sagði ég einu sinni um það þegar ég var spurð hvort ég myndi vilja fara á Tom Waits tónleika. Mig langar til að fara að gráta núna, við vorum nefnilega að komast að því að hann er að spila hér í Mílanó og það eru ennþá til miðar en viti menn það mun verða þ.18.júlí en við kveðjum borgina þann 5.júlí!! Þið getið rétt ímyndað ykkur andlegu krísuna sem stúlkan er í þessa stundina!! Ekki nóg með það heldur er Sigur Rós líka að spila í júlí og Metalica og mamma, pabbi, Óla og co og Þorgerður og Co koma í júlí!! Finnst ykkur þetta eðlilegt??????
Ég er brjáluð inní mér, sem getur verið mjög hættulegt, þið vitið að byrgja svona hluti inní sér ég gæti sprungið hvenær sem er, ég ætti að segja yfirmanni mínum það, að fyrst hann vill að ég komi til hans í vinnu sem fyrst í júlí að þá bara getur hann búist við sprengingu og hana nú!!búhúhúhú:(
En ég verð að reyna að hugsa sem svo að ég sé heppin að hafa vinnu þegar ég kem heim, ekki eru allir svo heppnir, og ekki bara vinnu heldur skemmtilega vinnu, þar sem mér líður vel....búhúhú er samt vælandi inní mér.....
Við fjölskyldan vorum nú aldeilis heppin í gær þegar við fórum út að skokka, ég náði loksins að plata kallinn út með mér og það hafði ekki rignt allan daginn þannig að við settum Heklu ekki einu sinni í regngalla, og viti menn þegar við vorum komin hálfa leið að garðinum byrjar þessi líka fína demba, þannig að það var bara skokkað stutt þann daginn. Sverrir er nú orðinn aðeins jákvæðari gagnvart skokkinu þannig að hann hefur núna komið þrisvar sinnum með mér. Það er nú líka gaman að segja frá því að ég hef síðustu viku bara tekið 1-1,5 klst í líkamsrækt, skokk og æfingar og svo teygjur og er hætt að svelta mig og hef ekki gufusoðið neitt og jújú hef líka bara ekkert grennst meira og ef það er ekki bara komið aftur á mig þessi 2 kíló sem ég var búin að missa. Mjög skemmtilegt, sérstaklega þegar ég var nákvæmlega svona í vextinum þegar ég var að slátra snakkpokal, 2-3 bjórum, öllu smjörsteiktu, olíusteiktu, samlokum og jú neim it á hverjum degi...hmmmm bíddu leif mér að hugsa, á ég að fara aftur í gufusuðuna og svelti(sem er svo ógeðslega ppainful) eða borða eðlilega???? já maður spyr sig....
Ég eyddi deginum með Jole og við fengum okkur göngutúr um miðborgina, en í dag var einmitt síðasti dagur La Gara d'Italia sem er eins og Tour du France og ég sá meira að segja sigurvegarann koma í markið, öflugt dæmi!
Svo fórum við heim til hennar og ég bakaði uppáhaldskökuna hennar(brúðartertan mín) fyrir hana og hún bauð mér í Osso Bucco að ítölskum hætti og ég mun aldrei framar gera þann rétt öðru vísi. Ítalskt kálfakjöt er það besta sem til er í öllum heiminum, það er bara þannig! Þetta bókstaflega bráðnaði uppi í munninum og borið fram með risotto giallo(með saffrani) ohh ég var í vímu þarna!!! Munurinn á ítalska og franska/danska er að sósan er ekki þykkt, hún er hvít ekki d0kkbrún og la gremolata er ekki eins þykk hún er létt kryddblanda sem er stráð létt yfir! ohh ég get svarið það hreinn unaður!!! Hún bar þetta fram með smjörsteiktum fennel, ohh hann var algjört sælgæti með þessu. mmmmmmmm... mig á eftir að dreyma þetta í nótt!!!
sunnudagur, júní 01, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
ertu að djóka með að þið farið heim 5. júlí, sama dag og við komum út:(
já þetta er líklegast búin að vera heimskulegasta ákvörðun okkar hjónanna í mjöööööög langan tíma!!!
skárra daginn eftir hehe!
nákvl.!
Fóruð þið á Nick Cave? -ég var næstum búin að skella mér til þín á hann. Komst svo ekki frá vinnunni
HV
Skrifa ummæli