þriðjudagur, júlí 31, 2007

svo montin!

já það var ofboðslega skemmtilegt það sem yfirkokkurinn á Vox sagði við mig í morgun. Hann sagði mér að það hefði borist e-mail til þeirra og þar voru ánægðir viðskiptavinir að dásama hádegisverðarhlaðborðið og þá sérstaklega sushi-ið og að þetta hefði verið það besta sushi sem þau hefðu smakkað bæði hér á landi og úti í útlöndum. Ég var alveg svakalega montin með mig. En hvað það er ofboðslega gaman að heyra eitthvað svona. Þetta ætla ég að gera þegar ég kem út af veitingastað ánægð, skirfa e-mail, við verðum svo ánægðir, við kokkarnir.
Annars er byrjað að koma inn mikið af fólki og augljóst að það er farið að týnast úr sumarfríum.
Ég er ennþá alveg í skýjunum yfir þessari vinnu, hún er svo skemmtileg.

miðvikudagur, júlí 25, 2007

Matreiðslubókagrúsk!

Já nú sést varla í nefið á mér fyrir matreiðslubókum, ohhh hvað það er skemmtilegt. Einhvern veginn er áhuginn á matargerð alveg í full swing núna og ég er að njóta þess til fulls. Fjölskyldan er komin frá Ameríku, fyrir utan Þorgerði og Arnald en þau koma á morgun,og þá er kátt á hjalla maður... krakkarnir fá ekki nóg af hvoru öðru. Ég fæ ekki knúsið mitt þegar hún kemur heim á daginn því hún hleypur bara beint í fangið á Herði Sindra og Val og þau byrja að hlaupa um allt hús og leika sér, geðveikt stuð! Ég er ennþá í því að hjóla í vinnuna klukkan 5.50 á morgnana, og er náttúrulega bara að nefna það hér þar sem ég er svo stolt af mér að ég vil að allir viti hvað ég er ROSALEGA dugleg....
Hrafnhildur á afmæli í dag og þykist hún vera 29 en ég veit betur, múhahaha! Til hamingju með afmælið Hrafnhildur mín!
Við erum núna aðeins að breyta í hlaðborðinu, settum inn nýtt salat í dag, rosalega gott og fiskurinn var algjört sælgæti enda rauk hann út....
Það var bakaður lax með sterkri maplesýrópsgljáa og grilluðum paprikum...mmmmm....
Á föstudaginn verðum við svo vonandi með aðeins öðruvísi sjávarréttasalat, það verður á austurlenskan máta og heitir Marineraður skelfiskur í engifer, kóríander og myntu með mangó og hunangsmelónu. Eins og ég segi þá vona ég að við getum sett þetta inn á föstudaginn nú ef ekki þá verður það pottþétt á mánudaginn.
Ég ætlaði að vera svakalega dugleg í dag og fara út að skokka en svo lenti ég á kjaftasnakki með Ólu systur og ...sorry ég er bara ennþá að njóta þess að geta ,,lent á kjaftasnakki" með systur minni að ég hef ekki einu sinni sammara yfir því að hafa ekki skokkað í dag, þó að ég hafi borðað leifar af súkkulaðikökunni í dag, mér er alveg gersamlega, nákvæmlega sama!
Jæja best að fara að gæða sér á ,,gamla kjúlla" sem er, fyrir þá sem ekki vita, kjúklingur bakaður í sítrónu,olíu,rósmaríni og hvítlauk í klukkutíma mmmmm..... Ég bara skil ekki að ég sé ekki komin með leið á honum hann bara virkar alltaf, meira að segja hafa komið tímabil í mínu lífi þar sem við borðuðum hann á hverju sunnudagskveldi.... Algjört æði.
Finnst ykkur ég tala of mikið um mat hérna, eða......???
Eigið þið góðan matardag á morgun krakkar mínir.

miðvikudagur, júlí 18, 2007

að taka saman höndum

Já takk krakkar mínir, þetta var glæsilegt. Ég bið fólk um að mæta í hlaðborð og viti menn fólk mætir bara einn, tveir og þrír. Það voru 15 í gær en í dag, að sjálfsögðu eftir bloggið mitt, komu 85 manns. Hehe en mér fannst það reyndar soldið skrítið að ég þekkti engan?? hmmm.. en hvað um það, þetta var svaka fjör og skemmtilegt! Fiskurinn í dag var æði og verður á morgun líka.
Annars rúllaði ég mér einhvern veginn í sturtuna í gær og seti á mig maskarann í í háu hælana og byrjaði að bíða eftir ljósmyndaranum en viti menn enginn kom:( Maður var jú soldið súr en ekkert alvarlega þó. Það var víst einhver misskilningur þarna í gangi, ekki þó hjá mér ef þið haldið það,þannig að hann kom í dag og var að fara. Þá er þetta búið. Alltaf skemmtilegt að láta athyglissjúku Sigurrós skína....
Annars verður líklegast lítið um að vera næstu helgi hjá mér þar sem ég er búin að taka að mér smá aukavinnu, það er brúðkaup fyrir 50 manns á laugardaginn, það verður vonandi og líklegast skemmtilegt. Svo ætla ég að reyna að tékka á Brunchinum á Vox á sunnudaginn, það eru allir starfsmennirnir búnir að mæla svo svakalega með því að ég bara verð að prófa. Svo ætla ég líka að fara í hlaðborðið einu sinni áður en ég fer aftur heim til Mílanó.
demit er ekkert búin að spá í kvöldmat fyrir liðið, mér finnst nú reyndar að kallinn geti gert matinn í kvöld,hmmm..ha....

þriðjudagur, júlí 17, 2007

Matgæðingur vikunnar

Hehe já ég verð það víst einhvern tímann, veit ekki hvenær, kannski í næstu viku.
Ég þurfti að vippa upp uppskriftum á 2 tímum og tja það var nú soldið lítið mál fyrir mína þar sem maður er víst að kallast pro í þessum málum. Svo kemur ljósmyndari á eftir, eða eftir klukkutíma að taka mynd af mér, hmm ég er ekki einu sinni búin að drulla mér í sturtu eftir vinnuna í dag. Það er einhver hundur í mér í dag og í gær. En heyriði mig nú, súmarfrísrugl er þetta, það er svo lítið að gera í hlaðiborðinu þessa vikuna og nú vil að allir sem ég þekki leggist á eitt og komi í hádegisverðarhlaðborðið á Vox og eti á sig gat! okok þið verðið reyndar að borga fyrir það en mér finnst það nú reyndar lítil upphæð miðað við all you can eat týpuna sem er í gangi þarna. Við eldum eitthvað rosalega gott á hverjum degi. Björgúlfsfeðgarnir komu 2var í þessari viku..... og svo er hægt að sjá fleira ,,frægt" fólk þarna.
En guð minn góður hvað síðasta helgi var hreint út sagt mergjuð!!! Við fórum með Sigrúnu og Árna Þór og börnum í Ladmannalaugar og á Leirubakka og vorum alla helgina, þetta var alveg hreint geggjað. Það var sko mikið slappað af, drukkið, etið og spjallað langt fram á nætur! Djöfull var líka ljúft að vera á svona massívum jeppa á hálendinu að fara yfir ár og svona, ótrúlega skemmtilegar torfærur í gangi þarna. Ég keyrði upp eftir og svo píndi ég Sverri til að taka við stýrinu á leiðinni til baka en hann var sko ekki óánægður með það þegar á hólminn var komið!
æ jæja best að rúlla sér yfir í sturtuna.....

miðvikudagur, júlí 11, 2007

bloggheimurinn á sumrin

já það er lítið að gerast í mínum bloggheimi, allir sem ég þekki, sem ég er vön að kíkja á blogið hjá eru greinlega í fríi og ég frekar löt við þetta.
Það er mjög einkennilegt að lifa ,,eðlilegu" lífi, þ.e.a.s. að vinna mína vinnu, sem ég elska, og lifa venjulegu, eðlilegu fjölskyldulífi. Þetta er svo skemmtilegt! Þið öll sem hafið alltaf gert þetta, þið bara gerið ykkur ekki grein fyrir því hvað þið eruð heppin! Það er æðislegt að vera búin í eftirmiðdaginn og geta þvegið þvott, eldað, talað við manninn minn og barnið mitt og eytt tíma með þeim. Yndislegt líf krakkar, yndislegt líf!
Ég er búin að vera svakalega dugleg síðustu daga, búin að fara út að skokka og í sund og hjóla út um allt, mjög skemmtilegt!
Um helgina förum við svo í alveg svakalega spennandi útilegu með Sigrúnu og Árna Þór og þeirra börnum í Landmannalaugar, ohhhh það verður svo gaman!
Jæja best að fara að gera eitthvað skemmtilegt.
Já það er sko skemmtilegt á Íslandi!

laugardagur, júlí 07, 2007

komið öll blessuð og sæl, Íslendingar nær og fjær!

Jæja þá er maður mættur á klakann og í massastuði! Erum bæði byrjuð að vinna á fullu og líkar mjög vel. Ég er yfir hádegisverðarhlaðborðinu á Vox og verð yfir því til 15.ágúst en þá kemur hinn matreiðslumaðurinn úr fríi sem sér um þetta venjulega. Mér gengur bara vel með þetta. Sverrir er kominn í byggingavinnuna aftur, ekkert sérstaklega gaman hjá honum en svona gengur....
Við höfum svo sem lítið gert þessa vikuna þar sem maður er bara búin að vera að koma sér inn í vinnu og hitta fjölskylduna og svona, sérstaklega þar sem minn helmingur af henni er farin til Ameríku í sólbað og koma þau eflaust öll sömul miklu brúnni en ég heim aftur. Ég er að reyna að sætta mig við það að vera alltaf hvít, það er erfitt en þetta er allt að koma. Mér leið einhvern veginn betur í kringum Japanina þar sem í þeirra menningu á maður að vera eins hvítur og hægt er og alltaf horfðu þau á mig með mikilli aðdáun og konurnar vildu endilega fá að vita hvaða sólarvörn ég notaði og þegar ég sagði þeim að ég væri bara svona náttúrulega hvít og raunverulega væri ég heldur brún miðað við á veturna, misstu þau andlitið. Ég er alvarlega að spá í að flytja þangað, helst bara á sumrin þegar allir í kringum mig eru svona líka svakalega brúnir og ég... já ég alltaf hvít. Ég er sátt ég lofa ég er sátt!
Við erum náttúrulega búin að vera í sjokki í viku yfir verðlaginu á landinu og búin a hneykslast á því við hvern þann sem nennir að hlusta, eins og venjulega. En hins vegar fékk ég það mikið sjokk þegar ég ætlaði að fara í strætó að ég hringdi í æstum alla sem ég þekkti, til að hneykslast! Málið var að ég ætlaði að taka strætó heim úr vinnunni á þriðjudaginn, ég hafði tekið með mér 250 krónur um morguninn til að borga í strætó. Þegar ég hafði svo beðið eftir strætó í alltof langan tíma og fór uppí, spurði um verð og þegar maðurin sagði ,,280 krónur" horfði ég á hann með geðveikisaugunum mínum, með þanda nasavængi og sagði,mjög æst ,, já, nei takk fyrir ég held ég gangi þetta frekar en að borga svo mikið!" gekk út og heim. Tók mig allt of langan tíma þannig að ég fer á hjólinu núna og líkar það alveg svakalega vel.
Arney systir Sverris var að útskrifast sem stúdent í dag og óskum við henni innilega til hamingju með glæsilegan árangur!!!
Jæja vonandi nenni ég að blogga meira í næstu viku. Þetta er svona hægt og bítandi að komast í rútínu, ég þarf nefnilega að vakna klukkan 5.30 á morgnana en er þó búin klukkan 15.00 á daginn sem er ótrúlega mikilvægt fyrir mig. Ég get loksins lifað eðlilegu lífi með vinnu. Það er svo mikið að gera hjá okkur að ég mæti ekki klukkan 7.00 heldur klukkan annað hvort 6.00 eða 6.30, sem er svo sem í lagi, ég sef svo laust eftir klukkan 5 að ég held að ég þurfi ekkert á þeim svefni að halda. Ég bara fer að sofa um 21.30 á kvöldin, sem fer nett í taugarnar á Sverri, en svona er þetta bara, ef hann vill fá mig á daginn þá verður hann að sleppa mér á kvöldin.
Ég tók að mér smá aukavinnu í gær og var til klukkan 18.00 og þá var ég búin að gera sushi fyrir u.þ.b. 300 manns. Mér var frekar illt í fótunum en þetta tekur bara smá stund að venjast aftur, að standa svona allan daginn. Ég nefnilega fékk mér ekkert kaffi, það var svo mikið að gera. En það var mjög skemmtilegt samt sem áður. Ég fékk að sofa til 8.30 í morgun en þá þurftum við að fara að koma okkur í útskriftina og svo verð ég líklegast þunn á morgun, ´ég vona að ég geti nú sofið eitthvað á morgun.