trend setter á meðal mæðranna sem fara með krakkana sína í garðinn. Ég hitti mömmu í gær og hún sagði að það hefðu allir sem sækja þennan garð tekið eftir mér og verið að velta því fyrir sér hvaðan við værum og svona og svo að þeim hefði þessi hugmynd mín að taka Heklu með mér út að skokka og sett hana á hjólið og látið hana hjóla við hliðina á mér, alveg rosalega góð og nú væru þær farnar að gera þetta líka. Ég einmitt tók eftir nokkrum í garðinum um helgina þar sem þær tóku krakkana með á hjólunum sínum. Ég er svo hugmyndarík;)
Ég hef ennþá ekkert svar fengið frá konunni sem var að spá í bílinn okkar og er orðin nett stressuð yfir þessari sölu. Er bara orðin nett stressuð á öllu sem er að fara að gerast næsta mánuðinn. Stress yfir þessum mat þarna á veitingahúsinu, flutningum, ferðalagi, nauðsynlegri peningaeyðslu, bíllinn, að kveðja alla og Ítalíu, úff þetta er að verða erfiðara en ég hélt það yrði.
Ég var að prófa að baka rúgbrauð í fyrsta skipti, og samkvæmt uppskriftinni átti ég að hafa það inni í ofni við 100°C í alla nótt eða 12-13 tíma, sem ég og gerði en viti menn þegar ég vaknaði og ætlaði að taka brauðið úr fernunum þá var það ennþá hrátt, ekki sniðugt þegar maður er að borga mikið fyrir rafmagn. Ég setti það þá aftur inn í ofn en nú við 120°C í 3 tíma til viðbótar og mér sýnist það vera tilbúið en verð að bíða í smástund þar til það hefur kólnað til að sjá það almennilega. Ég vona það því ég ætlaði að vera með þetta í kvöldverðinum þ.10.júní. Það reyndar varð ekki eins brúnt og það er hægt að kaupa heima, ætli það sé ekki hveitið. Það er heldur ekki hægt að fá súrmjólk hér né þá heldur Ab-mjólk þannig að ég þurfti að nota sojamjólk, æ ég vona að það verði í lagi með þetta brauð.
Það kom sól í fyrradag og ég ætlaði svo sannarlega að nýta mér það og lagðist út í garð, ég reyndar bjóst við því að Hekla myndi ekki endast lengur en 30 mín til klukkutíma en svo vildi svo heppilega til að hún hitti þarna stelpu á hennar aldri og þær byrjuðu að leika sér saman á fullu og endaði á því að ég flatmagaði þarna í 4 klukkutíma án nokkurrar sólarvarnar(gáfulegt, ha) sem að sjálfsögðu þýðir að ég er skaðbrennd!
Við fórum í hádegisverðarboð á mánudaginn. Það var haldið heima hjá vinkonu Jole sem býr á ofboðslega fallegum stað um 40 mín frá Mílanó, hún býr í húsi sem hún deilir með bróður sínum og fjölskyldu hans og þarna var risastór garður og alveg við á sem heitir Adda en þar eyddi Leonardo da Vinci miklum tíma. Við borðuðum óheyrilega mikið en þetta var að ítölskum hætti, anipasto, primo, secondo, formaggi, dolce og kaffi. Með þessu var drukkið vín og meira vín en það sem er svo sniðugt hjá þeim er að þeir hafa svona stórveislur í hádeginu sem þýðir að eftir allt þetta át þá fer maður í göngutúr til að brenna einhverju af þessu og láta aðeins renna af sér fyrir aksturinn heim(Sverrir reyndar drakk bara hálft glas en hinir fengu sér rækilega í glösin, eins og Ítalir gera). Þegar upp var staðið höfðum við verið þarna í 8 klukkutíma, en það var rosalega skemmtilegt og loksins gat Hekla leikið sér frjáls í lokuðum garði með æðislegum hundi að týna saklausa sveppi og lítil villt jarðaber sem voru þarna allt um kring.
jæja best að fara að hætta þessu bulli og fara að tékka á rúgbrauðinu....

sunnudagur, júní 01, 2008

Gæfi hægri handlegg

sagði ég einu sinni um það þegar ég var spurð hvort ég myndi vilja fara á Tom Waits tónleika. Mig langar til að fara að gráta núna, við vorum nefnilega að komast að því að hann er að spila hér í Mílanó og það eru ennþá til miðar en viti menn það mun verða þ.18.júlí en við kveðjum borgina þann 5.júlí!! Þið getið rétt ímyndað ykkur andlegu krísuna sem stúlkan er í þessa stundina!! Ekki nóg með það heldur er Sigur Rós líka að spila í júlí og Metalica og mamma, pabbi, Óla og co og Þorgerður og Co koma í júlí!! Finnst ykkur þetta eðlilegt??????
Ég er brjáluð inní mér, sem getur verið mjög hættulegt, þið vitið að byrgja svona hluti inní sér ég gæti sprungið hvenær sem er, ég ætti að segja yfirmanni mínum það, að fyrst hann vill að ég komi til hans í vinnu sem fyrst í júlí að þá bara getur hann búist við sprengingu og hana nú!!búhúhúhú:(
En ég verð að reyna að hugsa sem svo að ég sé heppin að hafa vinnu þegar ég kem heim, ekki eru allir svo heppnir, og ekki bara vinnu heldur skemmtilega vinnu, þar sem mér líður vel....búhúhú er samt vælandi inní mér.....
Við fjölskyldan vorum nú aldeilis heppin í gær þegar við fórum út að skokka, ég náði loksins að plata kallinn út með mér og það hafði ekki rignt allan daginn þannig að við settum Heklu ekki einu sinni í regngalla, og viti menn þegar við vorum komin hálfa leið að garðinum byrjar þessi líka fína demba, þannig að það var bara skokkað stutt þann daginn. Sverrir er nú orðinn aðeins jákvæðari gagnvart skokkinu þannig að hann hefur núna komið þrisvar sinnum með mér. Það er nú líka gaman að segja frá því að ég hef síðustu viku bara tekið 1-1,5 klst í líkamsrækt, skokk og æfingar og svo teygjur og er hætt að svelta mig og hef ekki gufusoðið neitt og jújú hef líka bara ekkert grennst meira og ef það er ekki bara komið aftur á mig þessi 2 kíló sem ég var búin að missa. Mjög skemmtilegt, sérstaklega þegar ég var nákvæmlega svona í vextinum þegar ég var að slátra snakkpokal, 2-3 bjórum, öllu smjörsteiktu, olíusteiktu, samlokum og jú neim it á hverjum degi...hmmmm bíddu leif mér að hugsa, á ég að fara aftur í gufusuðuna og svelti(sem er svo ógeðslega ppainful) eða borða eðlilega???? já maður spyr sig....
Ég eyddi deginum með Jole og við fengum okkur göngutúr um miðborgina, en í dag var einmitt síðasti dagur La Gara d'Italia sem er eins og Tour du France og ég sá meira að segja sigurvegarann koma í markið, öflugt dæmi!
Svo fórum við heim til hennar og ég bakaði uppáhaldskökuna hennar(brúðartertan mín) fyrir hana og hún bauð mér í Osso Bucco að ítölskum hætti og ég mun aldrei framar gera þann rétt öðru vísi. Ítalskt kálfakjöt er það besta sem til er í öllum heiminum, það er bara þannig! Þetta bókstaflega bráðnaði uppi í munninum og borið fram með risotto giallo(með saffrani) ohh ég var í vímu þarna!!! Munurinn á ítalska og franska/danska er að sósan er ekki þykkt, hún er hvít ekki d0kkbrún og la gremolata er ekki eins þykk hún er létt kryddblanda sem er stráð létt yfir! ohh ég get svarið það hreinn unaður!!! Hún bar þetta fram með smjörsteiktum fennel, ohh hann var algjört sælgæti með þessu. mmmmmmmm... mig á eftir að dreyma þetta í nótt!!!