ohh rúgbrauðið reyndist vera hið mesta sælgæti. Ég bara tók þessa uppskrift af netinu hjá einhverri konu þannig að ég þori ekki að setja uppskriftina á matarbloggið mitt. En þessi uppskrift var alveg ótrúlega einföld, auðveld, ódýr og hægt að sleppa mjólkurvörum, verst að ég man ekki hvaðan ég tók uppskriftina, en jæja ég set hana bara hérna inn, þær voru flestar eins hvort eð er.
Rúbrauð:
6 bollar rúgmjöl
6 bollar spelt, gróft(hveiti/heilhveiti)ég notaði heilhveiti
5 tsk natron(ég notaði baking powder þar sem það er það eina sem hægt er að fá hér)
7 bollar sojamjólk(súrmjólk/AB-mjólk)ég notaði soja þar sem það er það eina sem hægt er að fá hér
500 gr algave sýróp(fæst ekki hér þannig að ég notaði maple sýróp)
3 tsk salt
Þurrefnum blandað saman síðan blautu bætt í sett í mjólkurfernur, eða kalkúnapott og bakað við 100°-120°C í 12-13 tíma, ekki fylla fernurnar nema hálfar eða 3/4. Ég helmingaði uppskriftina og fékk 2 brauð, ég myndi líka hafa ofninn í 120°, allavegana voru mín brauð ekki tilbúin fyrr en eftir að ég hækkaði hitann og hafði þau inni í 15-16 tíma, fannst það aðeins of langt.
En þetta var vel þess virði. þetta var líka bara mjög þægilegt, henti í deigið klukkan 19.00 og inn í ofn um 7:45 þannig að þau áttu að vera tilbúin heit og góð í morgunverðinn. ekki slæmt það!
Ég er núna að vinna í því að segja upp áskrift á neti,síma og sjónvarpi og þar sem við búum jú á Ítalíu er ekki hægt að segja að það sé einfalt né auðvelt. Ég þarf að fara hingað og þangað, senda bréf en engin venjuleg bréf heldur eitthvert blabla bréf sem ég skil ekkert í þegar verið er að reyna að útskýra það fyrir mér. Af hverju er ekki bara hægt að senda fax eða e-mail og málið dautt???? Af hverju þarf allt að vera svona flókið???
Ég og Sverrir áttum 9 ára afmæli í gær, við héldum uppá það með því að fá pössun hjá Ester og Óla og fórum og fengum okkur sushi, náðum svo í Heklu, fengum okkur nokkra bjóra með þeim og svo heim í ból, þetta var bara mjög fínt. Nema hvað að saltið í sojasósunni var ekki alveg að fara vel í kroppinn minn, þar sem rakinn og hitinn hér er svo mikill og salt í ofanálag, þá urðu fæturnir og fingurnir eins og boltar, ég fékk svo mikinn bjúg að það hálfa!
En nú sér víst fyrir endann á þessari rigningu, og ekki seinna vænna. Það er kominn svo mikill raki í allt að það er komin nett fýla í öll horn og svona, mjög skemmtilegt, enda tekur það þvottinn 3 daga að þorna! En nú var verið að breyta spánni og það á að vera sól í næstu viku, ég í sólbað, vúhúúú!!
jæja ætla að tékka á píunni með bílinn, djöfull vona ég að hún kaupi hann þá er málið dautt!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli