Ah finalmente er þessi blessaði mánuður að baki og maður getur farið að lifa eðlilegu lífi á ný.
Fyrir jólin var allt of mikil vinna og svo komu jólin og þau voru nú mjög skemmtileg að vanda mikið fjör og við orðin 25 á aðfangadag og það á bara eftir að fjölga. Svo komu áramótin og brúðkaupsafmælið, ja eða öfugt.
Brúðkaupsafmælið átti að vera haldið á Hótel Rangá rétt hjá Hellu, alveg svakalega rómantískt hótel, þar ætluðum við að vera í pottinum, borða osta og drekka kampavín og njóta sveitaloftsins. Þetta átti að koma Sverri á óvart en hann stóð í þeirri trú að við ætluðum að vera á Hilton Nordica og borða á Vox, ha! as if, hugsaði ég, o nei ég ætlaði sko að koma kallinum á óvart í fyrsta skipti í okkar sambandi. En viti menn þegar ég var búin að laumast í búð að ná í osta, kex og súkkulaði og laumast til Ólu og Gumma að fá útiföt lánuð, lögðum við íann. Þegar við keyrðum framhjá Kringlunni fékk kallinn að vita hvað var í gangi og brást hann við...tja já til að vera góð við Sverri læt ég vera að lýsa viðbrögðum hans en allavegana þá komumst við uppað Litlu Kaffistofunni og þar var okkur snúið við! Jesssss ófært fyrir fólksbíla yfir heiðina, mikið ofboðslega var ég glöð, ha, þið getið rétt ímyndað ykkur..... Við sem betur fer fengum herbergi á Nordica Hilton og fengum okkur að borða á Bisttróinu þar sem Voxið var lokað, og herbergið sem við fengum var pínulítið einsmanns herbergi, sem betur fer var þó rúmið nokkurn vegin tvíbreitt, ætli það sé útaf því hvað allir eru orðnir feitir í dag???
Þetta sem betur fer reddaðist en samt situr nú aðeins í manni smá vonsvikni með þetta blessaða land! Næst förum við til Kaupmannahafnar eða eitthvað, gerum eitthvað sem bara getur ekki klikkað!
Okkur varð nú hugsað til þess hvað við vorum ótrúlega heppin með veður á brúðkaupsdaginn! Hugsið ykkur hefði verið óveðrið sem var um helgina..... Hvað í andsk. vorum við að hugsa að gifta okkkur á þessum árstíma.
Gamlárs var svo alveg svakalega skemmtilegt, borðuðum góðan mat og fórum svo í partý til Hössa a Kárastígnum, svo þegar við sáúm glufu í veðrinu drifum við okkur heim til að þurfa ekki að taka leigubíl enn og aftur það kvöldið.
Svo nú er maður bara byrjaður að vinna á ný og allt að falla í ljúfa löð. Ætli maður reyni ekki að setja inn einhverjar myndir á næstunni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli