sunnudagur, ágúst 26, 2007

Trufflusullumbullurugl

Já við verðum í a.m.k. 1 ár til viðbótar, en þið Kata mín???

Annars er helgin búin að vera alveg yndislega hálf róleg.... Útskýring: á föstudaginn var ég alveg búin á því(á góðan hátt)fór strax eftir vinnu á litla svið Þjóðleikhússins til að kenna/sýna Stefáni Halli kunningja mínum og leikara nokkur kokkatips og trix og svona, elduðum lambalæri og sósu saman á sviðinu,(
bara æfing fyrir leikrit), rosalega skemmtilegt. Eftir það fór ég heim og eyddi svo kvöldinu með Ólu,Sverri og svo seinna Gumma, tókum smá kojara á þetta bara og skemmtum okkur frábærlega, þetta er bara svo skemmtilegt lið....
Laugardagurinn fór svo bara í að horfa á vídeó með veiku dóttur minni, ójá hún er nefnilega orðin veik aftur og ekki nema 1,5 mánuður síðan hún var með bronkítis. Þetta er orðið einum of, barnið er alltaf veikt! Og já fyrir ykkur öll: hún tekur lýsi á hverjum morgni,hún tekur Latabæjarvítamín, hún borðar mat úr öllum fæðutegundum og hennar uppáhalds er grænmeti og ávextir! Það þarf bara að rífa þessa blessuðu hálskirtla út! Hún er að fara í næstu viku til háls-nef- og eyrnalæknis og vonandi hefur hann einhver svör fyrir okkur. Það er bara ekki hægt að hafa barnið alltaf svona veikt. Svo er það alltaf þannig að hún er veik minnst í viku, aldrei í 3 daga eins og venjuleg börn.
hætt að röfla..
Um kvöldið komu svo tengdaforeldrarnir og systur Sverris og Daði kærasti Arneyjar í mat til okkar. Við höfðum það bara beisik... Steiktar svínalundir með gráðostasósu og frönskum og salati. Alltaf gott! Var svo með ekta súkkulaðiköku í eftirrétt. Það var mikið drukkið og spjallað og hlegið, mjög skemmtilegt og notalegt.
Þannig að dagurinn í dag er líka fyrir framan sjónvarpið, sem er alveg með eindæmum leiðinlegt. Ég tek allt kvart og kvein yfir ítalska sjónvarpinu til baka, það íslenska er hundrað sinnum verra! Við gátum valið um heilar 3 stöðvar, á þeirri fyrstu var formúlanI(ógeð) á þeirri næstu var formúla mótorhjóla(hvort það var meira ógeð eða ekki, hef ég ekki enn komist að niðurstöðu um)og á þeirri þriðju og síðustu var DR.Phil og einhver ömurlegur reality show um suðurríkjahallærispúka á reunioni og HIgh school reunioni þar að auki, og nei ég get bara ekki valið hver af þessum ömurlegheitum fær verðlaunin að þessu sinni um ömurlegustu stöðina! Hvernig fannst ykkur notkun mín á orðinu ömurlegt í þessari færslu???
Þannig að það var bara farið út á vídeóleigu og teknar spólur.
Jæja best að fara og hanga aðeins meira.....

miðvikudagur, ágúst 22, 2007

hmm Mílanó, já þú segir það....

Nú er bara allt of ljúft að vera á Íslandi, og þetta skrifa ég á meðan regnið bylur á glugganum fyrir aftan mig og ég er með maskarann niður á kinnar eftir mikla vatnshjólaferð úr vinnu og sækingu í leikskóla. Ætli ég sé orðin fullorðin??? Ég bara trúi því ekki....er ég virkilega orðin nógu þroskuð til að takast á við alla þá ábyrgð?? Þetta er mikið að vefjast fyrir mér þessa dagana, þetta bara leggst allt saman svo vel í mig allt í einu, það hefur ekki gerst hingað til. Að vera að vinna, borga reikninga, sjá um barnið, þetta er allt saman eitthvað sem er bara svo ljúft og skemmtilegt.
Nú tekur Sigurrós nr.2 við:
Mílanó kallar; Það er líka helvíti ljúft að vera í Mílanó, geta farið í alpana þegar maður vill á snjóbretti eða farið á ströndina þegar maður vill í sólbað. Geta borgað skid og ingenting fyrir risastykki af unaðslegu prociutto og parmigiano úr fjöllunum. Geta farið í appiritivo og talað þetta fáránlega fallega tungumál endalaust. Geta fengið ótrúlega gott speghetti pomodoro, alls staðar! Eða risotto bianco eða al formaggio. Farið á truffluhátíð, eða matarhátíð eða uxahátíð...... svona gæti ég endalaust upptalið. Hvað á maður að gera ég bara spyr????

fimmtudagur, ágúst 16, 2007

Ekki mikið að gerast,svo sem

tja ákvað nú samt að kvitta aðeins.
Það er brjálað að gera í vinnunni, fjöldinn kominn í 145-170 á hverjum degi, svaka stuð. Ég er byrjuð að gera svo mikið sushi að það hálfa, gerði geggjaða rúllu í dag, spicy lax með flugfiskahrognum(sem búið var að leggja í wasabi)og gúrku. Enda rauk hún út. Ég var líka með alveg æðislegt salat, með gulum grilluðum paprikum, blanceruðum tómötum og fullt af ´æðislega nýrri basilíku og fullt af parmesan osti(hvítt balsam edik og olía) alveg ótrúlega einfalt en ótrúlega gott.
En á morgun verður það sama og venjulega þar sem líklegast verður neminn veikur og við verðum bara tvö þannig að við verðum að vera snögg með allt saman.
Jæja nóg um vinnuna....
Það er bara einhvern veginn það eina sem er að gerast í lífi mínu þessa dagana. Nema,.. jú við erum núna á hverju kvöldi með strákana hennar Ólu sös og það er sko fjör að koma mat í allan skarann og bursta og svæfa og allt sem fylgir að vera með 3 börn. Þau eru svo góð og yndisleg alltaf, þetta er alveg rosalega skemmtilegt, fyrir alla.
Á ekki að fara í Latabæjarhlaupið á laugardaginn???
Við verðum þar í massastuði!

föstudagur, ágúst 10, 2007

Vikan sem leið svo hratt....

ja hérna hvað þessi vika flaug framhjá mér, enda einungis 4 vinnudagar.
Verslunarmannahelgin var alveg hreint frábær, við fórum í sumarbústað Valda frænda, rétt hjá Flúðum og vorum þar frá föstudegi til sunnudags og nutum lystisemda lífsins. það var borðað endalaust og spjallað við þetta ótrúlega skemmtilega fólk sem er mín fjölskylda. Það var farið í leiki, sungið við brennu og drukkið eins og hross!! Við sváfum svo í tjaldi á flötinni hjá þeim og jesúsmaríajósep hvað það er mikill unaður að sofa í tjaldi á Íslandi, ég bara fæ ekki leið á því. Maður vaknar svo ferskur og með einhverja óskiljanlega unaðstilfinningu í maganum. Á sunnudeginum var svo brunað í bæinn og farið á rækilegt fyllerí með vinum Sverris. Þannig að mánudageginum var eytt í gríðarlega þynnku, en þó ekki svo mikla því að við drifum okkur í brunch á Vox og svo í Laugardalslaugina á eftir og eyddum restinni af deginum þar. Ég spyr: Hvers vegna er ekki svona heitapottsdiskur í öllum sundlaugum landsins, þvílík snilld!!! Maður getu bara legið flatur, hvílt hausinn og látið alla þreytu,þynnku og fleira líða úr líkamanum, unaður!!!
Vikan í vinnunni var svo alveg hreint ágæt, fékk fullt af fólki sem ég þekki, vinir og kunningjar og allir mjög ánægðir. Ég hins vegar leyfði nemanum að ráða fiskinum sem var ekki eins góður og minn en hvað um það, það gerist ekki aftur. Í næstu viku kemur svo Bjössi aftur, sem venjulega sér um þetta hádegisverðarhlaðborð, á þá verða tveir yfirmenn þarna, er mér sagt. Það verður spennandi að sjá.
Á miðvikudaginn fór ég í heimsókn til Ingu Maríu strax eftir vinnu, og þar var nú skemmtilegt get ég sagt ykkur... Við ákváðum að fá okkur eitt hvítvínsglas og spjalla um daginn og veginn og svo bara allt í einu varð þetta eina glas að 2 flöskum! Ekkert smá fyndið, við bara gleymdum okkur alveg í spjallinu, enda langt síðan síðast. ohh hvað þetta var skemmtilegt.
Svo var bara brjálað að gera í vinnunni restina af vikunni og ég alveg dauð eftir vinnu. En dauð á góðan hátt... það er svo skemmtilegt þegar það er mikið að gera í vinnunni, ég er alveg að fíla það í botn! Hlaupandi um, kófsveitt og móð en með mikla ánægju í hjarta!
Tja hvað á maður svo að gera í dag??? Jújú það er náttúrulega hýragangan, förum í það.Sagði samt við sjálfa mig í gær að ég þyrfti að fara í Kringluna til að kaupa eitthvað en ég bara man ekki fyrir mitt litla líf hvað það var sem ég ætlaði að kaupa, þannig að ég get vonandi sleppt því að fara í Kringluna. Ekki alveg minn uppáhaldsstaður.
Til hamingju með daginn, allir hýrir og ekki hýrir.... og Góða skemmtun!!!!