sunnudagur, janúar 13, 2008

brrr nú er kalt á Fróni

Heldur betur....
Ég fór á fyrsta staffadjammið á föstudaginn, það var haldið á Seltjarnarnesinu, eins mikill matur og vín og maður gat í sig látið. Það var svaka fjör og fólk var orðið verulega slompað, hehe. Klukkan 00:00 var liðið ferjað niður í bæ eftir mikinn dans og þá var haldið á Apótekið. Ég var ekki alveg nógu drukkin til að þola verkin í tánum eftir að hafa hoppað á hælunum aðeins of lengi þannig að ég var nú ekki lengi á staðnum og beilaði heim. Sem var nú bara gott þegar ég vaknaði daginn eftir, ekkert alltof mikil þynnka, þannig að ég dreif okkur mæðgurnar í sund og létum við fara vel um okkur þar í heitu pottunum og busluðum í lauginni og fórum í rennibrautina. Mjög skemmtilegt. Þegar við svo komum heim þá vildi mamma endilega prófa einhvern nýjan rétt og við fórum að tékka á hinum svokallaða "Beer can chicken", fyrir þá sem ekki vita þá er það kjúklingur sem er smurður með þinni uppáhalds "spice rub" og svo er drukkin hálf bjórdós og dósinni með restinni af bjórnum stungið upp í rassgatið á kjúklingnum og hann svo settur á grillið í 160°C i ca klukkustund. Við smurðum annan kjúklinginn með blöndu af ristuðu cumin, corianderfræum, pipar, skallottlauk og olíu og svo fyrir hinn ristuðum við timian,rósmarín, pipar, skallottlauk og olíu. Þetta bárum við svo fram með minnsta pastainu sem við fundum, í það blönduðum við svo mjúkum geitaosti og cherry tómötum. Þetta var svo hrikalega gott að ég geri þetta alveg pottþétt aftur. Látið vita ef þið viljið nákvæmari uppskrift og ég set það inn.
Að snæðingi loknum sátum við Óla,Gummi og pabbi og kjöftuðum fram eftir. Það hitti nú reyndar þannig á í nótt að þau ákváðu að gista svo sem ekki í frásögur færandi nema hvað að Þorgerður og Arnaldur voru að lakka heima hjá sér í gær og það var víst svo mikil stybba hjá þeim að þau komu og gistu líka. Þannig að það var sko mikið fjör hér í morgun, fullt af krökkum og fólki. Við fengum okkur brunch saman eins og venjulega, með eggjahræru,beikoni,bökuðum baunum, ristuðu brauði alls konar áleggi, spægipyldum, ostum og sultum og kaffi latte og ferskan appelsínu djús með.... mmmmmm(ég reyndar get því miður ekki fengið með kaffi latte en ég bara varð að setja það hérna inn það verður allt svo miklu girnlegra ef maður nefnir kaffið líka, ekki satt?!)
Þegar Brunchinn var búinn fóru krakkarnir út að leika sér og í göngutúr, jii þau eru orðin svo gömul!!! og svo fór ég að þrífa efri hæðina sem tók beisiklí restina af deginum, þetta er nefnilega svo lítið hús, eða þannig.....
Næsta vika verður heldur betur spennandi maður. Ég er nefnilega að fara í starfsmannaferð til Parísar, leiðinlegt ha!!! Mikið djöfull hlakka ég til!! Ég fer á miðvikudaginn og kem aftur á föstudaginn. Ohh hvað ég hlakka til, var ég búin að segja það... Við förum út að borða bæði kvöldin og annað kvöldið er það tiltölulega fínn staður en svo seinna kvöldið förum við á tveggja michelin stjörnu stað. Svo erum við svo heppin að það er einn frakki að vinna með okkur og hann kemur með í ferðina sem ég er að fara í, jeiiijjjjjj. Ég fæ bara gæsahúð af tilhlökkun.
Mikið djöfull er ég búin að vera dugleg í vikunni sem leið... ég er búin að skokka heim úr vinnunni alla vikuna. Reyndar á fimmtudaginn þá skokkaði ég frá Loftleiðum og út að Ölduoti, það var soldið langt svona miðað við það að ég er rétt að byrja aftur en það tókst, og ég er bara helvíti stolt af mér. Ég ætla að gera þetta líka á morgun en svo á þriðjudaginn verð ég með litla skutlu í heimsókn, það er hún Salka sem ætlar að leika við Heklu eftir skóla. Mikið fjör og gaman.
En jæja nú ætla ég að verðlauna mig með smá snakki og sjónvarpsglápi, held að það sé nú í lagi, ha!

miðvikudagur, janúar 02, 2008

loks er Desember liðinn

Ah finalmente er þessi blessaði mánuður að baki og maður getur farið að lifa eðlilegu lífi á ný.
Fyrir jólin var allt of mikil vinna og svo komu jólin og þau voru nú mjög skemmtileg að vanda mikið fjör og við orðin 25 á aðfangadag og það á bara eftir að fjölga. Svo komu áramótin og brúðkaupsafmælið, ja eða öfugt.
Brúðkaupsafmælið átti að vera haldið á Hótel Rangá rétt hjá Hellu, alveg svakalega rómantískt hótel, þar ætluðum við að vera í pottinum, borða osta og drekka kampavín og njóta sveitaloftsins. Þetta átti að koma Sverri á óvart en hann stóð í þeirri trú að við ætluðum að vera á Hilton Nordica og borða á Vox, ha! as if, hugsaði ég, o nei ég ætlaði sko að koma kallinum á óvart í fyrsta skipti í okkar sambandi. En viti menn þegar ég var búin að laumast í búð að ná í osta, kex og súkkulaði og laumast til Ólu og Gumma að fá útiföt lánuð, lögðum við íann. Þegar við keyrðum framhjá Kringlunni fékk kallinn að vita hvað var í gangi og brást hann við...tja já til að vera góð við Sverri læt ég vera að lýsa viðbrögðum hans en allavegana þá komumst við uppað Litlu Kaffistofunni og þar var okkur snúið við! Jesssss ófært fyrir fólksbíla yfir heiðina, mikið ofboðslega var ég glöð, ha, þið getið rétt ímyndað ykkur..... Við sem betur fer fengum herbergi á Nordica Hilton og fengum okkur að borða á Bisttróinu þar sem Voxið var lokað, og herbergið sem við fengum var pínulítið einsmanns herbergi, sem betur fer var þó rúmið nokkurn vegin tvíbreitt, ætli það sé útaf því hvað allir eru orðnir feitir í dag???
Þetta sem betur fer reddaðist en samt situr nú aðeins í manni smá vonsvikni með þetta blessaða land! Næst förum við til Kaupmannahafnar eða eitthvað, gerum eitthvað sem bara getur ekki klikkað!
Okkur varð nú hugsað til þess hvað við vorum ótrúlega heppin með veður á brúðkaupsdaginn! Hugsið ykkur hefði verið óveðrið sem var um helgina..... Hvað í andsk. vorum við að hugsa að gifta okkkur á þessum árstíma.
Gamlárs var svo alveg svakalega skemmtilegt, borðuðum góðan mat og fórum svo í partý til Hössa a Kárastígnum, svo þegar við sáúm glufu í veðrinu drifum við okkur heim til að þurfa ekki að taka leigubíl enn og aftur það kvöldið.
Svo nú er maður bara byrjaður að vinna á ný og allt að falla í ljúfa löð. Ætli maður reyni ekki að setja inn einhverjar myndir á næstunni.