ja hérna hvað þessi vika flaug framhjá mér, enda einungis 4 vinnudagar.
Verslunarmannahelgin var alveg hreint frábær, við fórum í sumarbústað Valda frænda, rétt hjá Flúðum og vorum þar frá föstudegi til sunnudags og nutum lystisemda lífsins. það var borðað endalaust og spjallað við þetta ótrúlega skemmtilega fólk sem er mín fjölskylda. Það var farið í leiki, sungið við brennu og drukkið eins og hross!! Við sváfum svo í tjaldi á flötinni hjá þeim og jesúsmaríajósep hvað það er mikill unaður að sofa í tjaldi á Íslandi, ég bara fæ ekki leið á því. Maður vaknar svo ferskur og með einhverja óskiljanlega unaðstilfinningu í maganum. Á sunnudeginum var svo brunað í bæinn og farið á rækilegt fyllerí með vinum Sverris. Þannig að mánudageginum var eytt í gríðarlega þynnku, en þó ekki svo mikla því að við drifum okkur í brunch á Vox og svo í Laugardalslaugina á eftir og eyddum restinni af deginum þar. Ég spyr: Hvers vegna er ekki svona heitapottsdiskur í öllum sundlaugum landsins, þvílík snilld!!! Maður getu bara legið flatur, hvílt hausinn og látið alla þreytu,þynnku og fleira líða úr líkamanum, unaður!!!
Vikan í vinnunni var svo alveg hreint ágæt, fékk fullt af fólki sem ég þekki, vinir og kunningjar og allir mjög ánægðir. Ég hins vegar leyfði nemanum að ráða fiskinum sem var ekki eins góður og minn en hvað um það, það gerist ekki aftur. Í næstu viku kemur svo Bjössi aftur, sem venjulega sér um þetta hádegisverðarhlaðborð, á þá verða tveir yfirmenn þarna, er mér sagt. Það verður spennandi að sjá.
Á miðvikudaginn fór ég í heimsókn til Ingu Maríu strax eftir vinnu, og þar var nú skemmtilegt get ég sagt ykkur... Við ákváðum að fá okkur eitt hvítvínsglas og spjalla um daginn og veginn og svo bara allt í einu varð þetta eina glas að 2 flöskum! Ekkert smá fyndið, við bara gleymdum okkur alveg í spjallinu, enda langt síðan síðast. ohh hvað þetta var skemmtilegt.
Svo var bara brjálað að gera í vinnunni restina af vikunni og ég alveg dauð eftir vinnu. En dauð á góðan hátt... það er svo skemmtilegt þegar það er mikið að gera í vinnunni, ég er alveg að fíla það í botn! Hlaupandi um, kófsveitt og móð en með mikla ánægju í hjarta!
Tja hvað á maður svo að gera í dag??? Jújú það er náttúrulega hýragangan, förum í það.Sagði samt við sjálfa mig í gær að ég þyrfti að fara í Kringluna til að kaupa eitthvað en ég bara man ekki fyrir mitt litla líf hvað það var sem ég ætlaði að kaupa, þannig að ég get vonandi sleppt því að fara í Kringluna. Ekki alveg minn uppáhaldsstaður.
Til hamingju með daginn, allir hýrir og ekki hýrir.... og Góða skemmtun!!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hæ ég rakst á síðuna þina á flakki um netið.
Vildi bara segja hæ...HÆ :)
Gaman að lesa um hlaðborðið á voxinu ;)
Kveðja Elísabet( fyrverandi hlaðborðsneminn þinn)
Hæhæ gaman að heyra frá þér. Það er allt að verða vitlaust í hlabbanum, 170 manns í dag, svaka stuð!!! Gangi þér vel í Danaveldi
Skrifa ummæli